Morgunblaðið - 25.10.2000, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Kynning hafín á tillögum um heimild til að breyta sparisjóðum í hlutafélög
Stofnfjáreigendur eiga
15% af eigin fé sparisjóða
Kirkjuþing
Sameiningu
prófasts-
dæmaá
Vestfjörð- ;
um hafnað
Samkvæmt tillögum, sem eru til umræðu
um breytingu sparisjóða í hlutafélög,
fá stofnfj áreigendur sjóðanna hlutafé
sem gagn^jald fyrir stofnfjárhluti sína.
I grein Omars Friðrikssonar kemur
fram að alls eru 25 sparisjóðir á Islandi
í dag og eru stofnfjáreigendurnir á
fímmta þúsund talsins. Nemur stofnfé
þeirra 15% af eigin fé sparisjóðanna.
VERÐI tillögur í frumvarpsdrög-
um, sem nú eru til kynningar og
umræðu meðal sparisjóðanna, lög-
festar verður sparisjóðum heimilt
að breyta rekstrarformi sínu í
hlutafélög. Guðmundur Hauksson,
formaður Sambands íslenskra
sparisjóða, sem sæti á í nefnd við-
skiptaráðherra sem samdi um-
rædd drög, er þeirrar skoðunar að
þessar tillögur geti orðið spari-
sjóðunum mikil lyftistöng.
Megintilgangurinn með þessum
tillögum er að auka möguleika
sparisjóðanna á að auka við eigið
fé sitt og styrkja stöðu sína á
markaðinum.
Guðmundur leggur áherslu á að
þessar hugmyndir hafi enn ekki
verið mikið ræddar meðal fulltrúa
sparisjóðanna og fram þurfi að
fara ítarleg umræða um þær áður
en séð verður hver endanleg nið-
urstaða verður, en hann sagðist
gera sér vonir um að það myndi
skýrast á næstu vikum.
Valgerður Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra hefur sagt að uppi
séu hugmyndir um að gera spari-
sjóðum kleift að breyta rekstrar-
formi sínu í hlutafélög og fyrirhug-
að sé að breyta lögum um spari-
sjóði, sem hún sagðist vona að yrði
gert á þessum vetri.
Á fimmta þúsund stofnfjár-
eigendur sparisjóða
AIls eru 25 sparisjóðir starfandi
í dag, sem reka fjölda útibúa víðs
vegar um landið, eiga eignarhluti í
dótturfélögum og hafa með sér
samband m.a. í Sparisjóðabanka
íslands, sem er viðskiptabanki
sparisjóðanna. Mikil umræða hef-
ur farið fram um eignarform spari-
sjóðanna, sem talið er torvelda
sjóðunum að auka eigið fé sitt og
standa á ýmsan hátt í vegi fyrir
þátttöku þeirra í hagræðingu og
þróun á íslenskum fjármagns-
markaði.
Einstaklingar og lögaðilar sem
hafa tekið þátt í stofnun sparisjóð-
anna með því að leggja þeim til
stofnfé eru skilgreindir sem stofn-
fjáraðilar sjóðanna skv. lögum um
viðskiptabanka og sparisjóði frá
1996. Eru þá gefin út stofnfjárbréf
fyrir skráðum stofnfjárhlut við-
komandi en samkvæmt lögunum
mega stofnfjáreigendur í spari-
sjóði aldrei vera færri en 30.
Stofnfjáreigendur sparisjóðanna
í landinu eru nú á fímmta þúsund
talsins. Er þar bæði um að ræða
einstaklinga og lögaðila, og hefur
þeim fjölgað umtalsvert á undan-
fömum árum.
Grundvallarmunur er á stofn-
fjárbréfi í sparisjóði og hlutabréfa-
eign. Innborgun á stofnfé í spari-
sjóði skapar eiganda þess ekki rétt
til hlutdeildar í eigin fé sparisjóðs
með sama hætti og þegar um
hlutafélag er að ræða
eða á uppsöfnuðum
hagnaði sparisjóðsins.
Stofnfjáreigendur
sparisjóðanna bera ekki
persónulega ábyrgð á
skuldbindingum sparisjóðs um-
fram stofnfé sitt nema þeir hafi
tekið á sig frekari ábyrgð með sér-
stökum löggerningum og þeir hafa
ekki rétt til ágóðahlutar af
rekstrarafgangi sparisjóðs umfram
það sem mælt er fyrir um í lögum.
Þeir geta hins vegar notið arðs af
nafnverði stofnfjárhlutarins, sem
er heimilt að endurmeta árlega um
sem nemur verðlagsbreytingum á
hverju ári.
Hafa nýtt sér heimild til að
auka stofnfé á seinustu árum
Samkvæmt lögum um sparisjóði
skulu stofnfjáreigendur eiga jafn-
an hlut og atkvæðisrétt í sparisjóði
nema samþykktir heimili annað.
Þó er einstökum stofnfjáreigend-
um aldrei heimilt að fara með
meira en 5% af heildaratkvæða-
magni í sparisjóði, nema þar sem
sveitarfélag er eini stofnfjáreig-
andi sparisjóðs.
Sparisjóðirnir geta aukið stofnfé
sitt með hliðstæðri ákvörðun og
þegar hlutafélag ákveður að auka
sitt hlutafé. Hafa sparisjóðir nýtt
sér það í talsverðum mæli á und-
anförnum árum, skv. upplýsingum
blaðsins.
Fái hlutafé sem gagngjald
fyrir stofnfjárhlut
í frumvarpsdrögunum er lagt til
að farin verði sú leið við breytingu
á sparisjóði í hlutafélag að stofn-
fjáreigendur fái eingöngu hlutafé í
hlutafélaginu sem gagngjald fyrir
stofnfjárhluti sína. Skal samanlagt
hlutafé sem stofnfjáreigendur fá í
sparisjóðnum nema sama hlutfalli
af hlutafé hans eftir breytinguna
og endurmetið stofnfé hans nemur
af áætluðu markaðsvirði spari-
sjóðsins, skv. mati óháðra aðila.
í umræðu um hugs-
anlega breytingu spari-
sjóða í hlutafélög á und-
anförnum misserum
hefur verið óvissa um
hvernig fara eigi með
eigið fé sparisjóðanna sem ekki er
eign stofnfjáreigenda. Nefnd við-
skiptaráðherra leggur til í frum-
varpsdrögunum að sú leið verði
farin að sá hluti hlutafjár spari-
sjóðs sem ekki gengur til
stofnfjáreigenda verði eign sjálfs-
eignarstofnunar, sem sett yrði á
stofn.
Samkvæmt upplýsingum um
rekstur og efnahag sparisjóðanna
sem lagðar voru fram á aðalfundi
Sambands sparisjóða sl. föstudag
var samanlagt eigið fé sparisjóð-
anna í landinu 10.651 milljón kr.
um seinustu áramót. Að meðaltali
nemur stofnfé sparisjóðanna um
15% af bókfærðu eigin fé þeirra.
Sparisjóðirnir eru mjög mis-
munandi að stærð og uppbygg-
ingu. Er hlutfall stofnfjár af eigin
fé sparisjóðanna einnig mjög mis-
munandi eftir einstökum sjóðum
eða allt frá 0,2% til 66% af eigin fé
sparisjóðanna. Eru dæmi þess að
sumir sjóðanna séu með sáralítið
stofnfé þótt eiginfjárstaða þeirra
sé mjög traust.
I frumvarpsdrögunum er gert
ráð fyrir að sjálfseignarstofnanir
sparisjóðanna sem stofna á ef til-
lögurnar verða að lögum, verði
eigendur þess hluta hlutafjárins
sem ekki gengur til stofnfjáreig-
endanna. Jafnframt er gert ráð
fyrir að allir þeir einstaklingar
sem voru stofnfjáreigendur í spari-
sjóðnum þegar honum er breytt í
hlutafélag myndi fulltrúaráð stofn-
unarinnar og kjósi henni stjórn.
Einnig er lagt til að eingöngu
verði heimilt að verja hagnaði af
starfsemi sjálfseignarstofnunar,
úthluta fjármunum hennar eða
ráðstafa eignum til menningar og
líknarmála. Er þetta sambærilegt
fyrirkomulag og fylgt hefur verið í
samþykktum spari-
sjóða, þar sem kveðið
er á um að við slit á
starfsemi sparisjóðs
skuli þeir fjármunir
sem stofnfjáreigendur
eiga ekki endurkröfurétt á, renna
til menningar- og líknarmála á
starfssvæði viðkomandi sparisjóðs.
Danskar og norskar
fyrirmyndir til umræðu
Af samtölum við forsvarsmenn
sparisjóða má ráða að umræðan
um breytt rekstrarfyrirkomulag
sparisjóðanna hefur ekki einskorð-
ast við þá leið sem lögð er til í
frumvarpsdrögum nefndar við-
skiptaráðherra. Hafa einkum tvær
fyrirmyndir, frá Noregi og Dan-
mörku, verið hafðar að þeim hug-
myndum sem ræddar hafa verið.
Nefnd viðskiptaráðherra leggur
til að farin verði sambærileg leið
og í Danmörku en undir lok
níunda áratugarins var dönskum
sparisjóðum heimilað með laga-
breytingu að breyta rekstrarformi
sínu í hlutafélög. Munu alls um 10
danskir sparisjóðir hafa breytt
rekstrarformi sínu í hlutafélög síð-
an lögunum var breytt og voru það
einkum stærri sparisjóðirnir en
70-80 sparisjóðir hafa á hinn bóg-
inn ekki nýtt sér þessa heimild,
skv. upplýsingum blaðsins.
Norðmenn vildu hins vegar við-
halda eðli sparisjóðanna eins og
það hafði verið í gegnum tíðina en
samþykkt voru ný lög þar sem
norskum sparisjóðum var heimilað
að gefa út sérstök markaðsbréf,
svonefnd „Grundfondsbeviser",
sem metin hafa verið sem hluti af
eigin fé sparisjóðanna. Norsku
skírteinin veita ekki sama rétt til
áhrifa á aðalfundum og stofnfjár-
aðilar sjóðanna njóta. Engar tak-
markanir eru hins vegar á framsali
eða viðskiptum með þessi bréf, eru
þau skráð í Kauphöllinni í Ósló og
skapar eignarhald á bréfunum
fjórðungs stjórnunaraðild að við-
komandi sparisjóðum.
Aðspurður af hverju nefndin
leggi til þá leið sem sett er fram í
frumvarpsdrögunum sagði Guð-
mundur Hauksson að ýmis rök
mætti færa með og á móti hverri
tillögu sem til umræðu hefði verið.
„Það er engin ein aðferð sem
leysir alla hluti. Þessi leið sem við
erum þarna að benda á hefur verið
reynd í Danmörku og fleíri lönd-
um. Ég tel að það sem fyrst og
fremst liggur til grundvallar þess-
ari leið er að sparisjóðirnir eru í
dag í talsvert lokuðu umhverfi. Ef
þeir þurfa að sækja sér meira eig-
ið fé inn á markaðinn er það mín
persónulega sannfæring að hluta-
bréfaformið sé skynsamlegasta
leiðin,“ sagði hann.
„Hitt er svo annað mál að það
fylgja þessari leið líka ákveðnir
agnúar og því þurfa menn að fara í
gegnum mjög ítarlega umræðu á
meðal sparisjóðanna áður en við
botnum þessa umræðu,“ sagði
Guðmundur.
Sparisjóðirnir eru mjög mis-
munandi að uppbyggingu og stærð
og var Guðmundur spurður hvort
sú leið sem lögð er til í frumvarps-
drögunum hentaði e.t.v. sumum
sparisjóðum betur en öðrum.
„Þetta hentar fyrst og fremst
þeim aðilum sem ætla sér að leita
eftir eigin fé út á markað. Hluta-
bréfin eru markaðstækt form og
það auðveldar möguleikann á að
sækja fé inn á markaðinn en um
leið gerir markaðurinn ákveðnar
kröfur til þeirra aðila sem leita
eftir fjármögnun með þeim hætti.
Þannig má segja að í sumum til-
vikum væri ef til vill auðveldara
fyrir aðila að fara ein-
hverjar aðrar leiðir en
þá lenda þeir líka í ein-
hverjum öðrum vanda-
málum.
Svo má ekki gleyma
því að sparisjóðirnir starfa á
grundvelli laga sem gefur þeim
möguleika á að afla sér eigin fjár í
gegnum stofnfjárskírteini og það
eru ekki uppi hugmyndir um að sú
leið verði neitt skert, þrátt fyrir að
þessar tillögur yrðu samþykktar.
Það er með öðrum orðum ekki ver-
ið að taka neitt af sparisjóðum sem
þeir hafa í dag, heldur er eingöngu
verið að bjóða þeim upp á eitt nýtt
form til viðbótar. Það er svo annað
mál hvort þetta er fullnægjandi
lausn fyrir sparisjóðina og það eig-
um við eftir að fara yfir með þeim
á næstu vikum,“ sagði Guðmund-
ur.
Stofnfé 0,2 til
66% af eigin fé
sparisjóða
Hlutafélaga-
form skynsam-
asta leiðin
KIRKJUÞING hafnar því að samein-
uð verði grófastsdæmin tvö á Vest-
fjörðum, ísafjarðarprófastsdæmi og
Barðastrandarprófastsdæmi. Tillaga
hafði komið frá biskupafundi um að
prófastsdæmin yrðu sameinuð undir
nafninu Vestfjarðaprófastsdæmi en
því var hafnað m.a. vegna samgöngu-
mála á svæðinu.
Þá var ekki fallist á að sameina
Tálknafjarðar- og Bíldudalspresta-
köll en tillaga hafði komið fram um
það frá biskupafundi. í nefndaráliti
um málið segir: „Kirkjuþing árið 2000
ályktar að þjóðkirkjan hafi sérstakar
skyldur við þær byggðir sem eiga
undir högg að sækja. Aðstæður eru
með þeim hætti í Bíldudalsprestakalli
að kirkjuþing samþykkir þau tilmæli
til biskups íslands að skipaður verði
prestur til að þjóna kallinu," en þai’
hefur verið prestslaust um skeið.
Kirkjuþing samþykkti að fresta
stofnun nýrrar sóknar í Kópavogi,
Lindasóknar, sem biskupafundur
hafði einnig gert tillögu um. Er í
nefndaráliti lagt til að málinu sé vísað
til biskupafundar aftur tU nánari um-
fjöllunar og nefndar um könnun á
þörf á þjónustu í prestaköllum. Málið
verði síðan lagt fyrir kirkjuþing á
næsta ári.
Tvær nýjar sóknir
Kirkjuþing samþykkti hins vegar
að stofna nýja sókn og nýtt presta-
kall, Vallasókn og Vallaprestakall, í
Kjalarnesprestakalli. Mörkin eni
Iteykjanesbraut að vestan og norð-
vestan að Kaldárselsvegi, Kaldársels-
vegur og mörk Garðabæjar og Hafn-
arfjarðar að norðan, austan og
suðaustan og Ásbraut að sunnan og
suðvestan. Einnig var samþykkt að
stofna Grafarholtssókn og nýtt
prestakall, Grafarholtsprestakall, í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Tekur það til nýs hverfis austan Vest-
urlandsvegar og nær að mörkum
MosfeUsbæjar að norðan og golfvell-
inum í suður. Sóknirnar verða stofn-
aðar í byijun næsta árs en prestaköU-
in ekki fýrr en á miðju ári 2002 og
2003.
Þá voru samþykktar tillögur bisk-
upafundar um sameiningu nokkurra
sókna úti á landi og flutning nokkurra
annarra mUli prestakalla. Færast
Melgraseyrar- og Nauteyrarsóknir
undir HólmavUcurprestakall, Bólstað-
arhlíðarprestakall sameinast Skaga-
strandarprestakalli, Viðvíkur- og
Hólasóknir færast til Hofsósspresta-
kalls, Miðgarðasókn í Grímsey færist
til Dalvíkurprestakalls og Laufáss-
og GrenivUcursóknir sameinast.
-------------------
Mánaðar-
fangelsi fyrir
ölvunarakstur
REYKVÍKINGUR á fertugsaldri
var í gær dæmdur í héraðsdómi
Reykjavíkur í 30 daga fangelsi og
sviptur ökuréttindum ævilangt.
Maðurinn hefur ítrekað brotið
gegn umferðarlögum. Þetta var í
þriðja sinn sem manninum var refsað
fyrir ölvunai’akstur en ekki liðu fimm
ár milli brota hans. Fyrir þau brot
missti hann ökuréttindin í rúmlega
tvö ár auk þess sem hann varð að
greiða fjársektir.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi
ennfremur annan Reykvíking í gær
fyrir ölvunarakstur. Sá hlaut 100.000
króna sekt og var sviptur ökuréttind-
um í tvö ár. Áfengismagn í blóði
mannsins reyndist vera 0,58 prómill.
í dómnum segir að maðurinn hafi
ítrekað gerst sekur um ölvunarakst-
ur auk annarra umferðarbrota, s.s.
aksturs án réttinda.
I
I
M
11
i
H-