Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 52
&2 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elín Aradrfttir fæddist að Grýtubakka í Höfða- hverfi í Suður-Þing- eyjarsýslu hinn 3. nrfvember 1918. Hún varð bráðkvödd á ferðalagi innanlands hinn 25. oktrfber síð- astliðinn. Foreldrar hcnnar voru hjrfnin Sigríður Árnadrfttir frá Gunnarsstöðum í Þistilflrði, f. 18. sept- ember 1896, d. 27. aprfl 1941, og Ari Bjarnason á Grýtu- bakka, f. 24. ágúst 1893, d. 11. mars 1965. Þau Sigríður og Ari bjuggu allan sinn búskap á Grýtu- bakka og eignuðust sjö börn, af þeim var Elín elst; þá kom Bjarni, f. 3.7.1921; síðan Árni, f. 6.9.1923, d. 17.7. 1999; næst er Arnbjörg, f. 22.9. 1925; þá Steingrímur, f. 7.11. 1927; sfðan Snjrflaug, f. 25.9. 1929; og yngstur er Guðmundur, f. 11.12.1935. Elín giftist 29. júní 1940 Teiti Björnssyni, f. 14.10. 1915, d. 26.10. 1998. Foreldrar lians voru hjrfnin Björn Sig- tryggsson brfndi á Brún í Reykjadal og kona hans Elín Trfm- asdóttir. Börn Elínar og Teits eru sex: 1) Björn, f. 11.10. 1941, skrflameistari á fsa- firði, maki Anna G. Thorarensen. 2) Ari, f. 13.3. 1943, búnaðar- ráðunautur og for- maður Bændasam- taka Islands, Hrísum, Reykjadal, maki Elín Magnúsdrfttir, börn þeirra: a) Elín, sambýlismaður Ingvar Björnsson; b) Magnús, sam- býliskona Elísabet Eik Guðmunds- drfttir; c) Teitur. 3) Sigríður, f. 6.2. 1946, sérkennari, Kópavogi, maki Eggert Hauksson, börn þeirra: a) Elín; b) Haukur; c) Lára Bryndís. 4) Erlingur, f. 6.2. 1946, brfndi, Brún, maki Sigurlaug Laufey Svavarsdóttir, barn þeirra: a) Teit- ur. 5) Helga, f. 8.8. 1947, kennari og garðyrkjubrfndi, Högnastöðum 1 Hrunamannahreppi, maki Jrfn Hermannsson, dætur þeirra: a) Katrín, gift Magnúsi Má Þrfrðar- syni, þau eiga drftturina Sögu; b) Elín Una, sambýlismaður Óskar Hafsteinn Óskarsson; c) Edda. 6) Ingvar, f. 2.2. 1951, læknir, Akur- eyri, maki Helen Margaret f. Barr- ett, börn þeirra: a) Þóra; b) Teitur. Elín Aradrfttir stundaði nám í húsmæðraskrflanum á Laugum i Þingeyjarsýslu 1938-39. Hún bjrf með manni sínum á Brún i Reykja- dal 1940-43, í Saltvík í Reykja- hreppi 1943-51, og síðan aftur á Brún uns Teitur lést. Síðustu tvö árin bjó hún ein í húsi sínu á Brún. Elín var formaður Kvenfélags Reykdæla frá 1956, alls í 18 ár, og formaður orlofsnefndar hús- mæðra í Suður-Þingeyjarsýslu 1962-72. Einnig var hún um skeið formaður skrflanefndar Hús- mæðraskrflans á Laugum og for- maður Styrktarfélags aldraðra í Þingeyjarsýslu. í 20-30 ár var hún í stjrfrn Kvenfélagasambands Suð- ur-Þingeyinga. Hún var formaður Sambands norðienskra kvenna 1976-90. Elín hlaut á nýársdag 1986 riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fýrir félagsmálastörf. Utför Elínar Aradóttur fer fram frá Einarsstaðakirkju í Reylqadal í dag, laugardag 4. nrfvember, og hefst athöfnin kl. 14. ELIN ARADÓTTIR Elín Aradóttir, húsfreyja á Brún í Reykjadal, S-Þing., er látin, tæplega 82 ára. Hún fæddist og ólst upp á Grýtubakka, fomu stórbýli í Höfða- hverfi, elst 7 systkina. Elín átti góða æsku. Foreldrar hennar voru allvel menntaðir á þess tíma mælikvarða. Móðir hennar nam við Kvennaskólann á Blönduósi. Hún var natin húsmóðir, minnug og kunni mikið af kvæðum og vísum, sem hún kenndi bömum sínum. Faðir Elínar var búfræðingur frá Hólum. Hann var garðyrkjumaður og plöntufræð- ingur af guðs náð, ræktaði tré, blóm og matjurtir og kenndi bömum sín- um íslensk og latnesk heiti allra jurta, sem fyrir augu bar. Elín tók snemma þátt í bústörfum og taldi sig í þeim efnum meira gefna fyrir „strákaverkin" utandyra en „stelpustörfm" innanstokks. Þá nam hún í foreldrahúsum þau búhyggindi að forðast skuldir og að eyða ekki um efni fram, - nokkuð, sem fylgdi henni æ síðan. Heimilið naut nálægðar við Grenivík, þar sem nýr fiskur fékkst í soðið gegn búvöm, s.s. smjöri, skyri og rabarbara. Það kom í hlut Elínar barnungrar að fara einsömul á hest- baki í slíkar viðskiptaferðir til Greni- 'vikur. Eh'n þótti fjárglögg með af- brigðum og handlagin og nærfærin við sauðburð. Það kom síðar oft fyrir, að hún væri sótt á næstu bæi, ef að- stoða þurfti við burð. Barnaskólaganga Elínar var stutt, en um tvítugt fór hún í Húsmæðra- skólann að Laugum í Reykjadal. Þar lærði hún margt gagnlegt og bast mörgum kennurum og skólasystrum ævilöngum vináttuböndum. Elín varð síðar á ævinni formaður skóla- nefndar Húsmæðraskólans. Vorið áður en hún fór í húsmæðraskólann dvaldist hún einn mánuð í garðyrkju- stöð á Akureyri. Þá leiðbeindi hún um skeið í garðyrkju á Svalbarðs- ströndinni. Námsveturinn á Laugum kynntist Ehn mannsefni sínu, Teiti Bjöms- syni, 23 ára bóndasyni frá Brún í Reykjadal. Sumarið 1940 gengu þau í hjónaband, sem gaf þeim 6 börn og stóð í 58 ár, eða uns Teitur lést fýrir réttum tveimur árum. Foreldrar Teits höfðu árið 1919 stofnað nýbýlið Brún úr landi Hall- bjamarstaða. Elín og Teitur hófu þar strax búskap í félagi við foreldra og bræður Teits, en hugurinn stóð til að búa sjálfstætt. Sumarið 1943 tóku þau við ábúð í Saltvík í Reykjahreppi. Þau fluttu þangað ung og full af bjartsýni með tvo unga syni, tvær kýr, fáeinar kindur, tvo hesta, litla búslóð, peningalaus en skuldlaus, - og stofnuðu þar sitt fyrsta, sjálf- stæða heimili. Þennan höfuðstól ávöxtuðu þau síðan vel í Saltvík næstu 8 ár; bættu við 4 bömum, bú- stofninn stækkaði og efnahagurinn vænkaðist. Aðkoman að Saltvík var nokkuð óhæg, en Teitur gekk vask- Iega fram í ræktun túna og byggingu peningshúsa. Þetta vom erfið ár, en gjöful. Einn hængur var þó á; þau hjón áttu ekki jörðina og fengu hana ekki keypta. Ábúðin var því ótrygg, en það hlaut að hamla mjög vexti og viðgangi búsins til framtíðar. Þegar hér var komið sögu, 1951, vom foreldrar Teits teknir að reskj- ast. Þá buðu gömlu hjónin Elínu og Teiti jörðina Brún til kaups og ábúð- ar. Hvorki var einfalt né auðvelt að þiggja þetta boð. Þau Teitur höfðu stritað ámm saman við að byggja Saltvík upp og sóst eftir að kaupa jörðina til framtíðarbúsetu, en ekki fengið. Jafnframt var ljóst, að flytt- ust þau á Brún, biðu þeirra ómæld verkefni, ætti búskapur að halda þar áfram. Niðurstaðan var engu að sið- ur sú, að Elín og Teitur ákváðu að v/ T-ossvogskirUjwgarA S. Slrnii 554 0500 ' ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir F.imrsson úlfararstjóri, simi 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is M hafa þessi búsetuskipti. Með þeirri ákvörðun hófst nýr kafli í sögu þeirra hjóna og um leið „heiðarbýlisins“ Brúnar; sannkallað blómaskeið, er breytti stöðu þeirra úr leiguliðum í bændahöfðingja - og Brún í höfuð- ból. Teitur á Brún var af sterkum, þingeyskum stofni; hörkuduglegur, stálgreindur, margfróður, framsýnn, heiðvirður og óáleitinn. Hann byggði fyrst Saltvík og síðan Brún upp af mikilli eljusemi, fyrst einn með konu sinni, en síðan einnig með aðstoð barna þeirra, einkum Ara og Erlings, sem lögðu snemma hönd á plóg. Mörg ár eru síðan Erlingur tók við búi á Brún í félagi við foreldra sína, - og síðar einn, ásamt eiginkonu sinni, Sigurlaugu, í góðu nábýli við Ara á Hrísum og hans konu, Elínu. Teitur var snemma kallaður til margvís- legra trúnaðarstarfa af sveitungum sínum og bændastéttinni í landinu, og gegndi þeim af trúmennsku og óeigingimi. Hann var um langt skeið oddviti Reykdælahrepps og formað- ur Kaupfélags Þingeyinga. Þá var hann um árabil í stjóm Búnaðarsam- bands S-Þingeyinga og fulltrúi á Búnaðarþingi Islands. Elín á Brún var mikil bústýra, list- feng, nægjusöm, hagsýn og sístarf- andi hamhleypa, sem flest virtist leika í höndunum á. Hún sinnti bú- störfum innan húss sem utan, þótt húsmóðurhlutverkið á stóm, barn- mörgu og gestkvæmu heimili hafi ávallt verið stærst. Hún flutti áhug- ann á garðyrkju með sér úr föður- húsum. Elín stundaði jafnan blóma- og grænmetisrækt. Sextug eignaðist hún gróðurhús, sem hitað er upp með heitu vatni úr landi Brúnar. Til marks um, hve tilfinningaríkan sess blómin áttu í hug Eknar, má geta, að hún átti til hinstu stundar eina rós, sem hún hafði tekið með sér heiman frá Grýtubakka og endurnýjað kyn- slóð eftir kynslóð. Sjálfsbjargarviðleitni var Elínu í blóð borin, og er reyndar erfitt að ím- ynda sér þær aðstæður, sem hún hefði ekki unnið úr. Á fmmbýlingsár- um þeirra hjóna í Saltvík, þegar á sérhverri krónu þurfti að halda, lán- aði grannkona Elínar henni fyrir prjónavél og prjónaði hún karl- mannasokka og vettlinga og seldi til Reykjavíkur, þar sem reyndist góður markaður fyrir þessar vömr á stríðs- ámnum. Einnig saumaði hún eða prjónaði nánast hverja flík, sem fjöl- skyldan klæddist á þessum ámm. Síðar á ævinni, þegar um hægðist, stundaði Elín hannyrðir af miklu list- fengi og seldi m.a. húfur, vettlinga, leista, sauðskinnsskó og skeljum prýdd skrín í ferðamannaverslanir. Einn sérstæðasti þáttur í lífi Elín- ar var silungsveiðin, sem hún sótti fast og stundaði nánast daglega á Másvatni hvert sumar áratugum saman, allt frá því að ísa leysti á vorin uns haustveður bönnuðu gæftir. Síð- ast tók hún upp netin fyrir fáum vik- um. Það er samtals mikill afli og góð búdrýgindi, sem Ekn hefur fært að landi með þessari útgerð sinni. Bragðgóður og nýveiddur silungur- inn var snæddur í hádeginu á virkum dögum sumarlangt á mannmörgu heimili hennar. Bróðurpartur aflans var þó reyktur, gefinn eða seldur, og veitti þannig Elínu nokkrar tekjur. En veiðiferðimar á vatnið vom ekki eingöngu farnar til að draga björg í bú. Þegar á leið urðu þær ómissandi hluti af sjálfu lífi Eknar; nánast helgistundir, sem hún sótti á vatnið, ásamt háseta sínum hverju sinni, sem gjarna var einhver afkomandi hennar eða úr nánasta frændgarði. Þessum stundum verður ekki með orðum lýst; - þeir einir þekkja þær, sem tóku þátt í þeim með Elínu. Um miðjan sjötta áratuginn, þegar börnin vom komin nokkuð á legg, hóf Elín þátttöku í félagsmálum, þar sem henni var víða skipað á fremsta bekk. T.d. beitti Elín sér mjög fyrir orlofs- ferðum þingeyskra húsmæðra, sem urðu mörgum þeirra kærkomið tæki- færi til að líta upp úr eilífum önnum dagsins. í viðurkenningarskyni fyrir störf sín að félagsmálum var Elínu veitt fálkaorðan. Elín tók einnig virk- an þátt í félagsstörfum eiginmanns síns, m.a. með því að taka á móti sveitungum á heimili þeirra á meðan Teitur gegndi oddvitastarfi og fylgja honum til Búnaðarþings og annarra mannamóta, sem hann sótti. Elín var mannblendin og naut sín vel með öðrum. Hún erfði dágóða hag- mælsku, sem nýttist henni oft í glettnum skylmingum í góðra vina hópi. Elín Aradóttir var gáfuð, hæfileikarík og glæsileg kona, sem lét sér fátt vaxa í augum. Hún var einnig stórlynd og sjálfstæð, og lét ekki berast með straumnum lengra en henni sjálfri sýndist. Ég hef oft spurt sjálfan mig að því, hvað það kynni að vera, sem ekki væri á færi þessarar konu, - og orðið fátt um svör. Hún var ung gefin Teiti, og með þeim, þótt ólík væru, var jafnræði. Elín var stödd á Reykjavíkurflug- velli á heimleið frá Isafirði, þegar hún lést. Þótt Elínu hafi ekki verið veitt ráðrúm til að kveðja, fór hún ekki frá óloknu verki. Hún hafði átt með Teiti góða og gjöfula starfsævi, sem komin var að kveldi. Elínu var því ekkert að vanbúnaði að mæta ör- lögum sínum, frekar en öðru, sem að höndum hennar bar á löngum og far- sælum ferli. Ég er þeim hjónum, Elínu og Teiti, þakklátur fyrir það, sem þau hafa gefið mér og börnum okkar Sigríðar, dóttur þeirra. Börnin okkar þrjú dvöldu í æsku í fjölmörg sumur hjá afa sínum og ömmu á Brún og kynnt- ust þar lífi og starfi, sem hefur reynst þeim ómetanlegt veganesti æ síðan. Eggert Hauksson. Söknuður fylgir þeirri tilhugsun að vita af gamla Brúnarbænum mannlausum en þar var yfirleitt fjöl- mennt heimili og gestkvæmt. Amma og afi tóku vel á móti öllum gestum enda bæði félagslynd og þeir eni ef- laust margir sem eiga góðar minn- ingar úr heimsóknum á Brún. I æsku og framundir þennan dag vorum við heimagangar hjá ömmu og afa. Þangað vorum við alltaf velkomin og minnumst við sérstaklega þeirra skipta sem við dvöldumst þar á vet- urna í stuttri fjarveru foreldra okk- ar. Þá lauk hverjum degi ævinlega á því að amma breiddi yfir okkur fyrir svefninn, en eins og börnin hennar þekkja var sú aðgerð nauðsynleg til að deginum væri lokið á viðunandi hátt. Þannig skapaði amma okkur öryggi með nálægð sinni. Það átti einnig við þegar sýndir voru þættir um hundinn Lassí í sjónvarpinu. Þá vorum við alveg örugg sitt á hvoru hnénu á ömmu og ekki veitti af, því þættirnir eru í minningunni ein- hverjir þeir ógnvænlegustu sem sjónvarpið hefur tekið til sýninga fyrr og síðar. I seinni tíð hafði amma gaman af því að rifja upp atvik eins og þau sem hér hafa verið nefnd við misgóðar undirtektir okkar. Þetta sýndi okkur þó að minningar sem þessar voru henni ofarlega í huga og það er okkur mikils virði. Heimilishaldinu á Brún stýrði amma af einstakri hagsýni og dugn- aði í nær 50 ár. Með gömul og góð gildi að leiðarljósi byggðu þau afi upp myndarlegt bú á Brún sem amma var ákaflega stolt af. Þó að amma bæri hitann og þungann af heimilis- haldinu gekk hún einnig í ýmis úti- verk og líkaði raunar alltaf útivinnan betur en heimilisverkin. Sérstaklega var vinnuframlag ömmu mikilvægt yfir sauðburðinn og þau voru ófá lömbin sem áttu ömmu líf sitt að þakka. Mikinn ræktunaráhuga erfði amma frá föður sínum á Grýtubakka og á seinni árum átti hún margar góðar stundir í garði sínum og gróð- urhúsi. Ommu var ómetanlegt að öll böm- in hennar fengu tækifæri til að ganga menntaveginn. Hún fylgdist líka grannt með námi og starfi okkar bamabarnanna og bar hag okkar mjög fyrir brjósti. Með sanni má segja að amma hafi verið athafnakona og í kringum hana var sjaldnast nein lognmolla. Það sem hún tók sér fyrir hendur vann hún með hröðum og ákveðnum hand- tökum en hún vissi af reynslu að í lífsins ólgusjó gefst yfirleitt best að róa af kappi og festu. Hún lagði mikið upp úr því að nýta það sem nánasta umhverfi gaf af sér; um það vitna netaveiðamar í Másvatni, þungavigt- arferðir til berja sem og ferðir í grasaheiði. I þessum ferðum afkast- aði amma yfirleitt manna mest, jafn- vel núna í haust þó á níræðisaldri væri. Á hverju vori var ömmu ekki rótt fyrr en netin hennar vom komin í vatnið. Allir sem fóm með ömmu að vitja um netin vissu hve mikils virði þær ferðir vom henni. Þótt veiðin væri ekki alltaf upp á það besta hélt hún ótrauð áfram enda taldi hún að aldrei væri fullreynt í leitinni að drýgstu miðunum. Það var þó ekki síður útivistin og fuglalífið við vatnið sem amma kunni að meta við þessar veiðiferðir. Ömmu var mikill missir að afa en hún nefndi það sem sína mestu gæfu að hafa kynnst honum og stofnað með honum heimili. Síðustu misserin þurfti hún að sætta sig við að geta ekki gengið til allra verka, vegna skertrar sjónar, og kunni hún því mjög illa. Þá reyndist það henni dýr- mætt að geta fylgst svo náið með uppvexti yngsta bamabarns síns og var sú vinátta báðum til heilla. Einn- ig gladdist hún innilega á þessu ári yfir fyrsta langömmubaminu sem hana hafði reyndar verið farið að lengjaeftir. A langri búmannsævi safnaðist hafsjór af fróðleik og visku í reynslu- bmnn ömmu sem okkur var jafnan auðvelt að sækja í. Hún var ræðin og hressileg og hafði frá mörgu að segja og eru sögurnar frá búskaparárum hennar og afa í Saltvík okkur til dæmis sérstaklega minnisstæðar. Á vatninu og við ýmis önnur tækifæri fór amma með vísur og hendingar og gladdi það hana ef okkur tókst að læra eitthvað af þeim vísdómi. Þó enn séum við ung að árum get- um við fullyrt að við fráfall ömmu er horfin á braut ein mikilvægasta og litríkasta persónan i lífi okkar. Við kveðjum ömmu Vneð miklum söknuði en allar góðu minningamar okkar um hana munu lifa með okkur ævi- langt. Elín, Magnús og Teitur Araböm. Eflaust mega börn á skólaaldri í dag sitja undir mismunandi útskýr- ingum, þegar þau spyrja hvað setn- ingin „Þá var nú kátt á hjalla“ þýði. Setningin er torskilin á nútimamáli bama og þegar dóttir mín spurði hvað þetta þýddi eiginlega, kom mér ósjálfrátt í hug „kaupakonuvist" mín að Brún í Reykjadal því þar var nefnilega kátt á hjalla. Látin er föðursystir mín, Elín Ara- dóttir. Ég átti því láni að fagna að mega verja summm hjá henni og heimilisfólkinu að Brún í Reykjadal á unglingsárum á 8. áratugnum, ásamt frænda mínum, Ara Bjamasyni. Ekki minnist ég þess að hafa verið til mikils gagns svosem, enda virtist El- ínu, Teiti og Erlingi frænda vera meira umhugað um að bræðrabörnin Ari og ég nytum sveitalífsins og sum- arsins, frekar en að okkur væri hald-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.