Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Steindir gluggar vígðir í Suðureyrarkirkju Suðureyri - Tólf steindir gluggar eftir listmálarann Benedikt Gunn- arsson voru vígðir í Suðureyrar- kirkju síðastliðinn sunnudag. Mynd- verkin eru gjafii' til Suðureyrar- kirkju á 1000 ára kristnitökuafmæli íslensku þjóðarinnar. Gefendur verkanna eru velunnar- ar Suðureyrarkirkju sem gefa myndverkin til minningai’ um látna ástvini. í vígslu-guðsþjónustunni þjónuðu auk sóknarprestsins séra Valdimars Hreiðarssonar þau Agnes M. Sig- urðardóttir prófastur og séra Baldur Vilhelmsson úr Vatnsfirði. Við vígsluna rakti listamaðurinn Benedikt Gunnarsson uppbyggingu, tilurð og innihald hvers myndverks fyrir sig. Hann sagði þar meðal ann- ars: „Allar glermyndirnar eiga það sameiginlegt að vera samfelldur óð- ur til almættisins. Kristin trú, kristin viðhorf til lífs og umhverfis, eru meginkveikimáttur þeirra, og þar á allt inntak verkanna rætur. Verkin spretta úr veröld ljóssins, sem lífið gaf og aldrei þverr.“ Tæknilega framkvæmd glerverka, flutning þeirra vestur á Suðureyri og Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson Séra Valdimar Hreiðarsson og Benedikt Gunnarsson listmálari. uppsetningu í kirkju annaðist List- gler í Kópavogi. Að lokinni guðsþjón- ustu og vígslunni luku kirkjugestir einróma lofi á myndverkin sem þóttu hvert öðru glæsilegra. Hellu - Héraðsfundur Rangárvalla- prófastsdæmis var nýlega haldinn á Hellu en hann hófst með guðsþjón- ustu í Oddakirkju þar sem sóknar- presturinn sr. Sigurður Jónsson þjónaði fyrir altari og sr. Halldór Gunnarsson í Holti flutti prédikun. Við guðsþjónustuna hóf störf nýr organisti kirkjunnar, Magnús Ragnarsson en hann stjómar jafn- framt kirkjukórnum. Á héraðsfund mæta þjónandi prestar í prófastsdæminu, fulltrúar sóknarnefnda og kirkjuþingsmenn en í Rangárvallasýslu þjóna fjórir prestar í 16 sóknarkirkjum auk einn- ar kapellu á Voðmúlastöðum í Land- eyjum og safnkirkju í Skógum en prófastur er sr. Halldóra Þorvarðar- dóttir í Fellsmúla. Á fundinum var gengið til venjulegra aðalfundar- starfa, íluttar skýrslur sóknamefnda og starfandi nefnda, prestastefnu, kirkjuþings, leikmannastefnu auk skýrslu frá hjálparstarfi kirkjunnar. Líflegar umræður vom á fundin- um um tillögur kirkjuþings um fram- tíðarskipan sókna, prestakalla og prófastsdæma auk þess sem menn skiptust á skoðunum um breytingar á lögum um kosningar kirkjuþings- manna. Með tilkomu nýrra laga um stöðu, stjóm og starfshætti kirkj- unnar hefur sjálfstæði hennar aukist verulega og kirkjuþing orðið hennar æðsta stofnun. Héraðsfundur Rangárvallaprófastsdæmis Líflegar umræður um skipan sókna Frá héraðsfundi Rangárvallaprófastsdæmis. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Réttað í Fljótstungurétt Fénu fækkar en hefðin lifir Morgunblaðið/Sigríður Kristínsdðttir Reykholti - í sólskinsblíðu fyrir miðjan aftan á sunnudag mátti sjá fé úr fjallskiladeild fyrir Reykholts- dal, Hálsasveit og Flókadal renna niður af Amarvatnsheiðinni, í átt að Fljótstungurétt. Leitir stóðu yfir frá þriðjudegi íþokkalegu veðri, en síðasta morguninn gaf að h'ta grá- hvít fjöll. Smölun gekk vel og skil- uðu sér u.þ.b. 5000 fjár í réttina. Formaður fjallskilanefndar, Þorvaldur Jónsson, segir fé í deildinni hafa fækkað vemlega síð- ustu 20 árin og er nú talað um að heiðin sé gróðurfarslega í bata. Afréttinni er skipt á þijá Ieitar- flokka sem gista í tveimur skálum, við Álftakrók og í Úlfsvatnsskála. Á sunnudeginum smöluðu hóparnir í línu niður heiðina og mættust við Kleppana. Þaðan rann féð í einum flokki síðasta spölinn, niður Köstin og með Fljótstunguhlíð. Sveitungar og lengra að komnir, fólk á öllum aldri, beið spennt við Fljótstungurétt og hjálpaði til við að draga í dilka. Seinni göngur munu svo hefjast eftir næstu helgi. Vilja hús- næði fyrir Héraðsdóm Vestfjarða Á FUNDI, sem haldinn var í Félagi lögfræðinga á Vestfjörð- um á ísafirði, föstudaginn 8. september sl., var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Fundur í Félagi lögfræð- inga á Vestfjörðum, haldinn á Isafirði föstudaginn 8. septem- ber 2000, skorar á dómsmála- ráðherra að beita sér nú þegar iyrir því að Héraðsdómi Vest- fjarða verði fundið húsnæði er fiillnægir og hæfir starfsemi dómsins.“ Deilur í Borgarbyggð vegna skipulagsbreytinga í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi Forstöðumaðurinn hættur störfum vegna breytinganna BÆJARSTJÓRN Borgarbyggðar samþykkti á fundi í síðustu viku til- lögu frá tómstundanefnd um skipu- lagsbreytingar í íþróttamiðstöðinni í Borgamesi. Fólu þær í sér að staða forstöðumanns Iþróttamiðstöðvar- innar skyldi lögð niður og í staðinn starfi þrír vaktstjórar sem heyri beint undir íþrótta- og æskulýðsfull- trúa. Framganga bæjarstjómar- meirihlutans í Borgarbyggð í málinu hefur valdið talsverðu uppnámi og hefur Ingimundur Ingimundarson, sem verið hafði forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar í sjö og hálft ár, látið af störfum vegna skipulags- breytinganna, auk þess sem fulltrúi Framsóknarflokksins í tómstunda- nefnd Borgarbyggðar sagði sig úr nefndinni í mótmælaskyni við ákvörðun bæjarmeirihlutans. Fram kemur í bókunum meiri- hluta D-lista og L-lista frá bæjar- stjórnarfundinum, sem fram fór 5. september sl., að forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar svo og minnihluta bæjarstjómar hafi í langan tíma verið kunnugt um hug- myndir að skipulagsbreytingum. Jafnframt að bæði bæjarstjóri og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefðu lýst yfir áhuga sínum við Ingimund Ingimundarson persónulega um að hann sinnti áfram störfum fyrir Borgarbyggð sem vaktstjóri. Ingimundur sagði í samtali við Morgunblaðið að honum hefði verið tjáð síðastliðið sumar af fonnanni tómstundanefndar að skipulags- breytingarnar myndu hafa í för með sér að hann lækkaði í launum. Hann hefði tjáð formanninum að það gæti hann ekki sætt sig við og hið sama hefði hann sagt Stefáni Kalmanssyni bæjarstjóra, er hann kallaði Ingi- mund á sinn fund sama dag og tillag- an um skipulagsbreytingarnar var lögð fram í bæjarstjórn í síðustu viku. „Og ég sá ekki fram á annað en að það væri best fyrir mig að ganga einfaldlega út,“ sagði Ingimundur. „Það vildí þannig til að samningur minn rann út þennan dag. Ég lét for- mann starfsmannafélagsins og lög- fræðing hjá BSRB h'ta á þetta og hann sagðist ekki geta séð annað en ég væri réttlaus og að ég gæti bara gengið út. Ég skilaði því lyklum mín- um og hætti.“ Ekki sýnt fram á faglegan eða fjárhagslegan ávinning Sagði Ingimundur að breyting- arnar gerðu ráð fyrir þremur vakt- stjórum en forstöðumaður hefði fram að þessu hvort eð er tekið þriðju vaktina á móti tveimur vakt- stjórum. Breytingarnar fælu því í raun í sér það eitt að verið væri að færa starf forstöðumanns til æsku- lýðsfulltrúa bæjarins, þ.e. draga úr völdum forstöðumanns og lækka laun hans. Það hefði hann ekki getað sætt sig við. Á fundinum í síðustu viku gagn- rýndi minnihluti bæjarstjómar harðlega þá málsmeðferð meirihlut- ans að leggja fram tillögur um skipulagsbreytingar í íþróttamið- stöðinni, sem gerðu m.a. ráð fyrir því að staða forstöðumanns yrði lögð niður, án nokkurrar umfjöllunar í bæjarráði. Ennfremur að slíkt væri gert án þess að greinargerð um fjár- hagslegan eða faglegan ávinning af þessum breytingum hefði verið lögð fram. Ingimundur Ingimundarson kveðst líta svo á að það hafi fyrst og fremst verið klaufagangur af bæjar- stjórninni að hafa ekki verið fyrir löngu búin að leysa þetta mál. Það hefði alveg verið hægt ef haldið hefði verið rétt á spöðunum. Ekki yrði þó um eftirmál að ræða af hans hálfu. „En auðvitað sé ég eftir starfinu og er svolítið sár yfir því hvernig staðið var að þessum málum,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.