Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Árni Sigurður Árnason fæddist á Akranesi 19. júlí 1949. Hann lést á liknardeildinni í Kópavogi hinn 7. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Steinunn Þórð- ardóttir, f. 26. júlí 1915 og Árni Halldór Árnason, f. 7. júní 1915, d. 11. apríl 1991. Systkini Árna eru: Bjarni, f. 13. febrúar 1939; Sigríð- ur, f. 23. júní 1941; Þórður, f. 25. október 1942; Emilía Petrea, f. 6. október 1943; Ingi- björg, f. 27. ágúst 1945; Sigrún, f. 30. október 1946; Ólína Elín, f. 13. desember 1950; Guðmundur, f. 30. janúar 1952, d. 19. apríl 1952; Steinunn, f. 5. janúar 1954 og Guð- mundur, f. 3. júlí 1956. Árni kvæntist 15. maí 1999 Hrafnhildi Jónsdóttur. Hún er fædd 7. júlí 1959. Foreldrar henn- ar eru Hrefna Valdemarsdóttir, f. Elsku pabbi minn. Gangi þér vel. Vonandi er þér batnað núna. Eg hugsa alltaf um þig, elsku pabbi minn, þú ert alltaf bestur af öllum. Ég ætla að hugsa vel um mömmu og dittu, og ömmu og ömmu fyrir þig. Eg veit að þú átt eftir að halda vemd- arhendi yfir okkur og mest yfir mér. Eg viidi að ég væri regndropi ogfallaírauðarós. Þar myndi ég dúsa í mánuð. Bless elsku pabbi minn. Þinn elskandi sonur, Karl. Hinn 7. febrúar fyrir rúmum átta árum fór móðir mín að vera með manni. Þessi maður hét Ámi Sigurð: ur Ámason og var ofan af Akranesi. í huga okkar allra sem þekktum hann var hann alltaf Addi og það sem mig langar að gera hér er að minnast hans með nokkrum orðum. Þegar hann og mamma kynntust bjuggjum við mamma saman í íbúð í Reykjavík og eftir aðeins eins árs samband var ákveðið að við mamma flyttum tii hans í íbúðina á Suðurgötu þar sem hann bjó og Steina móðir hans á efri hæðinni. Ég man að ég var ekki allt of hress með að vera að flytja upp á Skaga því mig langaði að klára grunnskólann með mínum skólafélögum en kannski sem betur fer fór ég einnig upp á Skaga. Þegar við komum inn í líf hans vann hann sem ljósmyndari á Skagablaðinu, sem hann rak ásamt honum Sigga Sverris vini sínum, en seinna hætti hann þar og fór að vinna hjá Þorgeiri og Ellert. Allt gekk vel og á aðfanga- dag árið 1993 trúlofuðu þau sig í kirkjugarðinum á leiðinu hjá pabba hans og bróður. Og 19. mars 1994 fæddist svo litli prinsinn, hann Karl Alex, og ég man hvað Addi ljómaði þegar hann kom heim til að ná í mig og segja Steinu stóru frá nýfæddum syni sínum og hann var svo spenntur yílr keisaranum og þeir náðu svo vel saman. Þeir gerðu allt saman, alveg sama hvað það var. Hann kenndi mér svo margt eins og til dæmis að meta þungarokk því áður en ég hitti hann var þungarokk nokkuð sem var ekki til í mínum huga. Einnig ef það var eitthvað sem mátti breytast þá var talað um hlutina, ég kunni ekki að meta það þá, en ég geri það í dag og mig langar að þakka honum fyrir það. Þegar ég var búin með grunn- skólann fór ég einn vetur í skóla uppi í Reykholti í Borgarfirði og ég átti alltaf eftir að þakka honum fyrir að leyfa mér að fara þangað því þetta var frekar dýr skóli. Þegar ég kom aftur heim var ákveðið að flytja í Mosfellsbæ og hann fór að vinna hjá Stálsmiðjunni og ég fór í skóla í bæn- um og ég man þegar hann kom inn til mín til að vekja mig á morgnana því ég var alltaf samferða honum niður í Artún. Það var alltaf bankað svo létt 26. apríl 1926 og Jón Konráð Magnússon, f. 30. desember 1933, d. 24. október 1995 en fósturfaðir henn- ar var Freysteinn Á. Jónsson, f. 21. nó- vember 1914, d. 15. maí 1990. Árni og Hrafnhildur eignuð- ust einn son, Karl Al- ex, sem er fæddur 19. mars 1994 en fyr- ir átti Hrafnhildur eina dóttur, Evu Hrönn Jóhannsdótt- ur, f. 19. janúar 1980. Árni ólst upp á Ákranesi og gekk þar í skóla. Hann tók sveins- próf í vélvirkjun 1974. Hann vann lengi þjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts á Ákranesi og gaf út um tíma Skagablaðið nieð félaga sín- um og vini Sigurði Sverrissyni. Síðast vann hann hjá Stálsmiðj- unni í Reykjavík. Útför Árna fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. á hurðina og það var alveg sama hvort ég var fúl eða ekki þegar hann kom inn til mín á morgnana, hann kom þá bara aftur. Svo fyrir tveimur árum keyptu þau svo draumahúsið ásamt ömmu. Hinn 15. maí 1999 gengu þau mamma í hjónaband og það er dagur sem ég gleymi seint því þau ljómuðu af gleði. Það var búið að ákveða að þegar húsið yrði selt uppi á Skaga yrði látið parket á öll gólf og allt málað. Þau voru nánast búin með allt en það voru bara smáatriði eftir þegar hann, hinn 11. nóvember 1999, veiktist svo alvarlega að honum var haldið sofandi í þrjá mánuði. Það var kraftaverki líkast hvað hann náði sér vel upp eftir það en svo fór að draga af honum aftur og á endanum höfðu veikindin yfirhöndina og hann lést hinn 7. september sl. En að lokum langar mig að segja smá sögu. Þriðjudaginn sl. kom ég með Kalla til hans og mömmu og í heimsókn hjá honum voru Kalli Þórðar og kona hans Ema. Kalli bróðir vildi fara í smá leik með okkur og bað mig ásamt mömmu og Emu að koma með sér fram í setustofu og Kalli stóri átti að vera hjá Adda á meðan. Kalli lét okkur setjast í sófann og lét sem hann væri prestur og lét okkur hafa h'tið blað sem á vora vers eins og Faðir vorið og fleiri, svo kom hann með box með svokölluðum manna- kornum og við drógum öll einn miða upp úr og á þessum miðum vora orð úr Biblíunni. Ég man ekki hvað ég dró en ég man að mamma dró sálm- inn sem var á blaðinu sem Kalli hafði látið okkur hafa áður. Þegar amma kom upp á fimmtudagsmorgun til að segja mér að hann hefði látist um nóttina kom strax upp í huga mér að kaupa eitthvað handa mömmu og á fostudaginn fór ég í Kirkjuhúsið og vissi ekkert hvað ég átti að kaupa en ég gekk út með skrautskrifaðan sálm í ramma og hafði beðið konuna í búð- inni að pakka honum inn og það er ekki fyrr en á laugardaginn að ég átta mig á að þetta er sálmurinn sem var á blaðinu sem Kalli hafði látið okkur hafa og mamma svo dregið hann úr mannakornunum en þetta er 23. Davíðssálmur og er á þessa leið: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Ágrænumgrundum læturhannmighvílast, leiðirmigaðvötnum, þar sem ég má næðis gjóta. Hannhressirsálmína, leiðir mig um rétta vegu fyrirsakirnafnssíns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, þvíaðþúerthjámér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þúbýrðmérborð frammi fyrir féndum mínum, þú smyrð höfúð mitt með oh'u, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér allaævidagamína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Ég held að það sé engin tilviljun að þetta skuli vera sálmurinn sem ég keypti því hann á svo vel við þetta til- efni. Með þessum orðum langar mig að kveðja þig, elsku Addi minn, og þakka þér um leið fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og ég trúi því að nú líði þér betur. Við mömmu, Kalla, Hrefnu ömmu, Steinu stóra og öll hans systkini, maka, börn og barna- böm, maka þeirra og alla aðra sem við þekkjum og ég gleymi hér segi ég: Frá okkur er nú farinn maður, yndislegur maður, sem var tilbúinn að gera allt fyrir alla og öllum þótti vænt um. Við verðum að trúa því að honum sé ætlað annað hlutverk, hans tími kominn til að gegna æðra hlut- verki, kannski í öðra lífi, hver veit. Ég bið Guð að veita okkur styrk til að takast á við þá sorg sem nú ríkir í hjarta okkar og varðveita minning- una um góðan dreng. Um leið langai’ mig að þakka öllum fyrir stuðning sinn við okkur öll, því vinir og kunn- ingjar, þið eigið líka um sárt að binda vegna missis góðs manns. Eva Hrönn. Langri þrautagöngu Árna bróður er lokið. Hann fékk hvíldina þessi vinur aðfaranótt fimmtudagsins 7. september og var þá búinn að berjast fyrir lífinu síðan í byrjun nóvember. Okkur finnst almættið óréttlátt að taka Adda frá okkur svona í blóma lífsins, nýgiftan Hrafnhildi sinni og með Kalla litla bara sex ára, en ein- hver tilgangur hlýtur að vera á bak við sem við ekki sjáum og kunnum ekki skil á. Það fer ekki hjá því á svona stundum að minningar liðinna ára komi upp í hugann um allar þær stundir sem við áttum saman í okkar stóra systkinahópi, um lífið á Suður- götunni og árin eftir að pabbi dó, en þá reyndist Addi mömmu slík stoð að ómetanlegt var. Addi sýndi snemma að í honum bjó baráttuvilji og keppn- isskap. Sem barn var hann með vaxt- artraflun í mjöðm og þurfti að vera í spelku úr járni, þungri og óþjálli. Þrátt fyrir það var hann óstöðvandi, hlaupandi út um allt, spilaði fótbolta með hinum gauranum úr hverfinu, klifraði og prílaði niður í klettum og hljóp á bryggjunni þegar pabbi kom að landi. Mamma var oft með lífið í lúkunum í þá daga, börnin mörg og höfnin nálægt. En tíminn leið og Addi losnaði við spelkuna, hann klár- aði skólaskylduna og fór svo að læra vélvirkjun og lauk því 1974. Á þeim áram sem á eftir komu var Addi á fullu í því að taka þátt í lífinu, hann stundaði íþróttir, var með Ijós- myndadellu, gaf út Skagablaðið með Sigga vini sínum og margt fleira. Þetta voru árin sem við kölluðum hann „pipararsveininn". Hann var alltaf geðgóður og sporléttur, sætur með sín brúnu augu, nettur og fínn. Svo kom að því að hann fór að fara ansi oft til Reykjavíkur og kom í ljós að hann var orðinn ástfanginn. Kalli og Erna, vinir hans, höfðu kynnt hann fyrir Hrafnhildi og teningunum var kastað. Það var spaugilegur feimnissvipur á Adda þegar hann var að reyna að fela þetta fyrir okkur. Hrafnhildur átti hug hans allan og við glöddumst með honum, pipar- sveininum okkar, þegar ávöxturinn þeirra kom í heiminn og hann gat far- ið að ala upp sitt eigið barn. Hann var einstaklega barngóður og tók af ein- lægni þátt í að ala upp systkinaböm sín, sem hændust öll að honum. Hrafnhildur og Addi byijuðu bú- skapinn héma á Akranesi en fluttu síðan í Mosfellsbæinn. Þau gengu í hjónaband hinn 15. maí 1999 og lífið brosti við þeim, þau vora að koma sér fyrir í húsinu sínu þegar Addi veikt- ist. Það sem upphaflega var pest sem var að ganga í bænum breyttist í heiftarlega bakteríusýkingu. Hinn 11. nóvember 1999 var hann lagður inn á Borgarsjúkrahúsið og var þar til 20. júní síðastliðinn þegar hann var fluttur á líknardeild Landspíta- lans þar sem hann lést. Allan þennan erfiða tíma mætti hann og við öll slíkri hlýju að betur verður ekki gert og þökkum við það heilshugar. I öll- um þessum heljarátökum hefur Hrafnhildur staðið eins og klettur við hlið elskunnar sinnar. Við systkinin biðjum góðan Guð að hugga og blessa Hrafnhildi, Kalla, Evu Hrönn og minninguna um góðan dreng. Systkinin. Elsku Addi minn.Þú ert búinn að vera svo veikur og þjáður og við höf- um öll beðið algóðan Guð að líkna þér og taka frá þér kvölina. En núna þeg- ar komið er að kveðjustund er svo erfitt að kveðja þig. Þú varst í blóma lífsins, orðinn pabbi, nýgiftur Hrafn- hildi þinni og að koma húsinu ykkar í stand. Þó að það eina sem við vitum fyrir víst er að við fæðumst og að við deyjum þá er það alltaf jafn erfitt að kveðja náinn ættingja og vin. I dimmum skugga af löngu liðnum vetri mitt ljóð til þín var árum saman grafið. Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið, hugljúfúr, glæstur, öllum drengjum betri. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt þjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei Ijúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur og eilíflega, óháð því sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðm.) Elsku Hrafnhildur, Kalli, Eva Hrönn, Steina tengdamamma og allir aðrir ástvinir. Ég bið Guð að styrkja ykkur og hugga í sorginni. Þín mágkona, Ása. Fyrir tæpu ári hringdi ég í mömmu til að segja henni frá út- varpsviðtali sem ég átti að fara í. Ég heyrði strax að eitthvað mikið var að og eftir skamma stund sagðist hún verða að tala við mig ég seinna, hún væri að drífa sig til Reykjavíkur, því Addi bróðir hennar væri kannski að deyja. Hvað kom fyrir spurði ég, lenti hann í slysi? Nei svaraði mamma, hann fékk einhverja flensu og mikið meira veit ég ekki núna. Á þessari stundu fannst mér fréttin um að fá flensu á besta aldri og deyja í kjölfarið álíka óraunveraleg og það hefði halastjama lent í garðinum hjá mér. Sennilega var ég bara dæmi- gerður fulltrúi þeirra sem daglega heyra svo ótrúlegar fréttir úr heimi tækni og læknavísinda að orðið flensa og dauði gátu ómögulega tengst. Eftir símtalið sat ég í smástund og velti fyrir mér á hvern hátt ég þekkti þennan móðurbróður minn. Ég man fyrst eftir honum þegar hann bjó um tíma í ókláraðri stofunni heima. Þá vora okkar helstu samskipti að ég, sem morgunhani fjölskyldunnar tók sjálfskipuð að mér að vekja heimilis- meðlimi. Ekki ætla ég að reyna að halda því fram að Addi hafi stokkið upp af kæti þegar ég vakti hann og ég upplifði mig hálfmislukkaða í hlut- verki slipparavekjaraklukku. Það góða var þó að þessi reynsla varð kveikjan að leikritinu „Sofandi svefnpurkan" sem við vinkonurnar sömdum og sýndum í tíu ára bekk. Svo liðu árin og Addi varð sjálfskip- aður hluti af neðri hæðinni hjá ömmu og afa. I daglegu lífi virkaði hann fyrst og fremst á mig sem einfari sem vildi allt fyrir vini sína gera. Lítill og snaggaralegur í leðurjakkanum með skeggið kom hann og fór jafnskyndi- lega. Ég man bara varla eftir að hann hafi komið og setið í rólegheitunum heima eða á Suðurgötunni. En þessi eiginleiki er nú ekkert einsdæmi meðal systkinanna tíu og virðist hafa raðast á milli þeirra sem arfgengur ríkjandi eða arfgengur víkjandi. Eft- ir að afi dó fylgdumst við oft af aðdá- un, með því hversu góður og nærgæt- inn hann var við ömmu, hvort sem var að fara með henni í Skagaver eða bara að keyra rúntinn eins og afi var vanur að gera. Á síðustu áram hitt- ARNISIGURÐUR ARNASON umst við sjaldnar, enda hann ekki lengur piparsveinn fjölskyldunnar, búinn að finna ástina í Hrafnhildi og eignast með henni augasteininn sinn Karl Alex. Mamma reyndist hafa rétt fyrir sér með að Addi ætti ekki langt eftir þó að baráttan tæki lengri tíma en nokkurn granaði. Dagarnir urðu að vikum og vikumar að tæpum tíu mánuðum. Upplifun mín af þessum tíma er þó fyrst og fremst ástæða þess að ég sest niður og set saman orð til minningar um Adda. Þegar tækninýjungar og þægindi virðast helsta lífstakmarkið líta margir á dauðann sem óvin sem engan veginn er hægt að sætta sig við. En um leið og við afneitum dauðanum eram við að flýja að takast á við eigin tilfinn- ingar og annarra. Við að umgangast deyjandi manneskju komumst við vart hjá því að horfa um leið á eigið líf og gildismat. Hvað skiptir okkur máli og í hvað fer tíminn? Ég hef dáðst að því hvernig mamma hefur gefið Adda ómældan tíma og kærleik. En ég hef líka upplifað piiTÍng vegna þess að ég náði á tímabili varla í hana öðravísi en á ferð til eða frá Adda. Þá hefur hún svarað: „Þetta er bróðir minn og ég geri fyrir hann það sem ég get. Núna verða bara allir að leggja sitt af rnörkum." Eins hefur Lalli bróðir, sem sjálfur veður ekki í frítíma verið ótrúlega duglegur að fara til Adda kvöldin, raka hann reglulega og sitja hjá honum þangað til hann sofnaði. Það þarf nefnilega ótrúlegan styi’k til að geta gefið af sér við slíkar aðstæð- ur. I júlí heimsótti ég Adda í fyrsta sinn á líknardeildina. Það hafði nú hist þannig á, að í þau skipti sem ég hafði farið til hans á Borgarspítalann hafði hann verið sofandi og mér fannst heimsóknimar ekkert tiltök- umál. En nú kem ég inn í herbergið, Addi glaðvakandi og ég sá strax að hann þekkti mig hann horfði í augun á mér, hélt krampataki um hendina mína og tárin streymdu niður kinn- amar. Þá fyrst leið mér illa, hafði ekki hugmynd um hvemig ég ætti að bregðast við. Kannski væri auðveld- ast að segjast vera á hraðferð og drífa sig út. Eða átti ég að tala út og suður um ekki neitt. Þetta var erfið- ari stund en mig hafði órað fyrir. Svo herti ég upp hugann og hugsaði með mér að ég gæti ekki verið þekkt fyrir annað en að sýna Adda þá virðingu sem manneskju að horfast í augu við hlutina af hreinskilni og ég sat á rúm- stokknum í tæpa tvo tíma og sagði honum frá því sem mér fannst um líf- ið, dauðann og fallega málverkið eftir Kristján Davíðsson í forstofunni. Þegar ég settist inn í bílinn fann ég til friðar og vellíðunar, heimsóknin hafði eflaust gefið mér meira en þeim sem ég heimsótti. Eftir þetta hef ég reynt að kíkja við þegar ég hef verið á ferð í bænum. Það hefur verið gott að finna hvernig sorgin og þjáningin, sem auðvitað era nauðsynlegur hluti lífsins, geta tekið á sig mynd fegurð- arinnar og kærleikans á slíkum stað sem líknardeild Landspítalans er. Stað þar sem allur umbúnaður og starf einkennist af hágæða fag- mennsku. Elsku Hrafnhildur, Kalli, Eva Hrönn, amma og allir hinir. Megi minning um góðan dreng gefa ykkur styrk. Með kveðju frá okkur systkinunum. Helena. Traustasti og besti vinur og sam- starfsmaður sem ég hef eignast um ævina er allur, langt um aldur fram. I Árna Sigurði Ámasyni endurspegl- uðust dásamlega andstæðir pólar. Á yfirborðinu var hann töffari með harðan skráp en undir niðri bjó sál sem ekkert aumt mátti sjá. Engum bónbetri hef ég kynnst og gilti þá einu á hvaða tíma sólarhrings beðið var um greiðann. Ekkert verk- efni var svo vonlaust að ekki mætti takast á við það og leysa. Oft var un- un að horfa á Áma, fumlausan og vandvirkan, leysa verkefni sem höfðu reynst fábrotinni handverks- kunnáttu blaðasnápsins ofviða. Við Ami voram í raun eins og tví- burar í níu ár. I sameiningu stóðum við að útgáfu Skagablaðsins á Akra- nesi og voram saman öllum stundum, enda skilin á milli vinnutíma og fríst- unda oft æði óljós. Þegar mest gekk á vora sólarhringamir allt of stuttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.