Morgunblaðið - 20.09.2000, Page 29

Morgunblaðið - 20.09.2000, Page 29
28 MIÐVIKUDAUUK 20. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 29 ftofgnoHnfeifr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HORFT TIL DANMERKUR EGAR Danir ganga að kjör- borðinu á fimmtudag í næstu viku eru þeir ekki einungis að taka ákvörðun um hvort hinn sam- eiginlega mynt Evrópusambandsins, evran, verður tekin upp í Danmörku. Ákvörðun þeirra mun hafa áhrif langt út fyrir landamæri Danmerkur og því ekki nema von að mikil spenna ríki í öðrum Evrópuríkjum vegna kosninganna. Vaxandi líkur eru á því á þessari stundu að Danir hafni evrunni. Nýj- ar skoðanakannanir benda til að and- stæðingar hins sameiginlega gjald- miðils hafi náð töluverðu forskoti og stjórn Pouls Nyrups Rasmussens gengur illa að ná fótfestu í kosninga- baráttunni. Nyrup hefur verið í vörn og m.a. orðið að lýsa því yfir að ekki verði hróflað við ellilífeyriskerfi Dana næstu áratugina þótt stjórnar- flokkarnir fullyrði jafnframt að evr- an hafi engin áhrif á það kerfi. Forsætisráðherrann hefur nú boð- að til stórsóknar gegn andstæðing- um evrunnar og ljóst er að mikil harka verður í baráttunni næstu daga. Flestum stjórnmálamönnum í Evrópu er enn í fersku minni er Dan- ir felldu Maastricht-samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það leiddi til mikils vandræðagangs innan Evrópusambandsins þótt loks hafi náðst samstaða um málamiðlun og undanþágur er Danir gátu fellt sig við í nýrri atkvæðagreiðslu. Andstaðan við Maastricht í Dan- mörku varð jafnframt til að kynda undir andstöðu víðar í Evrópu, m.a. í Frakklandi þar sem litlu munaði að samkomulagið yrði fellt af kjósend- um. Ef fram fer sem horfir og Danir hafna því að taka upp evruna myndi það efla andstæðinga í öðrum ríkj- um. Óvíst er hvort sænsk stjórnvöld treysta sér til að leggja til að evran verði tekin upp ef Danir hafna henni. í Bretlandi, þar sem mikil andstaða er við hinn sameiginlega gjaldmiðil, er hægt að ganga út frá því sem vísu að Evrópuandstæðingar mundu nýta sér slíka niðurstöðu út í yztu æsar. Það er Iíka mikið í húfi fyrir Dani. Með því að hafna evrunni væru þeir ekki einungis að hafna hinum sam- eiginlega gjaldmiðli heldur yrði jafn- framt spurt hver staða landsins í Evrópusamstarfinu yrði í framtíð- inni. Óll þróun innan ESB miðast við að evran verði tekin upp og Danir verða raunar áfram bundnir af samningum er binda gengi krónunn- ar við gengi evrunnar. Með því að hafna evrunni væru Danir að hafna einum af hornsteinum samrunaþró- unarinnar innan ESB. Efnahagslega niðurstaðan gætir orðið sú að fjár- festar héldu annað og vaxtamunur milli evrusvæðisins og Danmerkur gæti orðið Dönum dýr. Pólitíska nið- urstaðan yrði hugsanlega sú að Dan- ir yrðu hornreka innan Evrópu- sambandsins og að tregða þeirra í samrunamálum færi smám saman að reyna á þolinmæði samstarfsríkj- anna. Kosningarnar um evruna sýna hins vegar að lýðræðið í Danmörku er lengra á veg komið en í mörgum öðrum ESB-ríkjum, þar sem ráða- menn óttast fátt meira en að leggja samrunaáform undir dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu. Andstaðan er nefnilega síður en svo bundin við Danmörku. BENZÍNVERÐ OG GRÆNIR SKATTAR EIN AF ástæðunum fyrir því að ekki hefur komið til sambæri- legra mótmæla hér á íslandi vegna hækkunar benzínverðs og orðið hafa í ýmsum Evrópulöndum er áreiðanlega sú, að ríkisstjórn og Alþingi tóku á sl. ári ákvörðun um að breyta vörugjaldi á benzíni í fasta krónutölu á hvern lítra í stað prósentutölu af tollverði. Með þeim hætti var dregið úr miklum sveiflum í benzínverði vegna verð- hækkunar á heimsmarkaði. í þessu sambandi er hins vegar ástæða til að vekja athygli á því, að þótt opinber gjöld hafi verið lögð á benzín í upphafi af allt öðrum ástæð- um liggur nærri að líta á slík gjöld nú sem eins konar græna skatta. Með því að halda benzínverði svo háu sem raun ber vitni stuðla stjórnvöld að því að hinn almenni borgari aki fremur á sparneytnum bílum, sem menga um- hverfi sitt minna en stærri bílar. Að vísu hefur mikil breyting orðið á bílum að þessu leyti á síðustu tveimur áratugum en engu að síður hefur mik- il notkun bifreiða mikil mengunar- áhrif. Þetta er ástæðan fyrir því að um- hverfissamtök víða um lönd hafa gagnrýnt ríkisstjórnir, sem sýnt hafa tilburði til að láta undan kröfum um lækkun opinberra gjalda á benzíni og á það ekki sízt við um ríkisstjórn Frakklands. Og þetta eru líka rök fyr- ir því að halda opinberum gjöldum á benzíni býsna háum þótt takmörk séu fyrir því hvað hægt sé að ganga langt í þeim efnum. Þegar ríkisstjórn og AI- þingi breyttu vörugjaldi á benzíni hér á síðasta ári var þanþol almennings að þessu leyti bersýnilega að bresta. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að æskilegt væri að umræður færu fram um það hvort leggja ætti aukna skatta á vörur sem eru íþyngj- andi fyrir umhverfíð. Það er vissulega tímabært að slíkar umræður fari fram. Það er í grund- vallaratriðum eðlilegt og sanngjarnt að þeir sem menga umhverfi sitt á einn eða annan veg greiði þann kostn- að sem af því leiðir. Slíkar greiðslur eru nú til staðar að einhverju leyti en snúa kannski fyrst og fremst að fyrir- tækjum en ekki almenningi nema í benzínverði. Hins vegar má ganga út frá því sem vísu að þær eigi eftir að breiðast út og verða mun algengari en nú er. Vafalaust mundu daglegir lífs- hættir þjóðarinnar breytast töluvert ef til slíkrar skattlagningar kæmi og ekki endilega til hins verra. + Þriggja daga opinber heimsókn Törju Halonen Finnlandsforseta hafin Morgunblaðið/Kristinn Tarja Halonen, forseti Finnlands, skoðaði Alþingishúsið í gær með Olafi Ragnari Grímssyni forseta og Guð- mundi Árna Stefánssyni, fyrsta varaforseta Aiþingis. Morgunblaðið/Ami Sæberg Davíð Oddsson forsætisráðherra ræðir við Törju Halonen, forseta Finnlands, á Bessastöðum þar sem snædd- ur var hátíðarkvöldverður. Vigdís Finnbogadðttir, fyrrverandi forseti, fylgist með umræðunum. Gott tækifæri til að ræða sameiginleg hagsmunamál Tarja Halonen, forseti Finnlands, kom í ✓ opinbera heimsókn til Islands í gær. ✓ A blaðamannafundi sem haldinn var á Bessastöðum sagðist hún m.a. telja margt líkt með Islendingum og Finnum. Hún notaði jafnframt tækifærið og afhenti - ——— forseta Islands birkifræ að gjöf. RIGGJA daga opinber heimsókn Törju Halon- en, forseta Finnlands, til íslands hófst í gær en í för með Halonen er Pentti Araj- arvi, eiginmaður hennar. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, íTkisstjómin og handhafar forseta- valds tóku á móti Finnlandsfor- seta á Bessastöðum laust fyrir há- degið og að því loknu ræddust þau Halonen og Ólafur Ragnar við. Lýsti Halonen þar þeim áhuga sínum að þau Ólafur héldu sam- ræðum sínum senn áfram á finnskri grundu. Lúðrasveit verkalýðsins lék þjóðsöngva Finnlands og Islands við tröppur Bessastaða eftir að Ól- afur Ragnar hafði boðið Halonen velkomna. Ennfremur voru við- staddir krakkar úr þriðja og fjórða bekk Öldutúnsskóla og veifuðu þau finnskum og íslenskum fánum til heiðurs forsetunum tveimur. Heimsókn Halonens styrkir samband landanna Á blaðamannafundi sem haldinn var á Bessastöðum kom fram að forsetarnir hefðu rætt þá stöðu að Finnar væru aðilar að Evrópu- sambandinu en ekki Islendingar, og að íslendingar væru aðilar að Atlantshafsbandalag- inu (NATO) en ekki Finnar. Þá ræddu Halonen og Ólafur Ragnar um Evróp- umál og Norður- landasamstarfið. Þau voru sam- mála um að það gæfi þessum tveimur þjóðum sérstöðu að þær væru báðar jaðarþjóðir og það sameinaði þær jafnframt. Ólafur sagði það mikið ánægju- efni að taka á móti hinum nýja for- seta Finnlands en Halonen var kjörin forseti fyrr á þessu ári. Er ísland aðeins þriðja landið sem hún heimsækir síðan hún tók við embætti. Ólafur Ragnar sagði Finna og íslendinga hafa margt að ræða og þjóðirnar hefðu starfað vel saman á vettvangi norrænna þjóða. „Heimsókn Halonen til íslands nú er vel til þess fallin að styrkja þá þræði sem liggja milli þjóðanna," sagði hann. Kom fram í máli Ólafs að þau Halonen hefðu m.a. rætt saman um horfur í löndunum tveimur, stöðu íslands og Finnlands í Evrópu, málefni Atlantshafs- bandalagsins og framtíð þess, sem og stöðu mála í Rússlandi. Einnig hefðu þau rætt hvernig auka mætti samstarf íslands og Finnlands í framtíðinni, t.d. á sviði upplýsingatækninnar þar sem bæði Finnar og íslendingar stæðu framarlega. Tarja Halonen lýsti yfir mikilli ánægju sinni að fá að heimsækja ísland nú. Hún gerði samstarf Finna og íslendinga einnig að um- talsefni, einkum pólitíska sam- vinnu þjóðanna í Evrópu og rifjaði forsetinn upp að Finnar væru meðlim- ir í ESB, ólíkt íslend- ingum, á meðan ís- land væri eitt NATO-ríkjanna, ólíkt Finnlandi. Sagði Halonen aðspurð að mestu skipti í þessari Islandsför hennar að henni gæfist tækifæri til að ræða við íslenska ráðamenn Eiga bæði að baki feril í stjórnmálum Morgunblaðið/Porkell Krakkar úr Öldutúnsskóla fögnuðu komu Finnlandsforseta við Bessastaði. Morgunblaðið/Þorkell Tarja Halonen og Ólafur Ragnar Grimsson slá á létta strengi á blaðamannafundi í gær. og rýna í mál sem Finnar og ís- ræða ýmis mál sem tengdust lendingar ættu sameiginleg, á vett- menningu þjóðanna tveggja. vangi Norðurlandasamstarfsins, Forsetarnir tveir voru spurðir að Evrópusamvinnunnar, innan Sam- því á fundinum hvort þeir ættu einuðu þjóðanna og gagnvart auðveldara með að ræða saman NATO. Einnig væri mikilvægt að sökum þess að bæði kæmu þau úr stjórnmálum. Taija Halonen svar- aði spurningunni játandi og sagði það ekki skaða. „Ég tek undir þau orð,“ sagði Ólafur Ragnar síðan. „Ég tel það afar mikilvægt að við skulum deila bakgrunni með þess- um hætti.“ Halonen sagði jafnframt á blaðamannafundinum að þau Ólaf- ur Ragnar ættu auðvelt með að ræðast við þar sem þau væru einu forsetarnir á Norðurlöndunum, í hinum löndunum væri konungs- veldi. Finnar og Islendingar líkar þjóðir Halonen gaf Ólafi Ragnari birki- fræ við komuna til íslands. Finnskir blaðamenn spurðu hana um þessa gjöf á blaðamannafund- inum og sagðist Halonen hafa tek- ið eftir jiví í fyi-ri heimsóknum til Islands að þetta væri sennilega góð og þörf gjöf. Ólafur Ragnar sagðist gjarnan leið- rétta þann misskiln- ing, þegar hingað kæmu gestir, að ekki væri hægt að planta trjám hér á landi. Hið gagnstæða mætti nefnilega sjá t.d. á Austurlandi. Sagðist 01- afur Ragnar sjaldan eða aldrei hafa fengið jafn góða gjöf og þá sem finnski forsetinn hefði fært honum. Afraksturinn yrði síðan hægt að sjá í frjórri mold að fimmtíu árum liðnum. Loks var Halonen spurð að því á blaðamannafundinum í gær hvort hún teldi sálir íslendinga og Finna e.t.v. samtengdar í Ijósi þess að erlendis rugluðust menn gjarnan á fólki af finnsku og ís- lensku þjóðerni. Dró Halonen ekkert undan í því að hún væri á þeirri skoðun að Islendingar og Finnar væru um margt líkar þjóð- ir. Þar skipti m.a. máli atriði eins og það að Finnland væri á austur- mörkum Norðurlandanna á með- an ísland væri á þeim vestari. Finnlandsforseti og eiginmaður hennar, Pentti Arajárvi, borðuðu hádegismat á Bessastöðum að af- loknum blaðamannafundinum þar á bæ í gær. Síðar um daginn heimsótti Halonen Alþingishúsið þar sem Guðmundur Árni Stef- ánsson, 1. varaforseti Alþingis, leiddi hana í allan sannleik um það starf sem þar fer fram. Um kvöldið sat finnski forsetinn síð- an hátíðarkvöldverð forseta Islands á Bessastöðum ásamt fríðu fylgdarliði. Hún fer m.a. til Þingvalla í dag og á morg- un sækir hún Akureyri heim áður en hún heldur af landi brott á ný. ísland þriðja landið sem Halon- en heimsækir Siv Friðleifsdóttir og Jan-Erik Enestam hittust í Iðnó í gær Morgunblaðið/Jim Smart Jan-Erik Enestam, varnarmálaráðherra Finnlands, og Siv Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra snæddu saman hádegisverð í Iðnó í gær. Að honum loknum héldu þau sameiginlegan blaðamannafund í um- hverfisráðuneytinu. „Gott að finna fyrir áhuga Islendinga á hinni norðlægu vídd“ r SIV Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra og Jan-Erik Enestam, varnarmálaráðherra Finnlands, snæddu saman há- degisverð í Iðnó í gær ásamt fylgdarliði og héldu að honum loknum sameiginlegan blaða- mannafund þar sem m.a. var lögð áhersla á gott samstarf landanna á vettvangi Norður- landaráðs og norðurheim- skautsráðsins. Komu ráðherrarnir m.a. inn á það að Finnland tæki bráðlega við stjórn í ráðunum tveimur og ítrekaði Siv stuðning íslendinga við forystu Finna á þeim vett- vangi. Þá lagði Siv í máli sínu áherslu á forgöngu Finna í mál- efnum sem ganga undir heitinu „hin norðlæga vídd“ en Evrópu- sambandið hefur tekið sam- nefnt verkefni upp á arma sína er snýr m.a. að verndun við- kvæms lífríkis á norðlægum slóðum fyrir mengun frá iðnaði. Sagði hún Islendinga fylgjast grannt með því verkefni enda væri umhverfisvernd á um- ræddu svæði mikilvæg íslend- ingum, ekki síst þegar horft væri til mikilvægis fiskveiða og fiskútflutnings fyrir íslendinga. „Það er mikilvægt fyrir okk- ur íslendinga að fá nú mögu- leika á að ræða við Finna þar sem þeir munu brátt taka við forystu í Norðurlandaráði sem og norðurheimskautsráðinu." Margt sameiginlegt með þjóðunum Skýrði Siv ennfremur frá því að þótt Finnar hefðu ekki gefið opinberar yfirlýsingar um hvaða málefni þeir hygðust leggja áherslu á meðan þeir gegndu forystu í ráðunum tveimur væri hún þess fullviss að umhverfisvernd og hin norð- læga vídd myndi spila þar stórt hlutverk. Finnar taka við for- ystu í norðurheimskautsráðinu um miðjan okbóber nk. og í Norðurlandaráði um áramótin. Jan-Erik Enestam hóf mál sitt á því að það hefði ávallt verið auðvelt fyrir Finna að eiga sam- starf við íslendinga. Sagði hann margt sameiginlegt með þjóðun- um tveimur, m.a. það að þær væru báðar á landfræðilegum jaðri Norðurlandanna, önnur á vesturmörkunum og hin á þeim eystri, þær væru litlar og töluðu tungumál sem væru ólík hinum Norðurlandamálunum. „Við Finnar erum í svolítið sér- stakri stöðu um þessar mundir því að stuttu eftir að við höfum gegnt formennsku í Evrópusam- bandinu tökum við við for- mennsku í norðurheimskautsráð- inu og síðan í Norðurlandaráði. Við höfum þó metnað til þess að reyna að samræma þessi störf þannig að þau geti myndað eina heild.“ Benti Enestam m.a. á að hin norðlæga vídd myndi ganga sem rauður þráður gegnum starf Finnanna í norðurheimskauts- ráði, Norðurlandaráði, sem og í Evrópusambandinu. Þá gat hann þess að íslending- ar hefðu verið öflugir innan norðurheimskautsráðsins og sagði ennfremur gott að finna fyrir þeim mikla áhuga sem ís- ^ lendingar sýndu hinni norðlægu vídd. „Við reiknum með stuðn- ingi íslendinga nú þegar við tök- um við forystu í norðurheim- skautsráðinu." Enestam bætti því við að þótt Finnar hefðu enn ekki, eins og Siv benti á, gefið út áherslur sín- ar í starfinu sem forystuland Norðurlandaráðs væri ljóst að þeir myndu vilja auka samskipti einstaklinganna sjálfra í þessum lönduin. Nú væru til dæmis mikil j samskipti meðal fyrirtækja og stofnana á Norðurlöndum en gefa mætti samskiptum einstakl- inganna sjálfra meiri gaum. Til dæmis með því að auka mögu- leika þeirra á að nema ýmis fræði á ólíkum sviðum í landi hver ann- ars og með því að tryggja að sú menntun verði metin til jafns allsstaðar á Norðurlöndunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.