Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ v54 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR t Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓLAFUR BENEDIKTSSON, fyrrv. útsölustjóri ÁTVR, Akureyri, lést á heimili sínu, Furulundi 15G, Akureyri, fimmtudaginn 2. nóvember. Sigríður I. Hallgrímsdóttir, Benedikt Ólafsson, Hallgrímur Ólafsson, Brynja Sigurmundsdóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir, Ingvi Jón Einarsson, Margrét Ólafsdóttir, Gunnar Pétursson, María Pétursdóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA ÞORVALDSDÓTTIR, Suðurhólum 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 29. október. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánu- daginn 6. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag vangefinna eða Þroskahjálp. Sturla Jónsson, Unni Iris Nielsen, Margrét Jónsdóttir, Stefán Guðmundsson, Marín Jónsdóttir, Friðrik Friðriksson, Sigurgeir Jónsson, Thummee Srichanet, Sigríður B. Jónsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Ingi Rúnar Eðvarðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJÖRG SÆMUNDSDÓTTIR, Kambi 4, Patreksfirði, verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju miðvikudaginn 8. nóvember kl. 14.00. Fríða Valdimarsdóttir, Örn Sigfússon, Kristján Jóhannsson, Jenný Óladóttir, Sæmundur Jóhannsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, ARNAR BJARTMARS PÉTURSSONAR tannlæknis. Kirsten Fritzie Bjartmars, Hanna Bjartmars, Kristinn Magnússon, Helga Bjartmars, Hjördís Bjartmars, Svala Ögn, Gríma og Örn. t Alúðarþakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, SOFFÍU GlSLADÓTTUR, Logafold 90, Reykjavík. f 4 Páll Auðunsson, Anna Þorláksdóttir, Gísli G. Auðunsson, Katrín Eymundsdóttir, Sigríður Auðunsdóttir, Guðmunda Auður Auðunsdóttir, Hermann Ágúst, Kristín Auðunsdóttir, Hafsteinn Hjaltason, Gunnbjörn Guðmundsson, Ólafur Auðunsson, Sigríður Jónsdóttir, Kolbrún Linda Haraldsdóttir, systkini hinnar látnu, barnabörn og barnabarnabörn. JOSEF SIGURVALDASON + Jósef Sigur- valdason fæddist á Rútsstöðum í Svínadal 13. apríl 1916. Hann lést á Héraðshælinu á Blönduósi 25. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðlaug Hallgríms- dóttir, f. 28. október 1884, d. 11. maí 1963, og Sigurvaldi Óli Jósefsson, f. 24. júní 1890, d. 27. janúar 1954. títför Jósefs fer fram frá Svínavatnskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í strjálbýlli sveit geta grannarnir orðið undarlega nákomnir manni. I dag er borinn til moldar maður sem hefur verið nágranni og vinur alla ævi mína og ég sakna hans mik- ið. Jósef Sigurvaldason var fæddur á Rútsstöðum í Svínadal 13. apríl 1916 en þar voru foreldrar hans í hús- mennsku. Hann var sonur hjónanna Guðlaugar Hallgrímsdóttur af Reykjahlíðarætt og Sigurvalda Jós- efssonar Vestur-Húnvetnings, hálf- bróður Sr. Valdimars Bjömssonar sem var kunnur forystumaður meðal Vestur-íslendinga. Guðlaug var vel að sér, falleg stúlka og eftirsótt, Sigurvaldi glæsi- menni og afrenndur að afli. Sú þjóð- saga gekk að Sigurvaldi hefði barist við annan garp um þennan mikla kvenkost og haft betur. Síðar á æv- inni þurfti sá er barðist við Sigur- valda að gangast undir uppskurð. Kom þá í ljós að botnlanginn lá öfug- um megin. Alþýða manna var ekki í vafa að þetta væm eftirstöðvar af meðferðinni hjá Sigurvalda. Þau Guðlaug og Sigurvaldi settu saman bú á örreytiskotinu Gafli í Svínadal og hrúguðu niður bömum. Elst var Sigurlaug er síðar bjó á Ás- um, þá Jósef, Hallgrímur, Jómnn, Ingimar, Guðrún, Georg, Þorsteinn, Aðalbjörg og Rannveig. Georg og Þorsteinn vom tvíbur- ar og fæddir á sama ári og Guðrún systir þeirra. Sveitarhöfðingjum þótti nóg um hvað ómegðin óx í Gafli og ákveðið var að þeim hjónum forspurðum að fá Guðrúnu fóstur á öðrum bæ. Bóndinn þar kom að Gafli að sækja barnið en Sigur- valdi varði bæ sinn og fjölskyldu. Það einkenndi þetta fólk artarskapur og trygglyndi. Síðar fengu þau betra jarðnæði, Eldjárnsstaði í Blöndudal. Sú jörð er fremst í byggð í dalnum að vest- an. Síðar keyptu þau jörðina og komu sínum stóra barnahópi til manns. Eldjárnsstaðir em erfið jörð, brattlend og slægjulítil nema í Eldjárnsstaðaflá sem nú hefur verið sökkt undir inntakslón Blönduvirkj- unar, en þar var engi Eldjárnsstaða. Jörðin lá að Auðkúluheiði og geysi- legur ágangur var af afréttarpeningi enda jörðin framan við afréttargirð- ingu hreppsins. Þeir feðgar girtu land jarðarinnar upp úr stríði og batnaði þá mjög búskaparaðstaða. Bílvegur kom ekki í Eldjárnsstaði fyrr en um 1960, þannig að aðdrætt- ir allir voru óhægir en Eldjáms- staðamenn vora dugnaðarforkar og óx ekkert í augum. Jósef og Hallgrímur bróðir hans keyptu hálfa næstu jörð Eiðsstaði og síðar jörðina alla. Byggðu þeir íbúð- arhús og bættu með ræktun og úti- húsum. Lengst af bjuggu þeir bræður ein- ir, þar til Hallgrímur andaðist fyrir nokkrum áram. Eftir það bjó Jósef einsetumaður nokkur ár. Samstarf þeirra bræðra og samvinna var ein- stæð. Hallgrímur var skapríkur, heljarmenni að burðum og mikOl garpur. Jósef jafnlyndur, hógvær, hvers manns hugljúfi í umgengni og þrátt fyrir einangran og uppvöxt við þröng kjör var hann svo vel að sér SIG URBJORG GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR + Sigurbjörg Guðrún Guðjóns- dóttir fæddist í Reykjavík 12. mars 1920. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 17. október síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 26. október. Elsku amma mín. Eg vil minnast þín í fáum orðum. Þú komst inn í líf mitt þegar ég var fimm ára, þegar Jóhann sonur þinn kynntist mömmu minni. Ég á góðar minningar um þig. Þú varst alltaf amma mín og mér fannst alltaf gaman að koma til þín á Skúla- götuna. Við áttum margt sameiginlegt, t.d íþróttir og sápuóperar, við gátum talað lengi saman um íþróttir, aðal- lega um handboltann og fótboltann eða eiginlega allar íþróttir og líka auðvitað um Melrose Place og fleiri þætti. Ég á ótal minningar um þig, ég get ekki talið þær allar upp hér. Elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margserað sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hpta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig, elsku amma. íris Ragnarsdóttir. og fróður að hvarvetna vakti athygh. Jósef var listaskrifari og svo háttvís að eðlisfari að vel hefði sómt sér hjá hvaða þjóðhöfðingja sem væri. Jósef var ekki þjóðhöfðingi en hann varð ættarhöfðingi og í hávegum hafður bæði af skyldmennum sínum svo og nágrönnum. Jósef var einstaklega góður granni. Búskapur þeirra bræðra Hall- gríms og Jósefs var með þeim hætti að þeir settu metnað sinn í að eiga vel fóðraða og fallega gripi. Þeir bjuggu ekki til þess að græða heldur til þess að eiga fallegt búfé þar sem hver skepna var persónulegur vinur þeÚTa. Jósef hélt sér ekki fram til manna- forráða í sveit sinni eða héraði enda nógir til þess. Hann var gangna- stjóri á Auðkúluheiði um fjölda ára. Fórst honum það ævinlega vel úr hendi og hafði góða stjórn á liði sínu án þess að við yrðum veralega varir við að okkur væri stjórnað. Eitt haustið tókst okkur undir stjórn Jósefs að smala Auðkúluheiði gjör- samlega í fyrri göngum þannig að ekkert fannst í seinni göngum eða eftirleit. Ég hef átt samleið með Jósef alla mína ævi. Ég man hann ungfullorð- inn búa upp á hestalest á Guðlaugs- staðahólnum, en þangað lá þá bíl- vegur. Ég minnist hans úr óteljandi smalamennskum og stússi við búfé. Ég minnist hans í gagnkvæmri sam- vinnu við alls konar framkvæmdir og hversdagslegt bjástur, ég minnist hans á gleðifundum þar sem hann gætti þó ávallt hófs. Ékki hvað síst minnist ég hans með þakklæti fyrir ótrúlega greiðasemi og hjálpfýsi í garð okkar granna sinna. Alltaf var velkomið að bregða við og aðstoða tafarlaust og án eftirtölu hvenær sem hringt var í Eiðsstaði. Sérstak- lega sakna ég þó hins elskulega við- móts og vináttu þeirra bræðra allra. Við á Höllustöðum kveðjum Jósef á Eiðsstöðum með virðingu og þökk. Páll Pétursson. Við fráfall Jósefs hrannast upp Ijúfar minningar írá bernsku minni að Eiðsstöðum í Svínavatnshreppi, þegar ég var þar í sveit sem dreng- ur. Atvikin höguðu því svo að móðir mín hafði komið að Eiðsstöðum ásamt Gunnari bróður mínum sem var á barnsaldri og unnið hlutastarf hjá þeim bræðram Jósefi og Hall- grími sem ráku félagsbú. Þegar móður minni bættist annað barn og ég leit þetta líf var það sjálfsagt að ég bæri nafn Hallgríms en hann og Jósef bróðir hans höfðu jafnan auð- sýnt móður minni, Svövu Guðjóns- dóttur, mikla umhyggju og tekið henni sem einni af fjölskyldunni. í bernsku okkar bræðranna var það mikil tilhlökkun er skólagöngu lauk á vorin að fara í sveitina, helst nógu tímanlega til að missa ekki af sauðburðinum sem var annasamasti tími vorsins. Á Eiðsstöðum var aðal- lega búið með fjárbúskap. Því var það mikils virði að hlúa vel að lömb- unum, sérstajdega ef gerði vorhret og taka þurfti í hús tímabundið. Á bænum var umgengni við dýr sem besti skóli fyrir borgarbarnið til að kynnast störfum í sveitinni. Ógleym- anlegar stundir era þeir tímar er við hlustuðum á farfuglana sem komu fljúgandi yfir Atlantsála og gerðu sér hreiður í Blöndudalnum. Um leið og dalurinn klæddist sumarskrúða lifnaði yfir öllu og fræðslan hjá Jós- efi og Hallgrími var á við marga tíma í samfélagsfræðum. Jósef ólst upp á Eldjárnsstöðum í Blöndudal en eignaðist næstu jörð við Eiðsstaði og bjó þar í sambýli við bróður sinn. Hallgrímur andaðist árið 1993 en Jósef hélt áfram búskap þar til fyrir tveimur áram en þá fluttist hann á Héraðshælið á Blönduósi þar sem hann lést eftir erfið veikindi. Þegar ég lít til baka er mér efst í huga þakklæti fyrir þau ár sem ég fékk að starfa með þeim bræðrum og kynnast búskaparháttum í Blöndudalnum. Að leiðarlokum flyt ég kveðju fyr- ir hönd okkar mæðgina fyrir ára- tuga vináttu og trygglyndi. Við vott- um eftirlifandi ættingjum og vinum samúð okkar. Hallgrímur Jónsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og útför VALGERÐAR SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR, Eystri-Sólheimum, Mýrdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalar- og hjúkrunarheimilisins, Kumbaravogi. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.