Morgunblaðið - 14.09.2000, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Steindir gluggar vígðir
í Suðureyrarkirkju
Suðureyri - Tólf steindir gluggar
eftir listmálarann Benedikt Gunn-
arsson voru vígðir í Suðureyrar-
kirkju síðastliðinn sunnudag. Mynd-
verkin eru gjafii' til Suðureyrar-
kirkju á 1000 ára kristnitökuafmæli
íslensku þjóðarinnar.
Gefendur verkanna eru velunnar-
ar Suðureyrarkirkju sem gefa
myndverkin til minningai’ um látna
ástvini.
í vígslu-guðsþjónustunni þjónuðu
auk sóknarprestsins séra Valdimars
Hreiðarssonar þau Agnes M. Sig-
urðardóttir prófastur og séra Baldur
Vilhelmsson úr Vatnsfirði.
Við vígsluna rakti listamaðurinn
Benedikt Gunnarsson uppbyggingu,
tilurð og innihald hvers myndverks
fyrir sig. Hann sagði þar meðal ann-
ars: „Allar glermyndirnar eiga það
sameiginlegt að vera samfelldur óð-
ur til almættisins. Kristin trú, kristin
viðhorf til lífs og umhverfis, eru
meginkveikimáttur þeirra, og þar á
allt inntak verkanna rætur. Verkin
spretta úr veröld ljóssins, sem lífið
gaf og aldrei þverr.“
Tæknilega framkvæmd glerverka,
flutning þeirra vestur á Suðureyri og
Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson
Séra Valdimar Hreiðarsson og
Benedikt Gunnarsson listmálari.
uppsetningu í kirkju annaðist List-
gler í Kópavogi. Að lokinni guðsþjón-
ustu og vígslunni luku kirkjugestir
einróma lofi á myndverkin sem þóttu
hvert öðru glæsilegra.
Hellu - Héraðsfundur Rangárvalla-
prófastsdæmis var nýlega haldinn á
Hellu en hann hófst með guðsþjón-
ustu í Oddakirkju þar sem sóknar-
presturinn sr. Sigurður Jónsson
þjónaði fyrir altari og sr. Halldór
Gunnarsson í Holti flutti prédikun.
Við guðsþjónustuna hóf störf nýr
organisti kirkjunnar, Magnús
Ragnarsson en hann stjómar jafn-
framt kirkjukórnum.
Á héraðsfund mæta þjónandi
prestar í prófastsdæminu, fulltrúar
sóknarnefnda og kirkjuþingsmenn
en í Rangárvallasýslu þjóna fjórir
prestar í 16 sóknarkirkjum auk einn-
ar kapellu á Voðmúlastöðum í Land-
eyjum og safnkirkju í Skógum en
prófastur er sr. Halldóra Þorvarðar-
dóttir í Fellsmúla. Á fundinum var
gengið til venjulegra aðalfundar-
starfa, íluttar skýrslur sóknamefnda
og starfandi nefnda, prestastefnu,
kirkjuþings, leikmannastefnu auk
skýrslu frá hjálparstarfi kirkjunnar.
Líflegar umræður vom á fundin-
um um tillögur kirkjuþings um fram-
tíðarskipan sókna, prestakalla og
prófastsdæma auk þess sem menn
skiptust á skoðunum um breytingar
á lögum um kosningar kirkjuþings-
manna. Með tilkomu nýrra laga um
stöðu, stjóm og starfshætti kirkj-
unnar hefur sjálfstæði hennar aukist
verulega og kirkjuþing orðið hennar
æðsta stofnun.
Héraðsfundur Rangárvallaprófastsdæmis
Líflegar
umræður
um skipan
sókna
Frá héraðsfundi Rangárvallaprófastsdæmis.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
Réttað í Fljótstungurétt
Fénu fækkar
en hefðin lifir
Morgunblaðið/Sigríður Kristínsdðttir
Reykholti - í sólskinsblíðu fyrir
miðjan aftan á sunnudag mátti sjá
fé úr fjallskiladeild fyrir Reykholts-
dal, Hálsasveit og Flókadal renna
niður af Amarvatnsheiðinni, í átt
að Fljótstungurétt. Leitir stóðu yfir
frá þriðjudegi íþokkalegu veðri, en
síðasta morguninn gaf að h'ta grá-
hvít fjöll. Smölun gekk vel og skil-
uðu sér u.þ.b. 5000 fjár í réttina.
Formaður fjallskilanefndar,
Þorvaldur Jónsson, segir fé í
deildinni hafa fækkað vemlega síð-
ustu 20 árin og er nú talað um að
heiðin sé gróðurfarslega í bata.
Afréttinni er skipt á þijá Ieitar-
flokka sem gista í tveimur skálum,
við Álftakrók og í Úlfsvatnsskála. Á
sunnudeginum smöluðu hóparnir í
línu niður heiðina og mættust við
Kleppana. Þaðan rann féð í einum
flokki síðasta spölinn, niður Köstin
og með Fljótstunguhlíð.
Sveitungar og lengra að komnir,
fólk á öllum aldri, beið spennt við
Fljótstungurétt og hjálpaði til við
að draga í dilka. Seinni göngur
munu svo hefjast eftir næstu helgi.
Vilja hús-
næði fyrir
Héraðsdóm
Vestfjarða
Á FUNDI, sem haldinn var í
Félagi lögfræðinga á Vestfjörð-
um á ísafirði, föstudaginn 8.
september sl., var samþykkt
svohljóðandi ályktun:
„Fundur í Félagi lögfræð-
inga á Vestfjörðum, haldinn á
Isafirði föstudaginn 8. septem-
ber 2000, skorar á dómsmála-
ráðherra að beita sér nú þegar
iyrir því að Héraðsdómi Vest-
fjarða verði fundið húsnæði er
fiillnægir og hæfir starfsemi
dómsins.“
Deilur í Borgarbyggð vegna skipulagsbreytinga í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi
Forstöðumaðurinn hættur
störfum vegna breytinganna
BÆJARSTJÓRN Borgarbyggðar
samþykkti á fundi í síðustu viku til-
lögu frá tómstundanefnd um skipu-
lagsbreytingar í íþróttamiðstöðinni
í Borgamesi. Fólu þær í sér að staða
forstöðumanns Iþróttamiðstöðvar-
innar skyldi lögð niður og í staðinn
starfi þrír vaktstjórar sem heyri
beint undir íþrótta- og æskulýðsfull-
trúa. Framganga bæjarstjómar-
meirihlutans í Borgarbyggð í málinu
hefur valdið talsverðu uppnámi og
hefur Ingimundur Ingimundarson,
sem verið hafði forstöðumaður
íþróttamiðstöðvarinnar í sjö og hálft
ár, látið af störfum vegna skipulags-
breytinganna, auk þess sem fulltrúi
Framsóknarflokksins í tómstunda-
nefnd Borgarbyggðar sagði sig úr
nefndinni í mótmælaskyni við
ákvörðun bæjarmeirihlutans.
Fram kemur í bókunum meiri-
hluta D-lista og L-lista frá bæjar-
stjórnarfundinum, sem fram fór 5.
september sl., að forstöðumanni
íþróttamiðstöðvarinnar svo og
minnihluta bæjarstjómar hafi í
langan tíma verið kunnugt um hug-
myndir að skipulagsbreytingum.
Jafnframt að bæði bæjarstjóri og
íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefðu
lýst yfir áhuga sínum við Ingimund
Ingimundarson persónulega um að
hann sinnti áfram störfum fyrir
Borgarbyggð sem vaktstjóri.
Ingimundur sagði í samtali við
Morgunblaðið að honum hefði verið
tjáð síðastliðið sumar af fonnanni
tómstundanefndar að skipulags-
breytingarnar myndu hafa í för með
sér að hann lækkaði í launum. Hann
hefði tjáð formanninum að það gæti
hann ekki sætt sig við og hið sama
hefði hann sagt Stefáni Kalmanssyni
bæjarstjóra, er hann kallaði Ingi-
mund á sinn fund sama dag og tillag-
an um skipulagsbreytingarnar var
lögð fram í bæjarstjórn í síðustu
viku.
„Og ég sá ekki fram á annað en að
það væri best fyrir mig að ganga
einfaldlega út,“ sagði Ingimundur.
„Það vildí þannig til að samningur
minn rann út þennan dag. Ég lét for-
mann starfsmannafélagsins og lög-
fræðing hjá BSRB h'ta á þetta og
hann sagðist ekki geta séð annað en
ég væri réttlaus og að ég gæti bara
gengið út. Ég skilaði því lyklum mín-
um og hætti.“
Ekki sýnt fram á faglegan eða
fjárhagslegan ávinning
Sagði Ingimundur að breyting-
arnar gerðu ráð fyrir þremur vakt-
stjórum en forstöðumaður hefði
fram að þessu hvort eð er tekið
þriðju vaktina á móti tveimur vakt-
stjórum. Breytingarnar fælu því í
raun í sér það eitt að verið væri að
færa starf forstöðumanns til æsku-
lýðsfulltrúa bæjarins, þ.e. draga úr
völdum forstöðumanns og lækka
laun hans. Það hefði hann ekki getað
sætt sig við.
Á fundinum í síðustu viku gagn-
rýndi minnihluti bæjarstjómar
harðlega þá málsmeðferð meirihlut-
ans að leggja fram tillögur um
skipulagsbreytingar í íþróttamið-
stöðinni, sem gerðu m.a. ráð fyrir
því að staða forstöðumanns yrði lögð
niður, án nokkurrar umfjöllunar í
bæjarráði. Ennfremur að slíkt væri
gert án þess að greinargerð um fjár-
hagslegan eða faglegan ávinning af
þessum breytingum hefði verið lögð
fram.
Ingimundur Ingimundarson
kveðst líta svo á að það hafi fyrst og
fremst verið klaufagangur af bæjar-
stjórninni að hafa ekki verið fyrir
löngu búin að leysa þetta mál. Það
hefði alveg verið hægt ef haldið hefði
verið rétt á spöðunum. Ekki yrði þó
um eftirmál að ræða af hans hálfu.
„En auðvitað sé ég eftir starfinu og
er svolítið sár yfir því hvernig staðið
var að þessum málum,“ sagði hann.