Morgunblaðið - 25.10.2000, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNBNGAR
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 41
byrjaði að hossa sér með bflnum og
þetta var eins og í besta Tívolfi.
Alitaf var gaman að koma á
Brekkustíginn til Óla, hann gaf mér
alltaf kökur og gos og jafnvel nammi
(en hann var svo heimilislegur alltaf)
og svo lagðist ég upp í sófa og horfði
á Strumpana eða eitthvað annað
skemmtinlegt á myndbandi. Það var
tvennt sem ég hafði eftir Óla og það
var að geta legið upp í sófa og haft
það gott og hitt er að þegar ég myndi
kaupa minn fyrsta bfl yrði hann
rauður (eins og Óli átti) - og hann
varð rauður.
Það er gott að fara til baka aftur í
tímann, þegar blákaldur raunveru-
leikinn lætur manni líða svona illa.
Elsku pabbi, amma og Biggi.
Ykkar sorg er ólýsanleg og yfir-
þyrmandi, tveir svona nánir ástvinir
á svona skömmum tíma. Ég bið góð-
an Guð að styrkja ykkur í þessari
miklu sorg. Hjarta mitt og hugur
minn er hjá ykkur. Þið eigið þrjá
góða engla sem gæta ykkar (afi, Óli
og Jói).
Þín frænka,
Heiða Steinarsdóttir.
Kveðja frá áhöfnum
björgunarbáta
Við sem komum að björgunarmál-
um á sjó höfum löngum gert okkur
grein fyrir því hversu mikilvægt það
er að hafa góða bakhjarla við stjórn-
völinn í landi. Það vekur hjá okkur
öryggistilfinningu að vita af því að
fagmenn vaka yfir okkur þegar lagt
er í útköll sem oft á tíðum geta orðið
löng og ströng. Einn þeirra manna
sem lengi var ein af okkar stoðum og
styttum á þessu sviði var hann Óli á
Skyldunni eins og hann var oftast
kallaður af félögunum.
Ólafur Ársælsson starfaði um ára-
raðir sem varðstjóri á Tilkynninga-
skyldu íslenskra skipa og Sjóbjörg-
unarmiðstöð Slysavamafélagsins,
þaðan sem stjórnun flestra aðgerða
björgunarbáta félagsins á sér stað.
Ahafnir bátanna hafa notið þeirrar
fagmennsku sem einkennt hefur
starfsmenn „Skyldunnar" þegar á
hefur yeynt. Slíkur fagmaður var
hann Óli. Menntun hans sem skip-
stjórnarmanns, reynsla sem sjó-
manns ásamt öguðu en tillitssömu
viðmóti gerðu allt samstarf við hann
sem árangursríkast en jafnframt
ánægjulegt þótt oft væri alvara á
ferð.
Prúðmennska og hógværð ein-
kenndu ávallt hann Óla í öllum sam-
skiptum. Hann hafði sínar skoðanir á
slysavarna- og öryggismálum. Þar
var ekki komið að tómum kofunum,
enda áttu margir sem þessi málefni
láta sig varða langar gagnlegar sam-
ræður við hann. Var það oft yfir
kaffibolla þegar stund var milli stríða
á „Skyldunni". Með framkomu sinni,
fagmennsku og vinarþeli ávann hann
sér djúpa virðingu, traust og vináttu
okkar allra.
Við kveðjum þig með söknuði, fé-
lagi, og vottum aðstandendum þínum
samúð okkar.
Áhafnir björgunarbáta
Slysavarnafélagsins.
Mig langar að kveðja góðan vin og
vinnufélaga til margra ára, Ólaf Guð-
jón Arsælsson.
Ólafur hefur nú að loknum erfið-
um veikindum kvatt þennan heim.
Það var ekki að heyra á honum fyrir
tveim vikum að hann ætlaði að láta í
minni pokann fyrir þeim sjúkdómi
sem hann barðist svo hetjulega við.
Ólafur var á margan hátt einstakur
maður, ef það ætti að lýsa honum í
einu orði kemur strax upp í hugann
orðið ljúfmenni. En það segir ekki
allt, hann var fyrst og fremst já-
kvæður, heiðarlegur og umfram allt
traustur félagi sem trúði á að það
góða hefði alltaf yfirhöndina að lok-
um.
Ég átti þess kost að starfa með Óla
í tengslum við Tilkynningaskylduna í
13 ár, hann var á vöktum hjá skyld-
unni en ég starfaði hjá björgunar-
deildinni og við unnum oft saman,
bæði að venjubundnum daglegum
störfum og einnig þegar aðgerðir
fóru í gang vegna slysa eða leitar á
sjó og við strendurnar. Þegar eitt-
hvað gerist á sjó, sem þarfnast taf-
arlausra viðbragða, skiptir miklu að
hafa úrræðagóða og trausta menn í
landi, menn sem hafa reynslu af sjó-
mennsku og þeim aðstæðum sem
þeir vinna við. Þetta hafði Óli til að
bera, það var ávallt gott að vinna
með honum í erfiðum verkefnum þar
sem reynir ekki síst á samstarf
margra ef vel á að fara. Segja má um
Ólaf að vinnan og Slysavarnafélagið
auk samstarfsmanna hans hafi verið
honum allt. Hann var alltaf með í leik
og starfi og tók þátt í öllum ferðum
og félagslífi með starfsfélögunum og
það var eftirtektarvert hvað hann
naut hvers augnabliks á góðum
stundum. Óli hafði mjög gaman af að
ferðast til fjarlægra landa og kynn-
ast ólíkri menningu framandi þjóða.
Þó að hann byggi lengst af einn hafði
maður það aldrei á tilfinningunni að
hann væri einmana, hann átti fjölda
vina sem hann hafði kynnst á lífsieið-
inni og hann hélt góðu sambandi við
fyrrum skóla- og skipsfélaga.
Öfugt við flesta held ég að Óli hafi
átt fáa kunningja en þess fleiri vini.
Ég kveð nú þennan einstaka mann
sem kenndi okkur, sem þekktum
hann, að vera sátt við það sem við er-
um og það sem okkur var best gefið.
í annað sinn á skömmum tíma hef-
ur verið höggvið stórt skarð í fjöl-
skylduna en bróðir Ólafs, Jóhann
Heiðar, lést einnig fyrir aldur fram
fyrir um mánuði síðan.
Eftirlifandi móður hans, Jónínu
Jónsdóttur Brunnan, bræðrum hans
og fjölskyldum þeirra vil ég færa
mínar innilegustu samúðarkveðjur
og megi Guð veita ykkur huggun og
styrk.
Þór Magnússon.
Fyrir tæpum tíu árum kynntist ég
Ólafi Ársælssyni er við unnum sam-
an sumarlangt hjá Slysavarnafélagi
íslands. Nokkrum árum seinna unn-
um við Óli saman í þrjú ár á sama
vinnustað. Okkur varð strax vel til
vina, við áttum sameiginlegt áhuga-
mál sem er öi-yggismál íslenskra sjó-
manna. Óli var starfsmaður Tilkynn-
ingaskyldunnar um árabil, en hún
hafði aðsetur í Slysavarnafélagshús-
inu á Grandagarði frá upphafi þar til
nýlega að hún var flutt burtu, en þá
flutti Óli ekki með.
Við stofnun Tilkynningaskyldunn-
ar 1968 var tvímælalaust stigið eitt
stærsta skrefið í öryggismálum sjó-
manna frá upphafi, en starfsmenn
hennar fylgjast með og eru meira og
minna í sambandi við íslenska flot-
ann allan sólarhringinn, alla daga
ársins. Hjá Óla var vinnan hans lifi-
brauð og aðaláhugamál. Hann var
nákvæmur og vandvirkur við vinnu
sína og fljótur að leysa úr hvers kyns
vandamálum sem upp komu. Ég tók
fljótlega eftir því hversu glöggur
hann var að koma auga á hluti sem
ekki voru eins og þeir áttu að vera.
Fumlaust og í réttri röð gerði hann
það sem gera þurfti og þar með var
málið afgreitt. Hann var gæddur
jafnaðargeði sem nýttist vel við
vandasamt starf og ekki síður í sam-
skiptum við fólk, s.s. sjómenn og
slysavamafólk víðs vegar um landið.
Óli hafði gaman af að ferðast, víða
lágu leiðir hans bæði erlendis og hér
innanlands. Sumarbústað átti hann
með fjölskyldu sinni stutt frá æsku-
slóðunum í Homafirði og fór hann
þangað þegar tækifæri gafst. í fyrra-
vor hitti ég hann á Hornafirði er ég
kom þangað á skipi mínu. Óli var
strax kominn að skipshlið og ók með
mig um staðinn og sagði mér sögu
bæjarins og hvernig útgerðin hafði
byggst þar upp. Hann þekkti hvern
krók og kima eins og puttana á sér og
hvernig staðurinn og Ósinn hafði
breyst frá því hann byrjað að sækja
sjóinn þar eystra. Ég heimsótti hann
i sumar, en þá var á brattann að
sækja hjá honum í baráttunni við ill-
vígan sjúkdóm. Móttökurnar vom
höfðinglegar, margt spjallað og þá
dró hann upp ljósmyndir sem teknar
höfðu verið á ferðalögum hans víðs
vegar um heiminn og sagði frá ýms-
um skemmtilegum uppákomum og
atvikum. Það var stutt í brosið eins
og ævinlega.
Óli var fagurkeri, hafði safnað fal-
legum hlutum og komið þeim fyrir á
smekklegan hátt á heimili sínu.
Kannski má segja að hann hafi verið
heimsmaður á sinn hátt, en hógvær
heimsmaður sem lét lítið fyrir sér
fara. Hann var vinamargur og þótti
gaman að bjóða vinum í mat. Hann
sagði mér að stofnaður hefði verið
óformlega fyrir nokkrum árum mat-
arklúbbur, n.k. sælkeraklúbbur, og
hefði Óli lifað lengur hefði ég sótt um
inngöngu í þann klúbb. Við áttum
það líka sameiginlegt að okkur þótti
báðum afskaplega gott að borða góð-
an mat.
Við leiðarlok vil ég þakka Óla fyrir
gott samstarf og vináttu frá fyrstu
tíð. Aldraðri móður hans og öðrum
aðstandendum votta ég samúð mína
vegna fráfalls Óla og yngsta bróður
hans sem lést fyrir nokkrum vikum.
Páll Ægir Pétursson.
Ég hef notið þeirra forréttinda að
njóta vináttu Óla í rúman áratug. Ól-
afur var einstök manneskja og
reyndist hann mér traustur sem
bjarg í þeim ólgusjó sem lífið er á
stundum . Ef eitthvað bjátaði á þá
gat ég alltaf leitað til hans. Eftir að
hafa rætt við hann var eins og fargi
væri af manni létt. Hann hafði ein-
stakt lag á að sýna að það sem manni
fannst vera óyfirstíganlegt vandamál
var oft auðleyst mál þegar betur var
að gáð.
Oli dæmdi ekki annað fólk. Hann
hafði þann einstaka eiginleika að
taka fólki eins og það var og ræða við
það af einlægni og hluttekningu bæði
í gleði og sorg. Þess vegna átti hann
trúnað margra og margir leituðu til
hans þegar eitthvað bjátaði á. Óli var
bæði gefandi og hlýr og með ein-
dæmum hjálpsamur þannig að hann
ávann sér verðskuldað traust þeirra
sem kynntust honum.
Óli var ekki aðeins traustur í öldu-
dölum lífsins heldur var hann líka
mikill fjörkálfur og húmoristi. Hann
hélt ósjaldan matarboð fyrir vini sína
þar sem sagðar voru miklar
skemmtisögur og ósjaldan lágu gest-
irnir í krampaköstum og grétu af
hlátri. Veislurnar á Brekkustígnum
eru ógleymanlegar þeim sem voru
svo lánsamir að njóta gestrisni Óla.
Við Óli ferðuðumst mikið saman á
undanförnum árum. Hann skipu-
lagði allar ferðir af mikilli nákvæmni
og kynnti sér þau lönd og heimsálfur
sem við ferðuðumst tíl. Hann var
traustur á því sviði eins og öðrum. I
baráttu sinni við krabbamein síðustu
mánuðina var Óla ljóst að það færi að
draga að hans hinstu för í þessu lífi.
Hann tók því með sínu einstæða jafn-
aðargeði. Eins og honum var líkt, þá
undirbjó hann þá för eins vel og kost-
ur var. Hann gekk frá sínum málum,
þannig að ekki yrðu neinir lausir
endai- fyrii- aðstandendur og vini að
hnýta eftir brottför hans.
Óli var lifandi vitni um það góða í
manninum og hann lifir áfram í
hjarta þeirra sem sem voru svo
lánsamir að njóta vináttu hans. Ég
kveð Óla fullur þakklætis fyrir allt
sem hann gaf mér. Ég votta fjöl-
skyldu og vinum Ólafs dýpstu hlut-
tekningu í sorg þeirra.
Geir Ragnarsson.
Tuttugu ár virðast sem örskot
þegar ég kveð þig núna, Óli minn.
Kvöldið þegar ég sá þig fyrst
stendur mér ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum og hefur alltaf gert,
þegar þú bauðst nokkrum vinum til
veislu á Brekkustíginn af þinni al-
kunnu gestrisni. Þú vaktir strax for-
vitni mína með þinni léttu lund og já-
kvæðni og hvað þér var umhugað um
að öllum liði vel.
Þannig var það ekki bara þetta
kvöld heldur allar götur síðan. Þú
gafst mér hlutdeild í lífi þínu og
fylgdist af áhuga með öllu sem ég tók
mér fyrir hendur hverju sinni. Við
töluðum mikið saman þetta fyrsta
kvöld og komumst m.a. að því að vin-
kona mín hún Sanna var náfrænka
þín.
Það þótti nú ekki verra.
Litasjónvarp var ekki á hvers
manns heimili á þessum árum, hvað
þá myndbandstæki. En þetta áttir
þú allt saman, Óli, enda ávallt fljótur
að tileinka þér tækninýjungar. Ekki
nóg með það heldur áttir þú ævin-
týralegt safn af myndbandsspólum.
Samanborið við þig á þessu sviði var
maður enn þá á myrkustu miðöldum.
Seinna naut ég góðs af þessu yfir-
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
BRYNDfS NIKULÁSDÓTTIR,
Miðhúsum,
Hvolhreppi,
lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi,
mánudaginn 23. október.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HALLDÓR JÓNSSON,
Grettisgötu 12,
Reykjavík,
verður jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 26. október kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjálfsbjörg
Hrafnhildur Stella Eyjólfsdóttir,
Guðmundína Margrét Sigurðardóttir,
Eyjólfur Júlíus Sigurðsson, Margrét Hjálmarsdóttir,
Sigurrós Halldórsdóttir, Helgi Eyvinds,
Hulda Guðbjörg Halldórsdóttir, Magnús Guðmundsson,
Hjördís Rósa Halldórsdóttir, Jón Atli Brynjólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, langafi og bróðir,
GUNNAR VALDIMAR HANNESSON,
Seilugranda 3,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn
27. október kl. 10.30.
Sigurjóna Símonardóttir,
Gróa Dagmar Gunnarsdóttir, Þórhallur Ólafsson,
Ragnheiður Gunnarsdóttir, Bergsveinn Jóhannesson,
Ragnar Gunnarsson, Sveindís Danný Hermannsdóttir,
Guðrún Björk Gunnarsdóttir, Jón Ingi Magnússon,
Elísabet Harpa Steinarsdóttir, Ástþór Ragnarsson,
Sigríður Steinarsdóttir, Einar Kr. Þórhallsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og systkini hins látna.
Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar og afi,
STEINGRÍMUR S. GUNNARSSON
rennismiður,
Mávahrauni 9,
Hafnarfirði,
andaðist fimmtudaginn 19. október.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstu-
daginn 27. október kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja
líknarstofnanir.
minnast hans, er bent á
Hjördís Þorsteinsdóttir,
Dóróthea Ólafsdóttir,
(ris Dóróthea Randversdóttir, Randver Randversson
Lára Björk Steingrímsdóttir, Margrét Hildur Steingrímsdóttir,
Rafnar Steingrímsson
og barnabörn.
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útf ararþ j ónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
sIni 896 8242
Svcrrir
Olsen
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen
útfararstjóri,
sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is