Morgunblaðið - 25.10.2000, Page 28

Morgunblaðið - 25.10.2000, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Á öræfa- slóðum Ein mynda Guðmundar Páls Ólafssonar í bókinni. BÆKUR IVátttirufræðirit HÁLENDIÐ í NÁTTÚRU ISLANDS eftir Guðmund Pál Ólafsson. 437 bls. Utgefandi er Mál og menning. Reykjavík 2000. GETUR það verið, að við íslend- ingar höfum svolitlar ranghugmynd- ir um miðhálendi landsins? Þar er vistin kannski ekki jafnhörð og ætla mætti, náttúran ekki eins rík og við höldum og þar hefur náttúrunni ver- ið spillt einna mest á landi hér. Ef vel er að gætt, er hálendið ef til vill ekki slík reginöræfi, sem menn vilja vera láta. Af útbreiðslu margra tegunda að dæma, er ljóst, að þar er ekki slík- ur fimbulkuldi, að fáar lífverur nái að þrífast þar; og dæmigerðar háfjalla- tegundir eru tiltölulega sjaldséðar og hafa litla útbreiðslu. Það er held- ur nöturleg tilhugsun, að meginhluti af víðáttumiklum heiðalöndum og hálendisgróðri skuli genginn okkur úr greipum vegna aldalangrar áníðslu. Vissulega geta menn á hinn bóginn verið sammála um það, að óviðjafnanlegt víðemi, jarðmyndan- ir, ár og lækir, litbrigði lofts og láðs og blæfagrar plöntur og gróður- breiður á stöku stað setja svo sterk- an svip víða á hálendi landsins, að það lætur engan mann ósnortinn, sem gefur sér tíma til þess að dvelja þar og nj óta náttúrunnar. Nýverið sendi Guðmundur P. Ól- afsson frá sér stóra og viðhafnar- mikla bók, þar sem skyggnst er um hálendið frá mörgum sjónarhólum. Bókin skiptist í þrjá hluta. í fyrsta hluta, Arfínum óvænta, er sagt frá afmörkun hálendisins, myndun þess og mótun, gróðri, dýralífi og dulúð. Þessi hluti er um helmingur bókar. I öðmm hluta, A vit öræfa, er fjallað um þrjú svæði, sem skipta má há- lendinu í, miðhálendið, Tröllaskaga og hálendi Vestfjarða. Þá em sér- kaflar um einstaka staði, sem em rómaðir fyrir fegurð, Þjórsárver, Veiðivötn, Eyjabakka og Lónsöræfi, en þar er líka greint frá fomri byggð á heiðum og í hálendisbrúninni og gerð grein fyrir fomum þjóðleiðum. I síðasta hluta, Neista lands og þjóð- ar, er nokkurs konar ákall til þjóðar- innar, að hún læri að meta mikla auð- legð, sem hálendi landsins býr yfir, því að náttúran er í öllu sínu veldi DJASS Múiinn í Betri stofu Kaffi Reykjavfknr KURAN KOMPANÍ OG ADANAK Kuran kompaní: Szymon Kuran á fiðlu og Hafdís Bjamadóttir á gítar. Sunnudagskvöldið 8. október 2000. Adanak: Hrafn Ásgeirsson, tenór- saxófón, Davíð Þór Jónsson, píanó og hljóðgervla, Róbert Reynisson, gítar og Helgi Svavar Helgason, trommur og slagverk. Sunnudagskvöldið 22. október 2000. DJASSKLÚBBURINN Múlinn er arftaki Heita pottsins, sem djass- leikarar og áhugamenn um djas- stónlist stofnuðu og átti heimili í Duus húsi er Jóhannes og Gyða réðu þar ríkjum, en lauk ævinni á Púlsin- um. Sú eign er Heiti potturinn skil- aði Múlanum var flygill, Steinway og synir, er útvarpið lét í skiptum fyrir tugi tónlistarútsendinga frá klúbbn- um. Þessi flygill stendur ennþá fyrir sínu sem sannaðist best á Jazzhátíð Reykjavíkur í september er finnski píanóvirtúósinn Iiro Rantala lamdi uppspretta lífs og unaðssemda þess. Taumlaus efnishyggja veldur því hins vegar, að þessi mikli arfur vill gleymast og ábyrgðin er ekki sem skyldi. Með bók sinni vill höfundur augljóslega hvetja til nýrra viðhorfa í sambúð lands og þjóðar til þess að »spoma gegn hnignandi jarðlífi, örva þjóðlíf og heimsmenningu«, eins og hann kemst að orði í formála. Ofan rituð lýsing á efni ritsins nær sannast sagna heldur skammt, því að meginmál bókar er fleygað með æði mörgum innskotsgreinum, ljóðum, sögnum, skáldskap og fornum og nýjum fræðum, að ógleymdum teikningum af lífverum, kortum og síðast en ekki sízt litljósmyndum, sem setja sterkastan svip á bókina. Það er ekki lítið í fang færzt að draga saman efni í slíka bók. I fyrsta lagi eru mörk hálendisins hvergi nærri glögg og oft vandséð, hvar það hefst. Þá hefur ótrúlega mikið verið ritað um það hér og hvar í ritum eins og heimildaskráin ber með sér, þó að hún sé hvergi tæmandi. Innskots- greinar eru margar, jafnvel of marg- ar, og af ólíkum toga. Sumar virðast eiga lítið erindi í bókina, en tilgangur höfundar virðist sá að ná fram ákveðnum áhrifum með þeim. Líka eru birtir bútar úr bréfum til höfund- ar og þar hefði mátt búa betur um víða. Loks eru fróðleiksmolar ýmsir úr bókum, sem oft eru nýttir til fyllri frásagna. I stórum dráttum má segja, að meginmál bókarinnar fjalli um jarð- myndanir, landslag, plöntur, gróður, dýr, dýralíf, fomar leiðir, byggð, bú- skap, sögu og þjóðtrú, sem snerta hálendið. Höfundi er greinilega mjög í mun að fræða lesendur, segja frá sérkennum, benda á fegurðina, sem blasir við við hvert fótmál, vilji menn bergja af þeim branni, en jafnframt innræta þeim auðmýkt gagnvart lif- andi og lífvana náttúru. Honum er það fyllilega ljóst, og kemur það margoft fram, að núverandi ástand á hálendi er mjög ólíkt því sem var forðum. Framtíð hálendisins er nú í höndum okkar, og okkur ber skylda til að standa vörð um þá auðlegð, sem enn er eftir. Höfundur kemst á margan hátt vel frá þessu verki, er hann endur- segir fræðin og greinir frá athugun- um ýmissa náttúrufræðinga. Oft styðst hann við beinar tilvitnanir en á öðrum stöðum lætur hann undir höfuð leggjast að tilgreina heimildir. Vert hefði verið að nefna Guðmund hann sundur og saman án þess að stillingin haggaðist - að vísu má ekki gleyma hlut píanóstillarans Sigurðs Kristinssonar, er lamdi flygilinn dögum saman á undan tónleikum Iiro og félaga hans í Trio Töykeat, þekkjandi stíl Iiro. Múlinn hóf starfsemi sína á Jóm- frúnni en fluttist síðan í Sölvasal á Sólon Islandus. Ekki verður með sanni sagt að hljómgæði þessara sala hafi verið góður, en í Betri stofu Kaffi Reykjavíkur, þar sem fyrstu Múlatónleikar haustsins voru haldn- ir sunnudagskvöldið 8. október, er annað uppi á teningnum. Þar er hljómburður góður og stofan öll hin vistlegasta. Kuran I.ompaníið reið á vaðið í Betri stofunni og skipa það Szymon Kuran fiðlari og Hafdís Bjamadóttir gítarleikari. Szymon Kuran, Pólverjinn frækni, hefur sett mark sitt á íslenskt tón- listarlíf um árabil. Hann hefur lengi verið stqð og stytta Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, en er hættur þar störfum. Á djassvettvanginum hefur Kjartansson í sambandi við flokkun vatnsfalla og myndun stapa og Trausta Einarsson við skiptingu í há- og lághitasvæði. Þá er ekki rétt með farið, að Ingvi Þorsteinsson sé frumkvöðull að gróðurkortum, held- ur var það Björn Jóhannesson. Það er leitt að gleyma slíkum ágætis- mönnum. I bókinni er komið inn á mörg fræðasvið. Ósanngjarnt er að gera þá kröfu til höfundar, að hann sé vel heima í þeim öllum, en þá verður hann að þekkja sín takmörk og haga skrifum eftir því. Hvað grasafræði varðar, verður að segjast sem er, að þar er pottur víða brotinn. Sífelldur ruglingur er á notkun orðanna gróð- ur og flóra, en á þeim er grundvallar- munur. Lýsingar á plöntutegundum eru ffemur ómarkvissar. Sagt er, að laufblað á ljónslappa sé handskipt, en það er fingrað; blöð holtasóleyjar eru sögð trékennd en hið rétta er, að þau eru skinnkennd en sitja á tré- kenndum stilk; ekkert er til, sem heitir »komsúrulaukar« (bls. 188) og á höfundur annaðhvort við jarð- stöngul eða æxlikorn (vallarkom), svo að fáein dæmi séu nefnd. Hér er kannski um sparðatíning að ræða, en hitt er sýnu verra, þegar höfundur klúðrar algildum sannindum, eins og þar sem segir (bls. 130), að »sumar tegundir tillífa ljós«. Hið rétta er, að sumar tegundir tillífa koltvíoxíð og vatn og nota til þess ljósorku. Einnig má geta þess, að skilgreining á eðlis- varma er ekki kórrétt. Mest sakna eg þess, að veðráttu eru gerð lítil skil. Hiti (þar notar höf. hitastig), úrkoma, snjóalög, tíðleiki vinda og sólfar ráða svo miklu um líf- ríkið, að full þörf er á að greina frá því meira en í almennum orðum. Ætla mætti, að höfundur hefði kom- izt að því á ferðum sínum, að nokkur hann verið þekktastur fyrir leik sinn í sígunasveiflusveitinni Kuran sving og áður sem fiðlari bræðingssveitar- innar Súldar. Hafdís Bjamadóttir er enn nemandi við djassdeild Tónlist- arskóla FÍH en hefur þó oft leikið opinberlega með ýmsum hljómsveit- um - en upp á síðkastið fyrst og fremst með Kuran kompaníinu. Þau era nýkomin úr tónleikaför frá Belg- íu og Danmörku. Flest verkanna sem þau fluttu vora frumsamin eða spunnin á staðn- um. Tvö vora þó af þekktara taginu; Corcovado Jobims og Sagn Arild Andersens. Þeim tókst mun betur að koma til skila hinni norsku þjólaga- hefð er Arild byggir verk sitt á en bossanóvu Jobims. Meðal spuna- verkanna var blús þarsem Foxy lady Jimi Hendrix skaut skemmtilega upp kollinum. Hafdís hefur margt til branns að bera og hinn einfaldi stíll hennar býr yfir persónulegum þokka, en enn er langt í land til hinna þroskuðu listamannalendna. Szym- on er í mörgu snjall í spunanum, en þegar klassískur djass er annars munur sé á lífríki hálendisins á hin- um ýmsu stöðum, en hvergi era dregin nein slík mörk. Hann minnist á, að norðan jökla sé úrkoma lítil, en það þarf ekki endilega þýða, að það hamli vexti allra lífvera, heldur verð- ur lífríkið með öðrum svip. Orðfæri bókarinnar er allgott, þegar á heildina er litið. Nú er í tísku að tala um alls konar »banka« og hér era bæði þjóðleiðir og ritstörf Egg- erts og Bjarna kölluð »þekkingar- bankar« og afstaða gjóskulags til leiðarlaga er nefnd »tól gjóskulaga- fræðinga«. Sagt er, að svifkrabbar lifi »á opnu vatni« yfir djúpinu, og straumandasteggir séu »fagurlitað- ir«. I fyrra tilviki er átt við það, sem flestir kalla »vatnsbol« (pelagial), og réttara er að segja, að steggir séu fagurlitir. Þá má minna á, að betur fer á að segja, að landsvæði sé í vari fyrir regni heldur en í »regn- skugga«. Að sönnu koma fjöldamörg ör- nefni fyrir, en eins og flestir vita er ekki vandalaust að fara þar rétt með. Hér hefur vel til tekizt; reyndar er Jökulsá í Fljótsdal nefnd »á Fljóts- dal« á einum stað og á korti, og Þjófadalir era nefndir Miðdalir (Miðdalur) í texta en ekki á korti. Allmargar teikningar era í bókinni og era þær flestar af plöntum. Teikningar af háplöntum (æðaplönt- um) era sóttar í tvær sænskar bæk- ur og era skínandi vel gerðar. Þar sem vaxtarmót tegunda á hálendi landsins er oft með öðram svip en annars staðar á Norðurlöndum er yf- irbragðið mjög framandi. Illa hefur tekizt til við mynd, sem á að sýna fjallabrúðu (bls. 273), því að hún er af snænarvagrasi. Litteikningar af mosum era gerðar af hagleik sem slíkar, en þær, sem eiga að sýna keldukló, tjarnahrók, tjarnakrækju um set vegan dvínar styrkur hans. Á sunnudagskvöldið var lék nokk- urra daga gömul hljómsveit spuna- verk, er byggð vora á stefjum og hugmyndum píanista sveitarinnar, Davíðs Þórs Jónssonar. Andanak nefndist sveitin og hljóp í skarðið fyrir Flís tríóið sem hefur bæði Dav- íð og Helga trommara innanborðs. Tónleikamir hófust á löngum spuna í anda hins hefðbundna frjáls- djass og þar opinberaðist bæði styrkur og veikleiki sveitarinnar. Leikgleðin perlaði af þeim og þegar eggjandi fönkhrynurinn tók völdin sauð á keipum. Aftur á móti gekk þeim illa að grípa hugmyndir hvers annars á loft og þróa áfram og frjáls ryþmaleikur fór fyrir lítið. En þeir gáfust aldrei upp og eftir sem leið á kvöldið óx þeim ásmegin. Sveimur nefndist annað verkið á dagskránni og fönkteknóblærinn minnti stund- um á RinneRadio og Hrafn með langar líðandi línur, ekki óskyldar þeim er Gato Barbieri kenndi heilli saxófónkynslóð. Eftir hlé upphófst blús og tókst og lindaskart, svo að dæmi sé tekið, era tæpast líkar þeim. Hér hefur eitthvað farið úrskeiðis. Á bls. 24 er ágæt ljósmynd af lindaskarti en þar er nafnsins ekki getið. Sem fyrr segir prýða fjöldamarg- ar litljósmyndir síður bókarinnar og í þeim er styrkur hennar falinn. Höf- undur hefur tekið sjálfur flestar myndanna en einstöku mynd hefur hann fengið frá öðrum, enda væri það með ólíkindum hefði honum tek- izt að ná þeim öllum. Það skemmti- lega við myndirnar er, að þær era mjög ólíkar hver annarri. Mynd- bygging, birta og sjónvídd era hver með sínum hætti í myndunum og ljær það bókinni fallegan heildar- svip. Hins vegar er oft erfitt að átta sig á því hvar er að finna texta við myndirnar. Bókin er fagur prent- gripur, prentun og litgreiningar eru vel af hendi leystar. Prófarkalestur og allur frágangur er mjög vandað- ur; prentvillur era sárafáar og auð- ráðnar (t.d. pagíoklas fyrir plagíók- las) Við lestur bókarinnar ætti engum að blandast hugur um, að hálendi landsins er magnþrangið, hvernig sem á það er litið. Mikill fróðleikur er hér saman kominn og heildar- myndin er skýr. Höfundi hefur tekizt að hrífa lesandann með sér og hann hefur lætt að honum því viðhorfi, að hér sé fjársjóður, sem standa beri vörð um; forsenda þess að skilja og virða samhengi náttúrunnar er heildarsýn, segir á ein.um stað við lok bókar. Höfundi hefur sannarlega auðnast að veita okkur hana og fyrir því mun bók þessi væntanlega stuðla að betri umgengni og umhirðu á há- lendinu en hingað til. Verði svo hygg eg, að höfundurinn megi una glaður að loknu stóru og fallegu verki Ágúst H. Bjarnason Davíð Þór að gamerísera leik sinn áður en Hrafn upphóf riffblástur við fönkaðan hryn. Nefndi Davíð þenn- an þriðja þátt Blús í ö. Lokaverkið kallar Davíð Einir og ríktu þar spænsk áhrif eins og hjá Miles og Gil Evans eða Corea á stundum. Hrafn blés ágætan frí- djasssóló hefðbundinn (Murray ætt- in), en einsog fyrri daginn tókst þeim ekki að ná saman fyrr en hrynurinn varð fönkaðri og að lokum varð Einir hin fegursta ballaða. Þessir tónleikar voru hinir ánægjulegustu, sér í lagi vegna þess hversu opnir þessi ungu piltar era fyrir áhrifum úr öllum áttum og vinna úr þeim á eigin forsendum. Davíð og Helgi búa yfir mikilli spila- reynslu og Hrafn lék um tíma með Jagúar. Róbert er nýgræðingur en lofar góðu og margt í sólóum hans bar hugmyndaauðgi vitni. Á sunnudagskvöldið kemur verða ungliðar enn á ferð undir stjórn Helga trommuleikara. Er það hin firnaskemmtilega hljómsveit Drum And Brass og spannar efnisskráin vítt svið - meira að segja lög úr Kardimommubænum. Vernharður Linnet Múlinn flytur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.