Morgunblaðið - 25.10.2000, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HÁVAR Sigurjóns-
son skrifar enn um
viðhorf sín til leiklist-
arinnar í Morgunblað-
ið 18. október. Þar
túlkar hann auglýs-
ingu frá Bandalagi
sjálfstæðra leikhúsa
(SL) á þann veg að
SL sé að flnna að fjár-
veitingum til Þjóðleik-
hússins og Leikfélags
Reykjavíkur. Því fer
fjarri. SL hefur aldrei
gagnrýnt stuðning til
Pjóðleikhússins og
LR. Þvert á móti hef-
ur SL alltaf varið fjár-
veitingar til þessara aðila og hefur
þessi afstaða margoft komið fram í
ræðu og riti. Það er hins vegar
ekki neitt leyndarmál hvernig op-
inberum stuðningi við leiklistina er
háttað. Hávar kallar eftir skýringu
á því hvernig beri að skilja upp-
lýsingarnar sem fram komu í
nefndri auglýsingu. Ekkert er
sjálfsagðara.
Stefna ríkis og borgar í menn-
ingarmálum kemur fram í fjárlög-
um. Þar má sjá hvaða málaflokka
þessir aðilar ætla að leggja áherslu
á og þar má einnig sjá hvernig
stjórnvöld sjá fyrir sér hlutverk og
stöðu einstakra aðila innan viðkom-
andi málaflokks. Sjálfstæðu leik-
húsin hafa um langt árabil unnið að
því að fá sanngjarna viðurkenningu
ríkis og borgar á því starfi sem þau
vinna. En þegar talað er um sann-
gjarna viðurkenningu þá er sú skil-
greining merkingar-
laus nema fyrir hendi
sé einhver mæli-
kvarði. Hvað er sann-
gjörn viðurkenning og
við hvað á að miða?
Menning er hluti af
sjálfsmynd þjóðar.
Áhugi íslendinga á
leiklist er einstakur í
hinum vestræna heimi
því hvergi er aðsókn
með viðlíka hætti og
hér á landi. Það hefur
ríkt samstaða um
rekstur Þjóðleikhúss-
ins frá stofnun þess
1950 og sama má
segja um Leikfélag Reykjavíkur
frá því það varð félag atvinnu-
manna í leiklist 1963. Frá þeim
tíma hefur margt gerst í íslenskri
leiklist og á síðustu 15 árum hefur
landslagið breyst í grundvallaratr-
iðum. Nú er ekki lengur um það að
ræða að Þjóðleikhús og LR beri
ein hitann og þungann af leiklistar-
starfi atvinnumanna. Sjálfstæðu
leikhúsin frumsýna 26-30 verk á
ári (það stefnir í 34 frumsýningar á
þessu ári) og gestafjöldinn hefur
verið nálægt 200.000 á ári (180.000
á síðasta leikári). Hvaða hlutverki
hafa þessi leikhús að gegna og
hver er stefna yfirvalda gagnvart
þeim?
Fyrst að fyrri spumingunni;
hvaða hlutverki gegna sjálfstæðu
leikhúsin í samfélaginu? Verkefna-
val, vinnuaðferðir, markhópar,
„listræn stefna“, áherslur og
Leikhús
Sjálfstæðu leikhúsin,
segir Þórarinn Eyfjörð,
ætla að bjóða áhorfend-
um sínum upp á góða og
innihaldsríka leiklist.
markmið eru sem betur fer
ólík milli einstakra sjálfstæðra
leikhúsa. Hlutverk þeirra er að
bjóða íslenskum gestum upp á
leiksýningar af öllum stærðum og
gerðum og markmið þeirra er að
sýningar séu ávallt í hæsta gæða-
flokki. Hvernig bregst síðan samfé-
lagið við því sem sjálfstæðu leik-
húsin hafa að bjóða? Það vita allir
sem fylgjast hafa með leiklist
hversu vel gestir okkar hafa tekið
sjálfstæðu leikhúsunum. Aðsókn og
eftirspurn staðfestir að þörfin fyrir
leiklistarstarf okkar er fyrir hendi.
Auk annars getum við verið stolt af
því hversu vel þessi leikhús sinna
börnum og eru kraftmikil í leik-
ferðum út um allt land sem og
einnig til útlanda.
Og seinni spurningin; hver er
stefna yfirvalda gagnvart sjálf-
stæðu leikhúsunum? I fyrrnefndri
auglýsingu er bent á tölulegar
staðreyndir um leikhúsaðsókn og
opinberan stuðning við leiklist. Þar
er tekið fram að heildarstuðningur
hins opinbera við starf sjálfstæðu
leikhúsanna allra er 56 milljónir
króna á árinu og fjöldi gesta þeirra
á síðasta leikári hafi verið um
180.000. Til samanburðar er þess
getið að opinberu leikhúsin tvö hafi
fengið um 550 milljónir í stuðning
á árinu og að fjöldi gesta þeirra á
síðasta leikári hafi verið 165 þús-
und. Það er síðan einfalt að sjá út
að meðaltalsstuðningur á hvern
miða í þessi leikhús er annars veg-
ar 310 kr. og hins vegar 3.300 kr.
Opinber stuðningur við menningu
og listir er ekkert leyndarmál. Það
er eðlilegt og sjálfsagt að almenn-
ingur sem og stjórnmálamenn viti
hvernig þessum málum er háttað. I
þeim tilgangi eru þessar upplýs-
ingar settar fram. Það er hins veg-
ar ekkert launungarmál að SL tel-
ur að hið opinbera eigi að bregðast
við gríðarlegum breytingum á leik-
húslandslaginu. Sjálfstæðu leikhús-
in reka leikhús um alla borg, þau
sýna fleiri sýningar en Þjóðleikhús
og LR, þau fá til sín fleiri áhorf-
endur og sýningar þeirra eru mjög
fjölbreyttar. Af hverju njóta þau
þá ekki kröftugri stuðnings á sín-
um eigin forsendum? Hér komum
við að kjarna málsins hvað allan
samanburð varðar. Það vill svo til
að ríkisvaldið hefur skilgreint
stuðning sinn við Þjóðleikhúsið í
árangursstjórnunarsamningi. Þar
er kveðið á um að Þjóðleikhúsið
eigi að sýna tiltekinn fjölda sýn-
inga á ári hverju og hljóta til starf-
ans ákveðinn stuðning. Það er með
öðrum orðum búið að meta starfið
til fjár. Gera má ráð fyrir að stuðn-
ingur borgarinnar við LR sé
ákvarðaður eftir svipuðum leiðum.
Þegar menningarstarf vex með
þeim hætti og hjá sjálfstæðu leik-
húsunum er eðlilegt að leitað sé
eftir sanngjörnum stuðningi. Það
vita allir að gott leikhús verður
ekki rekið án framlaga frá hinu op-
inbera. Þegar framlögin aukast
ekki í takt við starfsemina og mik-
ilvægi hennar í samfélaginu, en
menn sjá á sama tíma að stuðning-
ur er aukinn við aðra sem eru að
vinna á svipuðum og sömu nótum,
verður ekki hjá því komist að
menn fari í samanburð. Gleymum
því ekki að sá samanburður er
settur fram til að setja hlutina í
rétt samhengi fyrir þá sem raun-
verulega geta bætt ástandið;
stjórnmálamenn sem ákveða stefn-
una í menningarmálum.
Ráðamenn eru flestir hverjir
skilningsríkir þegar kemur að því
að meta virði menningarstarfs
sjálfstæðu leikhúsanna og þeir eru
einnig velviljaðir þegar kemur að
því að styðja betur við starf okkar.
En betur má ef duga skal. Samfé-
lagið allt hefur viðurkennt starf
sjálfstæðu leikhúsanna. Sú viður-
kenning þarf að komast alla leið
inn í stefnumörkun hins opinbera í
menningarmálum.
Að lokum langar mig til að
minna á að það var fleira sem kom
fram í auglýsingunni en nefndar
tölulegar upplýsingar. „Góð leiklist
verður aðeins búin til með öflugum
stuðningi opinberra aðila. Sjálf-
stæðu leikhúsin ætla að bjóða
áhorfendum sínum upp á góða og
innihaldsríka leiklist. Bandalag
sjálfstæðra leikhúsa mun því áfram
vinna að auknum stuðningi opin-
berra aðila við starf sjálfstæðu
leikhúsanna, sem og íslenska leikl-
ist almennt."
Höfundur er formaður Bandalags
sjálfstæðra leikhúsa.
Kallinu svarað
Þórarinn Eyfjörð
SKAK
Oropesa del Mar
HEIMSMEISTARAMÓT
BARNA
11.-23. okt. 2000
i>
Guðmundur Kjartans-
son meðal þeirra bestu
GUÐMUNDUR Kjartansson,
sem er 12 ára gamall, stóð sig frá-
bærlega á heimsmeistaramóti
barna, sem lauk á Spáni 23. októ-
ber. Allt fram að síðustu umferð
eygði hann von um verðlaunasæti.
Tefldar voru 11 umferðir og hann
mætti erfiðum andstæðingum í
síðustu umferðunum, en virtist
eflast við hverja skák. í næstsíð-
ustu umferð tefldi hann gegn
stigahæsta keppanda mótsins,
Kínverjanum Haoyu Li, sem er
með 2.324 alþjóðleg skákstig. Kín-
verjinn hafði ekki tapað skák í
mótinu, en þar varð breyting á
þegar hann mætti Guðmundi og
Haoyu Li varð að sætta sig við
sitt fyrsta tap. Eftir þennan góða
sigur var Guðmundur kominn í
4.-6. sæti á mótinu, en staða efstu
manna var þá þessi:
1.-2. Deep Sengupta (Indl.)
2169 8 v. 1.-2. Ante Brkic, (Króa-
tíu) 2208 8 v. 3. Laszlo Gonda,
(Ungv.l) 2255 7% v. 4.-6. Guð-
mundur Kjartansson 2248 7 v.
4.-6. Rauf Mamedov (Azerb.)
2230 7 v. 4.-6. Valentine Iotov
(Búlg.) 2087 7v.
Eins og sést á skákstigum
1 x þessara pilta eru hér sterkir
skákmenn á ferðinni, þótt allir
séu þeir 12 ára eða yngri. í síð-
ustu umferð mætti Guðmundur
svo Deep Sengupta frá Indlandi
og varð að sætta sig við tap, en þá
hafði Guðmundur ekki tapað skák
síðan í fjórðu umferð mótsins.
Engu síður náði hann 9.-19. sæti
á mótinu og greinilegt er að hann
er í fiokki efnilegustu skákmanna
í heiminum í sínum aldursflokki.
Dagur Amgrímsson, sem tefldi
í flokki 14 ára og yngri, stóð sig
einnig með prýði. Líkt og Guð-
mundur fór hann fremur illa af
stað í mótinu, en tók síðan við sér
og hlaut 6 vinninga í 11 umferð-
um. Dagur lenti í 28.-42. sæti í
sínum flokki.
Þessir tveir piltar eru í hópi
okkar allra efnilegustu skák-
manna um þessar mundir og hafa
báðir það til að bera sem þarf til
að ná árangri í skák, þ.e. ótvíræða
hæfileika og viljann til að leggja á
sig þá vinnu sem þarf til að vera í
fremstu röð.
Það var Sigurbjörn Björnsson
sem var fararstjóri í ferðinni, en
hann hefur vafalítið getað miðlað
þeim Degi og Guðmundi af skák-
þekkingu sinni og ekki má van-
meta gildi góðs fararstjóra í
svona ferð.
Sævar á toppnum
Sævar Bjarnason hefur í róleg-
heitum verið að mjaka sér upp í
efsta sætið á Haustmóti TR eftir
að Kristján Eðvarðsson og Stefán
Kristjánsson höfðu haft forystu í
mótinu fram í áttundu umferð, en
þá töpuðu þeir báðir sínum skák-
um. Sævar hefur unnið 5 skákir í
röð og er efstur þegar ein umferð
er eftir. Staðan á mótinu er þessi
fyrir lokaumferðina:
1. Sævar Bjamason IV2 v.
2. Bragi Þorfinnsson 7 v.
3. Sigurður Daði Sigfússon
6V2 v.
4. -5. Stefán Kristjánsson 6 v.
Kristján Eðvarðsson 6 v.
6.-7. Davíð Kjartansson 5 v.
Amar E. Gunnarsson 5 v.
o.s.frv.
Mótinu lýkur í kvöld.
Khalifman sýnir
heimsmeistaratakta
Það em fleiri en Kasparov sem
gera tilkall til heimsmeistaratit-
ilsins í skák. Ýmsum var skemmt
þegar Alexander Khalifman varð
heimsmeistari FIDE og töldu að
fjöldi annarra skákmanna ætti
þann titil fremur skilið. Óneitan-
lega hefur árangur hans verið
nokkuð sveiflukenndur. Hann gat
því ekki kosið betri tíma en nú,
þegar Kramnik og Kasparov eig-
ast við, til þess að minna þessa
tvo kappa rækilega á tilveru
heimsmeistara FIDE. Það gerði
Khalifman á alþjóðlegu skákmóti
Hoogeveen í Hollandi. Hann sigr-
Guðmundur
Kjartansson.
aði á mótinu með óheyrilegum yf-
irburðum, fékk 5‘A vinning af 6
mögulegum og varð 2'/2 vinningi
fyrir ofan næsta mann, Jan
Timman, sem hlaut 3 vinninga.
Þetta er árangur sem bæði Kasp-
arov og Kramnik hefðu verið
hreyknir af í slíku móti. Auk
heimsmeistarans tóku Judit Polg-
ar, sterkasta skákkona heims, Al-
exander Galkin, heimsmeistari
unglinga, og heimamamaðurinn
góðkunni Jan Timman þátt í mót-
inu. Til marks um styrkleika
mótsins er að Judit Polgar, sem
náð hefur frábærum árangri að
undanförnu, varð að sætta sig við
neðsta sætið. Úrslit mótsins urðu
þessi:l. Alexander Khalifman 5%
v. 2. Jan Timman 3 v. 3. Al-
exander Galkin 2 v. 4. Judit Polg-
ar IV2 v.
Hver er heimsmeistarinn?
Athyglisverð skoðanakönnun
fer nú fram á vefsíðunni skak.is
um það hver sé hinn raunverulegi
heimsmeistari í skák. Gefnir eru
fjórir möguleikar: Fischer, Karp-
Hafliði Hafliðason,
unglingameistari Hellis 2000.
ov, Kasparov og Khalifman. Það
kann að koma ýmsum á óvart, að
Khalifman er efstur á blaði í þess-
ari könnun, hefur fengið 41,2% at-
kvæða. Kasparov og Fischer eru
hnífjafnir í 2.-3. sæti og langt að
baki Khalifman með 27,1% at-
kvæða. Allir geta tekið þátt í
þessari skoðanakönnun með því
að greiða atkvæði á skak.is.
Hafliði unglinga-
meistari Hellis
Hafliði Hafliðason og Hlynur
Hafliðason urðu efstir og jafnir
með 6 vinninga af 7 mögulegum á
Unglingameistaramóti Hellis
2000. Arangur þessara tveggja
efnilegu skákmanna var svo
áþekkur, að reikna þurfti stig
þrisvar sinnum til að úrskurða um
sigurvegara mótsins. Að lokum
varð Hafliði hlutskarpari. Hafliði
er einnig félagsmaður í Helli og
er því Unglingameistari Hellis ár-
ið 2000. Sigur Hafliða verður að
telja mjög verðskuldaðan. Þrátt
fyrir tap í þriðju umferð fyrir
Erni Stefánssyni tefldi Hafliði á
efstu borðum allt mótið og sýndi
mikið öryggi í flestum skákum og
gerði fá mistök. Lengi vel leit
hins vegar út fyrir að Hlynur
myndi vinna öruggan sigur á mót-
inu, en tap í sjöttu og næstsíðustu
umferð fyrir Hafliða gerði það að
verkum að fjórir keppendur voru
efstir og jafnir fyrir síðustu um-
ferð. Auk Hafliða og Hlyns voru
það Anna Lilja Gísladóttir og Atli
Freyr Kristjánsson. í uppgjöri
efstu manna í síðustu umferð
sigraði Hlynur Önnu og Hafliði
vann Atla Frey. Lokastaðan á
mótinu varð þesskl. Hafliði Haf-
liðason 6 v. 2. Hlynur Hafliðason
6 v. 3. Sigurjón Kjærnestedt 5 v.
4. Atli Freyr Kristjánsson 5 v. 5.
Anna Lilja Gísladóttir 5 v. 6.
Grímur Daníelsson 5 v. 7. Halldór
Heiðar Hallsson 5 v. 8. Garðar
Sveinbjörnsson 4M> v. 9.-16. Bene-
dikt Orn Bjarnason, Birgir Örn
Grétarsson, Ólafur Evert, Erling-
ur Atli Pálmarsson, Ásgeir Mog-
ensen, Hjörtur Ingvi Jóhannsson,
Gylfi Davíðsson, Jónína Svein-
bjarnardóttir 4 v. 17. Örn Stef-
ánsson 3M> v. o.s.frv. 33 keppend-
ur tóku þátt í mótinu, þar af 8
stúlkur. Þetta er mesta þátttaka á
Unglingameistaramóti Hellis frá
upphafi. Skákstjóri var Vigfús Ó.
Vigfússon, sem jafnframt er um-
sjónarmaður unglingastarfs Hell-
is.
Haustmót TK hefst á morgun
Haustmót Taflfélags Kópavogs
verður haldið 26.-28. október.
Mótið hefst fimmtudaginn 26.
október kl. 20:00 og verða þá
tefldar þrjár umferðir. Sama dag-
skrá er föstudaginn 27. október
og mótinu lýkur laugardaginn 28.
október og hefst þá taflið kl.
14:00. Tefldar verða n£u umferðir
með atskákarfyrirkomulagi. 1.
verðlaun 5.000, 2. verðlaun 3.000,
3.verðlaun 2.000. Ef þátttakendur
verða fleiri en 20 tvöfaldast verð-
launin.
Skákmót á næstunni
26.10. TK. Haustmót TK.
27.10. SÍ. Ólympíuskákmótið
29.10. TR. Haustmótið -
hraðskák
29.10. SA. Hausthraðskákmót
30.10. Hellir. Atskákmót RVK
Daði Örn Jónsson