Morgunblaðið - 25.10.2000, Síða 19

Morgunblaðið - 25.10.2000, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 19 LANDIÐ .. — . : • > V i Morgunblaðið/Davíð Pétursson Frá fundi í Hyrnunni í Borgarnesi um umferðarslys vegna lausagöngu búQár á vegsvæðum. Borgfírðingar ræddu lausagöngu búfjár á fundi Ekið hefur verið á 50 kindur á árinu Borgarnesi - Haldinn var nýverið í Borgamesi sameiginlegur fundur oddvita í Borgarfirði, fulltrúa Vega- gerðarinnar, lögreglunnar í Borgar- nesi og Umferðarráðs um umferðar- slys vegna lausagöngu búfjár á vegsvæðum í héraðinu og skort á girðingum og viðhaldi þeirra. Sam- þykkti fundurinn tvær ályktanir til samgöngumálaráðherra. Skorað var á samgönguráðherra að beita sér íyrir því að vegurinn um Holtavörðuheiði að sunnanverðu, þar sem er ógirtur afréttur, verði girtur af á næsta ári. Þarna er um 11 km langan vegarkafla að ræða en á hon- um hefur verið ekið á um 20 kindur á ári, sem er um þriðjungur þess heild- arfjölda sem lendir fyrir bílum í um- dæmi lögreglunnar í Borgamesi ár- lega. Þá beindi fundurinn því einnig til samgönguráðherra að Vegagerðinni verði gert skylt að girða meðfram þjóðvegi nr. 1, Vesturlandsvegi, frá Hvalfjaröargöngum að Holtavörðu- heiði, svo og meðfram öðrum vegum í umdæminu þar sem umferð er 300 bílar á dag eða meira að meðaltali yfir sumartímann og að Vegagerðin haldi þeim girðingum síðan við. Theodór Þórðarson lögregluvarð- stjóri í Borgamesi greindi frá því að alls hefði verið ekið á rúmlega fimm- tíu kindur í umdæmi Lögreglunnar í Borgamesi það sem af væri árinu. Hefði lögreglan lagt mikla vinnu í að reyna að koma í veg fyrir lausagögnu búfjár á vegsvæðum og alls væra komnar 208 bókanir varðandi lausa- gönguna á þessu ári. Segja mætti að girðingar væra orðnar hrossheldar meðfram helstu akvegum í héraðinu og aðeins hefði verið ekið á eitt hross á árinu og eitt árið 1999. Hins vegar væri ljóst að gera þyrfti stórátak í girðingarmálum í héraðinu til að draga úr lausagöngu kinda. Bættar girðingar árangursrík slysavörn Hvatti Theodór sveitarstjómar- menn til að nýta sér heimildir í lögum til að banna lausagögnu búfjár með- fram vegum. Þá benti hann á að nú væra lögreglusamþykktir fyrir lög- sagnaramdæmið til endurskoðunar og þar gæfist færi á að taka á lausa- göngunni. Benti Theodór á að bættar girðingar meðfram vegum í héraðinu væri ein árangursríkasta slysavömin sem að hægt væri að hugsa sér. I greinargerð Jenna R. Ólasonar fulltrúa Vegagerðarinnar í Borgar- nesi kom fram að Vegagerðin hefði tímabundið tekið yfir viðhald girð- inga á afmörkuðum svæðum með- fram þjóðveginum frá Hvalfjarðar- göngum og norður að Holtavörðu- heiði. Þá hefði verið lagt út í tveggja mánaða smölunarátak til að kanna hvernig best væri að halda vegsvæð- um hreinum af fé og einnig til að kanna hvaðan féð kæmi og hveijir ættu það. Smalað hefði verið á annað þúsund fjár á tímabilinu, Idndur lita- merktar og féð flutt inn fyrir girðing- ar eða á afrétt. Sagði Jenni að Ijóst væri að það kostaði milljónir að koma þessum málum í gott lag en með sam- stilltu átaki væri hægt að vinna bug á lausagöngu búfjár á vegsvæðum. Fram kom hjá sveitarstjómar- mönnum að lög um girðingar væra að þeirra mati óréttlát og ekki væri hægt að ætlast til þess að bændur kostuðu einir viðhald girðinga með- fram þjóðvegum. Lögfræðingur Vegagerðarinnar, Stefán Erlendsson, ræddi um girð- ingalögin og breytingar á vegalögum og benti á möguleika sveitarfélaga til að óska eftir því að Vegagerðin ann- aðist og kostaði viðhald girðinga með- fram þjóðvegum. Þá ræddi Stefán um ábyrgð þeirra sem ættu fé og þeirra sem girtu og héldu við girðingum. Ríkharð Brynjúlfsson oddviti Borgarfjarðarsveitar sagði að hug- takið „lausaganga búfjár“ og notkun þess í lögum og manna á milli, væri alröng að hans mati. Búfé gengi laust í afrétti og haga en það væri hins veg- ar komið í aðhald og jafnvel í gildra þegar það væri komið á afgirt veg- svæðin. Fram kom að hreppsnefnd Borg- arfjarðarsveitar hefði í sumar sam- þykkt bann við lausagöngu stórgripa í sveitarfélaginu og væri það bann komið í gildi. Sóknarpresturinn á Skagaströnd kveður Skagaströnd - Séra Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur á Skagaströnd kvaddi söfnuði sína í messu á sunnudag í Hólaneskirkju. Að messu lokinni var haldið kveðju- hóf í Fellsborg þar sem boðið var upp á veislukaffi. Séra Guðmundur hefur þjónað þremur sóknum í þau rúmlega tvö ár sem hann starfaði hér í Húnavatns- sýslu: Skagastrandar-, Hofs- og Höskulsstaðasókn. I vor bættust síð- an fleiri sóknir við þegar lagt var nið- ur prestsembætti í Bólstaðarhlíð. Sr. Guðmundi var nýlega veitt staða sem aðstoðarprestur í Hjalla- sókn í Kópavogi og mun hann taka við því embætti hinn 1. nóvember. Guðmundur hefur notið mikilla vin- sælda meðal sóknarbarna sinna, enda notuðu margir tækifærið til að kveðja hann og Kamillu Gísladóttur konu hans á sunnudaginn. Tveir guðfræðingar, Magnús Magnússon og Þórður Guðmunds- son, höfðu sótt um Skagastrandar- prestakall þegar umsóknarfrestur Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Séra Guðmundur Karl Brynjars- son og Kamilla Gísladóttir, eig- inkona hans. rann út Hinn 15. október síðast lið- inn. Valnefnd sem skera mun úr um hvor þeirra fær starfið og stefnir að því að koma saman um næstu helgi til að ráða ráðum sínum. Morgunblaðið/pþ Ný brú á Grímsá FYRIR stuttu var umferð hleypt á nýja tvíbreiða brú yfir Grímsá hjá Fossatúni í Borgarfirði. Leys- ir þessi nýja brú af gamla sem var einbreið og gat verið við- sjárverð fhálku, þegar komið var að henni norðan megin. Er þessi brú á vegarkafla scm nýbúið er að setja á bundið slitlag frá Hnakkatjarnarlæk að Götuási. Unnið er við að leggja nýjan veg frá Andakílsá að Götuási sem lok- ið verður við í september á næsta ári. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Forsvarsmenn ráðstefnu- og skemmtihússins mættu á aukafundinn hjá bæjarstjóm Vestmannaeyja. Framkvæmdir stöðv- aðar við ráðstefnuhús Vestmannaeyjar - Hafist var handa við að reisa skemmti- og ráðstefnu- hús á vatnstankinum við Löngulá í Vestmannaeyjum nýlega. Vel gekk að reisa húsið og rauk það upp með ógnarhraða. Nú liggur fyrir úrskurður frá úrskurðarnefnd skipulags- og bygg- ingamála að stöðva skyldi fram- kvæmdir við byggingu hússins með- an að kæramál um lögmæti byggingaleyfis fyrir húsið er til með- ferðar hjá úrskurðamefndinni. Mikill hiti er í mörgum bæjarbúum vegna þessa, bæði þeim sem era með og á móti, m.a. hafa undirskriftalistar um stuðning við bygginguna gengið um bæinn og aukafundur var haldinn í bæjarstjórn vegna þess. Málið er nú til meðferðar úrskurðamefndar og haft er eftir Hjalta Steinþórssyni, framkvæmdastjóra nefndarinnar, að þessi úrskurður væri bráðabirgða- úrskurður sem gæti þýtt stöðvun framkvæmda við bygginguna í ein- hvern tíma, jafnvel nokkra mánuði. Ámerískir tilboðsdagar Við kynnum THER-A-PEDIC, bandarískar heilsudýnur, sem unnið hafa til margra verðlauna fyrir hönnun og gæði. Komdu og leggðu þig! www.lystadun.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.