Morgunblaðið - 25.10.2000, Side 27

Morgunblaðið - 25.10.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 27 Morgunblaðið/Fríða Björk Ilona Anhava við verk eftir Kristján Guðmundsson á sýningunni sem nú stendur yfir í Helsinki. Völuspá ferðast um Norðurland Tónleikar í Carnegie Hall SIGURÐUR Bragason barít- onsöngvari og Ólafur Elíasson píanóleikari verða með tón- leika í einleikssal Camegie Hall í New York annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Yfir- skrift tónleikanna er Frá róm- antík til rósturs. A efnisskránni eru sönglög eftir Pál ísólfsson, Jón Leifs, P.I. Tchaikovsky og Modest Mussorgsky. MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir Völuspá eftir Þórarin Eldjárn í samstarfi við Leikfélag Akureyrar um allt Norð- urland dagana 25. október - 2. nóv- ember. Völuspá var frumsýnd í Möguleik- húsinu á Listahátíð í Reykjavík í vor. Verkið hæfir áhorfendum frá 9 ára aldri og byggist á hinni fomu Völu- spá. Það veitir áhorfendum sýn inn í hugmyndaheim norrænu goðafræð- innar og er komið víða við. Sýningamar verða í grunnskóla Blöndóss í dag kl. 10.30, fimmtudag í Grunnskóla Sauðárkróks kl. 10.30 og í Steinsstaðaskóla kl. 14. Á föstudag er sýning á Hofsósi - og er það í fyrsta sinn sem Möguleikhúsið sýnir á Hofsósi. Á sunnudaginn eru tvær sýningar í Samkomuhúsinu á Akur- eyri, kl. 15 og 17. Á mánudaginn er sýning kl. 9.45 í Glerárskóla og önn- ur sýning sama daga í Hafralækjar- skóla kl. 13. Nk. þriðjudag er sýning kl. 10 í Grenivíkurskóla - og er það einnig í fyrsta sinn sem Möguleik- húsið heldur leiksýningu á Grenivík. Leikferðinni lýkur 1. nóvember þeg- ar Völuspá verður sýnd tvívegis í Lundarskóla, kl. 9.20 og 11. Kristján Guðmundsson í Finnlandi Mikilvæg verk og krefjandi Á SÝNINGU í Galerie Anhava í Helsinki stendur nú yfir sýning á verkum Kristjáns Guðmundssonar, Rögnu Róbertsdóttur og Karin Sander. Kristján, sem sýnir í stærri sal gallerísins, á flest verk á sýning- unni og spanna þau talsvert langt tímabil í ferli hans. Að sögn Ilonu An- hava eiganda Galerie Anhava hefur sýningin vakið mikla athygli í Finn- landi enda virðast Finnar hafa áttað sig á mikilvægi innleggs Kristjáns til hugmyndalistar á Norðurlöndum. „Nú er svo komið að öll stóru verk- in á sýningunni eru seld og vel má vera að allt seljist,“ sagði Ilona í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég er því ákaflega ánægð. Um er að ræða þrjá kaupendur og þetta er svo sannar- lega fréttnæmt því áhuginn á þessum verkum er ekki bara fyrir hendi hér í Finnlandi heldur einnig í Bandaríkj- unum. Stór hluti verkanna fer þang- að.“ „Verkin eru frá löngum tíma og það þarf ákaflega vel upplýstan við- skiptavin til að skilja hversu mikil- væg þau eru,“ segir Ilona. „Þessi verk eru svo tær að þau krefjast mik- ils af áhorfandanum. Þetta eru ekki verk sem heilla hinn almenna áhorf- anda sem rekst inn af götunni. Sá sem fjárfestir í þessum verkum verð- ur að skilja mikilvægi þeirra í sögu hugmyndalistarinnar. Þau verk sem Kristján hefur skapað hafa mikla þýðingu í þróun samtímalista og það er því sérstaklega ánægjulegt að vita til þess að héðan fara verkin íhend- umar á söfnurum sem vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Ilona Anhava í Helsinki. SKÁKHÁTÍÐ í KRINGLUNNI í dag kl. 16.00 Nú er líf og fjör í skákinni enda Ólympíuskákmótið í Istanbúl framundan. Lokaundirbúningur kvennaliðsins fer fram í Kringlunni þar sem liðið teflir við harðsvíraða sveit Alþingis. Giæsilegir haust- og vetrarlitir LANCOME eru nú komnir. Ráðgjafi verður í versluninni t dag og á morgun. Komdu og littu á djúpa plómuliti og létta silfurtóna. pim Lyf&heilsa A P Ó T E K Veglegir kaupaukar að hætti LANCÖME Austurveri, sfml 581 2101 X SR\RISJÓÐURINN -fyrirþigogþína Tæknival Karlaliðið verður á staðnum og teflir við gesti og gangandi. Tefldar verða netskákir við snillinga erlendis. Skákmeistarar mæta með tölvur og sýna fólki hvernig þeir ferðast um gagnagrunna og undirbúa sig þannig fyrir stórátök. hönnunhf Komdu í Kringluna og taktu skák! Skáksamband íslands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.