Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 73
I MORGUNBLABIÐ__________________________________________LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 73~~ KAUPMANNASAMTÖKIN 50 ÁRA Þorvaldur Guðmundsson í Sfld og físki. Prúðbúinn búðarsveinn fyrr á öldinni. Runólfur Ivarsson rak dæmigerða hverfaverslun. irnir eru Almennur stofnlánasjóður Kaupmannasamtaka Islands, Stofn- lánasjóður matvöruverslana og Stofnlánasjóður raftækjasala og hef- ur verið í umræðunni að sameina stofnlánasjóðina í einn.“ Guðað á glugga Lýður vekur athygli á hraðfara þróun í smásöluverslun frá því Kaupmannasamtökin voru stofnuð. „Eldri kynslóðin vandist því að gera innkaupin hjá kaupmanninum á horninu um miðja öldina. Yfirleitt voru nokki-ar verslanir á svipuðum slóðum, þ.e. með nýlenduvörur, fisk, mjólk og kjöt. Fyrstu verslunarmið- stöðinni með mismunandi verslun- um undir sama þaki var komið á fót í Morgunblaðshúsinu undir heitinu Vesturver fyrri hluta ársins 1955. Fyrsta sjálfsafgreiðsluverslunin, gjafavöruverslunin Liverpool, var opnuð á Laugaveginum um haustið. Eins og glögglega má sjá af mynd í Sögu Kaupmannasamtakanna var almenningur forvitinn og kom til að virða fyrir sér varning verslunarinn- ar í gegnum búðargluggana kvöldið fyrir opnunina," segir Lýður og tek- ur fram að SÍS hafi opnað aðra sjálf- safgreiðsluverslunina skömmu síðar. „Islenskir kaupmenn hafa löngum verið duglegir að ferðast og kynna sér nýjungar í verslunarrekstri í öðrum löndum. Nokkrum hópi ís- lenskra kaupmanna var boðið í slíka ferð til Bandaríkjanna snemma á 6. áratugnum. Þorvaldur Guðmun- dsson í Síld og fisk skrifaði um ferð- ina í Verslunartíðindi og spáði því að næsta skrefið í verslunarrekstri á Islandi yrðu stórmarkaðir með stór- um bílastæðum í úthverfum höfuð- borgarinnar. Sú spá rættist ekki fyrr en með fyrsta íslenska stór- markaðinum undir merkjum Hag- kaups í Skeifunni árið 1970. Nú setja stórmarkaðir og verslunarmiðstöðv- ar áberandi svip á smásöluverslun á landinu." Framtíðarþróunin „Eins og fram kemur í bókinni kann tæknivæðing að orsaka stór- breytingar á verslunarháttum á næstu áratugum. Netverslun er að vísu í smáum stíl ennþá. Ýmsir spá stóraukningu á henni á næstu árum og aldarfjórðungi enda séu Islend- ingar fljótir að tileinka sér tækni,“ segir Lýður og tekur fram að skipt- ar skoðanir séu um hvert þróunin muni leiða. „Til eru þeir sem ætla að með tilkomu netverslunar hætti búð- in að vera miðdepill samskipta við viðskiptavinina. í staðinn komi skrif- stofan, vel búin nýtísku tækjum, rúmgóður lager og heimsendingar- þjónusta. Aðrir leggja áherslu á að viðskiptavinir vilji þreifa á vörunum og skoða þær í hillum áður en kaup séu gerð og að búðir hafi um langan aldur verið staðir þar sem menn hittast og taka jafnvel tal saman. Víst er að þær gegndu síðarnefnda hlutverkinu í ríkum mæli fram yfir miðja öldina en líklega hefur tilkoma stórmarkaða og stóraukin verslun dregið úr þessu.“ Starfsöm ritnefnd Gunnar segir að hugmyndin að því að láta rita sögu Kaupmannasam- takanna hafi kviknað fyrir allmörg- Almenningur þyrptist að glugga Liverpool til að virða fyrir sér vöruúrvalið í fyrstu sjálfsafgreiðslubúðinni. Skókaupmenn varaðir við að kaupa röntgentæki í búðir sínar SLIK tæki eru algeng í skóbúðum erlendis, og geta viðskiptavinimir séð hvemig beinin í fætinum taka sig út í nýju skónum. Ef einhverjir skókaupmenn hér skyldu hugsa sér að kaupa röntgentæki í verzlanir sínar, til þess að viðskiptavinirnir geti virt fyrir sér hvemig beinin í fætinum taka sig út innan í skónum, er þeim hér með eindregið ráðlagt að leggja ekki í þann kostnað. Það em læknamir, sem gefa skókaupmönnum þessa ráðlegg- ingu, en í nýútkomnu fréttabréfi um heilbrigðismál segir frá röntgen- tækjum, sem mikið séu notuð í skó- verzlunum erlendis. Segir þar að helmingur afgreiðslufólks í skóbúð- um Ameríku, sem spurt sé um, hvaða gagn það telji tæki þessi gera, sé þeirrar skoðunar að þau geri ekk- ert gagn, en séu aðallega til að sýn- ast og blekkja fólk. í fréttabréfinu um heilbrigðismál segir m.a.: Erlendis er algengt að sjá lítil röntgentæki í stórverzlunum, eink- um í Ameríku, en þau em einnig far- in að sjást í meiri háttar skóverzlun- um í Evrópu. Sá, sem mátar á sig skó, getur farið með skóinn á fætin- um í röntgentækið og séð hvernig beinin í fætinum taka sig út í skón- um. í læknablöðum Ameríku hafa undanfarið birzt margar ritgerðir um hættuna, sem þessu fylgir. Hætt- an er lítil fyrir afgreiðslufólkið, en hún getur verið meiri en góðu hófi gegnir fyrir kaupendurna, sem geta farið búð úr búð og geislað fætur sína mai’gsinnis í hverri búð. Ef sami fótur er gcislaður í 20 sekúndur fær hann, samkvæmt mælingum sem gerðar hafa verið, 12,8-116 röntgen, en 250 röntgen getur valdið húðroða og 300 röntgen getur valdið vaxtar- truflun í beini bams. Það segir sig því sjálft, að ef slík geislun er endur- tekin margsinnis sama dag eða dag eftir dag, getur hún orðið hættuleg. Læknar leggja yfirleitt til að hætt verði við röntgengeislanir í skó- verzlunum, vegna þess að þær séu of hættulegar. Alþýðublaðið, 11. desember 1951. um árum. „Ekki var hafist handa við verkið fyrr en Júlíus Jónsson, kenndur við Nóatún, gaf Kaup- mannasamtökunum þriggja ára laun sín fyrir setu í stjórn Endurvinnsl- unnar hf. með því skilyrði að fénu yrði varið til ritunar sögu samtak- anna árið 1996. Kaupmannasamtök- in tóku sig til í framhaldi af því og tilnefndu sérstaka sögunefnd,“ segir Gunnar og tekur fram að sögu- nefndin hafi unnið ötullega að því markmiði að gefa bókina út á afmæl- isárinu allar götur síðan. Ritstjórinn, Lýður Björnsson, hefur heldur ekki slegið slöku við því hann hefur skrif- að bókina á tæpu ári. „Ég hef alltaf lagt áherslu á að ljúka verki á um- sömdum tíma,“ segir Lýður þegar spurst er fyrir um hvemig hann hafi farið að því að ljúka jafn veglegri bók á svo skömmum tíma. „Fyrstu um sinn vann ég að bókinni í % hluta •. starfi. Á lokasprettinum varð ég að taka allan daginn til að bókin kæmi út á tilsettum tíma. Annars er ég þokkalega fljótur að skrifa þegar ég er kominn á skrið og Kaupmanna- samtökin hafa verið dugleg að halda til haga fundargerðum og ýmsum öðrum gögnum í gegnum tíðina." Hann tekur fram að sögunefndin hafi reynst honum ákaflega vel. „Ég hef unnið margar bækur í líkingu við Sögu Kaupmannasamtakanna og aldrei kynnst jafn starfssamri rit- nefnd. Sögunefndin fór yfir allan texta, útvegaði ýmis gögn og aðstoð- aði við nafngreiningar. Af öðrum vil ég sérstaklega þakka Guðna Þor- grímssyni, fyrrverandi starfsmanni samtakanna, fyrir aðstoð við öflun gagna og nafngreiningar." Saga Kaupmannasamtakanna verður eins og áður segir fyrsta bindið í ritröðinni Kaupmenn og verslun á Islandi. „Ég býst við að ég fari að hita upp fyrir næsta áfanga uppúr áramótum. Hin bindin, vænt- anlega 5 eða 6, koma til með að geyma æviskrár allra kaupmanna frá árinu 1855. Inn á milli verður laumað ýmiss konar ítarefni um verslun og viðskipti á íslandi," segir Lýður og viðurkennir að ekki hafi verið sett niður ákveðin tímamörk um hvenær hin bindin komi út. lfAð- eins eitt er á hreinu, þ.e. að alls ekki má líða of langur tími á milli bók- anna.“ J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.