Morgunblaðið - 20.09.2000, Page 12

Morgunblaðið - 20.09.2000, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Greinargerð vegna samskipta lögreglu og fréttamanna Stöðvar 2 í tengslum við heimsókn Li Peng Ónauðsynlegt að stöðva myndatöku HARALDUR Johannessen ríkislög- reglustjóri hefur sent Árna Snævari, fréttamanni á Stöð 2, bréf vegna um- kvörtunar Árna sem tengist opinberri heimsókn Li Peng, forseta þjóðþings Kína, til landsins. í bréfinu kemur fram að hann hafi falið Jóni H. B. Snoirasyni saksóknara og Helga Magnúsi Gunnarssyni, löglærðum full- trúa, að afla gagna og upplýsinga um þau atriði sem Árni og Páll Magnús- son, fréttastjóri Stöðvar 2, gerðu at- hugasemdir við. Ríkislögreglustjóri segist í bréfinu hafa kynnt sér málið og gi-einargerðimar sem bárust frá Jóni og Helga. Hann segist í bréfinu vera sammála athugasemdum þeirra og mati á atvikum málsins. Morgunblað- inu hefúr borist greinargerðin vegna bréfs Árna og fer hún hér á eftir. „Hér með afhendist yður hr. ríkis- lögreglustjóri greinargerð undirrit- aðra sem þér óskuðuð eftir í tilefni af bréfi Árna Snævars, fréttamanns Stöðvar 2, til yðar sem er dagsett 5. september sl. Hjálagt gi-einargerð þessari fylgir greinargerð undirritaðra í tilefni af bréfi Páls Magnússonar fréttastjóra sem er dagsett sama dag. I bréfi sínu óskar Árni skýringa á nokkr- um atvikum sem komu upp í samskipt- um lögreglu við starfsmenn Stöðvar 2 í tengslum við heimsókn Li Peng, for- seta þjóðþings Kína, til íslands sem fram fór dagana 2.-5. september sl. Ríkislögreglustjóranum barst með bréfi Ama myndbandsupptaka af fréttaflutningi Stöðvar 2 um málið. Spurningum fyrirspyrjanda eru gefin númer til að afmarka viðfangsefnið skýrar. I upphafí er rétt að geta þess að ör- yggisgæsla vegna heimsóknar Li Peng var á ábyrgð ríkislögreglustjórans, en ytri löggæsla og umferðarstjórnun í tengslum við heimsóknina fór fram undir stjórn staðarlögreglu, á ábyrgð hennar, en í samráði við ríkislögregl- ustjórann, eins og tíðkast um slíkar heimsóknir. 1: Atvik við Gyðufell 8 að morgni 3. september sl. 1.1 Rrafist er skriflegra skýringa á þvíhvers vegna Geir Jón Þórisson að- stoðaryfirlögregluþjónn hafi lagt hendur á fyrirspyrjanda þegar hann var á leið brott frá húsinu að Gyðufelli 8 og snéri baki í hann. Undirritaðir óskuðu skýringa á at- vikum hjá lögreglustjóranum í Reykja- vík, en tveir lögreglumenn sem höfðu afskipti af Árna Snævarr, fi-éttamanni og Þorvarði Björgúlfssyni myndatöku- manni og fjallað er um í bréfi íyrir- spyrjanda eru starfsmenn hans. Samkvæmt skýringum lögreglu- stjórans í Reykjavík hafði lögreglu- mönnum frá embætti hans verið falið \ að annast ytri löggæslu fyrir framan Gyðufell 8 umræddan dag undir stjórn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögreglu- þjóns. I þágu öryggisgæslu hafði verið j ákveðið að takmarka aðgang utanað- ) komandi að húsinu, þó var leitast við að i tryggja sem greiðastan aðgang íbúa að því. Fram kemur í skýringum Geirs f Jóns að hannhafi, eftir að Árni Snæv- arr kom að Gyðufelli 8, ásamt Þorvarði Björgúlfssyni, gert Árna grein fyrir að utanaðkomandi fólki, þar á meðal fréttamönnum, yrði ekki hleypt að húsinu. Þegar afskipti hans hófust af Árna hafði hann verið á leið að Gyðu- felli 8 þrátt fyrir að Geir Jón hafi gert honum grein fyrir að það væri honum óheimilt. Þegar Árni vildi ekki fara eft> ir fyrirmælum yfirlögregluþjónsins hafi hann fylgt honum út fyrir þau fjar- lægðarmörk/öryggislínur sem lögregla hafði ákveðið. Geir Jón segir að mynd- skeið það sem komi fram í fréttum Stöðvar 2, þar sem hann sést ýta við Árna, sýni lokin á samskiptum þeirra þar sem hann ýtti Árna til baka út fyrir framangreind fjarlægðarmörk, sem Árni hafði neitað að virða. Myndskeið- ið sýni alls ekki alla atburðarásina. Heimsókn Li Peng til fjölskyldu að Gyðufelli 8 var að ósk hans um að fá að fara í einkaheimsókn inn á íslenskt al- þýðuheimili. Athugasemdir undirritaðra Eins og fram kemur í skýringum lögreglustjórans í Reykjavík var heim- sókn Li Peng til fjölskyldu að Gyðufelli 8 að ósk hans um að fá að fara í einka- heimsókn inn á íslenskt alþýðuheimili. Það var ekki ætlun eða ósk Li Peng að halda blaðamannafund af þessu tilefni eða svara fyrirspurnum fjölmiðla. Yfir- völdum ber að tryggja erlendum þjóð- höfðingjum tilhlýðilega öryggisgæslu meðan á dvöl þeirra stendur, í sam- ræmi við skyldur Islands samkvæmt þjóðréttarlegum skuldbindingum og íslenskum lögum, eins og nánar er gerð grein fyrir síðar í þessari greinar- gerð. I umrætt skipti var fréttamönn- um unnt að taka myndir úr ákveðinni fjarlægð, en aðgengi fréttamanna og annarra að Li Peng var takmarkað í ljósi framangreindra öryggishags- muna. I ljósi skýringa yfiriögregluþjónsins var valdbeiting sú sem hann beitti Árna, þegar hann neitaði að hlýða fyr- irmælum lögreglu fyrir framan Gyðu- fell 8 að morgni 3. september sl. rétt- lætanleg enda gekk hún ekki lengra en nauðsynlegt var. Vísast í þessu sam- bandi til 19. gr. lögreglulaga nr. 90, 1996 en þar segir: ,Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lög- reglan gefur, svo sem vegna umferðar- stjórnar eða til að halda uppi lögum og reglu á almannafæri." Þá segir í 14. gr. lögreglulaga: „Handhöfum lögreglu- valds er heimilt að beita valdi við fram- kvæmd skyldustarfa sinna. Aldrei mega þeir þó ganga lengra í beitingu valds en þörf er á hverju sinni.“ 1.2 Jafnframt er krafist skýringa á því hvers vegna og á grundvelli hvaða lagagreinar eða reglugerða lögreglu- þjónn hindraði myndatöku Þoi-varðar Björgúlfssonar við sama tækifæri, með því að stugga við honum, leggja á hann hendur og hylja linsu myndavélarinn- ar. Fram kemur í svari lögreglustjór- ans í Reykjavík að hegðun lögreglu- þjónsins, sem sést á myndbandinu grípa fyrir linsu myndatökuvélar Þor- varðar Björgúlfssonar, sé ekki í sam- ræmi við þau fyrirmæli sem lögreglu- menn í lögreglunni í Reykjavík vinni eftir. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur af þessu tilefni gert lögreglu- mönnum embættisins grein fyrir að framganga sem þessi sé ekki réttiæt- anleg og verði ekki látin viðgangast. Þá hefur verið fundið að hegðun þessari við þann lögreglumann sem í hlut átti. I greinargerðinni er beðist velvirðing- ar á þessu atviki. Athugasemdir undirritaðra Undirritaðir taka undir þá afstöðu lögreglustjórans í Reykjavík að um hafi verið að ræða óréttmæta og ónauðsynlega hegðun enda mynda- tökumaður við störf utan ytri gæslu- mai'ka sem lögreglan hafði sett. 1.3 Spuit er hver hafí fyrirskipað að- gerðir á hendur fréttamönnum Stöðv- ar 2. Eftir athugun á gögnum málsins verður ekki séð að gefin hafi verið sér- stök fyrirskipun um aðgerðir gegn fréttamönnum Stöðvar 2. I raun var ekki um sérstakar aðgerðir að ræða umfram það sem felst í stjórn lögreglu og öryggisgæslu við Gyðufell 8. Þeir sem áttu leið um svæðið hlýddu fyrir- mælum lögreglu eins og lög mæla fyrir um, sbr. 19. gr. lögreglulaga nr. 90, 1996, nema fyrirspyrjandi. 1.4 Krafíst erskýringa á þvíhvernig þessar aðgerðir samræmist ákvæðum stjómarákrárinnar um tjáningar- og atvinnufrelsi. Eriendir þjóðhöfðingjai- sem koma í opinberar heimsóknir til íslands njóta úriendisréttar. Réttur þessi byggist á þjóðréttarvenju sem mótast hefur um aldir í samskiptum ríkja og eru hluti af þjóðréttarlegum skuldbindingum ís- lenska ríkisins. I úriendisrétti felst einkum tvennt, annars vegar friðhelgi þeirra manna sem úrlendisréttar njóta, þeir eru undanþegnir lögsögu dvalar- eða móttökuríkis, en þeim ber þó að virða lög þess. Hins vegar felast í úrlendisrétti ákveðin forréttindi og fríðindi sem ríki veita þeim aðilum sem úrlendisréttar njóta. Markmiðið með úrlendisrétti er meðai annars að tryggja öryggi þeirra og friðhelgi og auðvelda þeim að rækja starfsskyldur sínar. Helstu heimildirnar um réttarstöðu eriendra sendimanna og ræðismanna erlendra ríkja er að finna í tveimur al- þjóðasamningum sem gerðir voru í Vínarborg að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar er um að ræða Vínarsamninginn um stjórnmálasam- band, frá 18. apríl 1961 og hins vegar Vínarsamninginn um störf og réttar- stöðu ræðismanna, frá 24. apríl 1963. Samningum þessum hefur báðum ver- ið veitt lagagildi að íslenskum lands- rétti með lögum nr. 16, 1971, um aðild íslands að alþjóðasamningi um stjómmálasamband og lögum nr. 4, 1978, um aðild íslands að alþjóðasamn- ingi um ræðismannssamband. Auk framangreindra samninga sem hlotið hafa lagagildi er ísland aðili að alþjóðasamningi um vamarráðstafanir og refsingar vegna glæpa gegn ein- staklingum er njóta alþjóðlegrar verndar, þ.á m. sendierindrekum, sem gerður var að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna í New York 14. desember 1973 og fullgiltur af íslands hálfu 2. ágúst 1977 og tók gildi 1. september 1977, sjá Stjómartíðindi c-deild bls. 15/ 1977. Með samningi þessum undir- gengst íslenska ríkið að tryggja er- lendum sendimönnum og þjóðhöfð- ingjum svo sem nánar er skilgreint í samningnum, aukna refsivernd og vemd í formi öryggisgæslu. í samn- ingnum nær verndin m.a. til hvers kon- ar árása á þessa aðila, gegn frelsi þeirra eða virðingu. Li Peng naut úrlendisréttar meðan á dvöl hans stóð hér á landi og sama gilti um fylgdarlið hans, þ.á m. frétta- menn. I forréttindum þeirra sem úr- lendisréttar njóta felst meðal annars skylda móttökuríkis til að gera aliar þær ráðstafanir, sem viðeigandi eru, til að vernda þá fyrir öllum árásum og tjóni og koma í veg fyrir röskun á friði eða skerðingu á virðingu þeirra. Má í þessu efni vísa til 2. mgr. 22. gr. laga nr. 16,1971 og 3. mgr. 31. gr. laga nr. 4, 1978. Auk þess segir í 29. gr. laganna frá 1971, að móttökuríkið skuli sýna sendierindreka tilhlýðilega virðingu og gera allar þær ráðstafanir, sem nauð- synlegai- eru til þess að koma í veg fyr- ir hvers konar tilræði við persónu hans, frelsi eða sæmd. Framangreind- ar gi-einar laganna sem teknar eru beint úr Vínarsamningunum, endur- spegia þær skyldur sem hvíla á ís- lenska ríkinu og eru hluti af þeim skuldbindingum sem ísland verður að virða í samskiptum þjóða. Þessu til við- bótar má vísa tdl. 2. gr. lögreglulaganna þar sem kveðið er á um að í störfum sínum skuli lögregla hafa í heiðri þær þjóðréttarlegu skuldbindingar sem Island hefur undirgengist. Af því sem að framan er rakið má sjá að íslenska ríkið hefur ekki bara skyld- ur til að gæta öryggis framangi-eindra aðila heldur ber því að tryggja að virð- ingu þeirra og sæmd sé ekki misboðið eða að henni vegið. í þessu felst að þeg- ar öryggisgæsla er skipulögð í tengsl- um við heimsóknir þjóðhöfðingja og/ eða háttsettra embættismanna er- lendra ríkja verður að taka tillit til óska þeirra um samskipti við frétta- menn og fjölmiðla. Ákvörðun um viðtöl og myndatöku og það hvar frétta- mönnum er hleypt í návígi við þessa aðila, verður því ekki tekin af frétta- mönnum sjálfum. Öryggisgæsla lög- reglu felst meðal annars í því að koma í veg fyrir að utanaðkomandi aðilar, þar með taldir fréttamenn, ryðjist framhjá löggæslu og að viðkomandi gestum. Yrði slíkt látið óátalið væri skipulag ör- yggisgæslu í uppnámi auk þess sem ís- lenska ríkið væri að bregðast skyldum sínum að þjóðarrétti. Stöð 2 var af starfsmönnum Alþingis ásamt öðrum fjölmiðlum kynnt dagskrá heimsókn- arinnar þar sem gerð var nákvæm grein fyrir hvar og hvenær frétta- mönnum gæfist kostur á að taka myndir af Li Peng og gestgjöfum hans. Fjölmiðlasamskipti og skipulagning í þeim efnum var á hendi Álþingis, en ekki lögreglu. Atburðir þeir sem eru tilefni fyrir- spurnarinnar verða ekki taldir aðför að atvinnu- eða tjáningarfrelsi fyrirspyrj- anda enda miðuðust aðgerðir lögregiu ekki að þvi að koma í veg fyrir að hann flytti fréttir af heimsókn Li Peng. Heimild hans sem fréttamanns sem og annarra vinnandi manna verður að lúta almennum takmörkunum sem meðal annars ráðast af öðrum hagsmunum sem kunna að vega þyngra en hags- munir fyrirspyrjanda. I þessu tilfelli sem hér er til umfjöllunar verður frelsi fyrirspyrjanda til að komast í þágu at- vinnu yðar að Li Peng í Gyðufelli 8 að víkja fyrir framangreindum hagsmun- um, þeim að íslenska ríkinu og þar með ríkislögreglustjóranum fyrir þess hönd sé kleift að rækja skyldur sínar um öryggisgæslu og að tryggja vinnu- frið hinna erlendu gesta. 2. Atvik sem áttu sér stað á Nesjavöllum 4. september sl. 2.1 Oskað er skriflegra skýi-inga á því hvers vegna lögreglumcnn númer 9521 og 8315 lögðu hendur á fyrir- spyrjanda ásamt tveimur kínverskum lögregluþjónum í því skyni að hindra hann í að leggja spurningai• fyrir Li Peng. Nánari atvik eru rakin í bréfi hans, en þar gerir hann grein fyrirþví að rifíð hafí verið í hálsbindi hans og honum meinað með valdi að leggja fram spumingar fyrir Li Peng. Lögreglumenn þeir sem höfðu af- skipti af Ái-na Snævarr fréttamanni í umrætt skipti hafa skilað greinargerð- um sínum um málið. Samkvæmt þeirra skýringum var Árna Snævarr, ásamt myndatökumanni, leyft að taka mynd- ir á gangi þriðju hæðar raforkuversins á Nesjavöllum. Fram kemur í greinar- gerðum lögreglumannanna að Árna hafi verið gert það ljóst að ekki stæði til að Li Peng svaraði spurningum fréttamanna. Þegar atvikið átti sér stað var Li Peng og fylgdarlið að ganga fram hjá Árna og myndatöku- manninum og virtist öryggisvörðum Ami ætla að nálgast Li Peng og hindr- uðu þeir hann í því. Samkvæmt grein- argerðum lögreglumannanna sáu þeir Kínverja úr fylgdarliði Li Peng taka í hálsbindi Árna og segja honum endur- tekið á ensku að viðtöl væru ekki leyfð. íslensku lögreglumennirnir segjast ekki hafa tekið í hljóðnema Árna né hafa orðið vitni að þeim atburði. Fram kemur í bréfi Árna að kínverskur fylgdarmaður Li Peng hafí danglað í hann. Samkvæmt upplýsingum þeirralög- reglumanna sem höfðu afskipti af Árna Snævarr í framangreint skipti var hann ekki beittur valdi umfram það, að lögreglumaður nr. 8629 gekk á milli hans og Li Peng þegar fyrirspyrjandi að hans mati, virtist ætla að nálgast Li Peng í framhaldi af spumingu Arna til hans. Þá nálguðust lögreglumenn nr. 9521 og 8315 fyrirspyrjanda og vöm- uðu því að hann gæti nálgast Li Peng og fylgdarlið hans frekar. Lögreglu- menn þessir kannast ekki við að hafa lagt hendur á Árna, en segjast hafa staðið í vegi fyrir því að hann gæti nálgast Li Peng. Athugasemdir undirritaðra Skýringar íslensku lögreglumann- anna á því atviki sem Árni Snævarr lýsir á Nesjavöllum em á þann veg að Oskaði skýringa á framkomu lögreglu í BRÉFI Áma Snævars, fréttamanns á Stöð 2, til ríkislögreglustjóra er óskað skýringa á fram- komu lögreglu í tengslum við öryggisgæslu við komu Li Peng, forseta kínverska þjóðþingsins. Sagt var efnislega frá bréfinu í Morgunblaðinu á sínum'tíma, en það er hér birt orðrétt. „Undirritaður Árni Snævarr, fréttamaður á Stöð 2 (040362-2909), óskar hér með eftir skýr- ingum á framkomu lögreglu í tengslum við ör- yggisgæslu við komu Li Pengs, forsetaþjóð- þings Kína, hingað til lands. Fram hefur komið að Ríkislögreglustjórinn sá um öryggisgæslu og því verður að h'ta svo á að hún hafi verið á ábyrgð þess embættis. Annars vegar óska ég eftir skriflegum skýr- ingum á því hvers vegna Geirjón Þórisson að- stoðaryfirlögregluþjónn lagði hendur á mig við Gyðufell 8 að morgni 3. september þegar ég var á íeið brott frá húsinu og sneri baki við honum. Jafnframt hvers vegna og á grundvelli hvaða lagagreina eða reglugerða lögregluþjónn hindr- aði myndatöku Þorvarðar Björgúlfssonar við sama tækifæri með því að stugga við honum, leggja hendur á hann og hylja linsu myndavélar- innar. Athygli er jafnframt vakin á því að á sama ti'ma og Iögregla lagði hendur á fréttamenn Stöðvar 2 athafnaði ljósmyndari Morgunblaðs- ins sig óátalið innan meints öryggissvæðis. Spurt er hvers vegna þetta var gert og hver fyrirskip- aði aðgerðir á hendur fréttamönnum Stöðvar 2. Jafnframt óska ég skýringa á því hvernig þessar aðgerðir samræmist ákvæðum stjórnarskrár- innar um tjáningarfrelsi og atvinnufrelsi. Hins vegar óska ég eftir skriflegum skýring- um á því hvers vegna lögreglumenn númer 9521 og 8315 lögðu hendur á undirritaðan ásaml tveimur kínverskum lögregluþjónum. Lög- reglumennirnir og kínverskir félagar þeirra beittu valdi til þess að hindra að lögð yrði fram spurning til Li Pengs. Þetta var gert með því að þrengja að mér, t ogað var í hálsbindi mitt og hert að í því skyni og með þeim árangri að mér varð orðfall. Síðan döngluðu Kínverjarnir í mig. Lögreglumenn 9521 og 8315 hindruðu mig síðan í að hverfa af vettvangi og meinuðu mér með valdi að kæra at- burðinn. Þá neituðu nærstaddir lögreglumenn að koma nær jafnvel þótt þeim mætti ljóst vera að hugsanlegt lögbrot hefði verið framið. Spurt er á grundvelli hvaða laga og/eða reglugerða lögreglumenmrnir númer 9521 og 8315 hindr- uðu mig með valdi í því að gegna starfi mi'nu og hvernig það samræmist ákvæðum stjórnar- skrárinnar um tjátúngarfrelsi. Jafnframt er ósk- að eftir upplýsingum um að beiðni hvers lög- reglan greip til aðgerða og hver skipaði svo fyrir. Ég tel að lögregla hafi hindrað mig í starfi, lagt á mig hendur og niðuriægt opinberlega á þann hátt að ekki verður við unað auk þess að hindra mig f starfi og að njóta stjómar- skrárbundinna réttinda. Vakin er athygli á því að hér er um röð atburða að ræða og verður ekki betur séð en að um einlægan brotavilja sé að ræða hjá lögreglunni, ekki síst í Ijósi þess að þegar hafði verið kvai’tað yfir fyrra atriðinu við yfirmenn lögreglunnar, þar á meðal þig, þegar síðari atburðurinn varð. Óskað er eftir skjótum svörum enda áskil ég mér allan rétt til þess að leita réttar míns og kæra málið til lögreglu og/eða krefjast annars konar opinberrar rannsóknar á hugsanlegum laga- og sljórnarskrárbrotum starfsmanna lög- regluimar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.