Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Ljósmynd/Benjamin Baldursson Aðalsteinn Guðmundsson og Jónas Jónasson hjálpast að við að setja síð- ustu lömbin á bflinn en alls fluttu þeir 246 lömb í þessari ferð. Allt sláturfé flutt til Húsavíkur TVEGGJA hæða fjárflutningabfll frá Vörubflum Reynis Baldurs Ingvasonar í Aðaldal sótti í gær- morgun sinn fyrsta farm úr Öng- ulsstaðadeild KEA í Eyjafjarðar- sveit. Öllu sláturfé héðan er nú ekið til Húsavíkur þar sem slátrun er hætt á Akureyri. Þykir mörgum fjárbóndanum það afleitt og hefðu fremur kosið að endurbætur hefðu verið gerðar á sláturhúsinu á Akur- eyri. Sláturhúsið á Húsavík er talið mjög fullkomið og hefur m.a. leyfi til útflutnings. Þar sem bæði slátur- húsin eru í eigu sama fyrirtækis, Norðlenska matborðsins, þótti ekki verjandi að eyða stórfé í upp- byggingu sláturhússins á Akureyri þar sem aðeins 90 kflómetrar eru á milli staðanna. Einn bóndi úr Öng- ulsstaðadcild fer með allt sitt fé til Blönduóss en þorri fjárbænda í Hörgár- og Öxnadal fer þangað með sláturfé sitt. Flugfélag íslands, Flugleiðir, Fosshótel KEA og Sérleyfísbflar Akureyrar Atak í sölu vetrar- ferða til Akureyrar FLUGFÉLAG íslands í samstarfi við Fosshótel KEA, Sérleyfisbíla Akureyrar og fleiri sem annast ferðaþjón- ustu á svæðinu auk Atvinnuþróunarfélags Eyjarðar hafa sett saman pakkaferð til Akureyrar á komandi vetri. Um er að ræða fiug frá Reykjavík til Akureyrar, mótttöku á flugvellinum á Akureyri og gistingu á Fosshótel KEA. Morgunblaðið/Kristján Gunnar Guðmundsson, Sérleyfisbflum Akureyrar, Steinn Lárusson, Flugleiðum, og Jón Karl Ölafsson, Flugfélagi Islands, kynna átak sem miðar að því að fá fleiri erlenda ferðamenn norður til Akureyrar. Safnaðarheimili Akureyrarkirkju Flauta og píanó Flugleiðir hafa ákveðið að taka þessa ferð upp í vetrarferðabæklingum á mörkuðum erlendis og hafa nú þegar komið út um 400 þúsund eintök af honum, en bæklingnum er dreift í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Austurríki, Sviss, Ítalíu, Bretlandi, Banda- ríkjunum og Kanada. Ferðin er kynnt á heil- síðu í bæklingnum en auk áðurnefndrar grunn- þjónustu sem innifalin er í pakkanum verður boðið upp á afþreyingarferðir, s.s. dagsferð í Mý- vatnssveit og gönguferð um Akureyri. Markaðssetning Akur- eyrar verður sett til jafns við ferðir til Reykjavíkur þannig að um er að ræða nýja nálg- un á markaðssetningu ferða til Akureyrar utan háannatímans sem hefur ekki áður verið gerð í þessu formi. Uppbygging tekur tíma Jón Karl Ólafsson framkvaemdastjóri Flug- félags íslands sagði að mikils væri vænst af þessari markaðssetn- ingu, en nefndi að upp- bygging slíkra ferð tæki að jafnaði nokkurn tíma eða allt að þrjú ár. „Við byrjum á þessu átaki nú í haust og byggjum þetta smám saman upp, en menn geta alveg gert ráð fyrir að það taki um þrjú ár þar til árangur verður verulegur," sagði hann. Hann sagði ferða- þjónustu á Norðurlandi sterka og fjölmarga möguleika í boði, en mikilvægt væri að skoða svæðið sem heild og láta hrepparíg lönd og leið, það skilaði betri árangri. Steinn Lárusson hjá markaðsdeild Flugleiða sagði að um nokkurra ára skeið hefðu verið seldar stuttar ferðir frá útlöndum til Reykjavíkur og hefði á síðustu árum orðið ágæt aukning í þeim. I tengslum við verkefni sem hleypt var af stokkunum síðasta vetur og kallast Stefnum norður hefði verið ákveð- ið að bjóða upp á ferðir til Akureyrar innan þess- ara ferða. „Þetta er fyrsta skrefið og ef fjöl- breytnin eykst er ég viss um að þessar ferðir geta orðið vinsælar," sagði Steinn. MARGRÉT Stefánsdóttir flautuleikari og Dewitt Tipton píanóleikari halda tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, miðvikudagskvöldið 20. september kl. 20. Meðal verka á efnis- skrá eru: Sónata í C-dúr k. 14 eftir Wolfgang Ama- deus Mozart, Kokopeli Op.43 eftir Katherine Hoover, Duo eftir Aaron Copland, Suite de Trois Morceaux Op.116 eftir Benjamin Godard og Són- ata Op. 23 eftir Lowell Liebermann. Margrét stundaði nám við Tónlistarskólann á Akureyri, en hélt til framhaldsnáms til Banda- ríkjanna árið 1991 og lauk doktorsgráðu árið 1999. Hún hefur komið fram sem einleikari og spilað með hljómsveitum á Is- landi, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Hún er nú flautukennari við Tónlist- arskóla Kópavogs. Dewitt Tipton lagði stund á doktorsnám í raddþjálfun og undirleik. Hann hefur komið fram sem einleikari, stjórnað óperuuppfærslu og kórum víða um Bandaríkjunum. \ I l * \ Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Háskólinn á Akureyri Bók um lífvænleika samfélaga á vest- norræna svæðinu Morgunblaðið/Kristján Jónas Gunnar Allansson og Ingi Rúnar Eðvarðsson frá Stofnun Vil- hjálms Stefánssonar og ritstjórar bókarinnar kynna efni bókarinnar. ÚT ER komið greinasafn á ensku á vegum Stofnunar Vilhjálms Stef- ánssonar og Háskólans á Akureyri sem ber titilinn „Community Via- bility, Rapid Change and Socio- Ecologieal Futures". Greinarnar eru flestar byggðar á fyrirlestrum af samnefndri ráðstefnu sem hald- in var í fyrra um lífvænleika sam- félaga á vestnorræna svæðinu: Færeyjum, Grænlandi og íslandi, auk Skotlands. í bókinni eru 10 greinar sem allar fjalla um stöðu og framtíðarhorfur byggða við vestanvert Atlantshaf. Þetta er fyrsta bókin sem Stofnun Vil- hjálms Stefánssonar gefur út, en útgáfan er í samstarfi við Háskól- ann á Akureyri. Hnattrænar breytingar og staðbundin viðbrögð Bókinni er skipt í þrjá undir- kafla. í fyrsta hluta bókarinnar er tekið á hnattrænum breytingum, staðbundnum viðbrögðum og sjálf- bærri þróun samfélaga. Þar fjallar Bjarki Jóhannesson um byggða- þróun á íslandi og ber hana stutt- lega saman við stöðu mála í hinum vestnorrænu ríkjunum. Mark Nuttall frá Skotlandi tekur til um- fjöllunar þær hindranir sem standa í vegi fyrir sjálfbærri nýt- ingu hafsins og áréttar að stefnu- mótendur og stjórnendur þurfi að taka tillit til sjálfbærrar samfé- lagsþróunar strandhéraða við norðanvert Atlantshafið' Þróun jaðarbyggða og menn- ingarleg samskipti Unnur Dís Skaptadóttir greinir frá viðbrögðum íslensks sjávar- þorps við markaðsvæðingu og nið- urskurði í sjávarútveginum. Þar kemur fram að félagsleg samstaða er lykilatriði til að tryggja árang- ursríka lögun að breyttum aðstæð- um. í lok fyrsta hluta skrifar Jónas G. Allansson um reynsluþekkingu heimamanna með skírskotun í rannsókn meðal íslenskra sjó- manna og færir rök fyrir því að ríkari ástæða sé til þess að hlusta á raddir reynslunnar. I öðrum hluta bókarinnar birt- ast greinar er taka á mikilvægi menntunar fyrir þróun jaðar- byggða og uppbyggingu mannauðs í héraði. Fyrsta greinin sem skrif- uð er af Þorsteini Gunnarssyni, rektor HA, og Inga R. Eðvarðs- syni skýrir frá hlutverki og þýð- ingu Háskólans á Akureyri fyrir byggðaþróun á Eyjafjarðarsvæð- inu og víðar á landsbyggðinni. Frank Rennie lýsir í grein sinni hvernig staðið hefur verið að upp- byggingu starfstengds háskóla- náms í Skotlandi og hugmyndum sem liggja til grundvallar þeim. Ingólfur Á. Jóhannesson greinir frá niðurstöðum rannsóknar á þró- un nýrrar námskrár í íslenska menntakerfinu. Þá skrifar Malana Marensdóttir, rektor Háskóla Færeyja, um Fróðskaparsetrið og háskólamenntun í Færeyjum í nú- tíð og framtíð. Þriðji og síðasti hluti bókarinnar er helgaður menningarlegum sam- skiptum. Fyrri greinin sem skrifuð er af Wolfgang Kahlig fjallar á gagn- rýninn hátt um stjórnun og sam- starf Dana og Grænlendinga á grænlenskum vinnumarkaði. I síð- ustu greininni tekur Neil B. Christensen á þeirri þrautseigu goðsögn, með vísan í netvæðingu Grænlands, að netheimar eigi sjálfstæða tilvist utan við sjálfs- mynd einstaklinga og samfélaga. Þeir Jónas og Ingi Rúnar segja ekki mikið til af bókum sem fjalla um þetta svæði, þ.e. vestnorræna svæðið, og ritið sé því eitt hið fyrsta þar sem fjallað er um það með þessum hætti. Sú þróun sem orðið hefur í Evrópu hafi orðið til þess að svæðið hefur nú nýrra hagsmuna að gæta og efnahagsleg og menningarleg tengsl innan svæðisins séu sífellt að styrkjast. Bókin er 156 bls. í pappírskilju og kostar 1.500 kr. Bókin verður til sölu í öllum stærri bókaverslunum, og þá er hægt að panta eintök af bókinni á Netinu í gegnum Stofn- un Vilhjálms Stefánssonar, stef@svs.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.