Morgunblaðið - 20.09.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.09.2000, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Umboðsmaður barna um stöðu fyrirsætna Engin svör frá Skóla Johns Casa- blancas í KJÖLFAR sýningar heimild- armyndarinnar Bak við tjöldin í tískuheiminum, sem var á dag- skrá Sjónvarps í desember, sendi Þórhildur Líndal, umboðs- maður bama, Eskimó models og Skóla Johns Casablancas fyrir- spumir þar sem spurt var um fjölda stúlkna sem dvalið hefðu erlendis við fyrirsætustörf á vegum fyrirtækjanna síðustu 5 árin og aldur þeirra. Umboðsmanni bama hefur aðeins borist svar frá Eskimo models, en 31 stúlka starfaði þá erlendis á vegum fyrirtækisins. Vora stúlkumar á aldrinum 14 til 24 ára. Tíu voru á aldrinum 14 til 16 ára en samkæmt upplýs- ingum frá Eskimo models voru þær jafnan í fylgd foreldra eða starfsmanns fyrirtækisins. Umboðsmaður bama fagnar því að aldm-stakmark Ford fyr- irsætukeppninnar, sem Eskimo models hefur umboð fyrir, hafí verið hækkað úr 14 í 16 ár. Bamavemdarlögin endurskoðuð Þórhildur segir að sérstök nefnd sé að endurskoða núgild- andi bamavemdarlög. Segist hún hafa komið því á framfæri við félagsmálaráðherra, æðsta yfirmann bamavemdarmála, hvort ekki væri ástæða til að miða lágmarksaldur fyrir þátt- töku í fegurðar- og fyrirsætu- keppnum við 16 ár. Nefndin mun enn vera að störfum og seg- ist hún því ekki vita hvort ábendingin verði tekin til greina. Þórhildur segir að Skóla Johns Casablancas hafi ítrekað verið send bréf þar sem óskað hafi verið eftir upplýsingum um ungar fyrirsætur en engin skrif- leg svör borist. Að svo komnu verði þó ekki aðhafst frekar, sér- staklega ekki í ljósi þess að ábendingum um aldurstakmark hafi verið komið á íramfæri við félagsmálaráðherra. ÁSTRÁÐUR B. Hreiðarsson, læknir og sérfræðingur í sykursýki, segir að um 130 milljónir manna séu með sykursýki í heiminum í dag og gert sé ráð fyrir að sá fjöldi tvöfaldist á næstu tíu áram. Ástráður er nú staddur á evrópskri sykursýkiráðstefnu í Jerúsalem í ísrael þar sem mættir eru yfir sjö þúsund læknar, hjúkranarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hvaðan- æva úr heiminum til að ræða m.a. þróun sjúkdómsins á næstu árum. Ástráður sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að ráðstefnugestir hefðu miklar áhyggjur af fjölgun þeirra sem fengju sykursýki og sagði að ástralskur prófessor sem kannað hefði útbreiðslu sjúkdóms- ins hefði talað um að sykursýkin færi nú sem faraldur um heiminn. „Hann talaði um í erindi sínu að sykursýki yrði sjúkdómur 21. ald- arinnar og fjöldi sykursjúkra í heiminum yrði um 250 milljónir árið 2010,“ segir Ástráður og bæt- ir því við að aðrir fundargestir hafi tekið undir þær spár. Um ástæðu mikillar útbreiðslu sykursýki segir Ástráður að hana megi rekja til vestrænna lifnaðarhátta. „Öffita fer vaxandi í heiminum vegna óheppilegs mataræðis og lítillar hreyfingar," segir Ástráður, en slíkir lifnaðarhættir eru ávísun á sykursýki, bætir hann við. Hann segir að sykursýki geti valdið alls kyns heilsuvandamálum á borð við hjarta- og æðasjúkdóma en slíkir sjúkdómar geti stundum leitt til dauða. „Menn hafa áhyggjur af tíðni sykursýkinnar vegna þess að hún eykur sjúkdómstíðni á öðrum sviðum,“ segir hann og nefnir sem dæmi að líkurnar á hjarta- og æðaáföllum séu fjóram til fimm sinnum meiri meðal þeirra kvenna sem eru með sykursýki. Ungt fólk í aukinni hættu Þegar Ástráður er spurður um kostnað sjúkdómsins segir hann að sykursýki sé dýr þegar leggja þarf menn inn á sjúkrahús vegna fylgi- kvilla hennar en á hinn bóginn sé meðferðin við sjálfum sjúkdómn- um ekki svo dýr. „Til eru ágætis lyf við sykursýki og þeim er beitt þegar með þarf.“ Leggur Ástráður þó áherslu á mikilvægi þess að ríki auki áróður fyrir bættu mataræði Um 130 milljdnir manna með sykursýki í heiminum í dag Málað í haust- blíðunni HAUSTBLIÐAN í höfuðborginni síðustu daga hefur gefið íbúum tækifæri til að sinna þeim verk- um sem ekki náðist fyrr í sumar. Á vegi Ijósmyndara á Skóla- vörðustíg varð þessi kona sem komin var upp í stiga með máln- ingarpensilinn. og meiri líkamshreyfingu til að minnka megi líkurnar á sjúkdómn- um. Ástráður segir að til séu tvær tegundir sykursýki. Sykursýki eitt annars vegar og sykursýki tvö hins vegar. Þeir sem séu með syk- ursýki eitt þurfi að sprauta í sig insúlíni reglulega en þeim sem séu með sykursýki tvö nægi að halda sjúkdómnum í skefjum með réttu mataræði og stundum einnig með því að taka inn ákveðnar töflur. Mikill meirihluti þeirra sem eru með sykursýki í dag sé með syk- ursýki tvö. Ástráður segir að eldra fólk hafi hingað til verið í mestri hættu á að fá sykursýki tvö en nú sé svo kom- ið að ungt fólk fái þá tegund syk- ursýki í vaxandi mæli. Greinist oft af tilviljun „Menn hafa einmitt áhyggjur af því að ungt fólk á þrítugsaldri er í auknum mæli farið að greinast með sykursýki tvö, ungt fólk sem verður feitt út af kyrrsetu og röngu fæði.“ Ástráður bendir jafn- framt á að mjög algengt sé að syk- ursýki greinist í fólki af tilviljun vegna þess að stundum fylgi henni lítil sem engin einkenni. „Menn geta verið með sykursýki í langan tíma áður en hún greinist en á meðan getur hún verið að skemma hjarta- og æðakerfið, augun, nýrun og taugakerfið." Aðspurður segir Ástráður að dæmigerð einkenni sykursýki geti þó m.a. verið þreyta, þorsti, mikil þvaglát, sjón- truflanir og pirringur í fótum. Á ráðstefnunni í Jerúsalem hafa að sögn Ástráðs verið kynnt ný lyf gegn sykursýki og nefnir hann m.a. lyf sem auka eiga áhrif insúl- íns í líkamanum og insúlínlyf sem eiga að virka meira hnitmiðað á sjúkdóminn en þau insúlínlyf sem notuð hafa verið hingað til. Með Ástráði á ráðstefnunni er annar ís- lenskur læknir og sérfræðingur í sykursýki; Gunnar Valtýsson, en að sögn Ástráðs er gert ráð fyrir að ráðstefnunni ljúki á föstudag. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Fjöldinn mun tvöfald- ast á næstu tíu árum Stefán Carlsson bæklunarskurðlæknir um bréf til biðlistasjúklinga Ber skylda til að upp- lýsa sjúklinga okkar STEFÁN Carlsson bæklunarskurð- læknir vísar því með öllu á bug að eitthvað óeðlilegt sé við að hann hafi, ásamt læknunum Ágústi Kárasyni og Brynjólfi Jónssyni, sent sjúkling- um sem eru á biðlista eftir kross- bandaaðgerðum, bréf í tilefni af því að taka á upp slíkar aðgerðir á Land- spítalanum. Stefán, Ágúst og Brynj- ólfur era allir sjálfstætt starfandi bæklunarlæknar. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að landlæknisembættið er nú með umrætt bréf til skoðunar en í því benda læknarnir sjúklingunum á að spyijast fyrir um hversu mikla rejmslu læknar á Landspítalanum hafa af því að gera slíkar aðgerðir. Segir aðstoðarlandlækni taka of djúpt f árinni Stefán segir að þeir hafi sent um- rætt bréf til eigin biðlistasjúklinga. „Þeir era að bíða hjá okkur eftir krossbandsaðgerð. Það er látið í veðri vaka að við séum að senda bréf út í bæ til allra sem era að bíða eftir slíkum aðgerðum en þetta era sjúkl- ingar sem hafa komið til okkar á stofu, við höfum greint hjá þeim krossbandsslit og undirbúið þá undir aðgerð," segir Stefán. „Okkur ber skylda til að upplýsa sjúklinga okkar. Það er einn af grandvallarhornsteinum læknalaga að læknir upplýsi sjúklinga sína, bæði um kosti og ókosti aðgerða, fylgikvilla og'annað slíkt. Mér finnst aðstoðarlandlæknir taka of djúpt í árinni þegar hann gagnrýnir þetta bréf og segir að það sé alveg á mörk- unum.“ Rangt að samningum hafi verið sagt upp Stefán og Ágúst Kárason störfuðu áður á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og gerðu krossbandaaðgerðir um nokk- urra ára skeið á St. Jósefsspítalan- um í Hafnarfirði. Að sögn Stefáns gerðu þeir þessar aðgerðir í vinnu- tíma sínum á Sjúki-ahúsi Reykjavík- ur og fengu því greitt fyrir aðgerð- irnar hjá SR. Haustið 1999 létu þeir hins vegar af störfum hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur og fengu því ekki leng- ur laun frá sjúkrahúsinu til þessara aðgerða. Stefán segir að það sé því alrangt, sem haldið hafi verið fram í fréttum, að þeir hafi sagt upp samn- ingum við Tryggingastofnun um greiðslur fyrir umræddar aðgerðir sl. vetur. Hann segir að eftir að þeir létu af störfum hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur hafi þeir leitað leiða til að geta haldið áfram að gera þessar aðgerðir og framkvæmdastjóri St. Jósefsspítal- ans, hafi reynt að fá þessar aðgerðir viðurkenndar sem ferliverk. „Það gekk ekki en þegar það fór svo að heyrast í nokkrum sjúkling- um okkar vegna málsins var boðað til samningafundar við Trygginga- stofnun ríkisins snemma í sumar. Á fyrsta fundinum var okkur tilkynnt að Tryggingastofnun gæti ekki litið á þessar aðgerðir sem ferliverk, vegna þess að stofnunin hefði ekki peninga til þessara aðgerða," segir hann. Stefán segir það einnig rangt sem fram hafi komið í fréttum að þeir hafi hætt að sækja samningafundi í sum- ar. „Við hefðum getað sótt samn- ingafundi í allt sumar en þeir sögðu það hins vegar við okkur að þeir hefðu ekki umboð til að semja og gætu ekki samið við okkur,“ segir hann. Erum ekki að reyna að maka krókinn „Það er einnig látið að því liggja að við séum að reyna að maka krókinn. Það er rangt. Við eram ekki að smyrja neinu á þessar aðgerðir. Taxtinn fyrir þessar aðgerðir okkar í dag er nánast tekinn beint upp úr taxta Tryggingastofnunar ríkisins á milli bæklunarlækna og Trygginga- stofnunar að því viðbættu að við tök- um laun fyrir annan skurðlækni og einnota búnað. Málið er þannig vaxið að verðlagn- ing á þessari aðgerð er gerð í beinu samræmi við núgildandi taxta á milli bæklunarlækna og Tryggingastofn- unar að því undanskildu að við höf- um þurft að taka tillit til einnota bún- aðar, sem er meiri við svona aðgerðir en aðrar, og þess vegna þurfum við að verðleggja það. Þá höfum við ver- ið tveir bæklunarskurðlæknar sem geram þessa aðgerð en samkvæmt taxtanum eins og hann er við Trygg- ingastofnun er ekki gert ráð fyrir því að annar læknirinn fái borguð laun fyrir vinnu sína.“ Segir að gerð hafí verið tilraun til að komast yfir biðlistana Stefán segir að þeir hafi sjálfir unnið umræddan biðlista sjúklinga sem bíða eftir að komast í kross- bandaaðgerðir. „Það hefur hins veg- ar verið gerð tilraun til þess að ná þessum biðlista út frá St. Jósefs- spítalanum og svo furðulegt sem það er, þá er það lækningaforstjóri Landspítala Háskólasjúkrahúss, sem hefur verið að reyna að nálgast þennan biðlista, en eftir því sem ég best veit hefur hann ekki farið út ennþá,“ sagði hann. Stefán er afar óánægður með um- mæli Matthíasar Halldórssonar að- stoðarlandlæknis, sem sagðist í Morgunblaðinu i gær velta því fyrir sér hvort umrætt bréf fæli í sér um- hyggju fyrir sjúklingum eða hvort eitthvað annað kæmi til. „Siðferði- lega er það alveg á mörkunum að biðja sjúklinga að grennslast fyrir um hvort læknarnir séu hæfir til að gera svona aðgerðir og lýsa jafn- framt hversu margar aðgerðir þeir hafi gert,“ sagði Matthías. Stefán segir að þeir séu á engan hátt að gera lítið úr kollegum sínum á Land- spítalanum þegar þeir bendi á að þeim sé ekki kunnugt um að reynsla sé til staðar á bæklunardeild Land- spítalans til að gera þessar aðgerðir. „Staðreyndir málsins era þær að það hafa mér vitanlega ekki verið gerðar svona krossbandsaðgerðir á Land- spítalanum Háskólasjúkrahúsi með speglunartækni," segir hann. „Það var ekki ætlun okkar að grafa undan trausti sjúklinga okkar á þessum læknum. Við erum ekki í neinum deilum við þá en drögum í efa að þarna sé verið að fara rétta leið.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.