Morgunblaðið - 20.09.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 20.09.2000, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ iL + Guðjón Sigurður Jónatansson fæddist í Ólafsvfk hinn 29. október 1920. Hann lést á hjartadeild Land- spítala - háskóla- sjúkrahúss í Foss- vogi 10. september ^—síöastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jónatan Jónatansson sjómað- ur, f. 4.8. 1876 að Hellu í Bervík á Snæ- fellsnesi, d. 19.10. 1933 og Sigríður Guðrún Rósmunds- dóttir, f. 24.4. 1884 í Ólafsvík, d. 7.7. 1974. Þau giftust 25.10. 1913. Systkini Guðjón eru Rósbjörg, f.20.5. 1908 í Ólafsvík; Elín Sigur- borg, f. 10.11. 1914; Jóhann Guð- mundur, f. 14.10. 1923; Grímólfur Jónatansson, lést er hann var á þriðja ári. Guðjón kvæntist Báru Vest- mann.eftirlifandi eiginkonu sinni, 3. júlí 1952. Bára fæddist 31.12. ■*** 1933 á Fáskrúðsfirði. Foreldrar hennar voru, Ottó Vestmann og Valborg Tryggvadóttir frá Fá- skrúðsfirði. Börn Guðjóns og Báru eru: 1) Jónatan, f. 9.7. 1953, vélvirkja- meistari. Hann var kvæntur Ástu Nú þegar komið er að kveðjustund reikar hugur minn aftur í tímann, þegar ég aðeins 14 ára kom inn á heimili ykkar Báru, eflaust hafið þið ^íkki verið ánægð, að við Jonni skyld- um byrja svona ung að vera saman, en aldrei fann ég fyrir því að ég væri óvelkomin á heimilið, mér var strax tekið sem einu af ykkar bömum. Þar sem ég missti foreldra mína mjög ung tók ég í útrétta hönd ykkar. Lánsöm vorum við Jonni að geta eignast okkar fyrsta þak yfir höfuðið undir sama þaki og þið Bára. Bömin okkar hafa heldur betur notið góðs af því. Eg man, eftir að María Bára fæddist, þegar þú komst upp og fékkst hana aðeins lánaða niður, eins þegar nafni þinn kom í heiminn, lítill og hrár, þá kallaðir þú hann litla vasaköttinn þinn, því hann passaði alveg í vasann á gallanum þínum. ^ Tjaldferðirnar í Skorradalinn gleymast ekki, þar sem þú notaðir stóran part dagsins í að tína sprek með krökkunum til að kveikja varð- eld um kvöldið. í einni ferðinni, þegar búið var að kveikja varðeldinn, hvarfst þú inn í skóg, og að smá tíma liðnum kom lækurinn logandi niður hlíðina. Þetta vakti mikla hrifningu, bæði hjá litlu krökkunum og líka hjá okkur stóm krökkunum, því öll voram við krakk- arnir þínir. Þú varst alltaf til í smá prakkarastrik, því strákurinn í þér hvarf aldrei. Það var sama hvaða verk þurfti að vinna, alltaf varst þú boðinn og búinn . að rétta hjálparhönd, og ófá vora þau '•‘smiðshöggin þín við húsbyggingu okkar, því þúsundþjalasmiður varstu. Ekki gleymi ég heldur glottinu sem ég fékk þegar ég fór sem oftar á bílnum í búðina. Bíllinn bilaði á leið ' til baka, og ég hringdi heim og sagði að bíllinn hökti bara áfram. Eftir lýs- l ingum mínum að dæma var eitthvað mikið að bflnum. Þið feðgar komuð báðir og opnuðuð húddið en sáuð ekkert. Þú settist inn í bílinn og tókst handbremsuna af. Já, minningarnar era margar, t.d. _/erðimar í Gróttu sem við fengum að í'ara með þér, til að fylgjast með varpinu. Það var svo skrítið að æðar- kollumar þekktu þig, þær hreyfðu sig ekki þótt þú lyftir þeim upp til að telja eggin. Ekki gleymi ég heldur ferðunum út að Bakkatjöm, að sjá þegar álft- imar komu syndandi, um leið og þær jptóu bflinn þinn. Mér fannst þetta ótrúlegt og reyndi daginn eftir að Björg Kristjónsdóttur ritara, f. 23.3. 1952, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru María Bára, f. 26.7. 1971 og Guðjón Sigurður, f. 6.7. 1977. Sambýlis- maður Maríu er Krist- ján Finnbogason og eiga þau tvö börn Arn- ar Daníel og Kristínu Ástu. 2) Ottó Yest- mann, f. 17.8. 1958, tölvufræðingur. Eig- inkona hans er Elín Karólína Kolbeins, framkvæmdasljóri, f. 20.2. 1959. Börn þeirra eu Erna Kristín, f. 23.11. 1985 og Andrea Lilja, f. 15.5.1991. 3) Valborg Guð- rún, f. 30.8. 1963, verslunarkona, eiginmaður hennar er Willem Cornelis Verhaul, f. 7. 11. 1963 í Rotterdam í Hollandi. Böm þeirra eru Ásta Berglind, f.23.3. 1990, Snæbjöm, f. 15.7. 1993 og Magnús Valur, 9.9.1996.4) Guðjón Sigurð- ur, slökkviliðsmaður, f. 10.3.1969. Kona hans er Hrefna Þórðardóttir sjúkraþjálfari, f. 13.3. 1970. Sonur þeirra er Bjarki Fjalar, f. 16.7. 1999. Guðjón Jónatansson fluttist á Seltjamarnes árið 1942 og bjó þar til æviloka. Fyrstu starfsár Guð- fara á mínum bfl til að gefa þeim. Þær litu ekki við mér þótt ég reyndi að kalla „bra bra“ og ota að þeim brauði. Já, Gaui minn, svona laðaðir þú að þér bæði fugla og fólk. Elsku Gaui minn, mig langar að kveðja þig og óska þér góðrar ferðar með þessum ljóðlínum um leið og ég þakka þér fyrir liðnar stundir. Farþúífriði Friður Guðs þig blessi Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ásta. Þá er elskulegur afi okkar látinn. Besti afi í öllum heiminum hefur yf- irgefið okkur, en alveg eram við viss um að hann hefur tekið að sér öll börnin hinum megin og sýnir þeim fuglana og segir þeim sögur og ævin- týr. Afi var sá göfúgasti maður sem uppi hefur verið. Hann helgaði sig fuglalífinu á Seltjarnarnesi og sá um að enginn kæmi nálægt Gróttu á meðan varptíminn stóð yfir, oft feng- um við bömin að fara með. Þær era ófáar ferðirnar sem við fóram með honum í Gróttu og Suðurnes til að skoða og fóðra fuglana. Æðarkoll- urnar þekktu hann og þeim var sama þótt hann tæki þær upp og athugaði með eggin eða skoðaði ungana, jafn- vel kríumar vora hættar að reyna að gogga í hann. Afi gleymdi aldrei smáfuglunum á veturna og þegar við komum í heimsókn til hans var garð- urinn fullur af fuglum sem vora að næra sig. Okkur er minnisstætt þegar við fórum með afa eitt sinn út í Suðumes að skoða kríurnar, við stóðum þétt upp við hann svo að kríumar næðu okkur ekki, við gengum um og skoð- um eggin og ungana sem vora að brjótast úr eggjunum, þegar ein krían stakk sér í höfuðið á afa og steinrotaðist. Afi stóð með blæðandi höfuðsár en hafði nú ekki áhyggjur af því, heldur var það veslings krían sem rankaði við sér eftir smástund og var fljót að forða sér. Afi brallaði margt með okkur þeg- ar við voram yngri, við fóram alltaf í félagsheimilið á hveijum sunnudegi í jóns voru við landbúnaðar- og sjómannsstörf. Árið 1939 lauk haim vélsljórnamámi hjá Fiskifé- lagi íslands og vann við vélsfjórn. Árið 1949 lauk hann námi sem vélvirkjameistari og starfaði hjá Vélsmiðjunni Jötni um skeið. Hann hóf störf hjá Landleiðum og síðan Norðurleiðum og vann þar til 1968 en þá réðst hann til Seltjarnames- hrepps en þar starfaði hann og hjá Seltjarnamesbæ, eftir að hreppur- inn varð bæjarfélag, til starfsloka er hann var 73 ára að aldri. Hann var einnig eftirlitsmaður frið- landsins í Gróttu í hartnær 30 ár, fyrst af eigin fmmkvæði og síðar á vegum Náttúruverndarráðs og Seltjarnarnessbæjar. Þar gat hann sinnt sínu aðaláhugamáli sem var fuglavernd. Guðjón tók virkan þátt í félagsmálum, var meðal ann- ars stofnfélagi Rotaryklúbbs Sel- tjamarness og var heiðursfélagi í klúbbnum og handhafi Paul Harris orðu Rotary International. Hann var formaður Leikfélags Seltjam- arness og lék í nokkrum leikverk- um sem leikfélagið setti upp. Guð- jón tók virkan þátt í störfum Björgunarsveitarinnar Alberts og slysavarnadeildarinnar Bjarna Pálssonar og var einn af aðal- hvatamönnum að unglingastarfi björgunarsveitanna. Hann starfaði að málefnum Slysavarnafélags Is- lands og sá í nokkur ár um happ- drætti félagsins. Hlaut hann gull- merki félagsins fyrir störf sín að slysavamamálum. Hann var val- inn Seltimingur ársins 1998. Utför Guðjón Jónatanssonar fer fram frá Seltjarnameskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. barnaguðsþjónustu og á eftir var farið í búðina og keypt örlítið nammi sem var borðað rétt fyrir hádegis- matinn hjá ömmu. Afi Gaui gekk lengi undir nafninu „prins-póló-afi“ og flest börn á Seltjarnarnesi þekkja til afa Gauja, alltaf voram við jafn stolt og ánægð þegar við gátum sagt öllum að hann væri alvöra afi okkar. Allar ferðirnar í Skorradalinn era sem ævintýr í okkar æsku. Alltaf fann afi eitthvað fyrir okkur börnin að gera og skemmti hann sér bama mest með okkur í stíflugerð, við að safna spreki í varðeldinn eða að kenna okkur að tálga. Afi átti alltaf sögur fyrir okkur bömin og allar vora þær jafn skemmtilegar. Síðustu dagana höfum við mikið hugsað um orð spámannsins Kahlil Gibran: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Þessi orð er mjög gott að styðja sig við í sorginni. Elsku afi okkar, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og takk fyrir allar minningarnar sem við geymum í hjarta okkar. Hvfl í friði. María Bára og Guðjón Sigurður. Eitthvaðerþað sem engin hugsun rúmar endrýpurþéráauga sem dögg - þegar húmar. (Hannes Pét) Það er komið kvöld í lífi góðs vinar allt frá bamæsku. Fyrsta minning mín um Gauja Jónatans er einmitt tengd minni bar- næsku. Ég er líklega á þriðja ári úti á bamaþúfu að tína kvarnir sem vora til komnar vegna þurrkunar á þorsk- hausum. Ég er á algjöra bannsvæði en stór og sterk hönd leiðir mig. Þetta er höndin hans Gauja, ég er ör- ugg- Næst man ég öskrandi byl, hann og Maggi Ólafs era að fara í fjárhús- in. Það er engu tauti við mig kom- andi annað en að fara með. Þá setja þeir mig í poka og bera mig á bakinu í fjárhúsin og heim aftur við mikla kátínu stelpuhnátunnar. Einnig man ég eftir er þeir leiddu mig vaðandi upp í mitti yfir tjarnirn- ar. Svo hverfur Gaui sjónum okkar, rekur þó inn nefið er hann á leið hjá eins og gengur en við mikinn fögnuð fjölskyldu minnar. Arin líða, ég fullorðnast og ég flyt að heiman, á Seltjarnarnes. Þá kynn- ist ég konu Gauja, henni Bára, í fé- lagastússi og nú endurnýjast okkar kynni. Hann hafði gaman af að kalla mig bleiubarnið sitt en það hafði ég víst verið. Enn styrkjast böndin er Arni son- ur minn og Guðjón sonur Gauja verða miklir vinir. Þeir baukuðu margt saman. Enn era örlagadísirnar að verki þegar Elín dóttir mín og Ottó sonur Gauja fella hugi saman og ganga í hið farsælasta hjónaband. Nú áttum við saman tvær dóttur- og sonardæt- ur. Það má með sanni segja að tenglsin milli fjölskyldu minnar og Guðjóns spanni fimm kynslóðir. Það er ekki fyrr en löngu eftir að þau Elín og Ottó ganga í hjónaband að Gaui segir mér frá ástæðum þess að fundum okkar bar saman. Hann missti föður sinn ungur og daginn eftir jarðaförina var komið til ekkjunnar og eini búsmalinn, Vz kú, sótt upp í skuld hjá kaupmanni. Nú átti strákur um fermingu að sjá um sig sjálfur sem hann reyndi að gjöra. Hann kom sem gestur á heimili mitt og ekki leist henni ömmu minni meira en svo á ástandið á unglingn- um og tók hann upp á sína arma. Hún Elín amma mín og Kolbeinn afi minn vora þein-ar gerðar að eiga stórt hjarta. Þegar þetta var bjuggu þau félagsbúi við foreldra mína, Karólínu og Kristin. Nú skyldi ég hvers vegna hann Gaui talaði alltaf um ömmu mína og mömmu með sérstökum blæ, því hann sagði að hann hefði bæði verið svangur og kaldur þegar hann rak á fjörur á æskuheimili mínu undir Jökli að Eyri á Arnarstapa. Þetta vora kjör sem svo margur mátti sætta sig við á fyrri hluta síð- ustu aldar. Maður gæti ætlað að óharnaður unglingur yrði bitur og kaldur eða „harður nagli“ eins og sagt er í dag. En það var öðra nær hann var hinn mesti ljúflingur, bam- góður með afbrigðum enda kallaður Afi á Meló af mörgum bömum. Hann talaði aldrei með kala um nokkurn mann nema kaupmanninn sem leiddi kúna í burtu. Þá var hann særður sári sem aldrei greri, aðeins hélaði yfir. Við hjónin höfum átt marga glaða og góða stund með þeim Bára og Gauja, ferðir á æskustöðvamar og dvölin í sumarhúsinu. Og nú í sumar áttum við góða og glaða stund saman í yndislegu veðri sem við nutum öll mjög. Og nokkram dögum eftir heimkomu úr sumarferð voru kraft- ar.á þrotum. Það er gott að ylja sér við slíkar minningar er aldrei hefur borið skugga á. Eg veit að hann Gaui á góða heim- komu en þar standa vinir í varpa sem eiga von á „gesti“. Ég vil fyrir hönd okkar hjóna og barna votta þér, Bára mín, og ykkur aðstandendum öllum innilegar sam- úðarkveðjur. Og ég á þá ósk ykkur afkomendum til handa að þið megið í flestu líkjast honum afa á Meló. Kæri vinur hafðu þökk fyrir allt og allt og sérstök kveðja til þín kæri vinur: Hann vinnur myrkranna á milli. Hann mótar glóandi stáL Það lítur hans vilja og valdi, hans volduga þögla stál. Sú hönd vinnur heilagan starfa, sú hugsun er máttug og sterk, sem meitlar og mótar stálið, sinn manndóm - sín kraftaverk. (DavíðStef.) Þín gamla vinkona, Ema. Guðjón Jónatansson bar sögu sína í svipmiklu andlitinu. Rúnum ristur af erfiði daganna, hendurnar hrjúfar og miklar, skrokkurinn stæltur, en augun skær - út um þann glugga sál- arinnar skein heiðríkja, góðvild og gleði manns sem unni sköpunarverk- inu jafnt í mikilfengleik sínum sem því smæsta. Það hefur verið þyngra en táram taki dreng á fermingaraldri að missa föður sinn og þurfa í kjölfarið að yfir- gefa hlýju og öryggi fjölskyldunnar, nauðugur en sumpart viljugur, og halda út í óvissuna með tvær hendur tómar. Nauðugur þar sem eftir fráfall heimilisföðurins vora fjölskyldunni allar bjargir bannaðar í fátækt og úrræðaleysi kreppuáranna. Viljugur þar sem hann vildi ráða sinni framtíð sjálfur þar sem fyrir lá að fjölskyld- unni yrði tvístrað. Brannið hefur móðurhjartað þegar sonurinn kvaddi - og lagðist út. I veganesti fékk Guðjón hvorki nesti né nýja skó en ótakmarkaða sjálfsbjargarviðleitni herta af erfiðri lífsbaráttu, fyrirbænir og góðar ósk- ir. Hann var líka vel af Guði gerður, hagur til munns og handa strax á unga aldri, þannig að hann lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Drengurinn yfirgaf heimahagana í Olafsvík, hélt yfir Snæfellsnesið og snapaði sér íhlaupastörf í nágrenni við Stapa og Hellna. Hann fann sér athvarf í helli og hafðist þar við sum- arlangt. Ekkert lét hann uppi um að- stæður sínar, hvorki við húsbændur né hjú. Þegar kvöldi hallaði hélt hann sína leið, ekki heim í móður- hlýjuna, eins og fólk hélt, heldur í hellisskútann sinn Alltaf gætti hann þess að menn hefðu ekki spurnir af híbýlum hans og huldu höfði hélt hann í náttstað, eins og útilegumað- ur í mannheimum. Enginn er lengur til frásagnar um myrkur næturinnar í hráslagalegum skútanum, hvað fór í gegnum barns- hugann einn og yfirgefinn í vondum heimi. Mér segir samt svo hugur um að æðraleysið hafi verið algjört. í dag- renningu hefur drengurinn farið á stjá, svangur, kaldur og kannski van- svefta, en staðráðinn í að brosa mót heiminum og sigrast á þeim þrautum sem á hann vora lagðar. Og það gerði hann með reisn allt sitt líf. Félagsskap hafði hann af selum í fjöranni sem brátt urðu hans bestu vinir, raunveralegir vinir sem sótt- ust eftir samneyti við drenginn. Við þá hefur hann getað rætt raunir sín- ar. Það var ekki pláss fyrir hann 1 veröld manna en dýrin skilja á sinn hátt. Og hann var sömuleiðis í návígi við kríuna en þau kynni áttu eftir að- magnast síðar. Þarna lærði hann tungumál dýranna og gat hænt þau að sér og hélt við þeirri list alla tíð. Þar kom þó að sást til stráks á leið í hellinn og gott fólk í sveitinni kom honum til hjálpar, bæði á Eyri á Arn- arstapa og séra Kjartan á Hellnum, sem tók hann inn á heimili sitt. Þar naut hann góðs atlætis en þurfti að vinna fyrir sér hörðum höndum eins og títt var í þá daga. Hugur hans hneigðist til sjómennsku og hana stundaði hann á unglingsárunum. Árið 1939 fékk hann vélstjórarétt- indi og í kjölfarið kom prestur Guð- jóni í vélvirkjanám hjá Jötni í Reykjavík. Hann var ævinlega þakk- látur þessu góða fólki. Barnið hlaut að mótast af þessari reynslu til lífstíðar. Og það sýnir úr hverju Guðjón var gerður að hann skaddaðist ekki af henni. Beiskja og biturð út í heiminn var honum fjar- stæð, hann varð hvorki harður í sam- skiptum né kaldur í sinni þótt þroskasaga hans hafi verið meitluð í harðan stein hellisveggjanna. Þvert á móti varð hún efniviður í glaðsinna einstakling sem æðraðist. aldrei, mátti ekkert aumt sjá og lagði alls staðar hönd á plóg þar sem hann gat komið öðram til hjálpar. En menn mótast einnig af mökum sínum. Eiginkona Guðjóns til 48 ára, Bára Vestmann, slípaði demantinn sem henni áskotnaðist og stjómaði stóra heimili af hlýju og alúð. Bjó hún þeim hjónum notalegt athvarf á Seltjarnarnesi þar sem þau komu sér fyrir í upphafi búskapar síns. Þannig veitti Bára manni sínum aft- ur það öryggi og þá hlýju sem hann ungur fór á mis við. Hennar þáttur er stór í lífsbók Guðjóns. Lengi starfaði Guðjón hjá Norður- leið og Landleiðum en síðustu ára- tugina í áhaldahúsi Seltjarnarness. Hagur var hann með afbrigðum, verkfærin léku í höndum hans og ekkert var svo lasið að hann gæti ekki gert það sem nýtt. Landsmenn nutu góðs af þessu um tíma þegar hann var til taks í út- varpinu og hlustendur gátu leitað ráða hjá honum um hvaðeina, ekki síst bflana sína. Mesta ánægju hafði Guðjón þó af fuglunum sínum. Áratugum saman hélt hann verndarhendi yfir varpinu GUÐJON SIGURÐUR JÓNA TANSSON Margs er að minnast margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.