Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.09.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ _________________________FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 2000 53 UMRÆÐAN ' BSRB vill samstarf um framtíð heilbrigðiskerfisins LJÓST er að enn eina ferðina eru heil- brigðismálin komin í brennidepil þjóðfélags- umræðunnar. Tvennt hefur gerst á undan- förnum vikum sem vert er að gefa gaum að. Nýjar áherslur úr læknastétt í fyrsta lagi heyrast nú nýjar áherslur úr læknastéttinni. Enda þótt ályktun Lækna- samtakanna á nýafstöð- unum ísafjarðarfundi sé um margt loðin er þar að flnna endur- ómun af kröfum og tillögum sem þar komu fram um einkavæðingu heil- brigðiskerfisins. Hér kveður við nokkuð nýjan tón úr læknastétt sem þegar á heildina er litið hefur fram til þessa verið því fylgjandi að heilbrigð- isþjónustan sé rekin á vegum samfélagsins en ekki einkaaðila eins og tíðkast í Bandaríkj- unum. Þar er tilkostn- aðminn aðeins að htl- um hluta eða rúmlega fjörutíu af hundraði rekin fyrir skattfé. Allar rannsóknir á bandaríska heilbrigð- iskerfinu eru á einn veg. Þar er að finna mikla félagslega mis- munun og peningalega sóun. I yfirlýsingu Læknafélagsins er engan veginn hvatt til þess að hverfa yfir í bandaríska heilbrigðis- kerfið. En í ljósi umræðna á fundin- um um einkavæðingu heilbrigðis- þjónustunnar er vert að spyrja hvað Heilbrigðiskerfið BSRB hefur óskað eftir viðræðum um framtíð- arskipan heilbrigðis- mála, segir Ögmundur Jónasson, og telja samtökin sig ekki síður eiga erindi að slíku viðræðuborði en Læknasamtökin. sé átt við með því orðalagi í ályktun fundarins að heilbrigðiskerfið „þarfnist endurskoðunar" og boðið upp á viðræður við stjórnvöld um það efni. Islandsbanki-FBA vill einka- væða heilbrigðisþjónustuna Enginn þarf að velkjast í vafa um hvað fjármálamarkaðurinn vill í þessum efnum. Skilaboðum hefur bæði leynt og ljóst verið komið til íTkisstjórnarinnar um að opna gróðaöflum leið að heilbrigðisþjón- ustunni. Fjármálamenn vita sem er að hér er á ferðinni nær óþrjótandi auðlind. Samfélagið og einstaklingar munu um ókominn tíma láta mikla fjármuni af hendi rakna til heil- brigðismála. Þá fjármuni vilja þessir aðilar ná í. í frétt í Morgunblaðinu af morgunfundi Verslunarráðsins er meðal annars vitnað í ræðu Bjarna Armannssonar, forstjóra íslands- banka-FBA. í fréttinni sem birtist 18. ágúst sl. er haft eftir forstjóran- um að „ríkið væri með starfsemi á mörgum sviðum sem það yrði að koma sér út úr. Bjarni nefndi sér- staklega fjármála-, orku-, heilbrigð- is- og menntageirana og sagði heil- brigðisgeirann velta hátt í þriðjungi af útgjöldum ríkis og sveitarfélaga." Ráðherra boðar stefnubreytingu Engum þarf að koma það á óvart að þessar raddir skuli heyrast. Rík- isstjórnin hefur sýnt í verki að hún er tilbúin að ganga æði langt í einka- væðingarátt og má þar til dæmis nefna nýgerðan samning við fyrir- tækin Aðalverktaka og Securitas um að reisa og reka elliheimili í Reykja- vík. Samningurinn við þessi fyrir- tæki, sem koma fram undir hinu smekklega heiti Öldungur hf., var sannanlega mjög óhagstæður fyrir skattborgarann. Hefur vakið furðu á hvern hátt var mismunað við útboð- ið - kom hugtakið einkavinavæðing þá upp í hugann hjá mörgum - en steininn tók þó úr þegar í ljós kom að ekki mátti samnýta þjónustu á stofnunum sem voru til staðar þótt sýnt væri að það kæmi betur út fyrir skattborgarann. Þessu máli hefur verið skotið til rannsóknar hjá Rík- isendurskoðanda og verður fróðlegt að sjá niðurstöður eftir þá athugun. Bylting í Fjölnota byggingaplatan sem allir hafa beðið eftir! VIROC byggingaplatan er fyrir veggi, ioft og gólf. VIROC byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóöeinangrandi. VIROC byggingaplatan er umhverfisvæn. VIROC byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað nánast blint. Staðalstærð: 1200x3000x12 mm. Aðrar þykktir: 8,10,16,19, 22, 25,32 & 37 mm. Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm Viroc utanhússklæðning PP &co Leitiö upplýsinga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÍILA 29 S: 553 86401 568 6100 Ögmundur Jónasson Nú bregður hins vegar svo við að heilbrigðisráðherra boðar stefnu- breytingu varðandi einkavæðing- una. Það gerði Ingibjörg Pálmadótt- ir í yfirlýsingu sem birtist í Degi en þar lýsti ráðherrann því afdráttar- laust yfir í viðtali við blaðið að ekki yrði um frekari einkavæðingu að ræða. Ljóst er þó að þetta mun ekki ganga átakalaust fyrir sig og má til marks um það nefna að tveir þing- menn Sjálfstæðisflokksins, Asta Möller og Katrín Fjeldsted, sendu í kjölfarið frá sér grein þar sem hvatt er til frekari einkavæðingar. Ráðherra sent erindi Viðhorf markaðssinna virðast hins vegar ganga þvert á vilja meiri- hluta þjóðarinnar. Mjög mikilvægt er að fram fari kröftug umræða þjóðfélaginu um framtíðarskipan velferðarkerfisins áður en ráðist er í grundvallarbreytingar á því. Það er afleitt þegar framkvæmt er án slíkr- ar umræðu. Verst af öllu er þegar reynt er að ná settu marki með því að fara bakdyramegin, láta hlutina einfaldlega „gerast“. Samtök launa- fólks hafa látið sig þessi mál mjög skipta á undangengnum árum og hefur BSRB staðið þar fremst í flokki. Kemur þar margt til. Innan vébanda bandalagsins starfa margir starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar og skiptir allt skipulag hennar þá að sjálfsögðu máli en ekki er síður á það að líta að kjör fólks ráðast mjög af kostnaði sem það hefur af heil- brigðisþjónustu, bæði sem notendur hennar og sem skattgreiðendur. BSRB hefur því ritað heilbrigðis- ráðherra bréf og óskað eftir viðræð- um um framtíðarskipan heilbrigðis- mála og telja samtökin sig ekki síður eiga erindi að slíku viðræðuborði en Læknasamtökin. Höfumlur er alþingismaður og for- maður BSRB. um allt Borgarnes Bílasala Vesturlands - Borgarbraut 58 Sími 437 1577 Akranes Bjöm Lárusson - Bjarkargrund 1 2 Sími 431 1650 ísafjörður Bílasalan ísafjarðarflugvelli Sími 456 4712 Sauðárkrókur Bifreiðaverkstæðið Áki Sæmundargötu 1 6 - Sími 453 5141 Akureyri Bifreiðaverkstæði Sig. Valdimarssonar Óseyri 5a - Sími 461 2960 Reyðarfjörður Bílasalan Fjarðarbyggð - Búðareyri 25 Sími 474 1199 Egilsstaðir Bílasala Austurlands - Fagradalsbraut 21 Simi 471 3005 Höfn í Hornafirði Bílverk - Víkurbraut 4 Sími 478 1 990 Selfoss Betri Bílasalan - Hrísmýri 2a Sími 482 3100 Keflavík Bilasala Reykjaness - Brekkustíg 38 Sími 421 6560 tsala á notuðum bílum Opilð; tkl M.. 2tl alla virka daga þÆSsa viku án útborgunar við afhendingu lánum í allt að 60 mánuði fyrsta afborgun í mars 2001 ill iAH LJ Si3 (í húsi Ingvars Helgasonar og Bíiheima) Sævarhöfða 2-112 Reykjavík Símar: 525 8096 - 525 8020 - Símbréf 587 7605 BORGARBÍLASALAI1! di@nðáðvðg|i 11 - Sírtii ððð ððöö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.