Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 61 UMRÆÐAN Ný tækifæri í líf- eyrissparnaði UNDANFARNA áratugi hefur velmegun á vesturlöndum vaxið hröðum skrefum í kjöl- far tækniframfara. Umræddar tæknifram- farir hafa gert fólki kleift að vinna sömu störf og meira til á skemmri tíma en áður þekktist. Aukinn frítími og sú staðreynd að al- menningur er sér nú meira meðvitandi en áður um góð áhrif heilsusamlegs matar- æðis og hreyfingar mun leggja grunninn að góðri heilsu og lífsgæðum á eftir- launaárunum. Þessi þróun veldur því m.a. að sífellt fleiri kjósa að hætta störfum fyrr en áður og njóta ávaxta erfiðis síns við góða heilsu við margs- konar tómstundaiðju. Til að hið síðastnefnda megi verða að veruleika þarf hver og einn að búa í haginn fyrir sig í lífeyrismálum en í því sambandi eru tími og þolinmæði ákaflega mikilvæg. Stefnufesta og þolinmæði Færa má góð og gild rök fyrir því að hver sá einstaklingur sem hefur tímann fyrir sér eigi að að byggja spamað sinn að miklu leyti á safni hlutabréfa. Með netvæðingu heimil- anna hefur aðgengi almennings að hlutabréfamörkuðum tekið miklum og jákvæðum breytingum. Á það jafnt við um innlenda og erlenda hlutabréfamarkaði. Mikilvægt er að einstaklingar marki sér stefnu í lífeyrismálum snemma á starfsævinni og haldi sig við hana með það að leiðarljósi að þeir eru langtímafjárfestar, því eitt er hægt að segja með vissu um þróun hlutabréfaverðs; það sveiflast upp og niður yfir tiltekið tímabil. Þegar þannig háttar til er mikilvægt að ein- staklingar hviki ekki frá stefnu sinni í lífeyr- ismálum, enda jafnan verið að horfa til margra ára eða ára- tuga. Reynslan sýnir að þeir sem hafa fjárfest í hlutabréfum og átt þau í gegnum súrt og sætt hafa uppskor- ið ríkulega gagnstætt við marga sem hafa hlaupið inn og út úr mismunandi fjárfestingarkostum með tilheyrandi kostnaði. Dreifing eigna er annað atriði sem getur haft veruleg áhrif á hvemig til tekst við uppsöfnun spamaðar. Það er freistandi að hafa öll eggin í sömu körfu í von um skjótan gróða en hafa ber í huga að slík ráðstöfun getur einnig gengið veralega nærri sparn- aðaráformum einstaklinga. Kostnaður er vafalítið vanmetinn þáttur þegar kemur að samanburði fjárfestingarkosta. Áhrif kostnaðar- hlutfalls á uppsöfnun sparnaðar yfir langt tímabil em mikil og því sannar- lega þess virði að gaumgæfa það vel þegar kemur að lífeyrisspamaði. Séreignarlífeyris- sparnaður Greinarhöfundur óttast að mitt í góðærinu sem hefur verið ríkjandi hérlendis undanfarin misseri hafi ný Lífeyrismál * Ohætt er að mæla með séreignarlífeyrissparn- aði, segir Gunnar Árna- son, við hvern þann sem treystir sér til að leggja til hliðar af launatekjum sínum og binda innstæð- una til 60 ára aldurs. tækifæri í lífeyrisspamaði ekki feng- ið verðskuldaða athygli almennings. Hinn 1. maí sl. vom heimildir ein- staklinga til skattfrestunar í séreign- arlífeyrissparnaði auknar úr 2,0% í 4,0%. Nýti launamaður heimildir til skattfrestunar skv. ofanrituðu, að lágmarki 2,0%, er launagreiðanda skylt að leggja fram á móti 10,0% af framlagi launamanns eða allt að 0,4%. Þessu til viðbótar hefur 2,0% mótframlag vinnuveitanda nú verið bundið í nýgerða kjarasamninga. Of- angreindar greiðslur í séreignarlíf- eyrissjóð og skattfrestun samhliða þeim er jafnframt hrein viðbót við frádráttarbæmi lögbundins iðgjalds launamanns í lífeyrissjóð, nú 4,0%. Samantekið hafa heimildir launa- manna til skattfrestunar í lífeyris- spamaði nú verið auknar í 8,0%. Fullnýti launamaður sér heimildir til skattfrestunar í séreignarlífeyris- sparnaði fær hann að auki 2,4% í for- mi mótframlags eða alls 6,4% í sér- eign. Gunnar Árnason Mótframlag og áhrif skattfrestunar Inneign sem myndast í séreignar- spamaði er bundin þar til viðkom- andi einstaklingur nær 60 ára aldri. Þá er hægt að semja um útgreiðslu spamaðar á minnst sjö áram. Við út- tekt séreignarsparnaðar er greiddur tekjuskattur af útborgaðri fjárhæð. Ekki er greiddur eignarskattur af inneign og ekki er greiddur fjár- magnstekjuskattur af vöxtum. í hefðbundnum spamaðarformum er greiddur 10,0% fjármagnstekju- skattur af vöxtum. Nú kunna margir að teija að séreignarlífeyrisspamað- urinn fari halloka í samanburði við önnur spamaðarform vegna hærri skattprósentu og hærri skattstofns. En svo er ekki. Þvert á móti er sér- eignarlífeyrissparnaður mun hag- stæðari en hefðbundin sparnaðar- fonn. Mismunurinn, sem getur orðið veralegur sé um langan binditíma að ræða, liggur í mótframlagi launa- greiðanda og frestun skattgreiðslna þar til að útborgun spamaðar kemur. Lokaorð ,< Að þessu sögðu er óhætt að mæla með séreignarlífeyrissparnaði við hvem þann sem treystir sér til að leggja til hliðar af launatekjum sín- um og binda innstæðuna til 60 ára aldurs. Með því móti skapar viðkom- andi einstaklingur viðbót við lög- bundinn lífeyrissparnað sinn. Þessi viðbót er séreign hans og erfist við andlát. Því fyrr sem bragðist er við á starfsævinni því meiri líkur era á því að séreignarsparnaðurinn verði kær- komin viðbót við önnur lífeyrisrétt- indi viðkomandi einstaklings. Tíminn w vinnur með þér. Höfundur er sjúðsíjóri hjá lífeyris- sjóðnum Lífiðn. Hörku- spennandi glæpasaga eftir Jógvan Isaksen Mál og menninglwi malogmenning.is I ItJ I Ljúffengt og orkumikið hunangsristað morgunkorn með þremur bragðtegundum nú í nýjum og stærri 500g pakkningum sem þýðir lægra verð pr.kg. Sannarlega vænlegur kostur fyrir morgunhana! A J f * 1 honningristet musli ENDURBÆTT OG BETRA - NÚ í 500g PÖKKUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.