Morgunblaðið - 20.09.2000, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 45
FRÉTTIR
AP
Hans G. Andersen ræðir við Gerald Ford Bandaríkjaforseta í Hvíta hús-
inu. Akveðið hefur verið að efna til söfnunar fyrir brjóstmynd af honum
til að koma fyrir í húsakynnum fyrirhugaðrar Hafréttarstofnunar við
Háskóla íslands.
I Hyggjast
gera brjóst-
mynd af
Hans G.
Andersen
MORGUNBLAÐINU hefur horist
eftirfarandi fréttatilkynning:
„Fyrir nokkru var tekin
ákvörðun um að koma á fót Haf-
réttarstofnun við Háskóla Islands.
I tilefni þess ákváðu nokkrir vinir
Hans G. Andersen heitins, þjóð-
réttafræðings og sendiherra, að
gangast fyrir gerð brjóstmyndar
af Hans, sem komið verði fyrir í
húsakynnum væntanlegrar Haf-
(réttarstofnunar. Leitað hefur ver-
ið til nokkurra stofnana, fyrir-
tækja og einstaklinga við já-
kvæðar undirtektir.
Hans G. Andersen var einn fær-
asti og þekktasti sérfræðingur
heims á sviði hafréttarmála. Hann
hafði jafnan þekkingarlega for-
ystu fyrir sendinefndum Islands á
alþjóðlegum hafréttarráðstefnum,
hafði ómæld áhrif á inntak, texta-
gerð og framþróun alþjóðlega
Ihafréttarsáttmálans, Sakir þeirr-
ar virðingar og trausts sem hann
naut meðal erlendra sérfræðinga
og annarra forystumanna í haf-
réttarmálum, tókst honum öðrum
mönnum fremur að móta og sníða
þann sáttmála að hagsmunum Is-
lendinga. Hans var aðalráðgjafi
allra þeirra íslensku ríkisstjórna,
sem unnu að setningu iaga og
reglugerða um útfærslu fiskveiði-
Iögsögunnar í 12, 50 og að lokum
í 200 sjómflur. Ahrifavald Hans G.
Andersen byggist ekki eingöngu á
djúpstæðri fræðilegri þekkingu
hans, heldur engu að síður
hyggjuviti og hæfileikum til að
vinna aðra til fylgis við góðan
málstað, oft með stuttum, gagn-
orðum og leiftrandi athugasemd-
um, sem hittu beint í mark, sagð-
ar á kíminn og kankvísan hátt.
Velta mætti fyrir sér, hver
staða íslensks sjávarútvegs og
efnahags þjóðarinnar væri, ef
ekki hefði notið manna á borð við
Hans G. Andersen. Forystumenn í
íslenskuin sjávarútvegi munu
vafalaust eigi síst fagna að fá
tækifæri til að heiðra minningu
þessa velgjörðamanns síns.
Listamanninum Helga Gíslasyni
myndhöggvara hefur verið falið
að annast gerð brjóstmyndarinn-
ar. Söfnun framlaga til þessa
verkefnis stendur enn yfir (reikn-
ingur hjá Íslandsbanka-FBA hf.,
nr 515-14-603215). Þeir sem vilja
ljá máli þessu lið er vinsamlegast
bent á að hafa sambaud við um-
sjónaraðila söfnunarinnar, Svein
Aðalsteinsson viðskiptafræðing.
Nöfn stuðningsaðila munu
verða skráð á þar til gerða töflu
(tabula).“
Snyrtistofa
fiytur í Stúdíó
hár og húð
INGIBJÖRG Gunnarsdóttir snyrti-
fræðingur hefur flutt snyrtistofu
sína í húsnæði Stúdíós hár og húð,
Fjarðargötu 17, Hafnarfirði.
Ingibjörg vinnur með franskar
snyrtivörur, Ella Baché, sem einnig
eru seldar á stofunni ásamt amer-
ískum förðunarvörum.
Sjúkraþj álfarar
vilja að há-
markshraði velti
á aðstæðum
FELAG íslenskra sjúkraþjálfara
hefur sent frá sér eftirfarandi álykt-
un:
„Stjórn FÍSÞ harmar þau mörgu
alvarlegu umferðarslys sem orðið
hafa á vegum landsins á þessu ári.
Fjöldi dauðaslysa í umferðinni er
alls óviðunandi og margir sem lifa af
alvarleg umferðarslys horfast í augu
við vai-anlega fötlun og þurfa langa
og erfiða endurhæfingu til að komast
út í þjóðfélagið á ný. Stjórnin vottar
öllum sem eiga um sárt að binda
Ivegna umferðarslysa sína innileg-
ustu samúð.
Stjórnin telur að stórátaks sé þörf
til að draga úr tíðni alvarlegra um-
ferðarslysa.
Að mati stjórnarinnar er ljóst að
víða þolir vegakerfi landsins ekki
þann hámarkshraða sem í gildi er á
þjóðvegunum. Löglegur hámarks-
hraði verður að vera breytilegur eft-
ir ástandi vega líkt og gerist í þétt-
býli þar sem hámarkshraði getur
I verið frá 30 km upp í 70 km hraða á
klukkustund eftir aðstæðum.
Stjórnin hvetur alþingismenn til
’ að beita sér fyrir breytingum á lög-
um um hámarkshraða á þjóðvegum
landsins þannig að hann verði
breytilegur eftir ástandi vega.
Stjórnin hvetur einnig til þess að
samtímis breytingum á lögum um
hámarkshraða verði stórlega bætt
við merkingum og aðvörunarskiltum
á vegum.
Þá hvetur stjórnin dómsmálaráð-
herra og samgönguráðherra til að
vinna að því að hið fyrsta verði sett
upp æfingasvæði þar sem ökumönn-
um gefst kostur á kennslu og þjálfun.
Stjórnin hvetur ökumenn til að
sýna aðgát og ábyrgð við akstur. Líf
og heilsa eru ómetanleg og mistök í
akstri geta verið dýrkeypt.
Úrlausnir í umferðarmálum lands-
ins þola enga bið.Við megum ekki
missa fleiri í umferðarslysum."
Fyrirlestur
um lýsingu
í verslunum
JANET Turner lýsingarhönnuður
heldur fyrirlestur um lýsingu í versl-
unum fimmtudaginn 21. september
kl. 16 í Salnum, tónlistarhúsi Kópa-
vogs. Hún er hingað komin í boði S.
Guðjónson, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu.
Janet Turner var lengi aðallýs-
ingahönnuður hjá Concord SLI sem
er eitt þekktasta fyrii’tækið á sviði
lýsinga í Evrópu og hefur m.a. sér-
hæft sig í verslunarlýsingu.
Turner starfar nú sjálfstætt sem
alþjóðlegur lýsingarhönnuður, ráð-
gjafi og fyrirlesari. Hún hefur gefið
út þrjár bækur um lýsingarhönnun
og fjallar sú nýjasta um lýsingu í
verslunum. Á fyrirlestrinum mun
Turner sýna fram á mikilvægi réttr-
ar lýsingar og skoðaðar verða
skyggnur með dæmum um verslanir
fyrii’ og eftir endurhönnun á lýsingu.
Námskeið hjá
Kvenfélaga-
sambandinu
NÁMSKEIÐIN verða haldin hjá
Kvenfélagasambandi Islands í sept-
ember og október á Hallveigarstöð-
um og byrja þau öll kl. 10.00. Skrán-
ing fer fram á skrifstofu K.í. og þarf
að tilkynna þátttöku fyrir hvert nám-
skeið með minnst 2ja vikna fyrirvara,
segir í fréttatilkynningu.
Fyrsta námskeiðið kemur inn á
list- og sköpunargáfu. Hér verður
föndrað og saumað, englar búnir til
ásamt límklippilist. Jafnframt verður
tekið fyrir mósaik og bútasaumur.
Þátttakendur þurfa að koma með
saumavél. Leiðbeinendur eru þiár,
þær MargrétBjarnadóttir, Ingibjörg
Hjartardóttir og Kristjana Möller.
Námskeiðið nær yfir tvo daga og
verður haldið laugardaginn 30. sept-
ember og sunnudaginn 1. október.
Næsta námskeið sem boðið verður
upp á að þessu sinni ber yfirskriftina
Með meiri styrk getur þú gefið
meira. Leiðbeinandi er Sigurður
Þorsteinsson. Námskeiðið verður
haldið 7. október. Þátttöku þarf að
tilkynna fyrir 22. september.
Síðasta námskeiðið ber yfii’skrift-
ina Gefum konum á öllum aldri tæki-
færi til að vinna saman. Eflum kven-
félögin. Leiðbeinandi er Sigurðm’
Þorsteinsson. Námskeiðið verður
haldið laugardaginn 14. október.
Þátttöku þarf að tilkynna í síðasta
lagi 29. september nk.
Námskeiðin verða ekki haldin
nema þátttakendur verði a.m.k. 10 en
hámarkið er 20 manns. Allar frekari
upplýsingar eru veittar á skrifstofu
K.I.
Skemmtisigling
á milli
hafnasvæða
í TILEFNI af því að um þessar
mundir eru átta ár liðin frá því að
hafnagönguhópurinn hóf göngu-
ferðir sínar á miðvikudagskvöldum
verður slegið á létta strengi og siglt
á milli gamalla og nýrra hafnasvæða
og skipalægjanna á Kollafirði.
Farið verður frá Hafnarhúsinu,
Miðbakkamegin, kl. 20 í kvöld og
gengið um borð í F/S Árnes við Æg-
isgarð og siglt með ströndinni og
hafnarmannvirkjum inn á Elliða-
vog. þaðan fyrir Gufunes, Geldinga-
nes og Þerney inn undir Leynivör í
Kollafjai’ðarbotni. Síðan út með
Brimnesi og Kjalarnesi og yfir
fjörðinn í átt að Gróttu. Sjóferðinni
lýkur með siglingu inn Engeyjar-
sund og verður lagst að Ægisgarði
og síðan gengið til baka að Hafnar-
húsinu.
Á leiðinni verður notið landsýnar
og ljósadýrðar höfuðborgarsvæðis-
ins af sjó. Léttar veitingar verða í
boði um borð í skipinu og félagar úr
Hafnagönguhópnum, HGH-tríóið,
leikur. Allir eru velkomnir í ferð
með Hafnagönguhópnum, segir í
fréttatilkynningu.
Sæmundur Bergmann Elimundarson
frá Hellissandi
nú til heimilis í Vistheimilinu Seljahiíð
verður 85 ára hinn 6. október nk. í tilefni dagsins kemur út í takmörkuðu
upplagi innbundin 184 bls. bók með minningabrotum, hugleiðingum og
myndverkum hans, ásamt nokkru af Ijósmyndum. Þeir sem hafa áhuga á
að eignast þessa bók á 2.500 kr. eru beðnir að hafa samband við Guö-
mund son hans I netfanginu gsaem@ismennt.is eða í símum 487 8861
eða 861 6017. Verði afgangur af upplaginu verður það til sölu f Safnara-
búðinni Frakkastíg 7 (opin kl. 14-19 mánud.-laugard.).
Synir Sæmundar.
r
Tqjpa-
tílboð
Filtteppi Beige
kr. 195 m:
Verð áður"395 m2
HÚSASMIDJAN
Sími 525-3(XM) • www.husa.is
Clinique á allra vörum
í nýrri og glæsilegri
snyrtivörudeild Lyfju,
Laugavegi 16
ILINIQUE
100% ofnæmisprófað
Ráðgjafi frá Clinique verður í Lyfju
Laugavegi 16 í dag og býður þér
fría húðgreiningu á Clinique
tölvuna og ráðleggingar
um Clinique snyrtivörur
og notkun þeirra.
Að lokinni húðgreiningu færð þú
varalit að gjöf frá Clinique.
(Meðan birgðir endast)
í3
LYFJA
Fyrir útlitið
Laugavegi 16