Morgunblaðið - 25.10.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 25.10.2000, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ERLENT „Að lokum næst samkomulag“ © Amos Oz 2000 ísraelskur hermaður og skriðdreki við fjölbýlishús í einu af úthverfum gyðinga í Jerúsalem, nálægt palestínska bænum Beit Jalla. ARAD, heimabyggð mín, er af- skekktur bær í Negev-eyðimörkinni í suðurhluta Israels. Þar búa gyðing- ar og arabar en hingað til hefur verið ótrúlega friðsælt í bænum. Ekki hef- ur þó verið mikil kyiTð í kringum mig því ég er þekktasti „vinstrimaður“ og „arabasleikja" bæjarins. Þegar ég gekk um verslunarmiðstöð bæjarins var harla eðlilegt að nokkrir ókunnir menn skyldu hrópa reiðilega til mín: „þú ert sökudólgurinn" eða „treyst- irðu enn aröbunum þínum?“ Þessar raddir komu einkum frá nokkrum fastagestum götuveitinga- staðar og ég settist því niður til að hlusta. Þarna var gamall maður, fremur blíður, fingraður eins og tónlistar- maður, sem sagði við mig: „Sjáðu hvað þið vinstrimennirnir haflð gert ísrael með því að gera Ósióarsamn- inginn við Arafat fyrir sex árum. Þið gáfuð honum land fyrir loforð. Fyrir pappírsbleðil. Hann lofaði að afneita ofbeldi og leysa deilur okkar í samn- ingaviðræðum. En hvers vegna ætti hann að afneita ofbeldi úr því að of- beldi er honum alltaf til framdráttar? I hvert sinn sem Palestínumenn hefja hrinu ofbeldis leggur öll heims- byggðin að ísrael að fallast á fleiri til- slakanir. Þú sjálfur," sagði hann, „ráðlagðir Peres [fyrrverandi for- sætisráðherra] að fara út um allan heim til að safna milljörðum dollara handa palestínsku heimastjórninni. Fyrir þessa peninga keypti hún vopn og byssukúlur sem þeir skjóta núna á okkur.“ Þokkafull kona um fertugt, með dálítinn rússneskan hreim, greip fram í og sagði: „Eins og þú kaus ég Ehud Barak í síðustu kosningum vegna þess að ég vil frið. Ég vil enn frið en næst ætla ég að kjósa Netan- yahu eða Sharon. Sagan síðustu árin sýnir okkur að arabar hafa gert fals- „Og hvað gerist eftir allt ofbeldið?" „Að lokum næst sam- komulag," sögðu þau einum rómi. lausa samninga við hægrimanninn Begin, harðlínumanninn Shamir og öfgamanninn Netanyahu, en það eina sem friðarsinnar eins og Rabin, Peres og Barak hafa fengið frá ar- öbum eru bílsprengjur og múg- morð.“ Þriðji maðurinn, ungur og mjög kurteis, líklega austrænn gyðingur, brosti til mín og sagði: „Við skulum ekki sóa tímanum. Leiðtogafundur- inn í Egyptalandi er algjörlega gagnslaus. Arafat hefur ekki lengur stjórn á ofbeldisæði bókstafs- trúarmannanna sem hann kynti sjálfur undir; Barak getur ekki leng- ur samið vegna þess að gyðingar í ísrael hafa misst trúna á friðarum- leitanh' hans. Arafat og Barak vita það ef til vill ekki sjálfir en þeir eru báðir búnir að vera.“ „Hvað gerist næst?“ spurði ég. Allir á veitingastaðnum spáðu frekari átökum og blóðsúthellingum. Einn þeiiTa bætti við: „Og þú ert líka búinn að vera, herra Oz, við hlustum aldrei á þig aftur ef þú berst fyrir málamiðlun við Palestínumenn." „Og hvað gerist eftir allt ofbeld- ið?“ „Að lokum næst samkomulag," sögðu þau einum rómi. „Milli hverra?" „Auðvitað milli ísraels og Palest- ínuríkis." Ég kinkaði aðeins kolli, ætlaði að borga fyrir kaffið og fara. En viðmælendumir neituðu að leyfa mér að borga og greiddu kaffið fyrir mig. Þeir gáfu ekki eftir. Imynd Israela batn- ar ekki með Sharon Jerúsalem. Keutcrs, AFP. ARABAR hata hann og Bandaríkja- stjórn hefur skömm á honum. Lík- legt er að með heimsókn sinni á Musterisfjallinu hafi hann kveikt þá elda, sem nú loga í Miðausturlöndum, og þetta er maðurinn, sem lokaði augunum fyrir morðum á hundruð- um Palestínumanna í flóttamanna- búðum í Líbanon. Hann er andvígur friðarsamningum við Palestínumenn og vill innlima mestallt þeirra land. Hér ræðir um Ariel Sharon5 einn vin- sælasta stjórnmálamann í Israel um þessar mundir. Þótt ólíklegt sé er Ehud Barak, forsætisráðherra og leiðtogi Verka- mannaflokksins, að reyna að fá Shar- on og Likudflokkinn til liðs við stjórnina og það gerir hann þótt hóf- samir menn í ríkisstjóminni, til dæm- is Shimon Peres, vari alvarlega við því. Ástæðan fyrir því er sú, að stjórn Baraks hefur ekki lengur meirihluta og verði staðan sú þegar þing kemur saman nk. mánudag, verður ekki hjá því komist að boða til nýrra kosninga. Til þess getur Barak ekki hugsað og raunar hrýs ísraelum almennt hugur við að efna til kosninga eins og nú stendur á. Ströng skilyrði Barak fór líka á fjörumar við Shar- on í ágúst síðastliðnum en þá vísaði Sharon honum á bug og sagði, að vegna eftirlátssemi hans við Palest- ínumenn, einkum hvað varðaði Jerú- salem, ætti Likudflokkurinn ekkert erindi í stjóm með honum. Nú er hljóðið nokkuð breytt en Sharon set- ur ströng skilyrði fyrir stjómarþátt- Ariel Sharon töku. Krefst hann þess í fyrsta lagi, að hann verði aðstoðarforsætisráð- herra, í öðru lagi, að hann verði hafð- ur með í ráðum í öllum öryggismálum og í þriðja lagi, að hann fái neitunar- vald gagnvart samningum við Palest- ínumenn. Vafalaust telur Sharon, að sín sé þörf nú eins og ástandið er en það er líka annað, sem ýtir á eftir honum. Spillingarákærar á Benjamin Netan- yahu,- fyrrverandi forsætisráðherra og fyrirrennara Sharons sem leið- toga Likudflokksins, vora nýlega látnar niður falla og margt bendir til, að hann hyggist snúa sér aftur að stjórnmálunum. Nýleg skoðana- könnun sýndi, að Sharon myndi vinna Barak ef nú væri kosið en vin- sælastur var þó Netanyahu. Það ríð- ur því á því fyrir Sharon að styrkja stöðu sína áður en kemur til hugsan- legra átaka með þeim um forystuna í Likudflokknum. Sharon, sem er fyrrverandi herfor- ingi eins og Barak, var kjörinn fyrst á þing 1977 og það var hann, sem hvatti til og skipulagði innrás Israelshers í Líbanon 1982. Var hann þá vamar- málaráðherra og sendi herinn alla leið til Beirút. Varð það til þess, að Yasser Arafat hrökklaðistþaðan með Frelsissamtök Palestínu, PLO. Sharons verður þó ekki minnst fyrir það, heldur fyrir hitt, að hann hleypti sveitum kristinna Líbana og andstæðingum Palestínumanna inn í flóttamannabúðimar í Sabra og Chatila þar sem þær myrtu hundrað manna. Israelskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu 1983, að Sharon bæri óbeina ábyrgð á þessum morð- verkum og var hann þá sviptur emb- ætti. Hann hefur hins vegar alltaf verið mjög vinsæll meðal ísraelskra hægri- og harðlínumanna. Tapa fyrir almenningsálitinu Þeir dagar era liðnir, að ísraelar eigi óskoraðan stuðning vestrænna ríkja og raunar eiga þeir mjög undir högg sækja gagnvart almennings- álitinu víða um heim. Hefur Barak fengið þingmanninn Dan Meridor til að reyna að hressa upp á ímynd Isr- aels erlendis en Meridor sagði í gær, að það yrði ekki létt verk með Sharon sem ráðherra. „Það er best að viðurkenna það, að ráðherradómur Sharons verður að þessu leyti keyptur dýra verði,“ sagði hann. Þrír höfundar einnar skáldsögu I DAG kemur út á vegum For- lagsins skáldsagan Dís eftir Birnu Önnu Björnsdóttur, Oddnýju Sturludóttur og Silju Hauksdóttur. Sagan af Dís Sigurðardóttur gerist í menningarborginni Reykjavík, höfuðborg Islands, sumarið 2000 þegar Geysir gaus trekk í trekk, jarðskálftar skóku Suðurland og Dís varð 23 ára. Dís vinnur við móttöku á Hótel Borg, leigir íbúð við Laugaveginn með frænku sinni að norðan, slær sér upp með strák- um eins og kvikmyndagerðarmann- inum Lalla LA og skemmtii' sér með vinunum. En nú er komið að því að ákveða hvað hún ætlar sér þegar hún „verður stór“. Möguleik- arnir era margir, kröfurnar miklar og ung kona í valkreppu reynir að máta sig við hlutverkin sem henni standa til boða hvort sem það er kræfa „Kosmó-konan“ eða dragtar- klædd verðbréfaDís á Kaupþingi. I tilkynningu útgefanda segir að þetta sé „nýstárleg, drepfyndin og leikandi létt skáldsaga um lífið á íslandi hér og nú, full af hlýju, gleði og skilningi, en um leið háðsk úttekt á áningarstöðum aldamóta- kynslóðarinnar á leið sinni til frægðar og frama. Dís hefur einnig eignast heimili á Netinu, dis.is, þar sem hægt er að sjá myndir af helstu viðkom- ustöðum hennar í lífinu, s.s. æsku- stöðvunum í Byggðarendan- um, Réttarholts- skóla, Kaupþingi og Hótel Borg. Þar fjallar einnig hinn dularfulli „Þýðandi" um vinkonur hennar, þær Birnu Önnu, Oddnýju og Silju, sem voru svo vin- samlegar að skrásetja sögu henn- ar. Þess ber að geta að ljósmynd af Dís prýðir kápu bókarinnar og er talið að það sé’ í fyrsta skipti sem náðst hefur ljósmynd af skáldsa- gnapersónu". í kvöld kl. 20.30 efna höfundar og útgefandi til útgáfuteitis á Hótel Borg þar sem lesið verður úr bók- inni og höfundarnir sýna að þeim er fleira til lista lagt en skriftirnar. Skáldsögu- persónan Dís Sigurðardóttir. Morgunblaðið/Einar Falur Höfundamir Birna Anna Björnsdóttir, Silja Hauksdóttir og Oddný Sturludóttir. Bandalag íslenskra listamanna Markviss nýting á fjármagni menningarborgar í ÁLYKTUN sem Bandalag ís- lenskra listamanna sendi frá sér á dögunum er skorað á íslensk stjórn- völd að standa vörð um þá grósku í menningarlífínu sem menningar- borgarárið hefur skilað til samfé- lagsins með því að veita samsvar- andi fjármunum til menningar- og listastarfsemi á næsta ári. Tinna Gunnlaugsdóttir, forseti bandalags- ins, segir gífurlega mikilvægt að framhald verði á því starfi sem hafið hefur verið undir merkjum menn- ingarborgarinnar og ekki verði klippt á þá vaxtarsprota sem þegar hafa sprottið. Hún segir brýnt að hefja umræðu um þessi mál núna, áður en gengið verður frá fjárhags- áætlunum næsta árs. „Á menningarborgarárinu hafa ríki og borg lagt fram meiri fjármuni til menningar en áður, auk þess sem fjármagn kom úr einkageiranum með markvissum samningum við fyrirtæki og stofnanir. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa. Ný verkefni sprattu upp og listastofn- anir og samtök í menningargeiran- um fylltust eldmóði og vilja og störf- uðu sem aldrei fyrr. Stofnað var til margskonar samstarfs og tengsla, innan lands og utan. Þetta ár sýnir hvað hægt er að stuðla að mikilli ósku með góðum vilja stjórnvalda. þessum góða vilja þarf menningin að halda til frambúðar. Með því að fjárfesta í menningu og listum er samfélagið að leggja grann að mannvænlegu og þroskandi um- hverfi sem skilar af sér andlegum auði til þjóðarinnar til frambúðar og styrkir ímynd okkar út á við. Ég er ekki að segja að samfélagið eigi að vanrækja aðrar skyldur sínar, en skapandi og frjó hugsun er alltaf að verða verðmætari og í henni þarf að fjárfesta. Við þurfum að láta af þeim úrelta hugsunarhætti að við séum alltaf að „eyða“ peningum þegar við verjum þeim í menninguna en líta þess í stað til þess mannauðs sem við byggjum upp á þann hátt,. Það tekur stundum tíma fyrir slíka fjárfest- ingu að skila sér - og þann tíma verðum við að gefa okkur. Það er líka sóun á fjármagni að veita allt í einu peninga í eitthvað og skrúfa svo fyrir fjárveitinguna þegar það er byrjað að skila árangri," segir hún. Tinna segir framkvæmdina á menningarborgarárinu til fyrir- myndar. „Yfirbyggingin er ekki mikil og menningarborgin hefur verið í miðlunarhlutverki með því að leiða saman hópa, einstaklinga og stofnanir. Þetta miðlunarhlutverk felur í sér stefnumótun líka, þar sem val á milli verkefna er stefnumót- andi í sjálfu sér. Við höldum því fram að nýting á fjármagni menn- ingarborgarinnar hafi verið einstak- lega góð og markviss og hafi skilað sér til samfélagsins á mjög áþreifan- legan hátt.“ Tinna telur mjög jákvætt að verk- efni menningarborgarinnar hafi ekki verið einskorðuð við Reykjavík heldur dreifst út um allt land.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.