Morgunblaðið - 20.09.2000, Page 14

Morgunblaðið - 20.09.2000, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Vill minnisvarða um ferð Churchills / til Islands Winston Churchill, forsætis- ráðherra Bretlands, kom til Reykjavíkur árið 1941, þegar Evrópa logaði í styrjaldarátök- um. Viðskiptafræðingur í borg- inni hefur lagt til að Reykjavík- urborg láti reisa minnismerki um þennan atburð. Reykjavík TILLAGA um að reistur verði minnisvarði um komu Winstons Churchills, for- sætisráðherra Bretlands, til Islands árið 1941, var lög-ð fyrir borgarráð hinn 5. september. Tillagan kom ekki frá borgarfulltrúun- um heldur, Stefáni S. Guð- jónssyni, viðskiptafræðingi í Reykjavík, en í bréfi hans til borgarráðs, segir að minnisvarðann mætti t.d. reisa við Reykjavíkurhöfn, þar sem forsætisráherrann hafi fyrst stigið á land af skipi sínu. „Undirrituðum hefur í mörg ár verið hugleikinn þessi atburður í sögu þjóð- arinnar og hvernig Island tengdist þarna skyndilega þeim voveifleigu atburðum sem geisuðu á meginlandi Evrópu,“ segir í bréfi Stef- áns. Kom til íslands eftir fund með Roosevelt í bréfinu segir að árið 1941 hafi Winston Church- ill átt afdrifaríkan fund með F.D. Roosevelt, forseta Bandarikjanna, um þróun stríðsins í Evrópu. Þar seg- ir að sagnfræðingar hafi margsinnis bent á mikil- vægi fundarins, þar sem m.a. hafi verið fjallað um þátttöku Bandarikjanna i stríðinu gegn nasistum. Með bréfi sem Stefán sendi borgarráði fylgir stutt samantekt Lýðs Björnssonar sagnfræðings um komu Churchills til Is- lands, en þar segir m.a.: „Á heimleiðinni heim- sótti W. Churchiii bresku hersveitirnar á Islandi. Hann hafði haldið til fund- ar við F.D. Roosevelt Bandaríkjaforseta á or- ustuskipinu Prince of Wal- es þá nýkomnu úr viðgerð, en það hafði laskast tals- vert í orustu við þýska or- ustuskipið Bismarck á Grænlandssundi 24. maí. Orustuskipið var einnig farkostur forsætisráðherr- ans í íslandsferðinni. Það sigldi inn á Hvalfjörð, en þaðan var W. Churchill fluttur með tundurspilli til Reykjavíkur. Höfnin hefur væntanlega ekki hentað or- ustuskipinu, það var 35.000 smálestir. Tundurspillirinn lagðist við Sprengisand, á hafnarbakkanum tóku H. Smith sendiherra og Curtis yfirhersfhöfðingi á móti Churchill og skosk her- deild lék á sekkjapípur. Heimsótti herbæki- stöðvar í Reykjavik og Mosfellssveit I för með Churchill voru ýmsir fyrirmenn, t.d. F.D. Roosevelt yngri, D. Pound flotamálaforingi og J. Dill forseti herforingjaráðsins. Eftir móttökuathöfnina á hafnarbakkanum ók Churchili til Alþingishúss- ins og átti þar fundi með Sveini Björnssyni ríkis- stjóra og ríkisstjórninni. I lok fundarins gekk breski forsætisráðherrann út á svalir Alþingishússins á samt Sveini Björnssyni rík- isstjóra, Hermanni Jónas- syni forsætisráðherra og Koma Winstons Churchills til Reykjavíkur vakti mikla athygli bæjarbúa og færði þá nær hringiðu þeirra stóratburða sem voru að gerast í Evrópu. Fjöidi fylgdist ineð stórmenn- inu á göngu um Reykjavík í fylgd breska sendiherrans og flotaforingja. Winston Churchill kvaddi Reykvíkinga með sigurmerk- inu sem löngum þótti einkennandi fyrir hann. I saman- tekt Lýðs Björnssonar sagnfræðings kemur fram að sum- ir íslendingar héldu því fram að Churchill hefði tekið upp á þessum sið hér á landi. Lýður telur ekki unnt að staðfesta réttmæti þeirra fullyrðinga. ávarpaði mannfjölda, sem safnast hafði saman á Aust- urvelli, með nokkrum orð- um. Frá Alþingishúsinu hélt W. Churchill á hersýningu, sem haldin var innarlega við Suðurlandsbraut. Þar stóð hann á eins konar kassa á meðan hersveit eft- ir hersveit gekk fram hjá. Síðan fór forsætisráðherr- ann í heimsókn til herbæki- stöðva í grennd við Reykja- vík, meðal annars í Mos- fellssveit. Þar komst hann í kynni við hvernig fslend- ingar hagnýttu heita vatnið og hreifst mjög af, jafnvel svo að hann hefur eftir stríðssögu sinni að dæma gjarnan viljað eigna sér hugmyndina að hitaveit* unni. Síðan var haldið um borð í tundurspillinn, sem flutti W. Churchill að borði á Prince of Wales í Hvalfírði, en með orustuskipinu fór hann heim til Bretlands. Hermann Jónasson for- sætisráðherra kvaddi W. Churchill á hafnarbakkan- um. Þar mælti Churchill eftirfarandi orð til hinna fjölmörgu, sem safnast höfðu saman á hafnarbakk- anum: „Hamingjan fylgi ykkur. Guð blessi ykkur öll.“ Við þetta tækifæri gaf hann V-merki (V fyrir Victory eða sigur). Sumar heimildir telja að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem W. Churchill notaði hið fræga merki, en ekki hefur höf- undi þessarar greinar tek- ist að ganga úr skugga um að það sé svo öruggt.“ Miklar bygffingaframkvæmdir eru framundan á lóð Háskólans í Reykjavik Húsnæðisrými skólans tvöfaldast á næsta ári Kringlan HÚSNÆÐISRÝMI Háskól- ans í Reykjavík mun tvö- faldast á næsta skólaári því hinn 1. september árið 2001 er ráðgert að taka í notkun nýja tæplega 4.000 fermetra við- byggingu og verður skólinn þá orðinn um 8.000 fermetrar að stærð. Guðfinna S. Bjarna- dóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið að ákveðið hefði verið að ráðast í framkvæmdir einu ári fyrr en upphaflega hefði verið áætlað, þar sem þörfin fyrir stærra húsnæði væri orðin mjög brýn. „Ég sagðist á skólasetning- unni 1998 gera ráð fyrir því að byrjað yrði á öðrum áfanga árið 2001,“ sagði Guðfinna. „Þannig að við erum ári á undan áætlun í stækkun skól- ans.“ Um 650 nemendur Þegar skólinn hóf starfsemi árið 1998 voru nemendur um 300 og sagði Guðfinna að um- svif skólans og fjölgun nem- enda hefði aukist hraðar en Byggingaframkvæmdir við Háskólann í Reykjavík USTABBAUJ Háskólinn í Reykjavík Tengi- brú rw* ..._ „1 Nvbygging tekin í notkun í sept. 2001 4.000 fm hpn hefði átt von á í upphafi. Nemendur eru nú um 650. Hún sagði að aukinn áhugi fólks á menntun almennt skýrði að miklu leyti þessa nemendafjölgun og að tölvun- arfræðin og viðskiptafræðin, sem báðar væru kenndar við skólann, nytu mikilla vin- sælda. Þá sagði hún að í byrj- un næsta árs yrði í fyrsta skipti boðið upp á MBA-nám í rafrænum viðskiptum og að nemendum myndi þá enn fjölga. Að sögn Guðfmnu var upp- haflega reiknað með því að núverandi húsnæði gæti hýst um 500 nemendum. Þar sem nemendur eru nú þegar orðn- Morgunblaðið/Kristinn Búið er að grafa grunn fyrir nýrri byggingu Háskólans í Reykjavík en Guðfinna S. Bjarna- dóttir rektor segir að byggingin verði tekin í notkun í september á næsta ári. ir fleiri sé nauðsynlegt að stækka skólann. V er slunar ráð stendur straum af kostnaði Að sögn Guðfinnu mun Verslunarráð íslands, sem er helsti bakhjarl skólans, standa straum af byggingar- kostnaðinum, en samninga- viðræður við verktaka standa yfir þessa dagana og því ligg- ur endanlegur kostnaður ekki fyrir. Hún sagði að Háskólinn myndi síðan leigja nýja hús- næðið af Verslunarráðinu líkt og núverandi húsnæðið. Nýbyggingin verður eins og áður sagði tæplega 4.000 fermetrar á fimm hæðum, líkt og núverandi bygging, en hún er um 4.100 fermetrar. Guð- finna sagði að þeir Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall arkitektar hjá Arkitekta- stofunni, hefðu teiknað nýja húsið, en að þeir hefðu einnig teiknað núverandi byggingu og því væri um sama bygging- arstílinn að ræða. Kennslusalur fyrir 300 nemendur Guðfinna sagði að bygging- arnar myndu tengjast við suðausturenda núverandi húss og að hægt yrði að ganga á milli húsanna á öllum hæð- um, en tengibyggingin verður að mestu úr gleri. í nýju byggingunni verða fleirí og stærri kennslusalir, en í núverandi byggingu, t.d. salur sem myndi rúma um yfir 300 nemendur og þrír salir fyrir 50 til 100 nemendur. Guðfinna sagði að skrifstofur fyrir kennara og yrðu starfs- fólk á fimmtu hæðinni. Hún sagði mötuneyti, bókasafn og skólaskrifstofan yrðu áfram í núverandi byggingu. Auk þess að ráðast úti í framkvæmdir við nýja bygg- ingu verður bílastæðum á lóð- inni fjölgað í samræmi við hugsanlegan nemendafjölda. Þá er einnig gert ráð fyrir þriðja byggingaráfanga á lóð- inni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.