Morgunblaðið - 25.10.2000, Side 21

Morgunblaðið - 25.10.2000, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 21 Samtök atvinnulífsins kynna sóknarfæri á evrópska efnahagssvæðinu Morgunblaðið/Ásdís íli þáttur þessi samstarfsverkefni hafa reynst í samningnum um hið evrópska efnahagssvæði, og að það hafi að hluta til verið vanmetið. Porsteinn segir að upplýsingavef- ur SA sé auðvitað ekki tæmandi sem slíkur, en fólk geti aflað sér upplýs- inga um hvað er í boði. í mörgum til- fellum er síðan vísað á einhverjar af þeim 13 upplýsingaskrifstofum um Evrópumál sem finna má í Reykjavík og tengla í Evrópusambandinu sjálfu, þar sem fólk getur aflað sér frekari upplýsinga. „Þetta er leiðar- vísir um það hvernig þú átt að haga þér í þessu samstarfi, frekar en að vera tæmandi upplýsingabrunnur," segir Þorsteinn. Fj öldi tækifæra í samstarfsverkefnum Davíð Stefánsson og Þorsteinn Brynjar Björnsson hafa haldið úti upp- lýsingavef SA um sóknarfæri á evrópska efnahagssvæðinu. SAMTÖK atvinnulífsins hafa undan- farin misseri staðið fyrir viðamikilli úttekt og uppfærslu á upplýsingum um sóknarfæri á evrópska efnahags- svæðinu, sem felast í þátttöku í á fimmta tug samstarfsáætlana sem í gangi eru á vegum framkvæmda- stjómar Evrópusambandsins. Með aðild íslendinga að EES opnaðist fyrir þátttöku í þessum samstarfs- áætlunum og verkefnum, og hefur sú þátttaka reynst Islendingum happa- drjúg, að sögn Davíðs Stefánssonar, stjómsýslufræðings hjá Samtökum atvinnulífsins. Hann segir að samtökin hafi því ákveðið að setja upp heildaryfirlit yf- ir möguleika Islendinga á þátttöku í þessum verkefnum, en hann vann yf- irlitið fyrst árið 1997. Síðan hefur Þorsteinn Brynjar Bjömsson séð um að viðhalda upplýsingunum, sem finna má á vefsíðu SA; www.sa.is. Samstarfsáætlanimar hafa að jafnaði ákveðinn gildistíma, oftast frá fjóram til sjö ára, og þegar þær renna sitt skeið á enda er árangur þeirra metinn og nýjar áætlanir sett- ar fram í sama málaflokki. Það þýðir að árleg endurskoðun er nauðsynleg til þess að upplýsingamar séu áreið- anlegar. „Skýringin á því að haldið er áfram með þetta verkefni liggur ma. í því að heimsóknir hafa verið fjölmargar á vefinn. Þetta hefur verið með vin- sælla efni á vefsíðu Samtaka atvinnu- lífsins síðastliðið ár,“ segir Davíð. Verðmæti samstarfsins liggur ekki síst í nýrri þekkingu og reynslu Á gmndvelli þessara samstarfs- áætlana hafa talsverðir fjármunir skilað sér inn í íslenskt samfélag, m.a. inn í rannsókna- og vísindastarf, fyrirtæki hafa myndað mikilvæg við- skiptatengsl og fjöldi stúdenta hefur átt kost á því að stunda nám erlendis. „Við höfum lagt á það áherslu að það sé meira en fjármunir sem koma út úr þessu samstarfi, þótt ég telji að íslendingum hafi vegnað vel þegar litið er á peningahliðina. Verðmæti þessa samstarfs liggur ekki síst í öfl- un nýrrar þekkingar og reynslu." Að sögn Davíðs hefur það komið mörgum á óvart hversu mikilvægur 13:10 13:20 14:00 14:20 Brunnar hf. lýstir gjaldþrota HÉRADSDÓMUR Reykjavík- ur hefur staðfest að Brunnar hf. hafi verið úr'skurðaðir gjald- þrota. I Morgunpunktum Kaupþings í fyrradag kemur þó fram að þetta þurfi ekki endi- lega að þýða að reksturinn verði aflagður. Engu að síður hefur verið ákveðið að taka fé- lagið út úr Mark.is en talið er að bréf félagsins séu nú verð- laus. Ekki náðist í Jónas Jónas- son, framkvæmdastjóra Brunna, vegna þessa máls. Brunnar hf. voru stofnaðir í Grindavík árið 1994 af Kjartani Ragnarssyni og framleiddi fyr- irtækið_ fyrst og fremst kæli- vörur. Árið 1997 stofnaði félag- ið ásamt erlendum fjárfestum fyrirtækið Brontec sem sér- hæfði sig í framleiðslu á ís- þykknivélum. Árið 1998 var Brontec sameinað Brunnum og áttu innlendir aðilar 70% hluta- fjár en erlendir aðilar 30%. Ljóst er að rekstur félagsins gekk erfiðlega og var hlutafé félagsins aukið snemma á þessu ári þegar hópur íslenskra hluthafa keypti hlutafé fyrir fimmtíu milljónir króna. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir íslenska þekkingardeginum 10. nóvember nk. Markmiðið með þessum degi er að vekja athygli á mikilvægi þekkingar sem auðtindar í aliri starfsemi fyrirtækja og stofnana. Á þekkingardeginum stendur félagið fyrir ráðstefnu þar sem fjallað verður um stjórnun þekkingar og mannauðs frá ólíkum sjónarhólum. Meðal annars verður fjallað um eignarrétt á hugverkum, hvernig breyta megi upplýsingum sem til eru innan fyrirtækja íhagnýta þekkingu og skoðað verður hversu mikilvæg þessi óáþreifanlegu verðmæti eru fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hápunktur dagsins verðurþegar íslensku þekkingarverðlaunin verða afhent því fyrirtæki eða stofnun sem þykir skara fram úr á sviði þekkingarstjórnunar. DAGSKRÁ ÍSLENSKA ÞEKKINGARDAGSINS 2000 12:30 13:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.