Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Hálf öld liðin frá undirritun Mannréttindasáttmála Evrópu
Nauðsynlegt að styrkja stöðu
Mannréttindadómstólsins
Ráðherrar frá 41 aðildarríki Evrópuráðsins
hófu tveggja daga fund í Róm í gær í tilefni
af því að fímmtíu ár eru liðin frá undirritun
Mannréttindasáttmálans. A fundinum verð-
ur hafín undirritun á nýjum viðauka við
sáttmálann, Steingrímur Sigurg-eirsson
fylgist með.
Reuters
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra á fundinum í Róm.
FIMMTÍU ár eru í dag liðin frá
undirritun Mannréttindasáttmála
Evrópu í Róm og hófu ráðherrar ut-
anríkis- eða dómsmála frá aðildar-
ríkjum Evrópuráðsins af því tilefni
tveggja daga fund í Palazzo della
Famezina, aðalbyggingu ítalska ut-
anríkisráðuneytisins, í gær. Alls á 41
ríki nú aðild að Evrópuráðinu og eiga
ákvæði Mannréttindasáttmálans því
að vemda grundvallarréttindi um 800
milljóna manna. Fundinum lýkur í
dag og verður þá gengið frá tveimur
samþykktum um mannréttindamál.
Annars vegar samþykkt um stofnan-
ir og skipulag til vemdar mannrétt-
indum í Evrópu og hins vegar sam-
þykkt um virðingu fyrir
mannréttindum sem lykilatriði fyrir
stöðugleika og samstöðu í Evrópu.
Að því búnu verður haldinn sérstakur
hátíðarfundur vegna 50 ára afmælis
Mannréttindasáttmálans. Loks verð-
ur sérstök athöfn þar sem aðildarríki
geta byijað að undirrita tólfta við-
aukann við Mannréttindasáttmálann.
í viðaukanum er lagt bann við að ein-
staklingum sé mismunað á grundvelli
t.d. kynferðLs, litarháttar, tungumáls,
trúarbragða eða stjómmálaskoðana
í drögum að yfirlýsingu ráðherra-
fundarins er þeim árangri er náðst
hefur á sviði mannréttinda í Evrópu
síðastliðna hálfa öld fagnað en jafn-
framt er harmað að enn eigi sér stað
gróf mannréttindabrot víða um heim,
þar með talið í Evrópu. Lögð er
áhersla á mikilvægi þess að aðildar-
ríki tryggi virðingu fyrir mannrétt-
indum með því að sjá til þess, að lög-
gjöf og lagaframkvæmd sé í
samræmi við Mannréttindasáttmál-
ann og að úrskurðum Mannréttinda-
dómstólsins sé fylgt í hvívetna. Ráð-
herramir fagna jafnframt að
Evrópusambandið sé farið að láta til
sín taka í auknum mæli á mannrétt-
indasviðinu en lögð er áhersla á mikil-
vægi þess að ekki verði um sam-
keppni eða deilur að ræða á milli
stofnana Evrópusambandsins og
Evrópuráðsins í framtíðinni, þar sem
að slíkt væri líklegt til að draga úr
mannréttindavemd í Evrópu.
Greinilegt er að margir hafa
áhyggjur af hinni nýju mannréttinda-
skrá, sem Evrópusambandið tók
ákvörðun um að setja saman á leið-
togafundi í Köln í júní á síðasta ári.
Talin er hætta á að komi til árekstra
milli Evrópudómstólsins í Lúxem-
borg og Mannréttindadómstólsins í
Strassborg, ef ekki verður haldið rétt
á málum. Til að koma í veg fyrir slíkt
er m.a. rætt um að Evrópusambandið
taki upp Mannréttindasáttmálann og
liggur fyrir tillaga um það innan sam-
bandsins, sem að öllum lfldndum
verður rædd á komandi leiðtogafundi
ESB í Nice. Þar með myndi Evrópu-
sambandið sjálft einnig falla undir
ákvæði sáttmálans líkt og stjómvöld
einstakra aðildarríkja.
í drögum að samþykkt um stofn-
anir og skipulag til vemdar mann-
réttindum í Evrópu segir að tryggja
verði betur framkvæmd ákvæða
Mannréttindasáttmálans í aðildar-
ríkjunum og efla stöðu dómstólsins til
að auka skilvirkni hans auk þess að
sjá til að ráðherranefnd Evrópuráðs-
ins hafi betri aðstöðu til að fylgjast
með því, að úrskurðum dómstólsins
sé framfylgt. Þá er í samþykktinni
um virðingu fyrir mannréttindum,
sem einnig stendur til að samþykkja í
dag, lögð áhersla á mikilvægi þess að
Evrópuráðinu verði gert betur kleift
að bregðast skjótt við stórfelldum
mannréttindabrotum.
Einnig em pyndingar, keríis-
bundnar nauðganir og aftökur utan
dóms og laga fordæmdar harðlega og
aðildarríki em hvött til að afnema öll
ákvæði í lögum sínum um dauðarefs-
ingar hvort sem er á friðartímum eða
í stríði.
Walter Schwimmer, framkvæmda-
stjóri Evrópuráðsins, mælti fyrir til-
lögunum og í ræðu sinni lagði hann
áherslu á að það væri í höndum hvers
einstaks aðildarrflds að tryggja að
mannréttindi væra virt. „Upphaf og
endi mannréttindavemdar er að
finna á heimavelli," sagði Schwimmer
og því yrðu einstök aðildarrfld að sjá
um að koma málum sínum í lag. A
undanfömum ámm hefðu komið upp
dæmi um stórfelld mannréttindabrot
í Evrópu og nefndi hann sérstaklega
átökin í Bosníu-Herzegóvínu, Kosovo
og Tsjetsjníu sem dæmi um deilur
þar sem slíkt hefði gerst.
Þörf á mannréttindasveit
Þegar slík mál kæmu upp skorti
leið til að tryggja að umheimurinn
gæti bragðist við með skjótum og
skilvirkum hætti. „Evrópuráðið get-
ur dregið ákveðinn lærdóm af
Tsjtsjníu-deilunni. Við verðum sem
fyrr að fordæma umfangsmikil og
gróf mannréttindabrot af festu en á
sama tíma verðum við að sjá til þess
að við getum bragðist skjótar við,“
sagði Schwimmer og taldi tímabært
að komið yrði á laggirnar sveit er
gæti bragðist hratt við mannrétt-
indabrotum og að einnig yrði settur
upp sjóður sem hægt yrði að nota í
þessu skyni. Schwimmer sagði á
blaðamannafundi að þegar ákveðið
var að grípa til aðgerða vegna Tsj-
tsjníu á sínum tíma hefði orðið að
byrja frá granni og setja á laggirnar
sérfræðingahóp. Ekki hefði verið
neinn grannur til að byggja á. I fram-
tíðinni þyrfti Evrópuráðið að vera
reiðubúið að takast á við mál af þessu
tagi með þeim hætti að hægt væri að
bregðast við þegar í stað. Því væri
lagt til að stofna sérstaka mannrétt-
indasveit, skipaða sérfræðingum á
þessu sviði. Þá væri einnig nauðsyn-
legt að hafa sérstakan sjóð til umráða
þannig að ekki þyrfti að leita eftir
fjármagni til aðildarríkjanna í hvert
skipti sem gripið yrði til aðgerða.
15 þúsund mál
bíða afgreiðslu
Schwimmer lagði ríka áherslu á að
gera yrði starf Mannréttindadóm-
stólsins skilvirkara. Nú lægju fyrir
fimmtán þúsund mál, sem dómstóll-
inn hefði verið beðinn um að úr-
skurða í. Það væri nauðsynlegt að
stokka upp kerfið til að dómstóllinn
gæti sinnt máluffi sem skyldi og því
hefði Evrópuráðið farið fram á það
við aðildarríkin að þau tryggðu dóm-
stólnum jafnt nægjanlegt fjármagn
sem starfslið til að geta sinnt hlut-
verki sínu. Það mætti þó ekki verða
til að skerða framlög til annarrar
starfsemi Evrópuráðsins.
Luzius Wildhaber, forseti Mann-
réttindadómstólsins, tók í sama
streng er hann ávarpaði ráðherra-
fundinn og benti á að 800 milljónir
manna í 41 rfld hefðu rétt til að senda
dómstólnum mál á 37 tungumálum. Á
sjö árum hefði málafjöldi aukist um
500% og flest benti til að sú þróun
myndi halda áfram og jafnvel magn-
ast. Ef Mannréttindadómstóllinn
ætti að halda trúverðugleika sínum
væri hins vegar nauðsynlegt að hann
gæti afgreitt mál innan viðunandi
tíma og einnig yrði að framfylgja
úrskurðum dómstólsins af festu.
Hvatti hann aðildarríkin til að
tryggja að löggjöf þeirra væri í sam-
ræmi við sáttmálann og framkvæmd
hans. Mannréttindadómstóllinn í
Strassborg gæti ekki komið í staðinn
fyrir mannréttindavemd í einstaka
ríkjum. Það yrði að efla sjálfan dóm-
stólinn og sagði Wildhaber að auka
yrði fjárveitingar um 3,8 milljónir
evra þannig að hægt yrði að bæta við
nauðsynlegu starfsfólki. Einnig yrðu
aðildarrfld að beita sjálf sig auknu að-
haldi til að létta álagi af dómstólnum.
Því markmiði mætti t.d. ná fram með
því að úrskurðir dómstóla tækju í
auknum mæli mið af sáttmálanum og
túlkunum á framkvæmd hans.
Varðstaða
um grund-
vallar-
réttindi
MEÐ samþykkt Mannréttinda-
sáttmálans var slegin skjald-
borg um helstu grundvallarrétt-
indi einstaklinga og er sátt-
málinn æðri löggjöf einstakra
aðildarríkja.
Sem dæmi má nefna réttinn
til lífs, sem tryggður er með
annarri grein sáttmálans. Á
þetta hefur til að mynda reynt í
nokkram málum gegn Tyrk-
landi og má nefna mál þar sem
tyrkneska ríkið var talið bera
ábyrgð á dauða manns, þar sem
það gat enga skýringu gefið á
hvarfi hans skömmu eftir að
hann var hnepptur í varðhald.
Þá ber rfldnu samkvæmt einum
úrskurði dómstólsins að tryggja
að í gildi séu reglur sem vemdi
líf sjúklinga og að til staðar sé
virkt kerfi til að rannsaka
læknamistök.
I þriðju grein sáttmálans er
lagt bann við pyndingum og hef-
ur til dæmis franska rfldð tapað
máli með úrskurði byggðum á
þriðju grein en kærandi hafði
orðið fyrir barsmíðum í gæslu-
varðhaldi. Vora pyndingar þar
með skilgreindar með nýjum
hætti.
Þá má nefna sjöttu grein sátt-
málans um réttláta málsmeð-
ferð fyrir dómi en í því felst m.a.
að einstaklingur telst saklaus
þar til sekt hans er sönnuð.
Friðhelgi einkalífs, fjöl-
skyldu, heimilis og bréfaskipta
er vemduð með áttundu grein
en þessari grein hefur m.a. verið
beitt til að hnekkja banni við því
að samkynhneigðir fái að gegna
herþjónustu. Hins vegar hefúr
dómstóllinn einnig úrskurðað að
það sé ekki brot á greininni að
skylda kynferðisafbrotamenn til
að sæta eftirliti lögreglu eftir að
þeir hafa afþlánað dóm.
Tíunda grein íjallar um tján-
ingarfrelsi og sú ellefta um
funda- og félagafrelsi.
Til þessa hafa ellefu viðaukar
verið samþykktir við sáttmál-
ann og í dag munu rfld Evrópu-
ráðsins byrja að undirrita tólfta
viðaukann. Hann leysir að
mörgu leyti 14. grein sáttmálans
af hólmi, þar sem fjallað er um
bann við mismunun. Upptalning
fjórtándu greinar á óheimilum
ástæðum fyrir mismunun er
ekki tæmandi og tryggir hún í
raun einungis að réttindi sátt-
málans skuli tryggð án mann-
greinarálits. í tólfta viðaukan-
um er tekið skýrt fram að öllum
beri að njóta réttinda sem eiga
stoð í lögum án mismununar.
Brýnt að huga að fram-
tíðarþróun dómstólsins
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra
segir aðildarríki Evrópuráðsins standa á
ákveðnum timamótum nú þegar hálf öld er
Iiðin frá samþykkt Mannréttindasáttmálans.
Ekki síst verði brátt að taka ákvarðanir um
framtíðarþróun Mannréttindadómstólsins,
sem er að kikna undan álagi vegna þess mikla
fjölda mála er honum berast. Sólveig, sem nú
situr hátiðarfund Evrópuráðsins f Róm, seg-
ist vera sammála því áliti Walter Schwimm-
ers, framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, í
skýrslu er lögð var fram á fundinum, að gera
verði ítarlega rannsókn á þeim möguleikum
sem til staðar eru, þannig að hægt verði að
taka póiitíska ákvörðun innan tíðar.
Þar verði að skoða ýmislegt, t.d. hvort
hækka eigi þröskuldinn varðandi mál sem
tckin eru fyrir, hvort koma eigi upp einhvers
konar forúrskurðarkerfi og hvort að sér-
fróðir embættismenn eigi að sjá um að sía
þau mál sem tekin eru fyrir í stað þriggja
manna dómaranefndar líkt og nú er. Þar með
væri búið að skilja á nýjan leik á milli síunnar
og dómstólsins líkt og var áður en Mannrétt-
indanefnd Evrópu og Mannréttindadómstóll-
inn voru sameinuð með ellefta viðaukanum
við sáttmálann árið 1998.
„Þetta eru allt mjög áhugaverðar hugleið-
ingar og aðildarríkin verða að sýna þessu
pólitiskan áhuga. Býst ég að við að samþykkt
verði að rannsókn líkt og sú er Schwimmer
leggur til fari fram þannig að hægt verði að
móta framtíð dómstólsins."
Sólveig segir ekki siður mikilvægt að aðild-
arríkin sjálf taki til heima sjá sér til að létta
álagi af dómstólnum. Til dæmis sé mikilvægt
að fram fari regluleg endurmenntun dómara,
ákærenda og fleiri stétta á sviði mannrétt-
indasáttmálans. fsland geti líka lagt sitt af
mörkum til að hjálpa öðrum rfkjum og nefndi
hún nýlegt samkomulag Islands og Litháen
um samstarf á sviði dómsmála í þvi sambandi.
Sólveig var formaður allsheijarnefndar Al-
þingis árið 1994er Mannréttindasáttmálinn
var lögfestur á íslandi og segir hún að sér
hafí ávallt þótt hann falla vel að íslenskri lög-
gjöf. Island hafi staðið það framarlega á sviði
mannréttindamála að hann hafi ekki haft
grundvallarbreytingu í för með sér í sjálfu
sér. Hins vegar tryggði hann, að kæmi upp
misræmi við islensk lög, gengi hann framar
og þannig haft áhrif til bóta. Með stjórnar-
skrárbreytingunni árið 1995 hafi síðan bæði
verið gengið lengra en Mannréttindasáttmál-
inn kveður á um og grunnreglur hans jafn-
framt í reynd færðar inn í stjórnarskrá. Jafn-
ræðisreglan sem þá var fest í stjómarskrá sé
þannig fyrst nú að komast í sáttmálann með
tólfta viðaukanum, sem aðildarrikin byrja að
undirrita í dag. „Það hafa margir lagt
áherslu á það hér í Róm að mannréttindi byiji
heima fyrir. í okkar huga er það ekkert nýtt
þar sem við höfum ávallt reynt að standa
framarlega á þessu sviði,“ segir Sólveig.
Hún segir athyglisvert að heyra mismun-
andi sjónarmið ráðherra á fundinum gagn-
vart mannréttindum. Ekki síst sé forvitnilegt
að heyra fulltrúa nýftjálsu rikjanna í Austur-
Evrópu lýsa því yfir að frelsið sé mikilvægast
af öllu, frelsið sem þeir hafi öðlast er yfir-
ráðum Sovétríkjanna lauk. Þetta séu réttindi
sem við göngum út frá sem sjálfsögðum en
þessi ríki hafi nú loks öðlast. „Ég held ég geti
lika tekið undir þau orð fulltrúa Eistlands
sem sagði að sáttmálinn væri sameiginlegt
tungumál Evrópuríkjanna en nauðsynlegt
væri að það væri kennt alls staðar.“
Þá hafí það verið merkilegt að Rússar Iýstu
því yfir að þeir vildu styrkja stöðu mannrétt-
indamála i samstarfi við Evrópuráðið og að
þeir teldu að tólfti viðaukinn myndi t.d.
styrkja stöðu minnihlutahópa í Rússlandi.
Áheyrn hjá páfa
Ráðherrarnir sem sitja fundinn i Róm fóru
í gær í Páfagarð í áheym hjá páfa. Sólveig
segir páfa hafa ávarpað hópinn og sérstak-
lega minnst á afnám dauðarefsinga. „Þá sá
hann einnig ástæðu til að minnast sérstak-
lega á stöðu fóstureyðinga og sagðist vilja
minna á réttinn til lifs. Einnig taldi hann mik-
ilvægt að efla stöðu fjölskyldunnar og að
leggja ætti meiri áherslu á vernd hennar.
Þetta er merkilegur maður, sem á að baki
merkilegt ævistarf. Eftir að hann hafði
ávarpað okkur fékk hvert og eitt okkar
áheym hjá honum og vakti það ánægju mi'na
að hann hafði sérstaklega á orði að hann
mundi eftir heimsókn sinni til Islands og að
hún hefði verið ánægjuleg."