Morgunblaðið - 20.09.2000, Síða 19

Morgunblaðið - 20.09.2000, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 19 Framkvæmdastjórn ESB óttast samstarf EMI og Time Warner Vilja ekki samruna Time Warner o g AOL Reuters Steve Case (t.v.), forstjóri AOL, og Gerald Levin, forstjóri Time Warner, brostu breitt þegar þeir tilkynntu um samruna félaganna fyrr á árinu. FRAMKVÆMDAST J ÓRN Evrópusambandsins hefur lagt fram uppkast að tillögu þess efnis að samruna Am- eriea Online (AOL) og Time Warner verði hafnað, segir í grein í The Wall Street Journal. Meginástæðan fyr- ir andstöðu sambandsins við samruna félaganna eru áform Time Wamer um að taka upp formlegt samstarf á tónlistarsviðinu við EMI Group á Bretlandi. Yfirburðastaóa í dreifingu tóniistar á Netinu Stjórnendur Time Warn- er tilkynntu um samvinnuna við EMI skömmu eftir sam- runann við AOL og mun við- skiptanefnd Bandaríkjanna einnig hafa sitthvað að at- huga við samstarfið við EMI auk þess sem hún á eftir að taka formlega afstöðu til samruna AOL og Time Warner. Nefndin hefur, líkt og Evrópusambandið, áhyggjur af því að til verði risafyrirtæki í tónlist- ariðnaði með um 20 milljarða dala veltu; saman myndu EMI og Time Warner mynda stærsta tónlistarút- gáfufyrirtæki í heiminum sem myndi geta náð algerri yfirburða- stöðu í dreifingu tónlistar á Netinu, þ.e.a.s. ef sameiningin við AOL gengur eftir. I Evrópu hafa menn fyrst og fremst áhyggjur af fyrir- huguðu samstarfi við EMI og sér- fræðingar segja að ef Time Warner hætti við eða breytti fyrirhuguðu samstarfi við EMI myndu líkumar á því að Evrópusambandið leggi blessun sína yfu- samrunann við AOL aukast til mikilla muna. Viðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur skýrt AOL og Time Warner frá athugasemdum sínum, bæði vegna samrunans og eins vegna fyr: irhugaðs samstarfs Time við EMI. I Bandaríkjunum hafa menn einkum áhyggjur af aðgengi samkeppnis- aðila AOL að dreifikerfi Time Warn- er. Time Warner rekur dreifikerfi sem nær til 20% af banda- rísku þjóðinni og hefur því mjög sterka stöðu fyrir háhraðanettengingu og saman gætu AOL og Time Warner náð algerri yfir- burðastöðu í þeim borgum þar sem dreifikerfi Time Warner hefur mesta út- breiðslu. Stjómendur AOL og Time Warner hafa átt í viðræðum við viðskipta- nefndina í Bandaríkjunum og þeir telja sig geta leyst þau vandamál sem upp hafa komið. Heimildarmenn innan Evrópusambandsins taka fram að fyrirtækin tvö hafi frest fram á næsta sunnu- dag til þess að leysa ágrein- ingsmálin við Evrópusam- bandið. Þá var og haft eftir einum heimildarmannanna að með því að leggja fram bráðabirgðatillögu um bann við samruna félaganna líkt og framkvæmdastjómin hefur nú gert, sé einfaldlega verið að knýja fyrirtækin til þess að leggja fram tillögur sem fullnægi samkeppnisreglum betur; þetta sé aðferð sem framkvæmdastjórnin hafi oft notað áður og raunar hefur einn talsmanna Evrópusambandsins sagt að viðræðurnar við bæði Time Warner og EMI og Time Warner og AOL stefni í rétta átt. NRK vill greiðslur fyrir áhorf í tölvum Ósló. Morgunblaðið. NORSKA ríkissjónvarpið, NRK, mun krefjast þess að eigendur tölva sem notaðar eru til að horfa á sjónvarps- útsendingar greiði fyrir leyfi eins og sjónvarpseigendur. Forsvarsmenn upplýsinga- tæknifélaga segja það ekki koma til greina. Þetta kemur fram í Dagsavisen. Með hraðri uppbyggingu breiðbandskerfis verður ofan- greind notkun á tölvum æ al- gengari. Talsmaður Telenor reiknar með að innan tveggja ára nái breiðbandskerfi fyrir- tækisins yfir allan Noreg. Með hliðsjón af þessari þróun þykir Freddy Lysfjord, forstöðumanni leyfisskrifstofu NRK, það fullkomlega eðli- legt að NRK skrái alla tölvu- kaupendur og geri þeim að borga leyfisgjald. Per Morten Hoff, talsmað- ur hagsmunasamtaka upplýs- ingatæknifyrirtækja (IKT- Norge), segir að erfitt verði að hafa stjórn á til hvers tölv- ur séu notaðar. Rangt sé að krefja tölvukaupendur um gjald fyrir sjónvarpsleyfi. Samkvæmt upplýsingum Dagsavisen hefur sala á sjónvarpskortum í tölvur auk- ist verulega undanfarið. Sniðiö tryggir aö SLIPIDU falla vel að Ifkamanum. Mjúkt frotte innlegg SLIPIDU línan er með þægilegu mjúku frotte innleggi. Sérstaða SLIPIDU er að efnið er hring- prjónað og þess vegna engir óþægilegir saumar. Teygjubryddingar Nýr frágangur á teygju gerir bryddingar sléttar og mjúkar. Pær tryggja fullkomið snið. Ný gljáandi áferð á teygjunni gefur SLIPIDU aðlaðandi útlit. UaupK P forðV*' Ceres Snyrtistofan Snót Kópavogi Kópavogi Perla Heimahornið KVH Akranesi Stykkishólmi Hvammstanga Palóma Fatabúðin Vísir Grindavík Isafiröi Blönduósi KÁ Tanginn Vestmannaeyjum ísold Sauðárkróki Grund Flúðum Anney Akureyri Amaró-Mýrar Dalakjör Akureyri Búðardal KEA Hrísalundl KÁ Akureyri Höfn Hornafirði Hagkaup Hagkaup Hagkaup Kringlunni Skeifunni Smáratorgi H-búðin Fjarðarkaup Embla Garðabæ Hafnarfirði Hafnarfiröi Apótekið Ólafsvík Hellu Selfossi KÁ Esar verslun Hvolsvelli Húsavlk Eru SLIPIDU þægilegustu buxur sem þú færð? Prófaðu!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.