Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Krístnes Yatnsskort- ur vegna bilunar á aðveituæð EKKI hefur enn verið hægt að taka nýju endurhæíingarsundlaugina á Kristnesspítala í Eyjafjarðarsveit í notkun eins og til stóð vegna bilunar á aðveituæð fyrir kalda vatnið. Vegna þessa hefur verið skortur á neyslu- vatni á spítalanum og í húsunum þar í kring og einn daginn í vikunni var þar alveg vatnslaust, að sögn Vignis Sveinssonar framkvæmdastjóra fjár- mála og reksturs Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, FSA. Kaldavatnslögnin er úr plasti og liggur úr fjallinu ofan við Kristnes en vegna veðurs og ófærðar síðustu daga hefur ekki enn verið hægt að athuga með skemmdir á henni. Talið er að lögnin hafi laskast, þar sem hún skilar ekki nógu miklu rennsli og tæplega því neysluvatni sem þarf fyrir spítal- ann og húsin í kring. Á meðan er ekki hægt að taka sundlaugina í notkun. Vignir sagði að ekki hafi tekist að finna út hvar bilunin er en björgunar- sveitarmenn hafa m.a. gert tilraun til að fara upp í fjallshlíðina á sérútbún- um fjaliajeppa og vélsleða en án árangurs. Gera átti enn eina tilraun til þess að fara upp í fjallshlíðina í gær og ætluðu menn að freista þess að finna bilunina. Lögnin sem er niður- grafin, er nokkuð löng en að sögn Vignis fer hún að minnsta kosti á ein- um stað í gegnum læk, þar sem auð- velt er að komast í rörið sjálft. Vignir sagði að ekki hefði komið til stórra vandræða á spítalanum vegna vatnsskortsins en að fara þyrfti spar- lega með vatnið. Hann sagði það nokkuð undarlega tilviljun að þetta skyldi koma upp nú þegar átti að fara að taka endurhæfingarlaugina í notk- un. Málið gæti þó hafa haft einhvem aðdraganda þar sem söfnunartankur væri fyrir vatn í fjallshlíðinni og að einhvem tíma gæti hafa tekið að tæma hann. Vignir sagði nauðsynlegt að finna bilunina sem fyrst, þannig að hægt væri að hefja viðgerð á lögninni og hann vonast til að vatnsmálin verði komin í lag í síðasta lagi í næstu viku. Einnig kæmi til greina að útvega vatn með öðrum hætti. Framkvæmdir við endurhæfingar- sundlaugina á Kristnesi hafa staðið yfir til fjölda ára og á þeim tíma hafa fjölmargir aðilar lagt fram íjármagn til verksins. Tekjur Norðurorku nema um 1.147 milljónum króna á næsta ári Lán greidd niður um 250 milljónir króna í FYRSTU fjárhagsáætlun Norður- orku, sem er sameinað fyrirtæki Hita- og vatnsveitu og Rafveitu Ak- ureyrar er gert ráð fyrir tekjum að upphæð 1.147 milljónir króna á næsta ári. Rekstrargjöld em áætluð 691 milljón króna og hagnaður fyrir fjármagnslið og afskriftir verður rúmar 456 milljónir króna. Fjár- magnsliðir eru áætlaðir 80 milljónir króna og afskriftir 370 milljónir króna þannig að gert er ráð fyrir 6 milljóna króna hagnaði af rekstrin- um á næsta ári. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri á Akureyri sagði þegar hann lagði fram frumvarp að fjárhags- áætlun bæjarsjóðs og stofnana hans á fundi bæjarstjórnar í vikunni, að Ijóst væri að rekstur veitna Akur- eyrarbæjar væri með miklum ágæt- um og í góðu jafnvægi. Norðurorka skilaði næstum jafn miklum hagnaði og bæjarsjóður fyr- ir afskriftir og fjármagnskostnað og yrði áfram haldið á þeirri braut sem mörkuð hefði verið, að greiða niður lán veitunnar af myndarskap, eða um rúmar 250 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að langtímaskuldir veitustofnana Akureyrarbæjar verði um 1.700 milljónir króna í lok næsta árs. í málefnasamningi meirihlutans er gert ráð fyrir að lækka verð á heitu vatni á síðari hluta kjörtíma- bilsins og sagði bæjarstjóri að lagð- ar yrðu fram tillögur í þeim efnum á næsta ári. Hafi yrði í huga í þeim umræðum samhengið milli verð- lagningar á heitu vatni og gengis og vaxtaþróunar sem hefðu afgerandi áhrif á afkomu veitustofnana. í áætlun veitunnar er gert ráð fyrir áframhaldandi þátttöku í fyrir- tækjunum íslenskri orku ehf. og Þeystareykjum ehf. en með þeim hætti tekur veitan að sögn bæjar- stjóra fullan þátt í þeirri sókn til betri búsetuskilyrða sem bæjar- stjóm ber að vinna að af alefli. Heildarfjárfesting Norðurorku á næsta ári er áætluð 143,5 milljónfr króna, þar af fara 35 milljónir í dreifikerfí, 50 milljónir í raforku- kerfi og 46,5 milljónir í rannsóknir og vatnsöflun. Morgunblaðið/Margit Elva Umferðarfræðsla í Grímsey UMFERÐARFRÆÐSLA var haldin í grunnskólanum í Grímsey í síð- ustu viku og sá Þorsteinn Pétursson, lögreglumaður á Akureyri, um fræðsiuna. Á myndinni er hann að aðstoða nemendur í fyrsta og fjórða bekk að stilla hljólreiðahjálma sem þeir fengu geflns frá Kiwanisfélag- inu Grími í Grímsey. Grímur gefur árlega 6 ára og 9 ára nemendum nýja hjálma. VIRÐI SÍMENNTUNAR FYRIR FYRIRTÆKI - Markviss uppbygging þekkingarauðs - Málþing á vegum Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar - SÍMEY, fimmtudaginn 9. nóvember, kl. 13.00-18.45 á Fiðlaranum, Akureyri. Fyrirlesarar verða: Landsvirkjun, Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs. íslensk verðbréf, Sævar Helgason, framkvæmdastjóri. Byggðastofnun, Kristinn H. Gunnarsson, stjómarformaður. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - SÍMEY, Baldur Dýrfjörð stjómarformaður . Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - SÍMEY, Katrín D. Þorsteinsdóttir forstöðumaður. Háskólinn á Akureyri, Helgi Gestsson lektor. Þekking, Stefán Jóhannesson framkvæmdastjóri. Starfsgreinasamband íslands - SGS, Kristján Bragason. íslenska álfélagið - ÍSAL, Hrannar Pétursson upplýsingafulltrúi. / lok dagskrár fer fram afhending á viðurkenningarskjölum til stofnaðila SÍMEY og boðið upp á léttar veitingar íframhaldi af því! Málþingsgjald er kr. 1.000 ámann. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 9. nóvember. Sendið þátttökutilkynningu á netfangið simey@simey.is eða skráið ykkur hjá riturum í síma 462 7620. SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐ , , , , . . CVIAFJAROAR Askiljum okkur rett til breytinga a dagskra an fynrvara. <E>SÍMEY Tilsölu er fyrirtækið Þ. Björgúlfsson ehf. Hafnarstræti 19, Akureyri Um er að ræða smásöluverslun og heildverslun. Félagið á fasteignina Hafnarstræti 19, sem er verslunar- og skrifstofuhúsnæði, samtals 459,9 fm. Fasteignin er vel staðsett og býður upp á mjög mikla og fjölbreytta möguleika. Reksturinn og fasteignin seljast saman eða sitt í hvoru lagi. Upplýsingar veittar á fasteignasölurmi. / rj tASTUGNASAtAN BYGGÐ Akureyri sími 462 1744 fax462 7746
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.