Morgunblaðið - 20.09.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 20.09.2000, Síða 33
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 33 UMFMEÐAN Kristnihátíðin árið 2000 1000 ára kristnihá- tíð hófst með prýðis- góðri stemmningu hér í Garðabæ og svo fjöl- menn var hún að hús- fyllir var í okkar stóru íþróttahöll. Síðan héldu hátíðahöldin áfram hjá hinum ýmsu bæjarfélögum með miklu fjölmenni víðast hvar. Lokahátíðin var síð- an á Þingvöllum í sumar sem Alþingi Is- lendinga veitti for- stöðu með fjármagni. Menn hafa deilt um það í fjölmiðlum hve margir hafi sótt hátíðina á Þing- völlum án þess að taka tillit til þess fjölda fólks sem var búið að sækja áðurnefndar hátíðir. Það voru margar ástæður fyrir því að ekki fleiri sóttu hátíðina á Þingvöllum. Mörgum úti á lands- byggðinni þótti of langt að fara og sumum fannst nóg að hafa sótt kristnihátíðina innan sinna bæjar- félaga. Þá voru margir fjarverandi vegna sumarleyfa. En sennilega hafa gríðarlega margir sem áhuga höfðu á að sækja hátíðina á Þingvöllum haldið sig heima vegna hugsanlegs um- ferðaröngþveitis, enda margbúið að vara við því í fjölmiðlum. Mér þykir það því kaldhæðnis- legt að það fjölmiðlafólk sem mest deilir á þjóðkirkjuna okkar fyrir ónóga þátttöku á Þingvöllum var einmitt þeir aðilar sem hræddu fólk frá að sækja hátíðina vegna hugsanlegs umferðaröngþveitis. Þeir Islendingar sem sóttu kristni- hátíðina á Þingvöllum að viðbætt- um þeim gríðarlega fjölda sem sótti kristnihátíðirnar innan sinna bæjarfélaga voru það margir að þjóðkirkjan okkar má svo sannar- lega vel við una. Það hlýtur að flokkast undir slys eða illgirni hjá mönnum að deila einvörðungu á þjóðkirkjuna vegna kostnaðar við þessi hátíðarhöld því Alþingi Islendinga ber alfarið ábyrgð á kostnaðinum og það voru þrír ráðherrar í kristnihátíðar- nefndinni. Sé tekið tillit til þess að stór hluti umrædds kostnaðar var vegna vegaframkvæmda sem nauð- synlegar voru fyrir íbúa landsins og einnig fyrir erlenda ferðamenn, þá lækkar kostnaðurinn umtals- vert. Ef svo þeim kostnaði sem eft- ir stendur er deilt niður á eitt þús- und ár, þá verður kostnaðurinn ekki mikill á hvert ár. Okkar ágæti biskup Sigurbjörn Einarsson hefur mest manna orðið fyrir ádeilu vegna kostnaðar við hátíðina á Þingvöllum sem Alþingi íslendinga er alfarið ábyrgt fyrir. Svör biskups hafa farið fyrir brjóstið á sumum og þótt hann hefði getað minnkað umfang sinna svara, þá er nú bæði rit- og mál- frelsi í okkar ágæta landi. Hitt finnst mér í meira lagi lúa- legt að vera að ráðast á þennan mæta guðsmann í sinni háu elli, mann sem hefur þjónað þjóðkirkj- unni okkar og íslensku þjóðinni af einstakri alúð og dugnaði í áratugi og raunar miklu betur og lengur heldur en hægt var að ætlast til. Eg tel það hafa verið mikið gæfuspor fyrir þjóðkirkjuna að á síðari árum hafa konur bæst í hóp kennimanna hennar. Það eitt og sér sýnir að þjóð- kirkjan okkar hefur færst nær okk- ur landsmönnum, enda meiri þörf nú en nokkru sinni áður þar sem allt of margir mæla allt og alla í krónum og dollurum. Mér persónulega þykir vænt um mína þjóðkirkju og kann vel að meta það hvernig hún starfar. Þjóðkirkja okkar íslendinga hef- ur á að skipa fjöldanum öllum af góðum konum og körlum sem rækja störf sín af dugnaði og mikilli alúð og þótt ég hafi í gegn um tíðina komið auga á presta, sem voru mér ekki að skapi, þá er ég ekki svo illa kristinn né heldur svo ’ illa gefinn að taka það út á þeim sem eru full- komlega starfi sínu vaxnir, og því síður að ég fari að skrifa það á kristna trú eða guð á himnum. Eftir að hafa dvalið RagnarM. ' Bandaríkjum Norð- Magnússon ur-Ameríku í 17 ár og kynnst þar mörgum trúarsöfnuðum sem oftast fóru fram á það við sína meðlimi, þótt er alveg ómögulegt að breyta því. Það má heilmikið læra af orðum þessa embættismanns. Þeir Islendingar sem krefjast aðskilnaðar ríkis og kirkju eru ekki að taka neitt tillit til þeirra íbúa þessa lands, sem eiga í dag erfitt með að láta tekjur sína duga fyrir lífsnauðsynjum. Þeir hafa heldur ekki skilið það að ef ríki og kirkja verða aðskilin, þá verður Alþingi Islendinga að finna leið til þess að skila aftur öll- um eigum sem þjóðkirkjan okkar einu sinni átti. Slíka leið tel ég vera óralangt í burtu. Islenska ríkið og þjóðkirkja okk- ar Islendinga eru tengd sterkum sögulegum menningarböndum og vil ég þar benda á okkar góða og kæra þjóðsöng: Ó guð vors lands. Vilja niðurrifsöflin leggja hann niður, einkavæða hann eða selja? Hvar koma svo niðurrifsöflin aft- ur fram? Verður næsta skref þeirra manna að leggja niður heilbrigðis- kerfi landsins, einkavæða það eða selja það útlendingum og auka þar með enn frekar bilið á milli ríkra Það hlýtur að flokkast undir slys eða illgirni hjá mönnum, segir Ragnar M. Magnússon, að deila einvörðungu á þjóðkirkjuna vegna kostnaðar við þessi hátíðarhöld. fátækir væru, að þeir greiddu 10% af sínum launatekjum, sem gátu verið 15-18% eftir skatt, til safna- ðanna þá kann ég vel að meta það að ég hef aldrei séð starfsmenn þjóðkirkjunnar okkar íslendinga reyna að seija fólki aðgang að guði, eins og ég nefni það. Það er ekki ætlun mín að deila mikið á þá 18-20 trúarsöfnuði sem starfa á íslandi utan okkar þjóðk- irkju, en ég hef séð og heyrt dæmi um hörmulegar aðstæður þar sem fólk lagði svo hart að sér með blessaða tíundina að það átti ekki fyrir mat í sig og sína. Eina hátrúaða fjölskyldu þekkti ég í Berkeley - Kaliforníu sem átti lítinn hund (poodle) sem var búinn að vinna mörg verðlaun á sýning- um. Dag nokkurn ók bíll á hundinn og fótbrotnaði hundurinn. Það fyrsta sem frúin á umræddu heim- ili spurði mann sinn að er hann kom heim úr vinnunni var: Erik, varstu búinn að greiða tíundina fyrir síðasta mánuð til kirkjunnar okkar? Þegar svo eiginmaðurinn stundi því upp að hann væri ekki með peninga til þess, þá sagði frúin að það væri þá alfarið honum að kenna að hundurinn hefði fótbrotn- að. Eg kom einu sinni út í eyju úti fyrir strönd Kanada, þar sem inn- an við tvö þúsund manns bjuggu, en þar voru 24 kirkjur og 24 trúar- söfnuðir. Ég varð svo undrandi að ég spurði einn embættismann þar að því hvað þetta kostaði bæjar- búa. Hann svaraði: Ég veit það ekki og vil ekki vita það, en þegar þetta er einu sinni orðið svona, þá Mikií úrval af fallegum rúmfatnaíi Skólavörduktíg 21, Rcykjavík, sími 551 4050 til minnkunar? Að síðustu vil ég leggja áherslu á eftirfarandi: Guð er ekkert betri innan annarra trúarsafnaða heldur en innan okkar íslensku þjóðkirkju og þar sem kostnaður við hana kemur frá skattgreiðslum okkar Islendinga og að stærstum hluta frá tekjuháum einstaklingum og fyrirtækjum, þá verður hann lítill hjá þeim sem minni tekjur hafa og alls enginn hjá mörgum, þótt öll fá- um við sömu góðu þjónustuna. Stöndum öll vörð um þjóðkirkj- una okkar og heilbrigðiskerfi þjóð- arinnar. I guðs friði. Höfundur er forstjóri í Garðabæ. Hreyfing er mitt hjartans mál FYRSTI alþjóðlegi hjartadagurinn er haldinn hátíðlegur 24. september. Af því til- efni finn ég mig knúinn til að hvetja fólk til þess að taka fyrsta skrefið í átt að heil- brigði og hreysti. Yfir- skrift dagsins er „lát- um hjartað púla“ og þegar maður hugsar um hjartapúl dettur manni ýmislegt í hug. Auk þess sem við get- um stundað líkams- rækt í formi lyftinga, göngu, sunds o.s.frv. dettur mér t.d. í hug að láta hjartað púla með því að verða pínulítið ástfanginn á hverjum degi. Við teljum okkur trú um að lífið verði betra eftir að við: göngum í hjóna- Guðjón Sigmundsson byrja. Dag einn rann það upp fyrir mér að allar þessar hindranir voru lífið sjálft." Þetta viðhorf hjálpar okkur að skilja að það er engin ein leið að heil- brigði, heilbrigðið er leiðin. Njótum hvers skrefs sem við göngum. Svipting heilsu tekur sekúndubrot. Þá er um seinan að velta sér upp úr hlutum eins og: ég vildi að..., bara að ég hefði... Við eigum betra skilið en að falla í þessa gryfju. Það þarf svo lítið til að auka við daglega hreyfingu. T.d. að ganga upp stigann, sleppa lyft- unni. Að leggja bílnum örlítið frá Kristni og fátækra í landi okkar og hélt ég nú að það væri þegar orðið okkur band, göngum fyrir næsta horn eða náum að ganga fyrir það næsta! Við Hreyfing teljum okkur trú um að við munum öðlast heilbrigðara og betra líf þegar maki okkar tekur sér tak, þegar við fáum betri bíl, þegar við komumst í almennilegt frí eða þegar við höfum tíma til að setjast í helgan stein. Sannleikurinn er hins vegar sá að það er enginn tími betri til þess að taka fyrsta skrefið heldur en ná- kvæmlega núna. Því ef ekki núna, hvenær þá? Alfred Souza sagði eitt sinn: Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja - þetta eina sanna líf. En það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál, tími sem þurfti að eyða í eitthvað, ógreiddar skuldir. Síðan myndi lífið Besti tíminn fyrir fyrsta skrefíð, segir Gaui litli, er núna. áfangastað og ganga, að skilja bílinn eftir þegar þú ert að fara styttri vegalengdir. Að setja hundinn inn og fá sér göngutúr með fjölskyldunni! Það mikilvægasta í þessari veröld er ekki hvar við erum stödd heldur í hvaða átt við stefnum. Fyrsta skrefið er ferðalag, ekki áfangastaður. Til hamingju með daginn! Og það er nú það. Höfundur er framkvæmdastjdri. Leiðbeinendur eru Sigríður Arnardóttir, ráðgjafi í almannatengslum og Anna E. Ragnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Skref fyrir skref. Skráöu þig á Netinu! www.step.is Örugg tjáning er lykillinn að auknum árangri, betri samskiptum og vellíðan Að tjá sig af öryggi Námskeið fyrir fólk á öllum aldri sem vill öðlast öryggi í framkomu, ræðumennsku og kynningum. Fyrsta námskeiðið, alls 4 skipti, fer fram: fimmtudagana 5., 12. og 19. okt. og laugardaginn 28. okt. Kennsla er í formi verklegra æfinga og fyrirlestra. Hámarksfjöldi þátttakenda er 16. Nánari upplýsingar um verð og hópafslátt fást hjá Skref fyrir skref í síma 581 1314 eða í gegnum tölvupóst, anna@step.is eða sirryarnar@simnet.is Skráning hafin. Að koma fram af öryggi Námskeið fyrir fólk á öllum aldri sem vill öðlast öryggi í fjölmiðlaframkomu, ræðumennsku og kynningum. Kennsla er í formi verklegra æfinga, myndbandsupptöku, útiverkefna, persónulegrar ráðgjafar og fyrirlestra. Fyrsta námskeiðið fer fram: frá eftirmiðdegi föstudagstil laugardags, 20.-21. okt. á Hótel Glym í Hvalfirði. Nánari upplýsingar um verð og hópafslátt fást hjá Skref fyrir skref í síma 581 1314 eða í gegnum tölvupóst, anna@step.is eða sirryarnar@simnet.is Skráning hafin. Leiðbeinandi er Sigríður Arnardóttir, ráðgjafi í almannatengslum. Ármúla 5 - 108 Reykjavík • sími 581 1314 • fax 581 1319 • sfs@step.is Skref^skref

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.