Morgunblaðið - 25.10.2000, Síða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
. J-
>
Forvitnilegar bækur
Handbók fyrir
skáldverkavini
Salon-vefsetrið er vett-
vangur líflegrar umfjöll-
unar, þar á meðal um
bókmenntir. Árni
Matthíasson fletti hand-
bók um nútímabók-
Hrikalegur
óhugnaður
Perdito Street Station eftir China
Miéville. Mackmillan gefur tít 2000.
710 bls. kilja í stóru broti. Kostar
2.195 kr. í Máli og menningu.
MARGIR kannast við China Mié-
ville af bók hans King Rat sem ger-
ist í undirheimum Lundúna. Sú bók
sem hér er sagt frá, Perdito Street
Station, gerist einnig í undirheim-
um, en nú undirheimum borgar í
ótilgreindri framtíð, Nýju-Crob-
uzon, sem felur í sér allt það versta
sem við getum gert okkur í hugar-
lund og gott betur. í borginni deila
kjörum menn og hálfmenn
ýmisskonar, kaktus-
menn, vatna-
menn, gamm-
menn og svo
má áfram
telja. Höf-
uðpersóna
bókarinnar
er einskonar
vísinda-
maður
sem
búinn er
að má út
markalínur
hins mögulega
og ómögu-
lega, og lags-
kona hans
sem er skor-
dýrskona. Líf
þeirra geng-
ur sinn van- AliceWalker
agang þar til
til vísindamannsins kemur óvæntur
gestur með fulla vasa fjár sem bið-
ur hann að gera hið ómögulega.
Framvinda bókarinnar er mögn-
uð og grípur lesandann föstum tök-
um, ýmist í yfirgengilegri spennu
eða hrikalegum óhugnaði, og inn í
söguna fléttast risamölflugur sem
sjúga vitundina úr fólki, vélar sem
öðlast hafa vitund, grimmdarlegur
glæpahöfðingi, örvæntingarfullir
byltingarmenn, • risaköngurlær,
íbúar helvítis og svo má lengi telja.
Bakgrunnurinn er þó það magn-
aðasta við bókina, risaborgin Nýja-
Crobuzon þar sem öllum hugsan-
legum tilfinningum og skynjunum
ægir saman, þar sem niðurlægingin
er meiri en orð fá lýst og upphefðin
algjör.
Miéville fer liprum höndum um
enska tungu og þótt ekki takist
honum alltaf vel upp í skáldlegum
sprettum er ritun bókarinnar
sannkallað þrekvirki. Þegar á líður
bókina fer lesandann að þyrsta í
frekari lýsingar á borginni, vill
komast nær henni og íbúunum og
án efa á Miéville eftir að nýta sér
sögusviðið í frekari skrifum, það er
of ríkulega búið og fjölbreytt til
þess að hægt sé að segja skilið við
það fyrir fullt og allt.
Ævintýrabækur fyrir fullorðna
hafa jafnan byggst á drekum og álf-
um, töframönnum og riddurum, en
í Perdito Street Station hefur
China Miéville tekist að skapa nýj-
an heim sem er hæfilega ævintýra-
legur til þess að vera sannur.
Árni Matthíasson
menntir frá Salon.com.
ÞEGAR veraldarvefurinn var að
slíta barnsskónum sáu margir í hill-
ingum þá gríðarlegu tekjumöguleika
sem þar yrði að finna. Meðal annars
átti að hagnast á rekstri veftímarita
og grúi slíkra rita sem fjallaði um
ólíklegustu efni spratt upp. Fæst
náðu þó að lifa lengur en upphafs-
fjárfestingin entist, enda dýrt að
halda slíkum ritum úti. Þau sem eftir
lifðu gerðu það sumpart vegna þess
að eigendur þeirra vildu ekki þola þá
smán að skrautfjaðrir væru af þeim
reyttar, en önnur náðu að endur-
skipuleggja svo rekstur sinn að þau
gátu lifað. Þar á meðal er tímaritið
Salon, sem er reyndar með helstu
tímaritum vestan hafs, kvoðuritin
meðtalin.
Meðalvegurinn fetaður
Salon fetar meðalveginn á
milli framúrstefnu og
íhaldssemi; ritið á það
til að birta gagnrýn-
ar greinar um
menn og málefni
þar sem tekið er
kröftuglega á
hlutunum, en
oftar er umfjöll-
un þess fram-
sóknarleg loð-
mulla þar sem
engan má
styggja og eng-
an hræða.
Ymsir nafn-
togaðir speking-
ar í menningu,
tækni og listum
vestan hafs skrifa fyr-
ir ritið en í því birtist
meðal annars reglulega
umfjöllun um listir og
skemmtanir, bækur, við-
skipti, myndasögur, heilsu, fólk í
fréttum, kynlíf, stjórnmál og tækni,
hver efnisþáttur hefur sinn ritstjóra.
Einn líflegasti efnisþáttur Salon, sé
pólitíkin ekki talin með á forseta-
kosningaári, er bókahluti Salon, en
þar birtast bókaumsagnir, greinar
sem snerta bækur eða bókmenntir,
kaflar úr bókum, upplestur rithöf-
unda og svo má telja. Ritstjóri bóka-
hluta Salon er Laura Miller og hún
ritstýrði líka bókinni The Salon.Com
Reader’s Guide to Contemporary
Authors, handbók lesenda um nú-
tímahöfunda, sem kom út fyrir
stuttu.
Ekki fyrir
fræðimenn
í inngangi Miller að bókinni kem-
ur fram að hún er ætluð lesendum,
en ekki fræðimönnum, starfsmönn-
um útgáfufyrirtækja eða nefndar-
mönnum verðlaunanefnda, enda sé
það lið allt löngu hætt að lesa bækur
sér til skemmtunar. Miller skrifar
einnig ingangsgrein að bókinni,
langa grein um enska bókmennta-
sögu síðustu áratuga og reynir að
greina hvaða breytingar hafi orðið í
skáldsagnaritun, tínir til helstu
stefnu'r og strauma og veltir fyrir
sér áhrifum kvikmyndanna og
fjöldamenningar á þróun skáldsög-
unnar.
Höfundaval í bókinni er fjölbreytt-
ara en þegar bókmenntafræðilegir
mælikvarðar eru hafðir uppi við og
þannig er þar að finna Stephen King,
Mario Puzo, John Grisham, Alice
Walker, Bernard Malamud, Erica
Jong, Margaret Atwood, Tobias
Stephen King
Toni Morrison
Wolff, Paul Auster, Saul
Bellow, A.S. Byatt, John
Updike, Jane Smiley,
Chinua Achebe, Amy
Tan, Ernest J. Gain-
es, Oscar Hijuelos
og svo má telja, 225
rithöfunda alls.
Margir eru pistl-
arnir, sem skrifaðir
eru af um 100 höf-
undum, skreyttir
pennateikningum af
viðkomandi höf-
undi.
Innan um umsagn-
irnar eru síðan hugleið-
ingar valinna höfunda
um sitthvað tengt bók-
menntum. Til að mynda
skrifar David Gates um
það þegar hann gafst upp
á Beat-skáldunum, Dor-
othy Allison rökstyður
það að allar bækur séu
lesbíubækur, A.S. Byatt tínir til
fimm uppáhalds sögulegu skáldsög-
ur sínar, Robert Stone skrifarum
helstu stríðsbækurnar og svo má
telja, en einnig er gagnleg samatekt
um helstu erlenda nútímahöfunda.
Alice Walker fær til
tevatnsins
Umsagnimar um höfundana 225
eru misjafnar sem vonlegt er, en
flestar heldur eða mjög jákvæðar,
sjá til að mynda umagnir um Grah-
am Swift, og J.R.R. Tolkien, en aðrir
fá til tevatnsins, sjá til dæmis um-
sögn um Mario Puzo. Einnig fær Al-
ice Walker, höfundur bókarinnar
Purpuraliturinn, heldur harkalega
meðferð, enda segir Miller að enginn
þeirra nærfellt hundrað sem koma
að bókinni hafi tekið í mál að skrifa
um Walker; „þeir sem beðnir voru
ýmist grettu sig eða hrylltu". Hún
þurfti því að skrifa samantektina
sjálf, enda ekki hægt að sleppa
Walker úr bókinni, og þó hún reyni
að draga fram góðar hliðar skáld-
sagna Walkers segir hún snemma í
pistlinum að Alice Walker sé sönnun
þess hve miðlungshöfundur geti náð
langt með því að höfða til þeirra sem
ekki lesa bækur að jafnaði.
Til að komast í bókina
þurftu rithöfundarnir að
hafa skrifað á ensku og
gefið út helstu verk
sín eftir 1960. Reynd-
ar eru á nokkrum
stöðum höfundar
sem gáfu út sín
fremstu verk fyrir
þann tíma, til að
mynda J.R.R.
Tolkien, en þá er
beitt þeirri mæli-
stiku að þeir hafi
ekki hlotið viður-
kenningu eða vinsældir
fyrr en eftir 1960. í inn-
gangi að bókinni segir
Miller að megináhersla sé
á höfunda verka sem telja
megi bókmenntir, en met-
söluhöfundar fái að fljóta
með fyrir ýmsar sakir,
Jaqueline Susan vegna
áhrifa hennar á bókmenningu al-
mennt og samskipti höfunda og út-
gefenda við lesendur, John Grisham,
vegna þess að aðstandendur út-
gáfunnar höfðu aldrei lesið bækur
hans og langaði að vita hvað það
væri sem fólk sæi við hann, og
Stephen King vegna þess að þeir
læsu hann sér til skemmtunar og
tími til kominn að viðurkenna það.
Ekki fer hjá því að áhugafólk um
bókmenntir sakni fjölmargra höf-
unda úr henni, helst andfætlinga
okkar, til að mynda hlaut Keri
Hulme, sem skrifaði verðlaunabók-
ina mögnuðu The Bone People, ekki
náð fyrir augum ritstjóra, Peter
Carey er hvergi að finna eða Patrick
White, sem hlaut Nóbelsverðlaun í
bókmenntum 1970, og svo má telja.
Ýmsir prýðishöfundar bandarískir
og breskir eru ekki heldur í bókinni,
og þannig má nefna að Garrison
Keillor, höfundur Lake Wobegone
Days komst ekki í bókina, en hann
er meðal fastra dálkahöfunda Salon.
Beat-skáldunum var einnig öllum
sleppt, þar á meðal Jack Kerouae, að
sögn Millers vegna þess að hún gat
ekki hugsað sér að lesa meh’a um
þau.
Jaqueline Susan
John Grisham
Virginiu
Woolf vott-
uð virðing
The Hours eftir Michael Cunn-
ingham. 228 bls. Fyrst títgefin í
Bandaríkjunum 1998.
HVER er hræddur við Virginiu
Woolf? Sannarlega er Bandaríkja-
maðurinn Michael Cunningham það
ekki en skáldkonan fræga er í raun
miðdepill þessarar bókar, The
Hours, sem aflaði höfundinum
bandarísku Pulitzer-verðlaunanna í
bókmenntum 1999. í The Hours hef-
ur Cunningham ofið snilldarlega
saman brot úr ævi skáldkonunnar
frægu og tveggja sögupersóna sem
tengjast innbyrðis án þess að vita
það og tengjast jafnframt frú Dallo-
way tryggðaböndum, söguhetju
einnar frægustu bókar Woolf, Mrs
Dalloway.
Bækur Virginiu Woolf eru sjálf-
sagt ekki tíðir gestir á borðum unn-
enda afþreyingarbóka nú til dags.
Sannarlega hef ég sjálfur ekki haft
nein kynni af Woolf fram að þessu en
Cunningham tekst hins vegar með
The Hours að vekja áhuga minn svo
um munar. Segir enda í dómum ým-
issa sérfræðinga, sem birtir eru á
bókarkápu verksins, að þó að það sé
ekki skilyrði að hafa lesið Mrs Dallo-
way áður en menn setjast niður með
þessa bók sé í öllu falli útilokað ann-
að en að kynna sér verkið að lestri
The Hours lokið. Hitt er svo annað
mál að þó að mér fyndist bók Mich-
aels Cunningham frábær gafst ég
upp á Mrs Dalloway.
Rammi The Hours eru fyrstu til-
raunir Woolf til að hefjast handa við
að skrifa Mrs Dalloway en síðan
flakkar Cunningham til í tíma fram
til dagsins í dag annars vegar, en þar
hittum við fyrir Clarissu Vaughan
sem dauðvona vinur hennar hefur
aldrei kallað annað en frú Dalloway
vegna þess hversu hrifinn hann var
af bók Woolf einmitt þegar þau hitt-
ust fyrst og urðu ástfangin.
Á hinn bóginn hittum við einnig
fyrir frú Brown sem einhvern tím-
ann á fimmta áratugnum stakk af frá
eiginmanni og ungu bai’ni sínu eftir
að hafa orðið fyrir innblæstri af hinni
sjálfstæðu aðalpersónu meistara-
verks Woolf. Hvernig þær Brown og
Vaughan tengjast innbyrðis verður
ekki ljóst fyrr en í lokin og er þá les-
andanum fyrir löngu orðið ljóst
hversu mikill áhrifavaldur Woolf var
í lífi þeirra og hins dauðvona vinar
sem grípur til örfþrifaráða til þess að
enda vist sína hér á jörðu í bókarlok,
rétt eins og Woolf sjálf gerði árið
1941.
Nú er ekki hægt að segja að ég
leggi í vana minn að lesa hámenning-
arleg skáldverk sem þetta, þar sem
stöðugt er verið að vísa í þekkt verk
bókmenntasögunnar (tilvísanir sem
fara fyrir ofan garð og neðan). Hafi
ég verið þjakaður ótta þegar ég hófst
handa við lesturinn hvarf hann þó
fljótt er á leið enda er hér á ferðinni
einkai- vel skrifuð bók og þó að at-
burðarásin sé ef til vill ekki æsileg
heldur hún manni við efnið allt fram
á síðustu stundu.
Davíð Logi Sigurðsson