Morgunblaðið - 25.10.2000, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
DAGBOK
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 53
BRIDS
Umsjón Giiðmuniliir l'áll
Arnarson
FRAMSÝNI er mikilvægur
eiginleiki við spilaborðið,
ekki síst í vörn. Við skulum
setja okkur í spor austurs.
Vestur gefur; NS á hættu.
Norður
* AKD10
»7
* A9754
* 1043
Vestur Austur
A G8 ♦ 6
v K10542 v ÁG983
* KG108 ♦ D
* D2 * G98765
Suður
* 975432
v D6
* 632
* ÁK
Vestur Norður Austur Suður
Pass ltígull 2grönd* 3spaðar
5 hjörtu ðspaðar Pass Pass
Pass
* Lægstu litir fyrir utan tígul, b.c.a.s. lauf og
hjarta.
Stökk vesturs í fimm
hjörtu er til þess ætlað að
ginna mótherjana í fimm
spaða og sú áætiun heppn-
aðist fullkomlega. Það virð-
ist sem fimm spaðar fari
einn niður, því vörnin á slag
á hjarta og tvo á tígul. Hins
vegar er ekki allt sem sýn-
ist; sagnhafi veit þegar mik-
ið um skiptinguna og gæti
hæglega komið austri í klípu
og neytt hann til að spila út í
tvöfalda eyðu. Sjáum til.
Vestur spilar út hjarta-
kóng til að „kíkja á blindan".
Síðan skiptir hann yfir í
laufdrottningu. Sagnhafi
tekur tvisvar tromp, spilar
svo hinum iaufhákarlinum
og trompar hjartadrottning-
una. Hann tekur nú tígulás
og spilar lauftíu.
Sástu þetta fyrir? Ef
austur ieggur gosann á
tíuna mun suður henda tígli
og biða þess að austur spili
út í tvöfalda eyðu. Hann
losnar þá við hinn tígultap-
slaginn og trompar í borði.
Þessi áætlun sagnhafa
ætti að vera austri Ijós þeg-
ar að úrslitastundinni kem-
ur og eina vonin er að láta
lítið lauf í tíuna. Suður mun
þá íhuga þann möguleika að
skipting vesturs sé 1-5-2-5
og hugsanlega trompa laufið
og spila tígli. Hann er þá að
spila upp á að austur hafi
byrjað með hjónum blönk í
tígli.
SKÁK
IJiiisjón llclgi Áss
Grétarsson
Sókndjarfi og hugmynda-
ríki sænski stórmeistarinn
Tiger Hillarp-Persson
(2549) hefur æði oft þjálfað
Færeyinga í skák. Enda er
hann þar auðfúsgestur þeg-
ar alþjóðleg mót eiu þar
haldin. Staðan kom upp á 3.
alþjóðiega mótinu í Þórs-
höfn er lauk fyrir skömmu.
Tiger hafði hvítt gegn landa
sínum Johan Eiriksson
(2369). 18.Hxe7! Dxe7
19.Rd5 Rxd5 19...Dd6 hefði
sett svörtu kóngsstöðuna i
kaldakolur eftir 20.Rxf6+
gxf6 21.Dg4+ KhS 22.Df5
og hvítur mátar. 20.Bxe7
Rxe7 21.d5 Hd8 22.Be4 b5
23.b3 f5 24.BÍ3 Bc6 25.bxc4
bxc4 26.De2 og svartur
gafst upp.
Arnað heilla
pf A ÁRA afmæli. Nk.
O Vf föstudag 27. október
verður fimmtugur Sigurður
M. Stefánsson, Álfaskeiði
105, Hafnarfirði. Eiginkona
hans er Sofffa H. Magnús-
dóttir og taka þau á móti
gestum á afmælisdaginn í
Oddfellowheimilinu í Hafn-
arfirði að Staðarbergi 2-4
milli kl. 18-20.
Ljósm.: Norðurmynd Ásgrímur
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 5. ágúst sl. í Dalvík-
urkirkju af sr. Magnúsi
Gamalíel Gunnarssyni Þór-
gunnur Reykjalín og Arnar
Guðmundsson. Heimili
þeirra er að Brimnesbraut
29, Dalvík.
Með morgunkaffinu
Nei, nei, hr. Hákon. Þér eigið að segja, já“, ekki „ég
er vanur að segja já“.
Ég vona nú að þú leyfir mér að keyra bílinn aftur,
einhvern tíma seinna.
Alþjóðlegt stærðfræðiár
Heimasíða Alþjóða stærðfræðiársins http://wmy.khi.is/
Þraut 22
Dóttir starfandi stærðfræðikennara veröur X ára árið X .
Hvaða ár var hún fædd?
Svarvið þraut21.
Svarið er N (ef sér íslenskir stafir eru ekki taldir með).
Summa talnanna frá 1 upp í 13 er 91 og ef 14 er bætt við
verður summan 105 þannig að fjórtándi bókstafirinn í staf-
rófinu verður sá hundraðasti í þessari runu.
Hér eru 3 vefslóðir fyrir
þá sem vilja spreyta http://www.ismennt.is/vefir/heilabrot/
sig á stærðfræði- http://syrpa.khi.is/~stae/krakkar.htm
þrautum. http://www.raunvis.hi.is/~stak/
LJOÐABROT
FJALLIÐ SKJALDBREIÐUR
Fanna skautar faldi háum
fjallið, allra hæða val,
hrauna veitir bárum bláum
breiðan fram um heiðardal.
Löngu hefur logi reiður
lokið steypu þessa við.
Ógnaskjöldur bungubreiður
ber með sóma réttnefnið.
Ríð ég háan Skjaldbreið skoða.
Skín á tinda morgunsól,
glöðum fágar röðulroða
reiðarslóðir, dal og hól.
Beint er í norður fjallið fríða.
Fákur eykur hófaskeli. -
Sér á leiti Lambahlíða
og litlu sunnar Hlöðufell.
Jónas Hallgiimsson.
STJÖRNUSPÁ
eftir Franoes Drake
SPORÐDREKI
Pú ert stoltur, sterkur og
sjálfstæður og tekur öryggið
fram yfir allt annað.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Vertu tilbúinn að grípa þau
tækifæri sem gefast. Það er
orðið tímabært að þú leggir af
gamiar venjur og setjir þér
nýjar reglur í staðinn.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Gerðu þér dagamun og njóttu
þess sem lífið hefur að bjóða.
Láttu smásmugulegar at-
hugasemdir vinnufélaga sem
vind um eyru þjóta.
Tvíburar
(21. maí-20. júní)
Þú þarft að gæta þess að of-
hlaða ekki dagskrá þína því
að þá situr þú uppi með það
orðspor að þér sé lítt treyst-
andi til eins eða neins.
Krabbi
(21.júní-22. júlí)
Nú er rétti tíminn til þess að
láta til skarar skríða varðandi
þær breytingar sem þú hefur
velt fyrir þér. Gakktu ein-
beittur og ötull til verks.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) m
Hafðu andvara á þér gagn-
vart ókunnugum og hirtu
hvorki um frægð né fagur-
gala. Varfærnin mun reynast
þér best í bráð og lengd.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) <Cu>
Gerðu þér grein fyrir því
hvað það er sem þú vilt en
láttu ekki aðra segja þér þar
fyrir verkum. Sinntu vinum
og vandamönnum sérstak-
lega.
Vog vr,,
(23.sept.-22.okt.)
Gefðu þér tíma til þess að
íhuga lífið og tilveruna. En
gættu þess að hverfa ekki svo
á vit þíns innri manns að þú
forsómir umhverfi þitt.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Stundum skiptir liðsheildin
mestu máli, en svo koma þær
stundir þegai- þú verður að
taka af skarið og innleiða
breytingarnar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) iKO
Þú átt auðvelt með að láta
aðra halda að þú hafir ráð
undir rifi hverju, hvort sem
það er rétt eða rangt. Svo er
að láta slag standa.
Steingeit __
(22. des. -19. janúar) 4K
Taktu ekki vonbrigði þín yfir
viðskiptum út á þeim sem þar
eiga engan hlut að máli en eru
í raun þeir aðilar, sem alltaf
standa með þér.
Vatnsberi f ,
(20. jan. -18. febr.) CaK
Ekki er allt gull sem glóir.
Kynntu þér alla málavöxtu
vandlega áður en þú afræður
að veðja á einhvern hestinn.
Lestu smáa letrið.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Gömul tilfinningamál eru að
brjótast upp á yfirborðið og
gera þér lífið leitt. Sestu nið-
ur, farðu í gegn um þessi mál
og afgreiddu þau.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni rísindalegra staðreynda.
Crystal
ÁRVÍK
ÁRMÚLA1 • SfMI 568 7222 • FAX 568 7295
ÁRVÍK
ÁRMÚLA 1 • SlMl 568 7222 • FAX 568 7295
„Apaskinnslíki" kr. 4.498
Síibuxur ný snið kr. 3.998
«fel|>l búðínI
Garðatorgi, sími 565 6550.
Sími 588 <>090 • Fax 588 9095 • Síðumúla 21
'Jt,.
Mikil saia - vantar eignir
Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur flestar stærðir og gerðir eigna,
bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði, á söluskrá. Um þessar mundir er verð
fasteigna hátt og sterkar greiðslur í boði.
Nokkur einbýlishús óskast til kaups
Flest einbýlishús á söluskrá okkar hafa selst á síðustu vikum. Enn eru þó
allmargir kaupendur á kaupendaskrá. I mörgum tilvikum er um staðgreiðslu
að ræða.
Einbýlishús eða raðhús í Kópavogi óskast
Traustur kaupandi óskar eftir 200-300 fm einbýlishúsi Fossvogsmegin í
Kópavogi. Góðar greiðslur t boði.
Raðhús eða parhús á Seltjarnarnesi eða í vesturborg-
inni óskast
Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 200-300 fm raðhús eða
parhús í vesturborginni eða á Seltj. Mjög góðar greiðslur í boöi. Allar nánari
uppl. veita Stefán Hrafn og Sverrir.
Sérhæð óskast
Traustur kaupandi óskar eftir 120-160 fm sérhæð í vesturborginni eða
Þingholtunum. Sterkar greiðslur ( boði.
Sérhæð í Rvík óskast - eða hæð og ris
Höfum kaupanda að 120-160 fm sérhæð í Rvík. Hæð og ris kemur einnig
vel til greina. Traustar greiðslur í boði.
íbúð við Skúlagötu, Kirkjusand eða Neðstaleiti óskast
Traustur kaupandi óskar eftir 3ja-4ra herb. 80-120 fm íbúð á ofangreindum
svæðum. Staögreiösla (boði.
íbúð í Mosfellsbæ óskast
Traustur kaupandi hefur beðiö okkur að útvega 3ja herb. íbúð í Mosfellsbæ
til kaups.
Lækjargata - atvinnuhúsnæði - sala eða ieiga
Vorum að fá í einkasölu eða til útleigu
mjög vandað verslunar- og þjónusturými
á götuhæð og ( kjallara. Plássið er sam-
tals 233,8 fm og er í nýlegu húsi á besta
stað við Lækjargötu. Piássið á götuhæð
er snyrtilegt og bjart og með góðum
gluggum á þrjá vegu og tvennum göngu-
dyrum, út á Lækjargötu og út á torg á
bak við húsið. Stórt stigaop er á milli
hæða og niður í kjallarann, sem er að
mestu leyti einn salur með útgang fram á sameign. Þetta pláss hentar sér-
lega vel undir verslun, þjónustu, veitingastarfsemi o.fl. 5627
i ■
Brúðhjón
Allur boröbiínaður - Glæsileg gjafavara - Briíðhjónalislar
verslunin
Lmigavegi 52, s. 562 4244.