Morgunblaðið - 20.09.2000, Side 8

Morgunblaðið - 20.09.2000, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR - Ihaldið skelfur Verði ljós. Samið um breikkun Miklubrautar Tilboðin undir kostnaðaráætlun STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að taka lægstu tilboðum í 3. og 4. áfanga við breikkun Miklubrautar. Um er að ræða breikkun frá Kringlumýrarbraut og að Grensás- vegi. Bragi Vignir Jónsson átti lægsta tilboð í 3. áfanga að upphæð tæp- lega 20,5 milljónir króna sem er 94% af kostnaðaráætlun. Arnarverk ehf. átti lægsta tilboð í 4. áfanga, en það nam rúmlega 21,3 milljónum, sem eru 87,7% af kostnaðaráætlun. Níu tilboð bárust í hvort verkið og var um helmingur þeirra undir kostnaðaráætlun. Aðeins munaði liðlega 100 þúsund krónum á lægsta og þriðja lægsta tilboði í 4. áfang- ann. Miklabraut er þjóðvegur og þess vegna greiðist meginhluti kostn- aðar við framkvæmdina af Vega- gerðinni, en hún var sammála til- lögu Innkaupastofnunar um að semja við þá sem sendu inn lægstu tilboðin. Frábær dýna á góðu verði KINGSDOWN AMERÍSKAR DÝNUR SIMl 553 SUÐURLANDS6RAUT 22 Serenade kr.78.700 Queen 153 x 203cm King 193 x 203cm ibm Cal. King 183 x 213cm ■imitH'ivl verð með undirstöðum ' Sönghúsið Domus Vox Söngur, djass og söngleikir Stella Óladóttir IDAG opna Margrét J. Pálmadóttir, Stella Óladóttir og Stefán S. Stefánsson Sönghúsið Domus Vox að Skúlagötu 30, II hæð. „Við erum að stofna skóla þar sem söng- ur verður kenndur fyrir fólk á öllum aldri, frá for- skólaaldri fram á elliár,“ sagði Stella Óladóttir er hún var spurð hvaða starf- semi þarna væri á ferð- inni. - Hvernig verður kennslunni háttað? „Við kennum hópum til að byrja með og verðum með kórskóla fyrir konur og karla. Við bjóðum upp á kennslu til fimmta stigs í söng í litlum hópum.“ -Hvað leggið þið höf- uðáherslu á? „Söngleikjadeildin verður fyr- irferðarmikil hjá okkur. Hún er fyrir börn á öllum aldri, frá níu ára og upp úr. Margrét Eir Hjart- ardóttir kennir við þá deild. Þar verða tekin fyrir atriði er viðkoma framkomu í söngleikjum, leiklist, samsöng, tjáningu og framkomu. Nemendur setja upp atriði úr söngleikjum í lok annar. Margrét J. Pálmadóttir og Hanna Guð- jónsdóttir verða með klassískan söng þar sem verður farið í söng- lög, aríur og tækni. Þetta verður stigsprófshæft nám upp að fímmta stigi samkvæmt námskrá tónlistarskóla. Svo bjóðum við upp á „masterclass" í djasssöng þar sem rifjaðar verða upp nokkr- ar helstu söngperiur söngbók- menntanna. Kennarar þar verða Kristjana Stefánsdóttir og Stefán S. Stefánsson.“ - Hvað eruð þið með fyrir börn og unglinga sérstaklega? „Við byrjum á að vera með Syngjandi forskóla fyrir börn þriggja til fimm ára. Þar verður farið í söng og tjáningu með þátt- töku foreldra og fjölskyldu. Síðan bjóðum við upp á söngleikjanám- skeiðin fyrrnefndu, frá níu til fimmtán ára. Loks erum við með Stúlknakór Reykjavíkur. Þar eru stúlkur frá sex til þrettán ára. Stjórnandi er Margrét J. Pálma- dóttir." -Hvað varð til þess að þið ákváðuð að stofna söngskóla? „Þetta er búinn að vera draum- ur Margrétar J. Pálmadóttur í langan tíma. Ég fór að syngja með Gospelsystrum fyrir tæpum þremur árum undir stjórn Mar- grétar. Við fórum í framhaldi af því að spjalla saman um söngmál og hugsanlega fyrirtækjastofnun í tengslum við Nýsköpun ’99. Við gerðum viðskiptaáætlun og tók- um þátt í þessari keppni og ár- angurinn er þessi skóli. Stefán kom inn í myndina í sumar en hann hefur starfað mikið með Margréti við útsetningar á lögum og fleira. Þau fóru t.d. saman með sönghópinn Áróru á sýningu á Rimini á Ítalíu í sumar.“ - Hvemig gekk að útvega hús- næði fyrir svona starf- semi? „Við vorum búin að skoða talsvert af hús- næði og spurningin var hvort ætti að leigja eða kaupa. Við ákváðum að kaupa þegar við duttum niður á þetta húsnæði að Skúlagötu 30. Hér hafði áður verið heildsala með lagerhúsnæði. Þetta húsnæði hentar vel til söngkennslu. Við höfum til umráða tvo sali, annan 65 fermetra þar sem söngkennsl- an fer fram og hinn 170 fermetra þar sem við erum með 65 fer- metra svið. Þetta opnar því mögu- ► Stella Óladóttir fæddist í Reykjavík 20. maí 1959. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborg 1979 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands 1994. Hún hefur starfað hjá bæjarskrifstofúm Garðabæjar um árabil og vann hjá Tölvusamskiptum en nú er hún fjármálastjóri hjá ÍSAGA, hefur starfað þar í þijú ár. Hún hefur tekið þátt í starfsemi Gosp- elsystra Reykjavíkur og er for- maður þess kórs. Stella er gift Páli Halldórssyni flugvélaverk- fræðingi og eiga þau tvær dætur. leika á uppsetningum á söngleikj- um og tónleikahaldi. Þess má geta að kórarnir Gospelsystur Reykjavíkur og Vox femine, sem Margrét J. Pálmadóttir stjórnar, hafa aðstöðu í húsnæðinu." - Purfti mikið að gera til þess að húsnæðið þjónaði kröfum ykk- ar? „Já, húsnæðið var alveg „hrátt“, þetta hafði jú verið lager- húsnæði. Við þurftum að endur- nýja rafmagn og fá hita í stóra salinn. Við gerðum það með því að setja hitalögn í gólfið. Við þurft- um líka að útbúa svið og setja gólfefni á salina. Loks voru mikil verkefni í smíðum og málningar- vinnu. Við erum búin að vera í rúman mánuð í þessu starfi öllu. Makar okkar þriggja hafa starfað að þessu með okkur, Páll Hall- dórsson stjómaði framkvæmdum. Nú er allt tilbúið og Sönghúsið Domus Vox opnar starfsemi sína í dag klukkan 17.00 fyrir börn og klukkan 21.00 fyrir þá fullorðnu.“ - Hvernig er a ðsóknin? „Hún er mjög góð. Flest nám- skeiðin eru að fyllast hjá okkur, þau hefjast 25. september." - Hvað með fjárhagshliðina? „Það var gerð fjárhagsáætlun og við erum búin að taka lán en við miðum við að vinna mikið sjálf við reksturinn til að byggja hann upp.“ - Nú er mikið framboð á söng- kennslu, er markaðurínn svona stór hér? „Já, hann virðist alltaf vera að stækka. Margir vilja koma og læra að syngja. í kringum Margréti J. Pálmadótt- ur og söngstarf hennar hefur verið stór hópur kvenna og barna. Þetta fólk vill halda áfram og það bætist í hóp- inn.“ - Stefnið þið að stórum söng- skóla? „Já, við stefnum að því að geta útskrifað söngnemendur á átt- unda stigi þegar fram í sækir. Við kennum samkvæmt námskrá tónlistarskólanna og gerum sömu kröfur." Margír vilja koma og læra að syngja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.