Morgunblaðið - 20.09.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.09.2000, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Stjdrnarandstaðan í Perú krefst þess að yfírmaður leyniþjónustunnar verði handtekinn Orlög njosnafor- ingjans talin ráðast af afstöðu hersins Lima. AP, AFP, The Daily Telegraph, Washington Post. Perúmaður með grímu, sem lfkist njósnaforingjanum Vladimiro Mont- esinos, stendur í búri við herstöð í Lima þar sem leyniþjónusta Perú er með höfuðstöðvar. Með aðgerðum sínum vildi maðurinn krefjast hand- töku Montesinos. STJÓRNVÖLD í Perú neituðu í gær fréttum um að herinn hefði handtek- ið yfirmann leyniþjónustu landsins, Vladimiro Montesinos, áhrifamesta bandamann Albertos Fujimoris for- seta síðustu tíu árin, og ekki var vit- að'hvar hann héldi sig. Óstaðfestar fregnir hermdu að hann hefðist við í herstöð í Lima þar sem leyniþjónust- an er með höfuðstöðvar og stjómar- andstaðan krafðist þess að hann yrði handtekinn þegar í stað og leiddur fyrir rétt. Fregnir hermdu í fyrrakvöld að Montesinos væri í haldi hermanna í höfuðstöðvum leyniþjónustunnar og þingmenn stjómarandstöðunnar fengu misvísandi upplýsingar frá hernum þegar þeir fóru í herstöðina til að grafast fyrir um hvort hann hefði verið handtekinn. Alberto Bustamante dómsmála- ráðherra, gamall vinur njósnafor- ingjans, lýsti því yfir að Montesinos hefði ekki verið handtekinn. Tveimur dögum áður hafði Fuji- mori tilkynnt í sjónvarpsávarpi að hann hygðist reka Montesinos, leysa leyniþjónustuna upp, boða til for- setakosninga sem fyrst og ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Forsetinn tók þessa ákvörðun eftir að sjón- varpsstöð sýndi myndbandsupptöku þar sem Montesinos virtist múta fyrrverandi stjórnarandstöðuþing- manni til að ganga í flokk Fujimoris. Montesinos er einnig talinn viðriðinn ólögleg vopnaviðskipti og samstarfs- menn hans era sagðir hafa selt stærstu skæraliðahreyfingu Kól- umbíu 10.000 riffla. Virt dagblað í Perú, E1 Comercio, leiddi getum að þvi að Fujimori hefði reynt að reka Montesinos í vikunni sem leið en njósnaforinginn hefði neitað að láta af störfum og leitað eftir stuðningi hershöfðingja sem hann hafði sjálfur komið til æðstu metorða í hemum. Forsetinn hefði þá ekki átt annars úrkosti en að til- kynna að hann hygðist láta af em- bætti. Nokkrir stjómmálaskýrendur héldu því jafnvel fram að njósnafor- inginn hefði undirbúið valdarán til að hindra að hann yrði rekinn. Raspútín Perú Montesionos er 54 ára og hefur verið kallaður Raspútín Perú. Njósnaforinginn er sagður hafa komið sér upp miklu safni persónu- legra upplýsinga um andstæðinga sína og stuðningsmenn. Hann er m.a. sagður hafa 2.500 myndbands- upptökur af andstæðingum sínum og nota þær til að knýja þá til að styðja stjórnina. Orðrómur er einnig um að hann hafi jafnvel undir höndum upplýsingar um Fujimori sem geti valdið forsetanum miklum álits- hnekki. Fujimori sagði ekkert í gær um örlög Montesinos og talið er að þau ráðist af viðbrögðum hersins. Njósnaforinginn er enn sagður njóta stuðnings vina sinna í yfirstjórn hersins. Hópur lægra settra herfor- ingja er hins vegar sagður ævareiður vegna áskananna um að Montesinos sé viðriðinn sölu vopna til skæraliða í Kólumbíu og vilja að honum verði vikið frá. Niðurstaða baráttunnar milli þessara tveggja hópa gæti varpað Ijósi á það hvor hafi í raun verið við völd í Perú síðasta áratuginn, for- setinn eða njósnaforinginn. Bendlaður við CIA Montesinos er kominn af marxist- um og var skirður í höfuðið á Lenín. Hann var rekinn úr hernum og dæmdur í árs fangelsi á valdatíma vinstrimannsins Juans Velascos Alv- arados hershöfðingja á áttunda ára- tugnum. Montesinos var þá sakaður um að hafa látið bandarísku leyni- þjónustunni CIA í té leynilegar upp- lýsingar og hefur æ síðan verið sak- aður um að vera á mála hjá CIA, auk þess sem hann hefur verið bendlaður við eiturlyfjasmygl. Montesinos nam lögfræði eftir að hann afplánaði fangelsisdóminn og starfaði um tíma sem lögmaður meintra eiturlyfjasmyglara. Montesinos starfaði einnig fyrir Fujimori fyrir forsetakosningarnar árið 1990 og aðstoðaði hann við að komast hjá ákæra fyrir skattsvik. Fujimori, sem er kominn af innflytj- endum frá Japan, var lítt þekktur á þessum tíma en bar sigurorð af heimsþekktum rithöfundi, Mario Vargas Llosa, í forsetakosningunum. Umfangsmiklar hleranir Fujimori gerði Montesinos að yfir- manni leyniþjónustunnar eftir að hann tók við forsetaembættinu. Stjómarandstæðingar segja að Montesinos hafi þá strax tekið að beita leyniþjónustunni sem pólitísku tæki í þágu forsetans og stjórnar- flokksins. Hann er sagður hafa látið hlera síma andstæðinga forsetans, þeirra á meðal Javiers Perez de Cu- ellars, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, sem beið ósigur fyrir Fujimori í forseta- kosningunum árið 1995. Leyniþjónustan átti stóran þátt í sigri stjómarhersins á skæraliða- hreyfingunni Skínandi stíg á fyrsta kjörtímabili Fujimoris og var sökuð um alvarleg mannréttindabrot, af- tökur án dóms og laga, pyntingar og ofsóknir á hendur saklausu fólki, í baráttunni gegn skæraliðunum. Fujimori lauk einnig lofsorði á Mont- esinos fyrir að bjarga tugum manna sem skæraliðar tóku í gíslingu í jap- anska sendiráðinu í Lima árið 1997. Montesinos er sagður hafa átt stærstan þátt í því að Fujimori myndaði bandalag með hernum árið 1992 til að gera forsetanum kleift að leysa upp þingið og dómstólana og knýja fram nýja stjórnarskrá sem jók völd hans. Fujimori sagði að þetta hefði verið nauðsynlegt til að gera stjóminni kleift að binda enda á óðaverðbólgu, hryðjuverk og spillingu í landinu. Astandið í Perú var svo slæmt á þessum tíma að jafnvel margir lýð- ræðissinnar lögðust ekki gegn að- gerðum forsetans. Montesinos leit hins vegar ekki aðeins á aðgerðimar sem neyðarráðstöfun heldur einnig sem tækifæri til að ná varanlegum yfirráðum yfir dómstólunum, hern- um og pólitískum stofnunum lands- ins. Montesinos notaði leyniþjónust- una til að njósna um stjórnmála- menn, dómara, yfirmenn hersins, blaðamenn og kaupsýslumenn og upplýsingarnar vora notaðar til að kúga þá til undirgefni. Hann beitti einnig slúðurblöðum og ríkisfjöl- miðlum til að koma á framfæri upp- lýsingum um andstæðinga sína og ófrægja þá. Hann kom vinum sínum og stuðningsmönnum í æðstu stöður innan hersins og margir töldu að hann stjórnaði landinu í raun á bak við tjöldin. Stjórnarandstæðingar hafa lengi beint spjótum sínum að Montesinos en hann hefur hingað til staðist ásak- anir þeirra um spillingu og fréttir dagblaða um að hann hafi safnað miklum auðæfum með vafasömum hætti og falið þau á leynilegum bankareikningum erlendis. Hann var þó aldrei ákærður vegna skorts á sönnunum, að sögn dómsyfirvalda. „Það verður aldrei hægt að koma á heilbrigðu lýðræði í Perú meðan Montesinos gengur laus,“ sagði helsti leiðtogi stjómarandstöðunnar, Alejandro Toledo, sem var í fram- boði gegn Fujimori í forsetakosning- unum fyrr á árinu. Toledo sniðgekk síðari umferð kosninganna og sakaði stjómarflokkinn um að hafa undir- búið kosningasvik. Herinn sagður vernda njósnaforingjann Nokkrir andstæðingar Fujimoris telja hann ekki nógu öflugan til að geta rekið njósnaforingjann. Óháða útvarpsstöðin CPN skýrði frá því í fyrrakvöld að hermenn hefðu handtekið Montesinos í höfuð- stöðvum leyniþjónustunnar. Miguel Gutierrez, einn af rannsóknarblaða- mönnum stjórnarandstöðublaðsins La Republica, sagði að hátt settir herforingjar hefðu staðfest að njósnaforinginn hefði verið handtek- inn. Fyrrverandi hershöfðingi og nokkrir stjórnarandstöðuleiðtogar sögðu hins vegar að fréttirnar um handtökuna væra kænskubragð af hálfu hersins. „Vladimiro Montesinos hefur ekki verið handtekinn, en ég veit ekki hvar hann er,“ sagði Jose Salinas Sedo, fyrrverandi hershöfðingi, sem stjórnaði misheppnaðri tilraun til að steypa Fujimori árið 1992. „Þeir eru að vemda hann. Þeir era að leika sér að þjóðinni og tefja tímann til að geta fundið leið til að ná tökum á ástand- inu.“ Alberto Andrade, borgarstjóri Lima, sagði að Montesinos stjórnaði enn leyniþjónustunni og væri í höf- uðstöðvum hennar. Yfirvöld sögðu að hann hefði verið yfirheyrður í fyrradag og óstaðfestar fregnir hermdu að hann hefði eyðilagt skjöl og myndbönd sem hægt hefði verið að nota sem sönnunargögn gegn honum. Afgangur fjár- laga í fyrsta skipti í fímmtíu ár RÍKISSTJÓRN Hollands greindi frá því í gær að afgangur verði af fjárlög- um ríkisins í ár og er það í fyrsta skipti í hálfa öld sem slíkt gerist. Stjórnin varaði þó við þenslu og sagði hættu á að hagvöxturinn gæti reynst skammvinnur. „í fyrsta skipti frá því 1949 er af- gangur af ríkisfjárlögum," sagði Gerrit Zalm, fjármálaráðherra Hol- lands, á fréttamannafundi sem boðað var til vegna fjárlaga næsta árs. Af- gangurinn nemur 6,3 milljörðum gyllina, eða tæpum 200 milljörðum ís- lenskra króna. Talið er að einnig muni reynast afgangur af fjárlögum ársins 2001 þótt stjómvöld telji lík- legt að um lægri fjárhæð verði þá að ræða, en góða fjárhagsstöðu ríkisins má einkum rekja til sölu hollenska ríkisins á farsímarásum. Fjárhags- áætlun hollenska ríkisins gerir þá ráð fyrir 4% hagvexti næsta árið, en þó er einnig talið líklegt að verðbólga muni hækka úr 2,5% í 3,5%. Haldi hráolíu- verð hins vegar áfram að hækka telja stjómvöld ekki ólíklegt að verðbólga muni reynast hækka enn frekar. Farþegi myrtur af samferðamönnum London. Daily Telegraph. SAMFERÐAMENN Bandaríkja- mannsins Jonathans Burtons urðu honum að bana er æði rann á hann um borð í flugvél Southwest Airlin- es flugfélagsins á leið frá Phoenix til Salt Lake City í Bandaríkjunum og íhugar fjölskylda hans nú málsókn gegn bæði farþegum og flugfélagi vegna atburðarins. I fyrstu taldi lögregla að Burton hefði fengið hjartaáfall í kjölfar æð- isins sem á hann rann er um 20 mín- útur vora eftir til Salt Lake City. Burton réðist á samferðamenn sína með skömmum og svívirðingum á leið sinni að flugstjómarklefanum en um átta farþegar tóku að sér að ráða niðurlögum hans. Hann lést síðan skömmu eftir að búið var að flytja hann frá borði og leiddi krafn- ingin í ljós að banamein Burtons vora áverkarnir sem einn eða fleiri farþeganna veittu honum. Sagði í krafningsskýrslunni að djúpir skurðir og marblettir hefðu fundist víðs vegar á andliti og líkama Burt- ons en dánarorsökin þó verið köfn- un. Þá fannst vottur kannabisefna í blóði Burtons. „Hann var kyrktur, barinn og það var sparkað í hann,“ sagði Kent Spence, lögfræðingur íjölskyldu Burtons, sem nú íhugar málaferli gegn farþegum og flugfélagi vegna atburðarins. „Við viljum vita hvem- ig þetta gat gerst. Hann var ekki of- beldishneigður og bar til dæmis köngulær út úr húsi frekar en að drepa þær.“ Saksóknari hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að um sjálfs- vöm hafi verið að ræða og hefur því ekki hug á að ákæra farþegana fyrir dráp Burtons. Æðisköstum um borð í flugvélum hefur fjölgað umtalsvert undanfarin ár og var bandarískum flugmálayf- irvöldum tilkynnt um 292 slík atvik í fyrra á móti 138 atvikum árið 1995.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.