Morgunblaðið - 25.10.2000, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 25.10.2000, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 37 Uppgjör slysabóta og örorkulífeyrir GUÐMUNDUR Ingi Kristinsson skrif- ar grein í Morgunblað- ið 11. október sl. þar sem hann gagnrýnir Vátryggingafélag Is- lands fyrir uppgjör á tjónabótum vegna um- ferðarslyss. Gagnrýni hans beinist annars vegai- að meðferð gi-eiðslna frá Trygging- astofnun ríkisins og hins vegar að uppgjöri vaxta. Þótt félagið fjalh almennt ekki um mál- efni einstakra við- skiptavina á opinberum vettvangi, þykir nauð- synlegt að koma eftirfarandi á fram- færi. Guðmundur Ingi Kristinsson slas- aðist í umferðaróhappi 4. nóvember 1993. Hann var í rétti eins og sagt er, og var sú bifreið er tjóninu olli, tryggð hjá Tryggingafélaginu Skandia. Öll meðferð málsins var framan af í höndum Skandia, en frá 1. janúar 1997 var rekstur Skandia sameinaður rekstri Vátryggingafé- lags íslands hf., og hefur því af- greiðsla málsins verið á vegum VIS eftir það. Slysið leiddi til þess að Guðmund- ur varð óvinnufær. Fékk hann því greiðslur frá félaginu til þess að mæta því tekjutjóni sem hann varð fyrir. Einnig fékk hann greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. í upphafi var tjónið gert upp á grundvelli nið- urstöðu Örorkunefndar um afleið- ingar slyssins. Lögmaður Guðmund- ar gerði fyrirvara við uppgjörið og dómkvaddi matsmenn til að endur- meta afleiðingar slyssins. Niður- staða þeirra lá fyrir í ágúst 1999 þar sem þeir mátu tímalengd tímabund- innar óvinnufærni lengri en gert var í fyrra mati eða allt fram til 20. apríl 1998 en eftir þann tíma var metin varanleg örorka. Endanlegt loka- uppgjör tjónsins fór síðan fram í september 1999 og byggðist alfarið á Eggert Á. Sverrisson niðurstöðu hinna dóm- kvöddu matsmanna. Stærsti hluti upp- gjörs vegna slysatjóns Guðmundar er örorku- bætur en hluti af upp- gjöri til Guðmundar Inga í september 1999 var greiðsla fyrir tlih# bundið tekjutjón íyrir tímabilið frá fyrra upp- gjörstíma til 20. aprfl 1998. í 2. mgr. 2 gr. skaðabótalaga nr. 50/ 1993 segir „Frá skaða- bótum skal draga laun í veikinda- eða slysafor- föllum, dagpeninga og aðrar bætur frá opin- berum tryggingum fyrir tímabundið atvinnutjón og vátryggingabætur þegar greiðsla vátryggingafélags er raunveruleg skaðabót, svo og sam- bærilegar greiðslur sem tjónþoli fær vegna þess að hann er ekki full- vinnufær." Tryggingar Endanlegt lokauppgjör tjónsins, segir Eggert Á. Sverrisson, byggðist alfarið á niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna. Samkvæmt þessu ber að draga frá bótum fyrir tímabundið atvinnutjón þær greiðslur sem tjónþoli fær og ætlað er að koma í stað launa- greiðslna. Það skiptir því ekki máli hvort greiðslur frá Tryggingastofn- un ríkisins heita dagpeningar, ör- orkulífeyrir eða tekjutrygging, ef þeim er ætlað að koma í stað launa sem tjónþoli er ekki sjálfur fær um að afla vegna þess að hann er ekki fullvinnufær. Guðmundur bendir réttilega á, að í uppgjörsgögnum tjónsins er talað um dagpeninga í þessum frádráttar- lið, þó að hér sé ekki eingöngu um dagpeninga að ræða heldur fleiri greiðslur sem hann fékk frá Trygg- ingastofnun ríkisins á þeim tíma samkvæmt upplýsingum úr skatt- framtölum. Þetta eru mistök sem gerast í frágangi uppgjörsins en þau mistök má að hluta til rekja til þess að í kröfubréfi lögmanns Guðmund- ar, sem liggur til grundvallar bóta- uppgjörinu, er þessi greiðsla frá Tryggingastofnun kölluð dagpening- ar. Það brejtir þó ekki eðli málsins og er í samræmi við vitund og skoðun lögmanns Guðmundar enda miðar hann í kröfubréfi sínu til trygginga- félagsins við sömu frádráttarfjárhæð við uppgjör hins tímabundna tekju- tjóns og tryggingafélagið. Greiðslur, sem Guðmundur kann að hafa fengið frá Tryggingastofnun eftir 20. apríl 1998, koma hinsvegar ekki til frádráttar í þessu tjónsupp- gjöri. Skaðabótalög kveða skýrt á um það hvernig skuli reikna út vexti við tjónsuppgjör en samkvæmt 16. gr. laga nr. 50/1993 ber að reikna fulla vexti á bætur fyrir þjáningar, varan- legan miska og örorku frá slysdegi til uppgjörsdags. Þessir vextir eru verðtryggðir, þ.e.a.s. fjárhæðir sem eru viðmiðunarþáttur tjónaupp- gjörsins eru verðtryggðar írá slys- degi til uppgjörsdags og síðan eru reiknaðir vextir og vaxtavextir ofan á þá fjárhæð. Vátryggingafélagi íslands þykir leitt að standa í blaðaskrifum vegna uppgjörs á einstökum tjónum en tel- ur, að gefnu tilefni, nauðsynlegt að fram komi helstu atriði þess hvemig staðið var að þessum hluta uppgjörs við Guðmund Inga. Einnig skal tekið fram að uppgjörið var gert í fullu samráði við lögmann Guðmundar Inga á sínum tíma. Höfundur er framk væm das tj óri einstaklingstrygginga VÍS. Tíbrá - hvað er það? ÞAÐ ER mál manna að aldrei hafi tónlist- arlífið staðið með jafn miklum blóma hér á Fróni og nú um stund- ir. Má færa fyrir því margvísleg rök. Fjöldi og framboð tónleika af öllu tagi er slíkt að erf- itt er að fylgjast með því öllu. Sífellt bætast í hóp okkar vel mennt- aðir, hæfileikaríkir söngvarar og hljóð- færaleikarar og enn sem fyrr koma til okk- ar tónlistarmenn utan úr hinum stóra heimi og flytja okkur perlur tónbókmenntanna. Vandi hins al- menna tónlistarunnanda er aðallega í því fólginn að velja og hafna. Eitt mesta framfaraspor til efl- ingar tónlistinni hin síðari ár er áreiðanlega tilkoma Tónlistarhúss Kópavogs, sem nú hefur starfað í tæp tvö ár og hefur þegar rækilega haslað sér völl í menningarlífinu. I fyrsta sinn er risið hérlendis glæsi- legt, sérhannað, fullbúið tónlistar- hús með rómuðum hljómburði þar sem flytjendum jafnt sem áheyr- endum ei-u búnar bestu aðstæður. Bæjaryfii*völd í Kópavogi eiga vissulega hrós skilið fyr'v framtakið. I haust barst mér í nendu’ "etr- ardagskrá Salarins og ber þar hæst tónleikaröðina Tíbrá, sem Kópavog- ur stendui- að. Þar kennir margra grasa og er vel þess virði að fagur- kerar kanni þann akur gaumgæfi- lega. Undirritaður brá sér einmitt á Tíbrártónleika sunnudaginn 15. okt. sl. og hlýddi á Tékkana Ivan Zenaty fiðluleikara og Jaromir Klipac píanóleikara flytja okkur verk eftir þá Brahms, César Franck og Beethoven. Er skemmst frá því að segja að leikur þeirra hreif mig svo að ég get varla orða bundist og því hripa ég niður þessar línur. Þessir tónlistar- menn, með allan kúltúr Mið-Evrópu á bakinu, túlkuðu verk meistar- anna af slíku næmi, Egill dýpt, skilningi og Friðleifsson næstum óaðfinnanleg- um samleik, að fágætt er. Þegar best lét gleymdi maður stund og stað en hlustaði í upphaf- inni hrifningu. Það vakti hins vegar athygli mína að fremur fátt var í salnum, en það er verst fyrir þá sem ekki mættu. Ég vildi því hvetja alla unnendur fagurtónlistar að kynna sér Tíbrár-tónleikaröðina því þar er marga gersemina að fínna. Tónlist Unnendur fagurtón- listar, segir Egill Frið- leifsson, hvet ég til að kynna sér Tíbrár- tónleikaröðina. Um margra áratuga skeið hélt Tónlistarfélagið í Reykjavík uppi gagnmerku menningarstarfi með reglulegu tónleikahaldi sem nú hef- ur því miður lagst af. Þess sakna margir, þar á meðal undirritaður. En ég fæ ekki betur séð en Tíbrá sé að taka merkið upp, þótt í breyttri mynd sé, og er það vel. Um leið og ég þakka dýrmætar stundir í Saln- um óska ég þess að þar megi dafna öflugt tónlistarlíf og með því gera tilveruna bjartari og betri. Höfundur er söngstjóri. Áskorun til Jón- atans Þórðarsonar NÚ langar nokkra fjársterka ævintýra- menn að setja upp kvíaeldi í hafinu um- hverfis Island. Land- búnaðarráðherra dregur seiminn í að heimila þessum ævin- týramönnum að drita þessum kvíum um all- ar jarðir í bili að minnsta kosti. Hann hefur heimilað til- raunaeldi í Vogunum, sem segir okkur, sem lesum á milli línanna, að nýtt laxeldisævin- týri sé í uppsiglingu. Allar rannsóknir fiskeldismanna á náttúrunni og líf- ríkinu eru á sömu lund, það verður ekki sannað að laxeldi í sjó hafi nein áhrif á náttúrulega laxfiskastofna. Þetta eru rök allra fiskeldismanna alls staðar í heiminum, og þetta er rétt, þetta verður ekki sannað. Ég var að veiða í ánni Dee í Skot- landi í vor með manni sem hafði hagnast ævintýralega á laxeldi. Þetta er eldri maður sem er ást- ríðufullur veiðimaður og kemur til íslands á hverju sumri til veiða. Þetta voru hans rök og það var al- veg sama hvað ég rökræddi við hann og benti á hvernig stofnar Noregs og Skotlands hefðu hrunið þá var þetta alltaf svarið: „Þú getur ekki sannað að það sé fiskeldinu að kenna,“ sem ég gat að sjálfsögðu ekki. En svo bætti hann við: „Ég vona að íslendingar beri gæfu til að hefja ekki laxeldi í sjó.“ Þetta sagði mér allt sem segja þurfti. Kallinn langaði sem sagt að halda áfram að koma til íslands að veiða. Önnur rök þessara ævintýra- manna eru að kvíarnar í dag séu svo öruggar að þær geti ekki eyði- lagst. Þetta er algert bull, meira að segja rammgerðasta kví sem smíð- uð hefur verið rifnaði undan óveðri í Vestmannaeyjum, það er kví Keikó gamla. Ef sú kví getur rifnað geta allar kvíar rifnað. Það sem kallað er örugg kví er kví sem aðeins 2-3% fiska sleppa úr, sem þýðir að ef áform laxeldismanna um 6.000.000 laxa á þremur árum ganga eftir sleppa 120-160 þúsund laxar úr kvíunum á þriggja ára tímabili eða 40-60 þúsund fiskar á ári, sem er næstum eins og allur villti íslenski laxastofninn. Eg ítreka að menn eru að tala um norskan lax. Það er rökrétt ályktun að þessir fiskar myndu ganga í íslenskar laxveiðiár, ekki synda þeir í kvína sína til að hrygna, ég hef aldrei heyrt um þannig laxa, nei þeir hrygna í fer- skvatni. Það er engum blöðum um það að fletta þvílíkur harmleikur yrði þar á ferðinni. Það yrði endan- legt rothögg fyrir íslenska laxast- ofna. í Morgunblaðsviðtali 18. ágúst og í Morgun- blaðsgrein 4. október leyfir Jónatan Þórðar- son sér að gera lítið úr skoðunum stangveiði- manna og þeirra sem eru á móti laxeldi og hafa varað við hætt- unni á sambúðinni við laxeldið. Ólund og hroki Jónatans er með hreinum ólíkindum og er á honum að skilja a/í hann sé eini maðurinn sem hafi vit á laxeldi. Líffræðingurinn segir að íslenskum laxast- ofnum stafi engin hætta af laxeldi. Þar held ég að hann fari beinlínis með rangt mál því það fáa sem hefur þó verið sannað er að laxalúsin við eld- iskvíar leggst á laxfiska sem fram- Laxeldi Þessir fískar myndu ganga í íslenskar lax- veiðiár, segir Hilmar . Hansson, því ekki synda þeir í kvína sína til að hrygna. hjá fara og nánast gengur frá þeim. Lúsafaraldur hefur einmitt verið eitt helsta vandamál nágranna okk- ar Norðmanna og Skota. Gylfi Pálsson hefur í skrifum sín- um bent á hættuna á því að þar sem miklum fjölda dýra er þjappað á lít.: ið svæði eykst sjúkdómahættan margfalt. Jónatani virðist vera ná- kvæmlega sama um íslenska laxa- stofninn, í það minnsta koma hvergi fram nein merki um annað. Guðni Ágústsson sagði í frægu viðtali á dögunum: „Ég ætla ekki að stuðla að því að rugla náttúruna." Ég vona að hann standi við það og taki fulla ábyrgð á þeim laxeldis- leyfum sem hann kann að gefa út. Ég vil hér með skora á Jónatan Þórðarson að sanna það með rökum að laxeldi skaði ekki villta laxa- stofna, og ef hann getur það mun ég og aðrir andstæðingar laxeldis við íslandsstrendur ekki segja eitt ein- asta orð um málið meira. Það er þó tilfinning mín að hann geti það ektó' og við séum að sigla inn í nýtt lax- eldisævintýri hvað sem andstæð- ingar laxeldis segja, því á íslandi er það þannig að ef peningar og ís- lensk náttúra eru lögð á vogarskál- arnar velja menn peningana, það er alveg ljóst. Höfuttdur er varaformadur Lands- sambands stangveiðifélaga. — Hilmar Hansson UM H£ LGINfl STÓRSÝNING Við sýnum www.lexus.is Opið laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl. 13-16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.