Morgunblaðið - 25.10.2000, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Golli
Heimsganga kvenna
HEIMSGANGA kvenna gegn ör-
birgð og ofbeldi var farin í Reykja-
vík í gær. Konur og einnig karlar
söfnuðust saman við Hlemm þar
sem Gospelsystur Reykjavíkur og
Vox Peminae sungu undir stjórn
Margrétar Pálmadóttur. Gengið
var niður Laugaveg og að Ingólfs-
torgi þar sem Guðlaug Teitsdóttir
skólastjóri Einholtsskóla flutti
ræðu. Að göngunni stóðu fjölmörg
samtök kvenna og verkalýðsfélög.
2.545 börn á bið-
lista hjá Leikskól-
um Reykjavíkur
ALLS eru 1.753 börn á aldrinum
eins til fimm ára skráð á biðlista
eftir leikskólavist hjá Reykja-
víkurborg. Þá eru vannýtt 108
pláss á leikskólum borgarinnar
fyrir hádegi og 330 eftir hádegi
vegna skorts á starfsfólki. Þess-
ar upplýsingar komu fram á
fundi borgarráðs í gær en borg-
arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
spurðu á fundi fyrir hálfum
mánuði um stöðuna hjá Leik-
skólum Reykjavíkur.
Stærsti hópurinn börn
sem fædd eru í fyrra
Auk barnanna 1.753 á biðlist-
anum eru 569 börn á skrá sem
ekki eru orðin ársgömul og 223
börn sem eiga lögheimili utan
Reykjavíkur. AIls gera þetta
2.545 börn. Stærsti barnahópur-
inn á biðlistanum eru böm fædd
í fyrra eða 1.307 en 754 eru
fædd árið 1998.
Sótt er um heilsdagsvist fyrir
1.770 börn eða 70% af heildar-
fjöldanum, og hálfsdagsvist fyrir
775 börn. Um 1.600 börn á bið-
listanum eru annaðhvort í niður-
greiddri dagvist hjá dagmæðr-
um eða í annarri dagvist sem
styrkt er af borgarsjóði.
Yflr 400 pláss
vannýtt
Þá kemur fram í svari Ragn-
hildar Erlu Bjarnadóttur, fjár-
málastjóra Leikskóla Reykjavík-
ur, að alls séu 438 pláss á
leikskólunum vannýtt vegna
skorts á starfsfólki. Vantar
starfsmenn í 64 stöðugildi, eink-
um eftir hádegi. Mest er af van-
nýttum plássum í Vesturbæ og
Grafarvogi. Þá hafa ekki allir
foreldrar, sem fengu bréf varð-
andi vistun barns í haust, fengið
staðfesta dagsetningu um vist-
un. Varðar það tæplega 100
börn og er þess vænst að mál
þeirra leysist á næstu vikum.
Viðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2000
V eitt viðurkenning fy r-
ir brautryðjendastörf
Fleiri ungmenni
fara í meðferð á
V ogi en áður
Morgunblaðið/Kristján
Elín Lfndal, formaður Jafnréttisráðs, Svava Jakobsdóttir rithöfundur,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Helga Kress prófessor,
Bjamfríður Leósdóttir verkalýðsforkólfur, sr. Auður Eir Vilhjálmsdótt-
ir og Páll Pétursson félagsmálaráðherra við afhendingu jafnréttisviður-
kenninganna. Vigdís Finnbogadóttir gat ekki verið viðstödd.
FLEIRI ungir vímuefnanotendur
leituðu til Sjúkrahússins á Vogi
fyrstu sex mánuði ársins en á sama
tíma í fyrra. 76 einstaklingar 18 ára
og yngri leituðu sér hjálpar vegna
vímuefnaneyslu á fyni hluta ársins,
en 57 í fyrra. 177 yngri en 20 ára leit-
uðu til SÁÁ á fyrstu sex mánuðum
ársins en 143 í fyrra.
Vörur SIF
verðlaunaðar
í Frakklandi
DÓTTURFÉLAGI SÍF hf. í Frakk-
landi, SÍF France, voru í gær veitt
verðlaun fyrii- nokkrar af helstu
framleiðsluvörum fyrirtækisins.
Verðlaunin, „Saveur de l’année
2001“, eru þau virtustu sem veitt eru
fyrir matvæli á frönskum markaði og
hafa kannanir sýnt að í um 77% til-
fella hafi þau áhrif á vöruval neyt-
enda. M.a. hlaut félagið viðurkenn-
ingu fyrir reyktan lax, laxaplokkfisk
og útvatnaðan saltfisk. Að sögn
Gunnars Arnar Kristjánssonar, for-
stjóra SIF hf., hafa verðlaunin mikla
þýðingu fyrir fyrirtækið, enda muni
SÍF France merkja vörur sínar með
verðlaunamerkinu til loka árs 2001.
■ SÍF France/B2
„Þessa tölulegu aukningu má að
einhverju leyti skýra með því að
þjónusta við vímuefnaneytendur
hefur verið aukin. Þannig hefur hlut-
fall þeirra sem eru stórneytendur
amfetamíns og þeirra sem sprauta
sig í æð minnkað meðal þeirra sem
eru 24 ára og yngri þó að tilfellunum
fjölgi. Með góðum vilja má því segja
að ástandið sé óbreytt hvað þetta
varðar,“ segir í frétt á heimasíðu
SÁÁ.
Fjöldi stórneytenda eykst
Fram kemur á heimasíðunni að
fjöldi einstaklinga sem eru stómeyt-
endur amfetamíns og eru 25 ára og
yngri eykst. Hlutfall þessara stór-
neytenda vex þó ekki meðal þeirra
ungu. Fjöldi einstaklinga sem
sprautað hafa vímuefnum í æð og
eru 25 ára og yngri vex meðan hlut-
fall þeirra í aldurshópnum minnkar
lítillega. Fjöldi stómeytenda kann-
abisefna sem eru 25 ára og yngri
eykst veralega og hlutfall þeirra
meðal sjúklinganna sem era 24 ára
og yngri eykst einnig.
Árið 1999 komu 257 einstaklingar
19 ára og yngri til meðferðar á
Sjúkrahúsið Vog. Af þeim vora 52%
daglegir kannabisneytendur meðan
einungis 3,5% þeirra notuðu áfengi
daglega. Þórarinn Tyrfingsson, yfir-
læknir á Vogi, segir að mun fleiri
ungmenni komi því í meðferð vegna
kannabisefna en áfengis.
SEX konur hlutu viðurkenningu
Jafnréttisráðs íyrir árið 2000, en þær
vora veittar við athöfn á Fiðlaranum
á Akureyri síðdegis í gær, þegar 25
ár vora liðin frá kvennafrídeginum.
Þær sem hlutu viðurkenninguna era
sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Bjam-
fríður Leósdóttir, Helga Kress, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, Svava Jak-
obsdóttir og Vigdís Finnbogadótth-.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra afhenti viðurkenningarnar og
sagði m.a. að nú hefði verið ákveðið
að heiðra konur sem haft hefðu áhrif
á jafnréttisbaráttuna, konur sem
hefðu sýnt að konur geta, vilja og
þora.
Elín Líndal formaður Jafnréttis-
ráðs sagði að ákveðið hefði verið að
fara þessa leið nú í tilefni aldamóta,
en frá árinu 1992 hefði ráðið árlega
veitt viðurkenningar fyrir framtak í
þjóðfélaginu sem stuðlað hefði að
framgangi j afnréttis.
Elín gerði stutta grein fyrir lífi og
starfi þeirra kvenna sem viðurkenn-
inguna hlutu.
Auður Eir var fyi’st kvenna vígð til
prests árið 1974, en hún hefur verið
brautryðjandi á sviði kvennaguð-
fræði hér á landi og hefur þar sýnt
óbilandi kjark og mikilvægt fordæmi.
Bjarnfríður Leósdóttir er þekktust
fyrir kraftmikla baráttu að verka-
lýðsmálum, ekki síst hagsmunum
verkakvenna og átti hún m.a. sinn
þátt í því að bónuskerfi var innleitt í
frystihúsum.
Helga Kress er ekki síst þekkt fyr-
ir að hrista upp í viðteknum viðhorf-
um til fornbókamenntanna og var
fyrst til að fylgja veralega eftir kenn-
ingunni um að höfundur Völuspár
hafi verið kona og þá sagði Elín að
hún hefði ratt brautina fyrir konur í
hinu akademíska kai'Iaveldi og væri
enn að.
Um Ingibjörgu Sólrúnu sagði Elín
að hún hefði vakið athygli sem afar
skelegg og hæf stjórnmálakona og
stjómandi og verið öðram konum
hvatning til dáða. Svava Jakobsdóttir
hefur hlotið viðurkenningar fyrir
skrif sín, en í máli Elínar kom fram
að hún hefði innleitt nýja tegund fem-
inískra bókmennta á íslandi. Hún
hefði með skrifum sínum og stjóm-
málastarfi verið íslenskum konum
hvatningtildáða.
„Vigdís er án efa sú kona íslensk
sem hefur hlotið mesta viðurkenn-
ingu um allan heim fyrir störf sín og
líklega hefur enginn karlmaður ís-
lenskur notið jafn almennrar virðing-
ar. Hún hefur verið íslenskum konum
ómetanleg fyrirmynd," sagði Elín.
ag
í VERINU í dag er m.a. fjallað um hátt verð á saltfiski,
spjallað við framkvæmdastjóra lcelandic Iberica á
Spáni og komið við í kvíaeldi Sílungs hf. á Vatnsleysu-
strönd. Einnig eru í blaðinu hefðbundnar upplýsingar
um markaði og aflabrögð.
Heimsmet og gull hjá
Kristínu Rós / C1
Rivaldo bjargaði Börsungum
I Leeds/C2
► Teiknimyndasögur
► Myndir
► Þrautir
► Brandarar
► Sögur
► Pennavinir