Morgunblaðið - 25.10.2000, Page 1

Morgunblaðið - 25.10.2000, Page 1
245. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Heimsókn Albright til Norður-Kóreu Eldflaugatil- raunum hætt? Pyongyang. AP, Reuters. KIM Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, gaf í gær Madeleine Albright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, pers- ónulegt heit um að Norður-Kóreu- menn myndu ekki senda á loft aðra langdraega eldflaug, að því er banda- rískir embættismenn greindu frá. Albright sagðist hafa tekið orð Kims alvarlega, en hann lét þau falla er þau voru stödd á fimleikasýningu í Pyongyang á mánudagskvöld. Er hina langdrægu flaug N-Kóreu- manna af gerðinni Taepo Dong I gat að líta í kvikmynd sem sýnd var á stórum skjá á leikvanginum tjáði Kim Albright, að þetta hefði verið í fyrsta sinn sem slíkri flaug var skot- ið á loft, og hið síðasta. Aðspurð á blaðamannafundi, hvort hún túlkaði þessi orð Kims sem loforð um að N-Kóreumenn hættu öllum tilraunum með lang- drægar eldflaugar sem borið geta kjamorkuvopn, sagði Albright: „Eg tek því sem hann sagði þannig, að honum sé alvara með að ná árangri í að leysa hin ýmsu vandamál [í sam- skiptum N-Kóreu og Bandaríkj- anna].“ Erindrekar beggja ríkisstjóma vildu ekkert frekar segja um orða- skipti Kims og Albright, sem rædd- ust við í sex klukkutíma. Þannig varð ekki ljóst hvort heit Kims næði til allra gerða eldflauga sem hægt væri að beita í hernaði gegn öðmm löndum. Albright tilkynnti, að hátt- settir embættismenn frá báðum löndum myndu í næstu viku halda áfram viðræðum um eldflaugamálin. Clinton metur sjálfur hvort hann eigi erindi til N-Kóreu Albright sagðist myndu gefa Bill Clinton Bandaríkjaforseta skýrslu um heimsókn sína og það yrði undir mati hans á afrakstri hennar komið hvort tímabært væri að hann færi í opinbera heimsókn til N-Kóreu áður en hann léti af embætti í janúar nk. AP Kim Jong-il, leiðtogi N-Kóreu, skálar við Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, við lok tfmamótaheimsóknar hennar í gær. Andstæðingar herforingjastjórnarinnar flykkjast til að taka þátt í götumótmælum gegn henni í Abidjan í gær. Umdeildar forsetakosningar á Fflabeinsströndinni Tveir lýsa sig rétt- kjörinn forseta Abidjan. Reuters, AFP. TIL götumótmæla kom í borgum Fílabeinsstrandarinnar í gær, eftir að herforingjastjórn landsins lýsti leiðtoga hennar, Robert Guei hers- höfðingja, sigurvegara forsetakosn- inga sem fram fóru á sunnudag. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar og helsti keppinautur Gueis, Laurent Gbagbo, gerði einnig tilkall til sigurs- ins. Innanríkisráðuneytið tilkynnti að yfirkjörstjóm landsins hefði verið leyst upp vegna þess að hún hefði ekki staðið sig sem skyldi við skipu- lagningu kosninganna. Ráðuneytið sagði að hershöfðing- inn hefði verið kjörinn forseti með 52% atkvæðanna og Gbagbo, leiðtogi „Alþýðufylkingarinnar" (FPI), hefði fengið 41%. Stjórnarandstaðan hafn- aði þessum tölum og sagði að Gbagbo hefði sigrað með 62% atkvæðanna gegn 34%. Niðurstaða talningar í þeim fáu kjördæmum þar sem tölur voru gerð- ar opinberar bentu til að Gbagbo nyti góðs forskots. Lýsti hann sig rétt- kjörinn forseta í kjölfar tilkynningar- innar um meintan sigur Gueis. Hvatti hann stuðningsmenn sína til að sam- einast í mótmælum unz Guei viður- kenndi ósigur sinn og léti af völdum. Samkvæmd óstaðfestum fréttum létu að minnsta kosti níu manns lífið í mótmælum gærdagsins. Talsmenn FPI sögðu tvo mótmælendur í Abidj- an hafa beðið bana er hermenn hófu skothríð á þá. Stjómvöld lýstu yfir útgöngubanni um kvöldið. Fleiri Palestínumemi láta lífíð í óeirðum á sjálfstjórnarsvæðunum Barak reynir áfram að mynda ney ðar stj <5rn Jerúsalem, Gazaborg, Moskvu. Reuters, AFP, AP. TVEIR Palestínumenn létu lífið fyr- ir byssukúlum ísraelskra hermanna í óeirðum á sjálfstjórnarsvæðum Pal- estínumanna í gær, er Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, reyndi áfram að fá hægrimenn til að mynda með sér þjóðstjóm, þrátt fyrir að sumir telji að myndun slíkrar stjórn- ar myndi hafa endalok friðarumleit- ana í för með sér. Með Palestínumönnunum tveim- ur, sem létu lífið í gær, og þeim þriðja -13 ára dreng sem lézt af sár- um sem hann hlaut í óeirðum um helgina - er tala látinna í átökum ísraela og Palestínumanna sl. vikur komin upp í 138. Allir hinna látnu nema átta voru Palestínumenn. Um 4.000 hafa særzt. Mótmæli gegn ísraelum héldu áfram af krafti í Jórdaníu, þar sem lögregla beitti táragasi, þrýstivatns- sprautum og kylfum á mótmælend- ur, sem gerðu tilraun til að komast fylktu liði yfir landamærin að Vest- urbakkanum. Barak sakaði Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, um að velja „braut átaka í tilraun til að knýja okkur til að gefa okkar mikilvægustu hagsmuni eftir.“ Að sögn talsmanns hans, Tayeb Abdel Rahim, lýsti Ara- fat furðu sinni á þessum yfirlýsing- um ísraelska forsætisráðherrans. „Okkar fólk er aðeins að verja sig gegn hernaðarvél ísraels,“ tjáði Rahim AFP. Hlé á viðræðum við hægrimenn Barak lét þessi orð falla er hann var að búa sig undir að hefja aðra viðræðulotu við harðlínu-hægri- manninn Ariel Sharon, leiðtoga Lik- ud-flokksins, um myndun neyðar- stjórnar í ísrael. Ekki varð af neinum formlegum viðræðufundum í gær og hvenær þeir næstu hefjast var ekki orðið ljóst. Kröfur Sharons, þar á meðal að hafa í raun neitunarvald um hvort aftur skyldu hafnar friðarsamninga- viðræður við Palestínumenn, virtust standa í Barak og hans mönnum. Barak átti fyrr um daginn fundi með leiðtogum annarra hugsanlegra samstarfsflokka, en hinn áhrifamikli Shas-flokkur rétttrúargyðinga, sem á þriðja stærsta þingflokkinn á Isr- aelsþingi, hafði þegar á mánudag lýst því yfir að hann hefði engan áhuga á nýju samstarfi við Barak. Stjórn hans missti þingmeirihluta í júlí í sumar og þykir honum mikið til vinnandi að koma nýjum meirihluta saman áður en þingið kemur saman aftur hinn 30. október. Tillaga um boðun nýrra kosninga verður ofar- lega á dagskrá þingsins. Annað tap hjá Kasparov HEIMSMEISTARINN GarríKasp- arov tapaði í gær tíundu skákinni í einvíginu við Vladimír Kramnik, sem fram fer í Lundúnum, en þar með hefur sá síðarnefndi náð tveggja vinninga forskoti. Að sögn Friðriks Ólafssonar stór- meistara leiddi 23. leikur Kaspar- ovs beint til taps en þá hafi hann þegar verið kominn með verri stöðu. „Mér finnst vanta upp á ein- beitinguna hjá Kasparov og að hann nái að ráða ferðinni. Það er greinilega Kramnik sem ræður þvf hvernig skákir þeir tefla,“ sagði Friðrik. „Þetta er ekki sá Kasparov sem maður þekkir bezt.“ ■ Kramnik fór létt/11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.