Morgunblaðið - 25.10.2000, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 33
plmrgnwMnMlí
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
VÆNDIÁ ÍSLANDI?
SL. FIMMTUDAG skrifaði
Rannveig Jónsdóttir fram-
haldsskólakennari grein hér í
Morgunblaðið þar sem hún rifjaði
upp umræður sem urðu á ráðstefn-
unni Konur og lýðræði fyrir u.þ.b. ári
og vöktu mikla athygli og sagði:
„Forsögu málsins má rekja til fyrri
hluta október árið 1999 þegar ráð-
stefnan Konur og lýðræði var haldin í
Reykjavík að tilstuðlan ríkisstjórnar
íslands. Þar vakti mesta athygli um-
ræðan um hina hættulegu og niður-
lægjandi verzlun með manneskjur
sem sendar eru í gróðaskyni á milli
landa til starfa við klám og vændi.
Um svipað leyti fór hópur kvenna í
vettvangskönnun á nektardansstað-
ina sjö í Reykjavík en sá fyrsti var
opnaður í ársbyrjun 1995.“
I grein sinni sl. fimmtudag ítrekaði
Rannveig Jónsdóttir síðan nokkrar
spurningar til dómsmálaráðherra um
„rannsókn á starfsemi nektardans-
staðanna og hvaða aðilar erlendir og
innlendir græddu á hugsanlegu
vændi tengdu þessari starfsemi.“
í Morgunblaðinu sl. laugardag
svaraði Ingvi Hrafn Oskarsson, að-
stoðarmaður dómsmálaráðherra,
spurningum Rannveigar Jónsdóttur
og sagði: „Um leið og umræða um
starfsemi nektardansstaða og mögu-
legt vændi kom upp brást ráðherra
við og kallaði eftir tillögum frá fag-
aðilum um hvernig mögulegt væri að
gera rannsókn á viðfangsefninu. Sú
rannsóknarvinna hefur nú staðið yfir
í nokkra mánuði eins og áður sagði en
það er klárt að vændi er afar vand-
meðfarið rannsóknarviðfangsefni.
Athæfið er ólöglegt og því dulið - fáir
vilja viðurkenna þátttöku, hvorki að
þeir bjóði slíka þjónustu né hafi þegið
hana. Þá eru fyrirliggjandi opinþerar
upplýsingar af skornum skammti...!
rannsókninni hefur verið leitast við
að kanna hvort vændi sé stundað
meðal ungs fólks og hvað knýi það til
þess að afla fjármagns með þeim
hætti. Leitast hefur verið við að
draga upp mynd af aðstæðum þess-
ara ungmenna. Þá hefur athygli
beinzt að starfsemi nektardansstaða
með það að markmiði að varpa ljósi á
hugsanlegt vændi í tengslum við
starfsemina...Eg tel ekki fráleitt að
ætla að þessi rannsókn veiti okkur
skarpari sýn á eðli og útþreiðslu
vændis á Islandi þó að of snemmt sé
nú að fullyrða nokkuð þar um. Ég tel
líka mikilvægt að geta þess að sam-
hliða þessari rannsókn er nú á vegum
dómsmálaráðuneytisins unnið að ít-
arlegri skýrslu um samanburð á laga-
umhverfi á íslandi og annars staðar
varðandi löggjöf og eftirlit með
klámi, vændi o.fl.“
Það er ljóst, að Islendingum mun
bregða í brún ef í ljós kemur við ofan-
greinda rannsókn að vændi sé stund-
að á íslandi.
Erlendir löggæzlumenn, sem hing-
að hafa komið, hafa varað íslenzk
stjórnvöld við því, að reynslan alls
staðar sé sú, að í kjölfar starfsemi
nektardansstaða sigli eitulyfjanotk-
un og vændi.
Það er þakkarvert, að nokkur hóp-
ur íslenzkra kvenna hefur tekið hönd-
um saman um að vekja athygli á
þessu vandamáli og það er jafnframt
ljóst af grein aðstoðarmanns dóms-
málaráðherra, að nú stendur yfir um-
fangsmikil vinna við rannsókn máls-
ins.
Þegar vandinn hefur verið kort-
lagður með þessum hætti er tilefni til
að hefjast handa um að sporna gegn
þessari þróun. Það er okkur Islend-
ingum kappsmál, að þessi starfsemi
skjóti ekki rótum hér á landi.
UMRÆÐUR UM MATARÆÐI
UMRÆÐUR um mataræði eru að
aukast mikið og eru af hinu
góða. Þær sýna vaxandi skilning al-
mennings á því, að beint samband
getur verið á milli mataræðis fólks
og heilsufars þess.
Nýjasta dæmi um þessar umræð-
ur er málþing, sem Náttúrulækn-
ingafélag Islands efndi til í síðustu
viku, þar sem varpað var fram þeirri
spurningu hvort sykur væri hættu-
laus orkugjafi eða skaðvaldur.
Skoðanir þeirra sem töluðu á mál-
þinginu voru skiptar urn þessa
spurningu. Jón Bragi Bjarnason líf-
efnafræðingur sagði að stóraukin
sykurneyzla á þessai'i öld hefði
haldizt í hendur við skuggalega
aukningu ýmissa sjúkdóma, svo sem
sykursýki, offitu og kransæðasjúk-
dóma. Jónas Kristjánsson, ritstjóri
DV, gerði að umtalsefni harnaaf-
mæli nútímans, þar sem börnin færu
gjarnan á „sykurfyllerí" eins og
hann komst að orði og sagði, að
flestir myndu kannast við þær ger-
breytingar sem gætu orðið á börn-
um við mikið sykurát.
Anna Sigríður Olafsdóttir nær-
ingarfræðingur tók ekki jafnsterkt
til orða en sagði ljóst að sykur-
neyzla íslendinga væri meiri en
æskilegt gæti talizt. Sykur væri
munaður sem hægt væri að leyfa sér
í hæfilegu magni. Þorbjörg Haf-
steinsdóttir hjúkrunarfræðingur
lýsti þeirri skoðun, að fræða þyrfti
börn um skaðleg áhrif óhóflegrar
sykurneyzlu.
Umræður sem þessar eru mikil-
vægur þáttur í að vekja fólk til vit-
undar um mataræði sitt. Hins vegar
veldur það hinum almenna borgara
vandræðum hvað hann fær misvís-
andi ráðleggingar frá hinum ýmsu
sérfræðingum um það, hvað telst
hollt og óhollt. Það vekur upp
spurningar um hvort ráðgjöfin sé al-
mennt ekki byggð á nægilega
traustum grunni rannsókna og
þekkingar.
Líklega þarf að stórauka kennslu
og fræðslu í skólum um mataræði al-
mennt. Það getur að vísu verið erfitt
ef fræðimenn greinir á um grund-
vallaratriði varðandi hollustu mat-
væla. En engu að síður er það bezta
leiðin til þess að hafa á löngum tíma
varanleg áhrif á mataræði Islend-
inga og er um leið eitthvert bezta
forvarnarstarf sem hægt er að vinna
í þágu bættrar heilsu landsmanna.
Öryrkjum fjölgar stöðugt, en tæplega 10.000 öryrkjar fengu greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins á síðasta ári
43% öryrkja fá
engar greiðslur
úr lífeyrissjoðum
Öryrkjar fengu á síðasta ári samtals 5,8
milljarða í tryggingabætur frá Trygginga-
stofnun. Lífeyrissjóðirnir greiddu hins
vegar samtals tæplega 2,7 milljarða í ör-
orkulífeyri. Um 43% allra öryrkja fá engar
greiðslur úr lífeyrissjóðum og bygg,ja því
afkomu sína fyrst og fremst á bótum al-
mannatrygginga, sem hafa ekki haldið í við
almenna launaþróun á síðustu árum. Egill
Qlafsson skoðaði kjör öryrkja á Islandi.
Öryrkjabandalagið höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tengingar örorkubóta við tekjur maka. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar-
lögmaður flutti málið gegn Tryggingastofnun fyrir hönd stefnanda og sést hér á tali við forystumenn Öryrlqabandalagsins.
Kau laun pmátti a verk ir lí aka feyriss rla 19: preiðslr B7-199 ia c 9 >g lágmarl • : ÍRÍ CS-
IDU I - 1
, loU Ka jpmá ttarvíéitala ágma kslai na ve rkaka la —
14U i A I # I „ i
loU % 2
lzU 110 - wT i—
100 Kau pmátl i-—' arvísiiala lífeyrisc reiðsl na me ð ein jreiðí u A 'O
yu ’8 7 '8 8 ’8 9 ’9 0 ’91 '92 '9 3 ’9 4 ’9 5 ’9 6 ’f >7 '9 8 '9 I 9 S
EGAR talað er um ör-
yrkja er nauðsynlegt að
hafa í huga að öryrkjar
eru fjölbreyttur hópur
og ekki eru kjör allra þau sömu.
Staða þeirra sem hafa orðið ör-
yrkjar á miðjum aldri er ólík
þeirra sem hafa verið öryrkjar frá
fæðingu og aldrei komist út á
vinnumarkaðinn. Fyri-nefndi hóp-
urinn hefur yfírleitt verið á vinn-
umarkaði og fær því greiðslur úr
lífeyrissjóði. Þeir sem hafa verið
fatlaðir frá fæðingu njóta ekki
slíkra greiðslna, en stór hluti
þeirra er hins vegar inni á stofn-
unum og nýtur þar umönnunar.
Þá má ekki gleyma að hluti ör-
yrkja er á vinnumarkaði. Árið 1997
höfðu 38% öryrkja atvinnutekjur
og námu meðalatvinnutekjur
þeiiTa 36.500 kr. á mánuði eða
svipaðri upphæð og örorkulífeyrir
og tekjutrygging námu á þeim
tíma. Flestir öryrkjar sem eru á
vinnumarkaðinum eru í hlutastarfí.
í grein sem birtist í Morgun-
blaðinu fyrr í þessum mánuði er
komist að þeirri niðurstöðu að elli-
lífeyrir og tekjuti'ygging hafí ekki
haldið í við hækkun launavísitölu.
Kaupmáttur launa hafi hækkað um
26,3% frá árinu 1995 til dagsins í
dag á meðan kaupmáttur tekju-
tryggingar og ellilífeyris hafi
hækkað um 14,8%. Kaupmáttur
örorkulífeyris og tekjutryggingar
hefur hækkað um sömu tölu.
f Staðtölum Tryggingastofnunar
fyrir árið 1999 er hækkun lífeyris-
greiðslna borinn saman við
lágmarkslaun verkakarla. Lág-
markslaun verkakarla hækkuðu
frá 1995-1999 um 42% á meðan líf-
eyrir og tekjutrygging hækkuðu
samtals um 21,5%.
Jón Sæmundur Sigurjónsson,
hagfræðingur hjá heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytinu, segir að
taka verði tillit til þess að á þessu
tímabili hafi verið gerðar margvís-
legar breytingar á reglum sem
bæti stöðu öryrkja umfram hækk-
un helstu bótaflokka. T.d. hafi ver-
ið dregið úr tekjutengingu við
tekjur maka öiyrkja, bifreiða-
styrkjum til hreyfihamlaðra hafi
verið fjölgað og styrkirnir jafn-
framt hækkað og niðurgreiðslur á
tannlæknakostnaði örykja hafi
verið auknai’.
Garðar Sverrisson, formaður
Öryrkjabandalagsins, segir að
kaupmáttur öryi-kja sé almennt
lakari í dag en hann var fyrir rúm-
um áratug. Staðtölur Trygginga-
stofnunar sýni að kaupmáttur
þeirra slagi rétt upp í það sem
hann var árið 1988. Hér sé þó ekki
tekið tillit til þess hve hefðbundinn
kaupmáttarútreikningur sé blekkj-
andi þegar um kaupmátt öryrkja
sé að ræða vegna þess að útgjöld
eins og símkostnaður, lyf og hús-
næðiskostnaður vegi mun þyngra
hjá öryrkjum en öðrum, að ekki sé
talað um raunlækkun skattleysis-
mai-ka, sem hafi meiri áhrif á
kaupmátt öryrkja en annarra.
Samkvæmt skýrslu um stöðu,
aðbúnað og kjör öryrkja, sem unn-
in var fyrir forsætisráðherra fyrir
tveimur árum áttu 40% einhleypra
öryrkja fasteign og 89% hjóna.
Garðar segir að húsaleiga hafi
hækkað mjög mikið á síðustu ár-
um og þetta komi afar illa við hóp
öryrkja sem sumir þurfi að greiða
háa ieigu af tryggingabótum.
Hækkun á húsnæðislið valdi því að
margii' öiyrkjai’ séu mun verr
settir í dag en þeir voru fyrir
nokkrum árum. Það sé t.d. mikið
hagsmunamál öryrkja að húsa-
leigubætur verði skattfrjálsar.
A aðalfundi Öryrkjabandalags-
ins, sem haldinn var um síðustu
helgi, var lögð áhersla á að bætur
almannatrygginga yrðu hækkaðar
til samræmis við bætur þjóða sem
hafa sambærilegar þjóðartekjur.
Jafnframt var hvatt til þess að
dregið yrði úr tekjutengingu bóta.
Umdeild tenging
við tekjur maka
Að undanförnu hefur mikið ver-
ið rætt um tengingu tekna maka
öryrkja við greiðslur frá
Tryggingastofnun. Öryrkjabanda-
lagið hefur barist gegn þessari
tengingu og hefur raunar höfðað
dómsmál til að fá þessa tengingu
dæmda ólöglega. Þeir unnu málið
að hluta til í héraðsdómi, en málið
kemur til kasta hæstaréttai' í lok
þessa árs. Þá hafa þingmenn Sam-
fylkingarinnar lagt fram frumvarp
á Alþingi um að dregið verði veru-
lega úr þessari tengingu.
Gagnrýni á tengingu tekna bóta-
þega við tekjur maka varð til þess
að árið 1998 var ákvæði um tekju-
tengingu sett í lög, en áður var
einungis kveðið á um þetta í reglu-
gerð. Jafnframt var dregið úr
tekjutengingu á þann hátt að frí-
tekjumark var hækkað verulega.
Samtals nam kostnaður við þessa
breytingu 500 milljónum og náði
hún til um 18.000 einstaklinga,
jafnt öryrkja sem aldraðra.
I dag er tekjutengingin með
þeim hætti að fjölskyldutekjur ör-
yrkja og maka hans fara að skerð-
ast þegar þær eru 136 þúsund
krónur á mánuði. Skerðingarprós-
entan er 45% á bætur sem eru um-
fram þetta mark. Tekjutrygging
fellur niður þegar sameiginlegar
tekjur hjóna hafa náð 270 þúsund
krónum.
Jón Sæmundur sagði að menn
yrðu að hafa í huga að tekjuteng-
ing í almannatryggingakerfinu
hefði alla tíð verið til staðar frá því
kerfinu var komið á fót árið 1936.
Þegar tekjutrygging var tekin upp
í almannatiyggingalögum árið
1971 hefði verið ákveðið að bætur
öryrkja og ellilífeyrisþega skertust
ef tekjur maka færu upp fyrir
ákveðið mark. Frá 1998 hefðu tví-
vegis verið stigin skref í þá átt að
draga úr þessari tengingu.
Jón Sæmundur sagði það sína
ÖRYRKJUM hefur fjölgað mikið
á síðustu árum samkvæmt tölum
Tryggingastofnunar ríkisins. Ár-
ið 1985 voru 3.456 öryrkjar hér
á iandi, en 10 árum síðar voru
þeir orðnir tvöfalt fleiri eða
7.175. I lok síðasta árs voru ör-
yrkjar orðnir 8.673. Aukningin á
siðasta ári nam 8,7%. Hafa þarf í
huga að örorkustyrkþegum, þ.e.
þeim sem eru nieð 50-75% ör-
orku, fækkaði á síðasta ári úr
1.629 í 1.185'. Það má því draga
þá ályktun að skilgreind örorka
einhvers hóps öryrkja hafi verið
aukin. Samtals fjölgaði örorku-
lífeyrisþegum og örorkustyrks-
þegum á síðasta ári um 2,6%.
Það er athyglisvert að 60,5%
allra öryrkja eru konur. Reynd-
ar er hlutfail öryrkja hærra
meðal karla en kvenna í ald-
urshópnum 16-24 ára, en í öðr-
um aldurshópum hafa konurnar
vinninginn.
Geðsjúkum og bak-
veikum fjölgar mest
Sigurður Thorlacius, yfir-
læknir Tryggingastofnunar,
sagði að í upphafi þessa ára-
tugar hefðu menn talið að mikil
fjölgun öryrkja tengdist einkum
auknu atvinnuleysi og erfiðleik-
um í efnahagslífi landsmanna.
En fjölgun öryrkja hefði haldið
áfram á síðustu árum þrátt fyrir
skoðun að ef ætti að ganga lengra
í að draga úr tengingu við tekjur
maka öryrkja og ellilífeyrisþega
yrði um leið að horfa til annarra
hópa öryrkja. Öryi-kjar sem ættu
maka á vinnumarkaði hefðu það
fjárhagslega mun betra en t.d.
ógiftir öryrkjar og hjón þegar
bæði væru bótaþegar.
Jón Sæmundur sagði að það
væri ekki rétt sem haldið hefði
verið fram að bætur almanna-
trygginga væru hvergi tengdar við
tekjur maka nema á Islandi. Slíkar
tengingar hefðu verið teknar upp j
Danmörku fyrir þremur árum. I
almannatryggingakerfinu í Svíþjóð
og Noregi væru slíkar tengingar,
en útfærðar með öðrum hætti en
hér og Bretar ætluðu að taka upp
slíkar tengingar á næsta ári.
Garðar sagði að þótt svo kynni
lítið atvinnuleysi og bætta stöðu
efnahagsmála. Hann sagði að
verið væri að skoða þessi mál
sérstaklega á vegum Trygginga-
stofnunar, en niðurstöður lægju
ekki fyrir. Það lægi þó fyrir að
fjölmennustu hópar öryrkja
væru þeir sem ættu við geð-
raskanir að stríða og bilað stoð-
kerfi þ.e. bakveiki. Aukningin
væri einnig mest í þessum hóp-
um. Það vekti einnig athygli
hvað örorka væri algeng meðal
ungs fólks.
Sigurður sagði að nýverið
að vera að bætur öryrkja væru
annars staðar eitthvað tengdar
tekjum maka, væri hvergi í hinum
siðaða heimi gengið jafnlangt í
þeim efnum og hér. Öryrkjabanda-
lagið gerði ekki athugasemd við að
öryrkjar sem færu í sambúð væru
sviptir heimilisuppbót og sérstakri
heimilisuppbót, samtals 21 þúsund
krónum, en það gerði alvarlega at-
hugasemd við að gengið væri
lengra og lögvernduð tekjuti-ygg-
ing þeirra skert. Hann benti jafn-
fram á að um % hlutar þeirra sem
lentu í þessari skerðingu væru
konur. Það væri því jafnréttismál í
fleiri en einum skilningi að fá
þessa skerðingu afnumda.
Greiðslur Tryggingastofnunar
til öi’yrkja eru byggðai- upp með
sambærilegum hætti og lífeyris-
greiðslur til eldri borgara. Öryrkj-
hefði verið gerð sú breyting að
skilgreind örorka væri nú ein-
vörðungu metin út frá læknis-
fræðilegu ástandi einstakl-
ingsins, en áður var
örorkuhugtakið einnig tengt
tekjum. Hann sagði að þessi
breyting hefði ollið tíinabundinni
fjölgun öryrkja.
Endurhæfing
öryrkja efld
Sigurður sagði að það væri
mat sérfræðinga að ein af ástæð-
um fyrir fjölgun öryrkja væri sú
ar eiga rétt á örorkulífeyri sem er
í dag 17.715 kr. á mánuði. í fyrra
fengu 8.673 öryrkjar samtals
greiddar 1.694 milljónir í örorkulí-
feyri.
Öryrkjar eiga einnig rétt á
tekjutryggingu sem óskert nemur
31.313 kr. á mánuði. í fyrra fengu
7.251 öryrkjar samtals 2.311 mil-
ljónir kr. í tekjutryggingu.
Öryrkjar sem búa einir og njóta
ekki fjárhagslegs hagræðis af sam-
búð við aðra geta einnig fengið
greidda heimilisuppbót og nemur
hún í dag 14.564 kr. á mánuði. Á
síðasta ári fengu 2.454 öryrkjar
heimilisuppbót, þar af 1.618
óskerta. Samtals námu þessar
greiðslur 384 milljónum í fyrra.
Öryrkjar geta einnig fengið sér-
staka heimilisuppbót. Aðeins þeir
sem búa einir geta fengið þessar
að hér væru ekki nægilega öflug
endurhæfingarúrræði. Á síðasta
ári hefði verið sett af stað vinna
sem miðaði að því að auka end-
urhæfingu öryrkja, sem sérstök
matsnefnd teldi að ættu erindi í
slíka endurhæfingu. Hann sagð-
ist vonast eftir að þetta skilaði
árangri, en lengri tími þyrfti að
líða áður en ljóst væri hvort
þetta skilaði tilætluðum árangri.
Sigurður sagði að sama þróun
hefði orðið á hinum Norðurlönd-
unum. I Svíþjóð hefði öryrkjum
fjölgað mikið fram undir 1990,
en þá hefði verið sett af stað
mjög öflug endurhæfing með
það að markmiði að gera öryrkj-
um kleift að fara aftur út á
vinnumarkaðinn. Þá hefði ör-
yrkjum fækkað verulega, en
fjölgað aftur um miðjan ára-
tuginn. Sigurður sagði að nýlega
hefði komið út skýrsla í Svíþjóð
um ástæður þessa og væri nið-
urstaða hennar að endur-
hæfingin væri ekki nægilega
markviss og það þyrfti að auka
hana. f skýrslunni kemur fram
að fyrir hverja krónu sein al-
mannatryggingar settu í endur-
hæfingu kæmu sjö krónur til
baka. Sigurður sagðist telja að
yfirfæra mætti þessar tölur á
ísland ef litið væri til kostnaðar
Tryggingastofnunar og lífeyris-
sjóðanna af örorku.
greiðslur og skerðast þær ekki þó
að viðkomandi fái húsaleigubætur
og fjárhags aðstoð frá sveitarfé-
lagi. Sérstök heimilisuppbót nem-
ur nú 7.124 kr. á mánuði. Hana
fengu 710 öryrkjar á síðasta ári,
þar af 455 óskerta. Bæturnar
námu samtals 55 milljónum króna.
Þeir sem eru með 50-74% ör-
orku fá greiddan örorkustyrk frá
Tryggingastofnun. Á síðasta ári
fengu 1.185 örorkustyrk frá stofn-
uninni, samtals 215 milljónir.
Þá eru ótaldar 632 milljónir sem
greiddar voru í barnalífeyri vegna
örorku foreldris til 2.440 einstakl-
inga. Ennfremur voru greiddar
269 milljónir í uppbætur á
örorkulífeyri, 48 milljónir í vasap-
eninga til öryrkja, 124 milljónir í
bensínstyrk og 82 milljónir í bíla-
kaupastyrk.
Samtals námu greiðslur Trygg-
ingastofnunar til öiyi’kja 5.814
milljónum í fyri'a.
Lífeyrissjóðirnir greiddu
2,7 milljarða til öryrkja
Lífeyrissjóðirnir greiða samtals
mun lægri upphæð til öryrkja en
Tryggingastofnun. Á síðasta ári
greiddu lífeyrissjóðirnii’ samtals
tæplega 2,7 milljarða í örorkulíf-
eyri. Auk þess gi-eiddu sjóðirnir
260 milljónir í barnalífeyri, en
þom þeirrar upphæðar var
greiddur vegna barna öryrkja, 18
ára og yngri.
Lög um starfsemi lífeyrissjóða
kveða á um viss lágmarksréttindi,
en nokkrir sjóðir tryggja öryrkj-
um viðbótarréttindi. Lífeyrissjóð-
unum er skylt að gi'eiða öryrkjum
bætur sem hafa að lágmarki orðið
fyrir 50% örorkutapi. Fyrstu árin
eru greiðslur miðaðar við það starf
sem viðkomandi gegndi áður en
hann varð öryrki, en eftir 3-5 ár
miðast greiðslur við almennt starf.
Annað meginmai'kmið lífeyris-
sjóðanna er að tryggja sjóðsfélaga
fyrii' fjárhagslegum áföllum sem
orsakast af varanlegi'i örorku.
Þetta er gert með því að lífeyris-
réttindi öryi'kja eru framreiknuð
miðað við þau réttindi sem hann
hefði unnið sér inn, miðað við
óbreytt iðgjöld, þegar hann er 67
ára. Skilyrði er að viðkomandi hafi
greitt til lífeyrissjóðanna í þrjú ár
af síðustu fjórum, þar af í a.m.k. 6
mánuði af síðustu 12. Ororkulífeyr-
ir öryrkja sem ekki eiga rétt á
framreikningi miðast við áunnin
stig í lífeyrissjóði.
Almennu lífeyrissjóðirnir greiða
mun hærri örorkulífejTÍ en lífeyr-
issjóðir ríkisins og sveitarfélag-
anna. Á síðasta ári fóru 25,2% af
öllum lífeyrisgreiðslum almennu
lífeyrissjóðanna í að greiða örorku-
lífeyi-i, en 4,4% opinbeiu lífeyris-
sjóðanna. Ástæðan fyrir þessu er
sú að örorkulífeyrisréttindi opin- f*
beru lífeyrissjóðanna era mun
verri en hinna. Örorkulífeyrisrétt-
indi opinberra starfsmanna eru að-
eins framreiknuð vegna orkutaps
sem rekja má til starfs viðkom-
andi. Þessu ákvæði hefur reyndar
verið breytt í nýni deild Lífeyris-
sjóðs starfsmanna ríkisins og nýj-
um Lífeyrissjóði sveitarfélaga. Þar
eru örorkulífeyrisréttindi sniðin að
réttindum almennu lífeyrissjóð-
anna.
43% öryrkja fá engar
greiðslur úr lífeyrissjóðum
Samkvæmt skýrslu forsætisráð-
hen'a um kjör öryrkja, sem lögð
var fram á Álþingi í fyrra, fá 43% ^
allra öi-yrkja engar greiðslur úr
lífeyrissjóðum. Samkvæmt skýrsl-
unni fengu 20% þeirra sem fengu
einhverjar greiðslur úr líf-
eyrissjóði árið 1997 innan við 10
þúsund krónur á mánuði og 42%
fengu yfir 30 þúsund.
Þorri þeirra sem fá örorkulífeyri
fá hann á gi-undvelli framreiknings
réttinda, að sögn Matthildar Her-
mannsdóttur hjá Reiknistofu líf-
eyrissjóðanna. Framreikningurinn
miðast við iðgjaldagi'eiðslur. Þar
sem iðgjöld voru fram til 1990 ein-
ungis gi-eidd af dagvinnulaunum
en ekki heildarlaunum nema líf-
eyrisgi'eiðslur til öryrkja sem urðu
fyrir örorku fyrir 10 árum almennt
lægri upphæðum en til þeirra sem
hafa oi'ðið fyi’ir örorku á síðustu
árum.
Um 4.000 öryrkjar fengu
greiddan örorkulífeyri frá lífeyi'is-
sjóðum sem eni í þjónustu hjá
Reiknistofu lífeyrissjóðanna, en
það eru allir lífeyrissjóðir verka-
fólks á landsbyggðinni, lífeyiis-
sjóðirnir Framsýn, Lífiðn, Samein-
aði lífeyrissjóðurinn og
Söfnunai'sjóður lífeyrisréttinda.
Meðalgreiðslur til þessara lífeyris-
þega á mánuði námu um 30.000 kr.
Stærsti lífeyrissjóður landsins, Líf-
eyrissjóður verslunarmanna,
greiddi svipaða upphæð að meðal-
tali á mánuði í örorkulífeyri til ör-
yrkja á síðasta ári. Það verður að
hafa í huga að þessar meðaltalstöl-
ur segja ekki nema hálfa sögu
vegna þess hversu breytilegt það
er hvað öryrkjar fá frá lífeyris-
sjóðunum.
Oryrkjum fjölgaði um 8,7% í fyrra