Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 5 Vi Oft hef ég verið spurð að því hvort það hafi ekki verið erfitt að alast upp í svona stórum systkinahópi og vera með þeim elstu. Eg hef alltaf svarað því að mér finnist ég hafa upplifað mjög góða æsku og hafi aldrei skort neitt í uppeldinu hvorki veraldlegt né andlegt. Og einnig hvað mér finnst ég vera heppin að eiga svona mörg systkini. Það að vera ein úr þessum stóra hópi er mér eitt af því dýrmæt- asta sem ég mun ætíð eiga. Er ég mjög stolt yfir því hvað við erum sam- heldin og semur vel. Ekki síður hvað gott samkomulag er milli okkar systkinanna og allra tengdabarnanna því ekki er það auðvelt íyrir fólk sem er ekki vant svona stórri fjölskyldu að koma inn í svona stóra fjölskyldu. Erum við fljót að jafna ágreinings- efni og komum til dyranna eins og við erum klædd. Við vorum alin upp við að vera heiðarleg og bera höfuðið hátt og það var brýnt fyrir okkur að koma fram við aðra eins og við vildum að aðrir kæmu fram við okkur. Hefur þetta uppeldi reynst vel hingað til, í það minnsta finnst mér það. Elsku pabbi, þakka þér fyrir að vera eins og þú varst, megi guð vernda þig. Ég veit að þér verður fagnað af horfnum ástvinum og tekið opnum örmum. Með söknuði og trega. Þín dóttir, Ólafía Herborg. Elsku afi minn. Nú þegar þú ert farinn frá okkur langar mig til að skrifa h'tið bréfsem lýsir tilfinningum mínum til þín. Ég man eftir því þegar ég var htil að við krakkamir bónuðum bílinn þinn og í staðinn gafstu okkur stóran ís jafnvel þótt þaðværi fullt af bónklessum á bílnum. Ég man líka þegar við fórum í bíltúr og Teddi gamli fékk alltaf að vera í framsætinu því þótt hann væri hundur þá hélt hann að hann væri maður. Ég hitti þig seinast á ættarmótinu í sumar og ég er mjög fegin og ánægð að þá hittir þú litlu stelpuna mína í fyrsta skipti og sagðfr að hún væri bara laglegasta stelpa. Ég mun alltaf geyma myndina af okkur þremur og þegar ég ht á hana mun ég riíja upp gamlar og góð- ar minningar um þig og Huldu ömmu sem fór alltof snemma og líka öll Ijóð- in þín sem loksins komust í bókarform og öh fjölskyldan á eintak af. Þú varst ríkur af afkomendum og fyrir löngu orðinn langafi og ég mun stolt segja Ehsu Rún sögumar sem Jói Þrándur langafi kunni sem og sögumar af þér sjálfum. Elsku afi minn, ég sakna þín en veit að nú ert þú kominn til Huldu ömmu, Kára og Leifs og ég vona að þér hði vel og þú sért ánægður. Ég elska þig. Þín Ásdis Ería. Frágangur afmælis- ogminning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. SIGRÍÐUR RÓSA GUNNARSDÓTTIR + Sigríður Rósa Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 4. nóvember 1953. Hún lést á sjúkrahúsi í Kongsvinger í Nor- egi 5. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram í Kongsvinger í Noregi 13. júlí síðast- liðinn. Elskuvinkona, í dag, 4. nóvember, hefðir þú orðið 47 ára gömul. Mig langar til að nota tækifærið og kveðja þig og einnig minnast ára- langrar vináttu okkar. Það era fjórir mánuðir síðan ég fékk fréttina um andlát þitt og það er búið að taka mig langan tíma að fatta að þú ert farin. Eg kynntist þessari flottu konu fyr- ir rúmum 27 áram. Ég var á öðru ári í hjúkranamámi við Rauða kross hjúkrunarskólann í Tonsberg í Nor- egi, þegar Sigga Rósa kom þangað til að vinna sem röntgentæknir við sjúkrahúsið. Fyrsti fundur okkar átti sér stað á skrifstofu hjúkranarfor- stjórans sem bað mig að koma og þýða fyrir íslenska stúlku sem var nýkomin til starfa. Ég var spennt, gæti verið að ég kannaðist við sam- landa minn, en svo var ekki. Ég hitti fyrir háa, flotta konu með brúnt hár niður fyrir herðar og innilegt bros á vör. Þú varst svo einlæg og ekta, al- veg eins og vinátta okkar hefur verið síðan, þar sem við höfum deilt þeirri gleði og sorgum sem lífíð hefur haft upp á að bjóða. Eftir h.u.b. ár í Tonsberg lá leið þín til Kongsvinger, en þar beið Helgi og þið gátuð loksins farið að búa saman. Það leið ekki á löngu áður en Helga og Gunnar komu og þú varðst eiginkona og mamma, fjölskyldan orðin að fjór- um. Leiðin frá Tonsberg og seinna frá Ósló til Kongsvinger var ekki löng og notaði ég öll tækifæri sem buðust til að heimsækja ykkur. Ég varð fimmti fjölskyldumeðlimurinn og minning- amar era svo innilegar og margar frá þessum tíma, sem einkenndist af gleði og var oft mikið hlegið. Arin liðu, þú varst áfram í Kongsvinger, ég fór á flakk, en það sem aldrei breyttist var vin- áttan, hún var alltaf þar alveg sama hvar í heim- inum ég var stödd. Kongsvinger var alltaf á dagskrá þegar leiðin lá til Noregs. Fyrst þegar ég heyrði um veikmdi þín, var það einhvemveginn ekki í mínum huga að þau myndu binda enda á líf þitt svona fljótt. Ekki þú, sem varst svo sterk og lífsglöð. Mig hefði ekki órað fyrir þessu þegar ég og þú fóram til Kanaríeyja til að halda upp á 40 ára afmælið þitt, að ég myndi senda þér þessa kveðju sjö áram seinna. Ég vil þakka þér fyrir að þú varst besta vin- kona mín öU þessi ár, að þú gafst svo mikið af sjáÖri þér, alltaf boðin og búin að gefa þinn stuðning og ráð. „Vinur þinn er þér allt. Hann er ak- ur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín er uppskorin. Hann er brauð þitt og og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þeg- ar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum sam- þykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í íjarveru hans, eins og fjallgöngu- maður sér fjallið best af sléttunni.“ (Úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran.) Með þessum orðum kveð ég þig, elsku vinkona, og ég mun alltaf láta þitt jákvæða lífsviðhorf vera mitt leið- arljós, að njóta lífsins og ekki fresta því sem ég get gert í dag þangað til á morgun. Ég mun alltaf sakna þín. Mínar innilegustu kveðjur sendi ég Helgu, Gunnari, Helga, foreldram þínum og systkinum. Guð geymi ykkur öll og styrki. Rósa. Ég sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsinsnótt þig umveQi blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þínverölderbjörtáný. (IngibjörgSig.) Eftir einstaklega hlýtt og bjart sumar er nú kominn vetur. Veturinn kemur ekki allt í einu, fyrst kemur haustið, þá fölnar gróðurinn og blóm- in deyja. Þessi lýsing á einnig við lífsbaráttu kærrar vinkonu minnar, Sigríðar Rósu Gunnarsdóttur, sem hefði orðið 47 ára hinn 4. nóvember í ár hefði hún lifað. Hún greindist með krabbamein fyrir rúmum tveim árum og hafði gengið í gegn um ótrúlegar þjáningar er hún lést á sjúkrahúsinu í Kongsvinger í Noregi hinn 5. júlí sl. Hún var dóttir hjónanna Gróu Eyj- ólfsdóttur og Gunnars Auðunssonar, Vallarbraut8 á Seltjamarnesi. Bróðir hennar er Pétur sem búið hefur um árabil í Danmörku. Hún var gift Helga Þórarinssyni lækni og áttu þau tvö böm, þau Helgu Björk, sem fædd er 1978 og Gunnar Þór, fæddan 1981. Sigga gekk í Mýrarhúsaskóla og lauk gagnfræðaprófi árið 1970. Hún var ein þeim fyrstu sem fóra í rönt- gentæknanám hér á landi og lauk því árið 1974. Hún starfaði á Borgarspít- alanum til ársins 1976 en flutti þá til Noregs og hafði búið í Kongsvinger frá árinu 1977. Hún starfaði á sjúkra- húsinu þar meðan heilsa og kraftar leyfðu og var virt og vinsæl í starfi sínu. Við bekkjarsystur Siggu úr Mýró stofnuðum saumaklúbb í gagnfræða- skóla og sex okkar höldum hópinn og hittumst reglulega. Sigga hefiir alltaf verið ein af okkur og lífgað upp á klúbbinn þegar hún hefur verið á landinu. Hún var einstaklega lífsglöð og man ég ekki eftir henni öðravísi en brosandi. Alltaf sá hún spaugilegu hliðar lífsins og var gaman að hlusta á frásagnir hennar. Hún var hávaxin og glæsileg og skartaði snemma falleg- , um stuttklipptum gráum kolli. Það var með gráu hárin eins og allt annað í lífi hennar, hún tók þeim sem sjálf- sögðum þó ung væri og bar þau með reisn. Þó að nú séu liðnir 4 mánuðir síðan hún lést er það eitthvað svo óraunverulegt. Þar sem hún hafði búið svo lengi erlendis, er eins og við eigum enn von á því að hún birtist í gættinni einn daginn og segi: „Hæ stelpur, erað þið ekki hressar?" Við vinkonur hennar gerðum okk- ur ekki grein fyrir því hversu alvar- lega veik hún hefði verið fyrr en í fyrra vor er hún kom í sína síðustu : heimsókn til landsins og sagði frá veikindum sínum. Mér er hún minnis- stæð sitjandi við eldhúsborðið hjá mér geislandi af lífi og fjöri eins og alltaf, þegar hún lýsti fyrir okkur erf- iðum meðferðum sem hún hafði geng- ið í gegn um. Það var ótrúlegt að þana sæti fárveik kona, enda leit hún ekki á sig sem slíka. Hún ætlaði að gera allt til þess að ná upp fyrra þreki og tak- ast á við lífið. Hún var bjartsýn á lækningu, og vildi ekki trúa því að hún fengi ekki annað tækifæri, lífslöngun- in var svo mikil. Við töluðum oft saman í síma eftir að hún veiktist og yfirleitt var hún bjartsýn en þó greindi ég í síðustu samtölum okkar að hún var orðin óþolinmóð og þreytt. Um uppgjöf var þó ekki að ræða. En því miður upp- götvaðist sjúkdómurinn of seint og við ekkert var ráðið. Sigga lést eins og áður sagði 5. júlí, umvafin sínum nán- ustu. Útfor hennar fór fram í Kong- svinger hinn 13. júlí að viðstöddu fjöl- menni. Þar sást best hversu vinamörg hún var og hefðum við vinkonur henn- ar héma heima viljað kveðja hana en hún var búin að vera hálfa ævina í Noregi og þar vildi hún vera. Við söknum hennar úr hópnum en þegar ég horfi á myndir sem teknar i hafa verið af okkur þá er hún alltaf brosandi og ég veit að þannig hefði hún viljað að við minntumst hennar. Við vitum að það vorar á ný og blómin lifna við, eins er það með minninguna um Siggu Rósu, hún lifir í hugum okkar. Anna Kristín Kristinsdóttir. + Ágústa Ágústs- dóttir var fædd 8. október 1905 í Þykkvabæ í Land- broti V-Skaft. Hún lést 24. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ágúst Jónsson, f. 19.des. 1868 í Hell- isholtum, Hrun., d. 28. júm' 1945, og Anna Þorláksdóttir, f. 31. des. 1881 í Þykkvabæ, Landbr., d. 2. ágúst 1985. Eiginmaður Ágústu var Eirfkur Bjömsson, f. 5. des. 1900, d. 18. sept. 1998. Böm þeirra: 1) Sigurdís Erla, f. 3. aprfl 1934, gift Pétri Kristjóns- syni, f. 23. apríl 1926. 2) Björn, f. 27. ágúst 1945, kvæntur Kolbrúnu Þórarinsdóttur, f. 22. des. 1951. 3) Ágúst Iljalti Sigurjón, f. 19. des. 1949, kvæntur Þurfði Erlu Sigur- geirsdóttur, f. 19. des. 1949. Útför Ágústu fer fram frá Graf- arkirkju í dag klukkan 14. Mig langar með nokkram orðum til að minnast móðurömmu minnar, Ágústu Ágústsdóttur, húsfreyju í Svínadal í Skaftártungu. Nú 8. októ- ber síðastliðinn átti amma mín, Ágústa Ágústsdóttir, 95 ára afmæli sem við afkomendur hennar minnt- umst með henni á þeim merku tíma- mótum. En skjótt skipast veður í lofti eins og oft áður á íslandi. Ágústa Ágústsdóttir lést skömmu seinna við háan aldur sem hún bar vel. Það að ætla sér að skrifa langt og mikið mál hér er mér fjarri. Hins- vegar koma nokkur atriði upp í huga mér sem vert er að staldra við og leita í banka minninga. Ágústa amma var búin að reyna sitt lítið af hverju um ævina og var af þessum sökum lífsreynd kona. Það eitt að hafa upp- lifað tilkomu síma, út- varps og sjónvarps er útaf fyrir sig öragglega mikið. Að ég tali nú ekki um rafmagnið. Afi minn, Eiríkur Bjöms- son, sem var maður hennar var einn fram- kvöðla á því sviði og naut amma góðs af þvi framan af öldinni. Er ég man fyrst eftir mér stóð gustur af ömmu er hún tók til hendinni við þvotta, hvort sem það var við þvott á ull eða almennan þvott, eða hvaðeina sem hún tók sér fyrir hendur. Aldrei var slegið slöku við og hlutirnir gerðir á óaðfinnanlegan hátt í hvívetna. Sjálf átti hún þrjú börn með manni sínum, Eiríki, en það stóð ekki í vegi fyrir því að í Svínadal var oft mikið um að- komuböm í sveit á sumrin. Og marg- ur pilturinn og stúlkan hefur átt þar góða daga og minningar, alltaf var þar pláss. Þannig var amma, vildi hafa líf í kringum sig. Margur samferðamaðurinn kom í Æ r/ V Gj ÁRÐHEIMÁ ABÚO • STI2KKJAKBA SÍMI 540 3320 heimsókn í Svínadal til að heilsa upp á ömmu. Voru það jafnt sveitungar sem skyldmenni. Og í þessum heim- sóknum sem stundum gátu verið býsna langar og á ýmsum tímum sól- arhrings vora málin krafin og lífs- gátan rædd. Það þótti hér á áram áð- ur ekki dónalegt að reka fé heim úr rétt á haustin og komast í mat á rétt- ardaginn í Svínadal. Stór pottur af hangikjöti með ómældu floti ásamt kjamgóðum graut sem undirstaða fyrir réttaball seinna um daginn. Og í búri leyndist ávallt eitthvað sem kom á óvart er óvæntan gest bar að garði. Niðursoðið kjöt fyrir tíma niðursuðudósa reyndist ávallt slá við öllu því sem aðrir höfðu bragðað áð- ur annars staðar. Fyrirhyggjan við að hafa alltaf nóg í búri bar þess vitni að þar fór fyrirhyggjukona. Hin seinni ár er aldur fyllti glas tímans sem okkur er ætlaður hér á jörðu tók amma sig til og notaði tímann til að prjóna sokka og peysur úr ull og hafði mikið yndi af. Einhverju sinni var gaukað að mér vinnupeysu fyrir margt löngu og var hún óspart not- uð. En svo vildi til að hún gleymdist og bað ég vinnufélaga minn um að lána mér lopapeysu, sem var auðsótt. En viti menn, ég hélt að ég væri í peysu en ekki neti. Svo gisin sem hún var hélt hún ekki á mér hita. Þá fann ég að handverk ömmu var ekki svikið. Já, það er af nógu að taka í banka . minninga sem svo góðhjörtuð jafnt sem öguð kona skapaði. Er ég kom til hennar á dvalarheimilið að Klausturhólum í október vegna af- mælis hennar spurði hún hvort það hefði verið ég sem kom henni í blöð- in, og það Morgunblaðið. Ég kvað já við því, ekki vildi ég setja þetta í Tímann því það væri hvort eð er ekk- ert í honum eins og hún sagði ávallt. Þá hló amma og brosti. Að loknum kaffisopa var komið að kveðjustund. „Guð geymi þig, stóra barnið mitt“ vora hennar síðustu orð við mig. Þar sat hnarreist kona í hjólastól með blik í augum, blik sem speglaði átök og raunir, gleði og sorg. Blik sem kom mér og mínum líkum til manns. ( Hvíl í friði. Þinn einlægur Páll Steinþór Bjarnason. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti utfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.