Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 62
%62 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Fréttaflutningur af erfðarann- sókn á alzheimer-sjukdómi Jón Pálmi V. Signrbjörn Snædal Jónsson Björnsson Á UNDANFÖRNUM dögum hafa verið fluttar fréttir af erfða- rannsókn á alzheimer-sjúkdómi sem við erum ábyrgðarlæknar fyr- ir. Af fréttaflutningnum hefur mátt ætla að rannsókninni hafi verið stórlega ábótavant og hafi ekki ver- ið unnin í samræmi við rannsóknar- leyfið eins og segir í fyrirsögn í Morgunblaðinu miðvikudaginn 1. *nóvember sl. Af þessu tilefni óskum við, ábyrgðarlæknar þessarar rannsóknar, að koma á framfæri nokkrum athugasemdum. Um saman- burðarhóp Sagt er að tölvunefnd hafi borist ábending frá tilsjónarmanni sum- arið 1999 um að verið væri að safna upplýsingum um aðra einstaklinga en leyfið náði til eða í svokallaðan samanburðarhóp. Hið rétta er að tilsjónarmaður sendi í samráði við okkur fyrirspurn um það hvort tölvunefnd teldi að það gæti sam- rýmst upphaflegu leyfi að safnað væri upplýsingum um samanburð- arhóp og „hvort tölvunefnd hefði eitthvað við málið að athuga“ eins og orðað er í bréfinu. Eftir það var beðið svara frá tölvunefnd. Tölvu- nefnd óskaði eftir frekari skýring- um um framkvæmd þessa hluta rannsóknarinnar og þá kom fram að nefndin hafði þegar fjallað um það á fundi. Því var ljóst að þetta tiltekna mál var til umfjöllunar hjá nefndinni og að hún hefði fengið all- ar nauðsynlegar upplýsingar. Á þessum tíma fengum við upplýst af þeim sem til áttu að þekkja að tölvunefnd væri að breyta starfsað- ferðum vegna mikils fjölda mála sem til hennar bærust og svaraði ekki skriflega minni háttar erind- um. Við hófumst því handa um þessa rannsókn í góðri trú og það var ekki fyrr en úrskurður tölvu- nefndar um meintar ávirðingar birtist sem ljóst var að þessi skiln- ingur var ekki réttur að hennar mati. Svar við upphaflegu fyrir- spurninni, sem send var fyrir lið- lega ári, hefur hins vegar aldrei borist. Tilsjónarmaður og tölvu- nefnd höfðu frá upphafi fulla vitn- eskju um þennan þátt rannsóknar- innar og hafa ekki gert athuga- semdir við hana allan þennan tíma. í úrskurðinum er heldur ekki að sjá að tölvunefnd geri athugasemdir við rannsóknina sem slíka, einungis að ekki hefði átt að standa á sam- þykkisblaði fyrir rannsókninni að hún hefði hlotið samþykki nefndar- innar. Öflun þátt- takenda í úrskurði tölvunefndar segir að „borið hafi við að læknar hlutaðeig- andi sjúklings hafi ekki fyrst kann- að vilja sjúklinganna og aðstand- enda þeirra til þátttöku í rann- sókninni áður en ábyrgðaraðilar hennar eða heilbrigðisstarfsfólk á þeirra vegum höfðu samband við þá.“ í því leyfitölvunefndar sem við störfum eftir kemur hins vegar skýrt fram að það væru ábyrgðar- menn rannsóknarinnar sem ættu að kanna vilja til þátttöku. Hér var því í einu og öllu farið eftir leyfi tölvunefndar. Rétt er að taka fram að í þessari rannsókn hafa aðrir heilbrigðisstarfsmenn ekki haft samband við hugsanlega þátttak- endur fyrr en eftir að einhver ábyrgðarlækna var búinn að kynna rannsóknina fyrir þeim en í ýmsum öðrum rannsóknum hafa aðrir starfsmenn kynnt þær fyrir þátt- takendum í upphafi. Fyrir liðlega ári var ákveðið að leita eftir þátttakendum í erfða- rannsókn alzheimer-sjúkdóms á landsbyggðinni og sérstakur sam- starfslæknir tók að sér að afla þeirra. í þeirri vinnu kom upp tilvik þar sem farið hafði verið með gögn með persónuupplýsingum í Þjón- ustumiðstöðina í Nóatúni. í sam- ráði við starfsfólk Þjónustumið- stöðvarinnar gerði tilsjónarmaður gögnin upptæk. Okkur ábyrgðar- læknum var síðan skýrt frá þessu atviki. Þá var af okkar hálfu strax gripið til ráðstafana og þessi þáttur rannsóknarinnar stöðvaður. Var það síðan kynnt tilsjónarmanni og tölvunefnd. Okkur var strax ljós al- ÍSLEIVSKT MÁL Til mín kom Óskar Þór Krist- insson (Sailor) og vildi fá að vita sem mest um orðið ofbeldi. Það er þá fyrst til að taka, að fyrri hlutinn er áherslufor- skeyti, skylt yfir. Síðari hlutinn, beldi, á sér mörg frændyrði í málinu, og skal þá getið þeirra helstu. Lýsingarorðin baldinn og ballur merkja þann sem er sterkur og erfiður viðureignar. Ballur var jafnvel haft í óeigin- legri merkingu. I Hamdismál- um er talað um böll ráð = ráð sem verða til ills, og geti verið hættulegt að leysa frá orðabelg, en í Hamdismálum virðist það reyndar vera líkingamál, en von var illra ráða, ef tunguhaft Jörmunrekks væri leyst. Beldi , út af fyrir sig er ofríki eða vald- beiting, og til er einnig beldi = ofsi, ákafx. Afbaldi kemur fyrir í merkingunni ofsafenginn mað- ur. Baldur er ekki aðeins sér- nafn, heldur merkir það sem lýsingarorð hraustur, djarfur, baldinn. Niðurstaða: Ofbeldi er (of mikil) valdbeiting. Þess má svo geta að til er orð- ið baldur í merkingunni baggi, byrði, og þar með höfum við málsháttinn: hver hefur sinn baldur að bera. ★ Árni Jónsson í Reykjavík skrifar mér gott bréf sem ég leyfi mér að birta og þakka og leggja svolítið út af: „Kæri Gísli. Bestu þakkir fyrir þætti þína í Morgunblaðinu, sem ég les alltaf, mér til gagns og ánægju. Ég rakst á auglýsingu í rað- auglýsingum Mbl. á sunnudag, 17. þessa mánaðar, þar sem auglýstur er mjólkurtankur. Tankurinn er sagður: „góður vatnsgeymir og til flutninga á allskonar mjöð“. Hér hélt ég að ætti að skrifa... alls konar miði. Á sömu síðu eru auglýst skip til sölu. í einni auglýsingunni er skipið sagt „byggt í Noregi...“, en í hinum auglýsingunum eru skipin sögð „smíðuð...“, - sem mér var kennt vera rétt og kann betur við. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1082. þáttur En fýrst ég er að ræða auglýsingar, get ég ekki látið hjá líða að ræða auglýsingar frá Flugleiðum, sem kynntu nýja „ímynd“ og auglýstu rækilega í blöðum og sjónvarpi en nú sem Icelandair. Að und- anförnu hafa Flugleiðir auglýst m.a. í sjónvarpi vöru- flutninga og þá „Icelandair Cargo“. Ef hringt er til Fug- leiða er svarað: „Icelandair Flugleiðir“, sem hljómar „Ice- land er Flugleiðir". Hvað er eiginlega íslenskt mál í þessu svari? Ég spurði starfsmann Flugleiða hver væri meiningin með þessu. Svarið var að mikill meirihluti viðskiptavina Flug- leiða væri útlendingar. Eg spurði á móti hvort ekki væri rétt að nær allir áhorfendur sjónvarps og lesendur ís- lenskra blaða væru íslending- ar? Nú, spyr ég hvar endar þetta? Ágæt íslensk fyrirtæki voru sameinuð, þau hétu áður góðum íslenskum nöfnum, Éndurskoðunarmiðstöðin og Hagvangur. Mér skilst að þau séu í samstarfi við erlend fyrir- tæki og heita því nú: „PricewaterhouseCoopers ehf.“ Aftur spyr ég hvar endar þetta? Bestu þakkir og kveðja.“ ★ Athugasemdir bréfritara um mjöð og skipasmíðar eru hár- réttar. Mjöður er u-stofn og beygist eins og Hjörtur: mjöð- ur-mjöð, miði, mjaðar. Orðið er ekki haft í fleirtölu. Það er fá- tæktarmark á því að fara með sögnina að byggja yfír á hvers konar sköpunarathafnir. Mál- fátækt er einmitt eitt af því sem við verðum helst að forðast. Þess vegna smíðum við skip, enda segja allir skipasmíðastöð, en ekki ?skipabyggingarstöð. Þá þurfum við eftir mætti að spoma gegn útlendum mál- áhrifum í nöfnum og rekstri fé- laga og fyrirtækja. Að sjálf- sögðu látum við móðurmálið ganga fyrir, en erlendu heitin víkja. Annars endar þetta með ósköpum. ★ Hlymrekur handan kvað: I skíðbruni Skúli frá Teigi fór svo skarpt, að hann stöðvaðist eigi. Hann hrökk eins og naðra afeinnieggáaðra. Þeir skutu hann á þriðja degi. [Svo að hann yrði ekki hungurmorða.] ★ Ingigerður Snorradóttir á Ak- ureyri hringdi í mig vegna lýs- ingarorðsins sem dregið er af sund. Það er ýmist syndur eða syntur, og notum við Svarfdæl- ingar seinni gerðina. Tökum nú þetta lýsingarorð í öllum kynj- um: syndur - synd - synt. Reglan segir að hvorugkyn lýsingarorða myndist með því að bæta t við stofninn, en hann kemur fram í kvenkyni. Ef við ætlum að beita þessari reglu þama, kemur út *syndt, og sú samhljóðaröð dug- ir ekki. D-inu verður að fóma. Þá kemur út: Strákurinn er syndur, stelpan er synd og bam- ið er synt, enda væri þokkalegt ef bamið væri synd! Kemur nú til greina mannleg samræmingarþörf, og í mál- fræði gætir hennar oft. Við vilj- um láta öll kynin hljóma sem líkast. T-ið í hvomgkyninu er sterkt, og með svokallaðri áhrifsbreytingu (analógíu) lag- ar það d-hljóðin í hinum kynj- unum eftir sér, þannig að allir verða syntir. Auðvitað mega þeir sem vilja segja syndur og synd, og í hinni afbragðsgóðu Réttritunarorðabók Baldurs Jónssonar prófessors er ekki gert upp á milli orðmyndanna syndur og syntur, nema hvað fýrri gerðin er uppsláttarorðið. ★ Á útvarpsstöðinni Aksjón mátti heyra um tiltekið verkefni að það hefði „tekist mjög vel upp“ og þar „sigmðu menn þessa keppni“ í stað þess að vinna hana. ★ Auk þess fær Hagkaup plús fyrir orðið afgreiðslutími, ekki „opnunartími." En í Degi var þessi forsíðufyrirsögn 25. októ- ber: „Júró-lagið skal sungið á íslensku“. Þama hefði líka átt að vera Evró-lagið á íslensku. Sveppasýk- ing á fótum Ósk Helga Óskarsdóttir Stefánsdóttir í TILEFNI af degi fótarins 4. nóvember langar okkur að skrifa nokkur orð um sveppasýkingu í fót- um og hvað fótaað- gerðafræðingur getur gert í slíkum tilfell- um. Allt of margir hirða ekki fætur sína sem skyldi. Oft er þeim stungið ofan í allt of stutta og þrönga skó allt eftir því hvernig tískan er hverju sinni. Góð hirða á fótum er heilsuvernd því fóta- mein hindrar för og Fótaaðgerðir Sveppasýking í húð og nöglum er algengari hér á landi, segja Helga Stefánsdóttir og Ósk * Oskarsdóttir, en víða annars staðar. eykur á vanlíðan einstaklingsins. Sveppasýking í húð og nöglum er algengari hér á landi en víða annars staðar. Algengt er að sýk- ingin sjáist hjá eldra fólki og hjá þeim sem stunda hvers kyns íþróttir eða hafa bælt ofnæmis- kerfi. Oft má sjá sveppagróður í nögl sem áður hefur orðið fyrir áverka svo sem höggi og þrengsl- um í skóm. Sveppasýking lýsir sér þannig að litabreytingar verða í tánöglum sem þykkna og jafnvel morkna. Stundum eru þær illa lyktandi og hálflausar frá naglbeð- inu. Húðin á il, jarka og hæl getur þornað, þykknað, sprungið og flagnað. Margir fá kláða í húðina, þá sérstaklega þar sem húðin ligg- ur saman, húðin soðnar og raki myndast. Oft má sjá roða sem hef- ur breitt úr sér og myndað sár. Al- gengt er að hvít þykk skel komi á milli litlu táar og þeirrar næstu sem getur verið bæði djúp, þykk og sársaukafull. Sveppurinn á milli tánna líkist oft hinum svokölluðu blautu lík- þornum og er meðferðin háð góðri samvinnu milli sjúklings og fótaað- gerðafræðings. Sjúklingur getur þurft að fá sveppa og/eða sýklalyf (ef einnig er um bakteríu að ræða) í samráði við lækni til að viðunandi árangur náist. Meðhöndlun sveppasýkingar tekur mislangan tíma og fer árangur eftir því hvar á líkamanum sveppurinn er og hver ástæða er fyrir tilkomu hans. Hægt er að fá margskonar sveppa- lyf, meðal annars púður, úða og krem sem fæst án Iýfseðils. Sveppurinn þrífst best í hita, svita og raka og er algengt að hann berist frá gólfum, t.d. í bún- ingsherbergjum, baðstöðum og gufuböðum eða frá sokkum, skóm og handklæðum. Þess vegna er mikilvægt að nota baðskó, þurrka sér vel á milli tánna og skipta oft um skó og sokka. Því er gott að ganga í opnum skóm til að lofta um fætur. Æskilegt er að nota við- eigandi rakakrem en varast ber að nota það á milli tánna. Fótaaðgerðafræðingur er oft fyrstur til að sjá sveppasýkingu og þá áður en sjúklingurinn sjálfur áttar sig á sýkingunni. Meðferð er ætíð einstaklingsbundin og tekur mislangan tíma. Fótaaðgerðafræð- ingur hreinsar upp sýkta svæðið hvort sem um er að ræða á nöglum eða annars staðar á fætinum og gefur viðeigandi ráðleggingar. Til að viðhalda heilbrigði fóta og fyrir- byggja meinsemdir er æskilegt að koma í reglubundna meðferð og eftirlit til fótaaðgerðafræðings. Höfundar eru löggiltir fótaaðgerða- fræðingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.