Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ VIKU m LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 43 Associated Press Slæmur félagsskapur. „Þeir hugsa ekk- ert um eig- in heilsu“ Helsinki. Reuter. LÍFSHÆTTIR fmnskra karl- manna eru ábyrgir fyrir því að sjö ára munur er á meðal- ævilengd karla og kvenna þar í landi. Finnskir karlar borða óholla fæðu og bókstaflega iðka það að reykja sig og drekka í hel. „Karlmenn hér hugsa ein- faldlega ekkert um eigin heilsu,“ segir Mika Gissler sem vann að gerð könnunar á meðalævilengd fyrir finnsku hagstofuna. „Einn þáttur sem miklu skiptir er sú staðreynd að finnskir karlmenn bæði reykja og drekka meira en konur auk þess sem þeir borða meira af feitum pyls- um.“ I öðrum norrænum löndum er munur á ævilengd karla og kvenna að jafnaði fimm ár. Hið sama gildir um aðildar- ríki Evrópusambandsins. Þessi munur er hins vegar sjö ár í Finnlandi og er hann hvergi meiri innan Evrópu- sambandsins. Finnar þurfa að horfa til austurs til að finna meiri mun, til Eystrasalts- ríkjanna og Rússlands. Finnskir karlar lifa að með- altali í 74 ár en konur sjö ár- um lengur. Karlar í nágrann- aríkinu Svíþjóð lifa að jafnaði þremur árum lengur en þeir finnsku og konurnar þar verða árinu eldri en kynsyst- ur Jæirra í Finnlandi. I Finnlandi er búist við að þetta bil fari minnkandi á næstu árum, að sögn Mika Gissler. Þess sjást merki að lífshættir finnskra karlmanna fari örlítið batnandi en mestu skiptir að sífellt fleiri konur huga betur að heilsu sinni. lægja þannig fitu undirhúðarinnar og hefur stundum náðst góður ár- angur á þennan hátt. Um öll þessi úrræði getur viðkomandi skurð- læknir veitt upplýsingar. Áfram verður haldið að leita með- ferðarúrræða við sogæðabólgu. í lokin má nefna að sums staðar er- lendis eru sérstakar meðferðarstofn- anir fyrir sogæðabólgu og félög eða stuðningshópar fyrir sjúklinga með sjúkdóminn. Á NETINU: Nálgast má skrif Magnúsar Jóhannssonar um læknis- fræðileg efni á heimasíðu hans á Netinu. Slóðin er: http://www.hi.is/ -magjoh/ • Lcsendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggurá hjarta. Tekið cr á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbrcfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig gcta lesendur scnt fyrirspumir sfnar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar. clmag@hotmail.com. Oflækningar vegna eyrnabólgu barna Morgunblaðið/Sverrir Meiri hætta er á oflækningum ef læknir er í tímaþröng að sögn Vil- hjálms Ara Arasonar heilsugæslulæknis. UM ÞRIÐJUNGI færri böm fengu sýklalyfjameðferð við eymabólgu á 12 mánaða tímabili á áranum 1997-8 en á jafnlöngu tímabili 5 áram áður. „Eins hefur tekist að spoma við þró- un sýklalyfjaónæmis. Arangur okkar hefur verið öðram þjóðum til fyrir- myndar og það er oft bent á okkur, m.a. í Bandaríkjunum, vegna þessa,“ segir Vilhjálmur Ari Arason, heilsu- gæslulæknir á heilsugæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði en hann hefur ásamt læknunum Jóhanni Ág. Sig- urðssyni, Karh G. Kristinssyni og Sigurði Guðmundssyni rannsakað sýklalyfjanotkun við eymabólgum og sýklalyfjanotkun utan spítala á fjór- um stöðum á íslandi. Auk þess rannsakaði hann, ásamt Jóhanni Agústi, meðhöndlun eymabólgu með hljóðhimnuröram. Rannsóknimar vora kynntar á vísindaþingi Félags íslenskra heimilislækna, sem haldið var í Hveragerði nú í lok október. Fólk er sátt við að bíða Á áranum 1992-3 var eymabólga algengasta ástæða þess að böm fengu sýklalyf, eða um 65% allra sýk- lalyfjameðferða fyrir börn, og höfðu læknar og heilbrigðisyfirvöld vera- legar áhyggjur af að þessi mikla notkun lyfjanna gegn þessum til- tekna kvilla stuðlaði að sýkla- lyfjaónæmi pneumokokka. Pneumo- kokkasýkingar era algengasta orsök eyrnabólgu en auk þess valda þær ýmsum alvarlegum sjúkdómum, t.d. lungnabólgu. Var þá gripið til þess ráðs að hvetja lækna og forráðamenn barna til að draga úr notkun sýkla- lyfja, m.a. við vægum eymasýking- um. „Nú höfum við væntanlega sýnt fram á að eymabólgur vora ofmeð- höndlaðar í a.m.k. 30% tilfella fyrir 5 áram og líklega er það enn gert,“ segir VUhjálmur Ari. Rannsókn læknanna náði til barna á aldrinum 1-6 ára á þessum tveimur tímabUum. Rúmlega 800 böm frá fjóram þéttbýhsstöðum á landinu tóku þátt í rannsókninni. „Fólk er yfirleitt sátt við að bíða með að gefa börnum sínum sýklalyf, sérstaklega þegar það áttar sig á hversu mikið inngrip sýklalyfjagjöf er. Það er eðlUegt að börn fái væga eymabólgu upp úr kvefi og best er að láta ónæmiskerfið um að fást við hana. En það er mikilvægt að gerður sé skýr gi-einarmunur á vægri eyma- bólgu og alvarlegri eymabólgu með háum hita,“ segir VUhjálmur Ari. Hann segir enn fremur að helsti ávinningur þess að nota sýklalyf við vægum eyrnabólgum sé að barnið losni fyrr við verki. Líkur á alvarleg- um kvillum á borð við heymar- skemmdir aukist aftur á móti ekki þótt engin s_ýklalyf séu gefin í slíkum tilfellum. „Okostimir era hins vegar oft og tíðum meiri og ekki má gleyma aukaverkunum sýklalyfja, sem geta verið alvarlegar." Oflækningar Vilhjálmur Ari segir að hann hafi tekið þátt í rannsóknunum einkan- lega vegna áhuga síns á oflækning- um. Bendir hann t.d. á að fyrir áratug eða svo hafi verið algengt að fólk hafi verið greint með „bronkítis" og það meðhöndlað með sýklalyfjum. Nú tU dags sé sami kvilli aftur á móti all- ajafna greindur sem kvef í berkjum eða astmi og viðeigandi lyf gefið ef nauðsyn krefur. Meiri hætta sé á of- meðhöndlun sýkinga ef læknir er í tímaþröng auk þess sem sjúklingar leiti oft til læknis vegna skilaboða frá umhverfinu um að meðferð sé nauð- synleg. „Fyrir utan að geta valdið beinum skaða geta oflækningar skapað heUbrigðisvandamál eins og t.d. að auka á ónæmi baktería fyrir sýklalyfjum.11 Vilhjálmur Ari segir að hljóð- himnurör séu sett í eyran á þriðja hverju íslensku barni á íyrstu ævi- áram þess og að læknar séu beittir miklum þrýstingi til að finna viðun- andi lausn á tíðum eyrnabólgum hjá barni. Engin þjóð notar rörin eins mikið og íslendingar, segir hann enn fremur. „Þetta er fyrsta faralds- fræðilega rannsóknin sem gerð hefur verið hér á landi um notkun hljóð- himnuröra,“ segir Vilhjálmur Ari. Samkvæmt niðurstöðum rannsókn- arinnar höfðu böm með rör í eyram ekkert síður fengið sýklalyf síðustu átta vikumar fyrir þátttöku í rann- sókninni en börn sem ekki vora með rör. Hann segir niðurstöðumar vekja þá spumingu hvort ísetning hljóðhimnuröra geti talist til oflækn- inga. „Vökvi í miðeyra er mjög algengur hjá bömum, oftast í tengslum við kvefpestir. Yfirleitt hverfur hann á 3-6 mánuðum og rör era inngrip í náttúrulegt ferli. Eymabólgur era ekki meginástæða þess að rör era sett í hljóðhimnur heldur það að menn telja að ef vökvi situr lengi inni í eyr- anu geti heym skerst og það tefji fyr- ir málþroska. Sönnur hafa þó aldrei verið færðar á að rör í eyrum stuðli að auknum málþroska," segir Vilhjálm- ur Ari. „I framhaldi af þessum niður- stöðum þarf að rannsaka hvort heym og málþroski íslenskra bama er betri eða verri en í nágrannalöndunum þar sem rör era miklu sjaldnar notuð.“ Alvöru skor 2.990,- Bamakuidskér í miklu urvali VINTERSPORT ÞfN FRfSTUND - OKKAR FAG VINTERSPORT Blldshöfða • 110 Reykjavík • slmi 5 1 0 8020 • www.intersport.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.