Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Dýraglens HVERT ER LEYND- ARMÁLID ? 0 I w ~ Hundalíf Nú fengu ÞEIR að < kenna á því! Tilbúnir ? Nú VOOOFFF! >JUT/ v/3 , ! ©Associated New: DisL by Trftxjne i A. faRAM»' uru. Services, Inc. All rights reserved. Ljóska ACCORPINé TO THE LATEST 5URVEY, 5IXTY PERCENT OF THE GIRLS5AIPTHEVPLAV 5P0KT5 6ECAU5E IT'5 RJN.. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun scgjast 60 prðsent stúlkna taka þátt f íþróttum veg-na þess að það sé gaman. Horft til framtíðar Frá Hans Jörgenssyni: JÁ, NÚ eru skotveiðimenn að óska eftir því að fá að drepa hrossagauk- inn, - einn sérkennilegasta og skemmtiiegasta vorboða farfuglanna. Nú sést varla jaðrakaninn lengur, það er búið að reka hann burtu með því að þurrka upp allar mýrar, sem víða eru svo einskis nýttar sem nytja- land, og rjúpan er drepin vægðar- laust... Nú er ekki lengur „gengið á rjúpu“ eins og áður var gert og þá vegna bjargarskorts víða. - Nú er vaðið um landið á vélbúnum tækjum með margskota byssur og rjúpan drepin í margföldu því magni, sem áður þekktist - og það án þess að þörf sé á þeirri fæðu, sem þannig fæst. Haft er eftir fuglaíræðingi að stofn hrossagauksins þoli nokkurra hundr: aða dráp. Hvað er átt við með því? I fréttinni er látið í það skína að hann sé drápinu fylgjandi og ef svo er telur hann sig þá vera fulltrúa fólksins í landinu með þeirri túlkun? Væri ekki athugandi fyrir skot- veiðimenn að skjóta veiðibjöllur og slíka vargfugla, með því gerðu þeir landi og þjóð gagn um leið og þeir njóta þess að drepa fugla og æfa hittni sína? Ég þekki af eigin raun að það má matreiða góðan mat af kjöti þessara fugla. Það er enginn matur í hrossagauknum, bringan er varla munnbiti, svo að engin veiði er að drepa hann, heldur aðeins dráps- árátta. Nú er kostað milljónum í það að klæða landið skógi og öðrum gróðri, flestum eða öllum til yndis og ánægju. Það er ekki langt síðan sú vakning hófst að nokkru ráði. En vakning í þá átt að vernda fuglalífið og stuðla að fjölgun þess er ekki langt undan. Það er byijað á þessu í Hrísey í Eyjafirði og eyjan er þegar farin að verða eftirsótt af ferðamönnum vegna fuglalífsins þar. Þetta er byrj- unin og framhaldið er að gera allt landið að fuglaparadís. Næsta spor er að friða rjúpuna, það má gera það í áföngum t.d. stytta veiðitímann um helming næstu tvö árin og friða hana svo alveg. Það þarf að gera ráðstafan- ir til að vernda fuglalífið, með stór- átaki í því að reyna að útrýma minkn- um, og einnig að fækka vargfuglum og villiköttum. Einstaklingar þurfa líka að velja á milli fugla við hús sín eða katta sem gæludýra. Bóndi einn, sem ég þekkti, neitaði að hafa kött á sveitaheimili sínu, hann sagðist heldur vilja hafa fúgla við húsið, og hann varð ekki fyrir von- brigðum, því að fuglasöngurinn og það, að fylgjast með fuglalífinu þar, var öllum til yndis. Ég hef trú á því að vakning um að gera Island að fugla- paradís verði orðin að veruleika með samtökum fólksins í landinu um miðja þessa öld, - flestum eða öllum landsmönnum til yndis og unaðar og góð landkynning fyrir fjölgun ferða- manna svo um munar. Landið elds og ýsa, þar sem allir fuglar, utan varg- fugla, eru friðaðir fyrir skotveiði- mönnum, með aðeins undanþágu fyr- ir söfn og líffræðirannsóknir. Ræktum fuglalífið á íslandi og ger- um landið að fuglaparadís með sam- éiginlegu þjóðarátaki. HANS JÖRGENSSON, Aflagranda 40, Reykjavík Hvers virði er umhverfi Elliðavatns? Frá Jóni Baldri Þorbjömssyni: SKIPULAGSYFIRVÖLD í Kópa- vogi hafa ákveðið að gerast málsvari breytinga á fyrirliggjandi aðalskipu- lagi fyrir Vatnsendasvæðið í tengsl- um við eignarnám 90,5 hektara byggingarspildu í SV-hlíð Vatns- endahvarfs. Þessi breyting mun heimila fyrrverandi eigendum spild- unnar, eignarnámsþolum, að halda eftir 5 hektara svæði í nánd við vatn- ið til að byggja og selja 113 íbúðir í allt að 6 hæða fjölbýlishúsum. Til viðbótar þessu fá eignarnámsþolar byggingarleyfi á 32 lóðum nálægt vatnsbakkanum. Gróflega áætlað mun sala lóða og húsnæðis á þessum reitum geta fært eignarnámsþolum 300-500 milijónir króna í tekjur. í stað þess fær Kópavogsbær um- rædda byggingarspildu á góðum kjörum, borgar fyrir eignarnámið tæpar 300 milljónir króna. Þetta gerist samkvæmt samningi, svo kall- aðri sátt um eignarnám, sem undir- ritaður var 1. ágúst sl. Ennfremur fá eignarnámsþolar ýmsar sporslur til viðbótar byggingarsvæðunum, s.s. rétt til að byggja 8 hesthúsalengjur á Heimsenda að viðbættum öðrum 7 „strax eftir að vatnsverndarlína á svæðinu fæst færð“. Ekki dettur mér í hug að sjá of- sjónum yfir þeim hagnaði fyrrver- andi landeigenda sem fenginn er með eignarnámi og sölu á eftirsóttu landi á höfuðborgarsvæðinu. En ég get ekki annað en lýst vonbrigðum mínum með skammsýni ráðamanna Kópavogsbæjar í þessu sambandi. I stað þess að greiða ríflega fyrir eign- arnám alls byggingarlandsins og hafa með því tök á að fá upp í hluta kostnaðar með sölu á mjög verð- mætum viðbótarlóðum undir dreifða og lágreista byggð eru þeir með þessum samningi beinlínis að stuðla að því að dýrmætasta útivistarsvæð- ið og fegursta landið innan bæjar- markanna verði varanlega skaddað. Auk þess að sýna tilfinningum íbúa sem fyrir eru á þessum svæðum mikla vanvirðingu er bærinn einnig að kalla yfir sig kostnaðarsama þjónustu við lítinn byggðarkjarna. Undirritun áðurgreinds samnings án fyrirvara, áður en fyrirhugaðar breytingar höfðu verið kynntar íbú- um á svæðinu og áður en afstaða íbúa og Skipulagsstofnunar til óhjá- kvæmilegra breytinga á aðalskipu- lagi var fengin, var algjörlega ótíma- bær. I ljósi þess hlýtur að mega endurskoða þennan gjörning. Ef það er ekki inni í myndinni er hreinlega verið að hafa þá sem settu landslög um skipulagsmál og náttúruvernd, ásamt umsagnaraðilum og Skipu- lagsstofnun, að fífli. Ég hvet íbúa höfuðborgarsvæðis- ins, og reyndar sem flesta lands- menn, að ganga, hjóla eða aka Vatnsendamegin upp að Elliðavatni. Kynnið ykkur aðstæður og leitið upplýsinga um fyrirhugaðar skipu- lagsbreytingar hjá íbúum svæðisins eða Bæjarskipulagi Kópavogs. Látið síðan skoðun ykkar í Ijós með því að skrifa nafn ykkar á lista samtaka um vernd náttúru Elliðavatns ef þið er- uð mótfallin breytingu svæðisins úr „Sveit í bæ“ í „Sveit á bak við blokk". JÓN BALDUR ÞORBJÖRNSSON, Fögrubrekku við Vatnsenda. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.