Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 68
^>8 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 SKOÐUN MORGUNBLARIÐ LEYFIOG EINKALEYFITIL REKSTURS HAPPDRÆTTA OG SKYLDRARSTARFSEMI Á UNDANFÖRNUM árum hef- ur Háskóli íslands iðulega fært **þann möguleika í tal við ráðamenn að svonefnt einkaleyfisgjald Happ- drættis Háskóla íslands yrði fellt niður með það að markmiði að gera skólanum kleift að verja meiru af sjálfsaflafé sínu til bráðnauðsyn- legra byggingaframkvæmda hans. Hefur verið bent á að happdrættið njóti nú alls ekki í reynd einkaleyfis til reksturs peningahappdrættis með sama hætti og það gerði í upp- hafi. Margir hafa tekið undir sjónar- mið Háskólans en aðrir hafa látið þá skoðun í ljósi að um það sé að velja að greiða einkaleyfisgjaldið áfram eða að horfa fram á að lagalegum grundvelli happdrættisins verði kollvarpað. Svo virðist sem sú skoðun sé nokkuð ríkjandi að Happdrætti Há- skóla íslands sé eitt aðnjótandi einkaréttar til að reka peninga- happdrætti eða skylda starfsemi innan tiltekinna marka. Þessi mis- skilningur er að öllum líkindum sprottinn upp af þeirri staðreynd að orðið einkaleyfi er ekki alltaf í lög- um notað um takmörkun til slíks reksturs heldur er gjarnan kveðið á um, að það sem einum er sérstak- ^.lega leyft sé öðrum óheimilt. I eftirfarandi samantekt þar sem nokkrar greinar laga eru birtar má sjá hverjir það eru sem hafa fengið einkaleyfi til reksturs peningahapp- drætta eða ígildi þeirra, auk þess sem sjá má hverjir hafa tekið sér slíkan rétt utan Iaga. Þá eru sýndar nýjustu tiltækar opin- berar upplýsingar (skýrsla dómsmála- ráðuneytisins um happdrættismarkað- inn, febrúar 1999) um ágóða af reglulegri starfsemi hvers aðila á ári (1997) og það hversu mikið viðkom- andi var gert að greiða í ríkissjóð vegna leyfis. Almenn lög Lög um happdrætti (lotterí) og hlutaveltur (tombólur) 1. gr. Happdrætti, hverrar tegundar sem er, má ekki hafa nema með leyfi dómsmálaráðuneytisins, og ekki hlutaveltur nema með leyfi lögreglustjóra. Peningahappdrætti eða önnur því lík happspil má ekki setja á stofn án lagaheimildar. 2. gr. Það er bannað mönnum á íslandi að versla þar með eða selja hluti fyrir erlend happdrætti eða önnur þvílík happspil, eða að hafa þar á hendi nokkur störf, er að þessu lúta. 3. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum og skal fara með mál af þeim að hætti opinberra mála. Sérlög Lög um Happdrætti Háskóla ís- lands l.gr. Dómsmálaráðherra er heim- ilt að veita Háskóla íslands einka- leyfi til rekstrar happdrættis með þeim skilyrðum, er nú skal greina: a. Hlutatalan má ekki fara fram úr 60.000, er skiptist í 12 flokka.... Dómsmálaráðherra er enn fremur heimilt að veita Háskóla ís- lands einkaleyfi til rekstrar skyndihapp- drættis með peninga- vinningum, svo og pen- ingahappdrættis sem ekki yrði rekið sem flokkahappdrætti.... Dómsmálaráðherra getur heimilað að við starfsemi skv. 1. og 2. mgr. séu notaðar sér- stakar happdrættis- vélar þannig að þátt- taka, ákvörðun um vinning og greiðsla á honum fari fram vélrænt og samstundis og enn fremur að slíkar happdrættisvélar séu samtengdar, einstakar vélar og á milli sölustaða... e. Einkaleyfi til að reka happ- drættið má veita til 1. janúar 2004. Leyfishafi greiði í ríkissjóð 20% af nettóársarði í einkaleyfisgjald. 2. gr. Á meðan happdrættið starf- ar, er bannað að setja á stofn nokk- urt annað peningahappdrætti hér á landi, svo og að versla með eða hafa á boðstólum miða erlendra happ- drætta, auglýsa þá í innlendum blöðum eða hvetja menn til að kaupa þá..... Eins og sjá má af ofangreindu eru heimildarákvæði vegna happdrætt- isreksturs Háskóla íslands mjög viðtæk. Skýrt er tekið fram um einkaleyfi til reksturs peningahapp- drættis og kveðið á um hversu mik- ið skuli greitt fyrir einkaleyfið. Á árinu 1997 var hagnaður af rekstri happdrættisins um 350 milljónir króna og greiðsla í ríkis- sjóð vegna einkaleyfis var um 70 milljónir króna. Lög um getraunir 1. gr. Ríkisstjórninni veitist heimild til þess að stofna félag, ís- lenskar Getraunir, sem afli fjár til stuðnings íþróttaiðkunum á vegum áhugamanna um íþróttir í landinu í félögum innan Ungmennafélags ís- lands eða íþróttasambands íslands. 2. gr. Félagið starfrækir íþrótta- getraunir, en með íþróttagetraun- um er átt við að á þar til gerða miða, getraunaseðla, sem félagið eitt hef- ur rétt til að gefa út, eru merkt væntanleg úrslit íþróttakappleikja, íþróttamóta. 10. gr. Öllum öðrum en íslensk- um Getraunum skal óheimilt að starfrækja getraunir, sem um ræðir í 2. gr. þessara laga. Samkvæmt þessum lögum er veitt heimild til reksturs íþrótta- getrauna. I 10.gr. laganna er tekið fram að um einkaleyfi sé að ræða. Ekki er kveðið á um gjaldskyldu vegna einkaleyfisins. Á árinu 1997 var ágóði Islenskra Getrauna um 60 milljónir króna. Lfíg um talnagetraunir 1. gr. Dómsmálaráðherra er heimilt að veita Iþróttasambandi íslands (ÍSÍ), Ungmennafélagi ís- lands (UMFÍ) og Öryrkjabandalagi íslands (ÖBÍ) leyfi til þess að starf- rækja saman, í nafni félags sem samtök þessi munu stofna, getraun- ir er fram fara með þeim hætti að á þar til gerða miða er skráð eða valin Á árinu 1997 var hagn- aður af rekstri happ- drættisins um 350 millj- ónir króna, segir Ragnar Ingimarsson, og greiðsla í ríkissjóð vegna einkaleyfis var um 70 milljónir króna. röð talna og eða bókstafa. Heimild þessi gildir til ársloka 2005. 7. gr. Öheimilt er öðrum en fram- angreindu félagi íþróttasambands íslands, Ungmennafélags íslands og Öryrkjabandalags Islands að starfrækja getraunir með þeim hætti sem um ræðir í 1. gr. Samkvæmt þessum lögum er ís- lenskri Getspá veitt heimild til reksturs sérstakra getrauna (lottós). í 7.gr. laganna er tekið fram að um einkaleyfi sé að ræða. Ekki er kveðið á um gjaldskyldu vegna einkaleyfisins. Á árinu 1997 var ágóði íslenskrar Getspár um 325 milljónir króna. Lög um söfnunarkassa 1. gr. Dómsmálaráðherra er heimilt að veita Islenskum söfnun- arkössum (ISK), félagi í eigu Rauða kross Islands, Landsbjargar, Sam- taka áhugamanna um áfengis- og vímuefnavandann og Slysavarnafé- lags Islands, leyfi til að starfrækja söfnunarkassa með peningavinn- ingum.... 2. gr. Með söfnunarkössum í lög- um þessum er átt við handvirka og/ eða vélræna söfnunarkassa sem ekki eru samtengdir og í eru sett peningaframlög er jafnframt veita þeim sem þau leggja fram mögu- leika á peningavinningi, allt að ákveðinni fjárhæð, og skal úthlutun vinninga byggjast á tilviljun. Söfn- unarkassar samkvæmt lögum þess- um skulu vera merktir Islenskum söfnunarkössum. 5. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum nema þyngri refsing liggi við broti samkvæmt öðrum lögum. Þá er heimilt með dómi að gera upptæk tæki og fjármuni sem notaðir hafa verið við brot á lögun- um. Samkvæmt þessum lögum er Is- lenskum söfnunarkössum veitt heimild til reksturs sérstakra söfn- unarkassa með peningavinningum (sbr. spilakassa sem sjá má í sjopp- um og víðar um allt land). Ekki er kveðið á um einkaleyfi en vart verð- ur 5. gr. laganna túlkuð með öðrum hætti en þeim að öðrum aðilum sé óheimill sambærilegur rekstur og því sé um ígildi einkaleyfis sé að ræða. Ekki er kveðið á um gjald- skyldu. Á árinu 1997 var ágóði Islenskra söfnunarkassa um 860 milljónir króna. Lög um happdrætti fyrir Sam- band íslenskra berkla- og brjóst- holssjúklinga 1. gr. Heimilt skal Sambandi ís- lenskra berkla- og brjóstholssjúkl- inga að reka vöruhappdrætti með eftirfarandi skilyrðum: a. Hlutatal- an má ekki fara fram úr 75.000. Draga skal í 12 flokkum ... 3. gr. Heimild þessi gildir til árs- loka 2007... Happdrætti SÍBS er einn þriggja aðila (hinir eru HHÍ og DÁS) sem reka flokkahappdrætti og hafa til þess sérstakt leyfi. Samkvæmt lög- um skal happdrættið vera vöru- happdrætti. Vinningar happdrætt- isins eru hinsvegar bland af peningavinningum og vörum. Auglýsingar bera með sér að um peningahappdrætti er að ræða og vinningar eru í reynd greiddir út í peningum t.d. gegn framlagningu reikninga. Á árinu 1997 var ágóði Happ- drættis SÍBS um 30 milljónir króna. Lög um happdrætti Dvalarheim- ilis aldraðra sjómanna 1. gr. Heimilt skal Dvalarheimili aldraðra sjómanna að stofna happ- drætti um bifreiðar, bifhjól, báta, búnaðarvélar, íbúðarhús og ein- stakar íbúðir, húsbúnað, hljóðfæri, búpening, flugvélar og farmiða til ferðalaga.... 2. gr. Dráttur skal fara fram í Reykjavík undir eftirliti nefndar, sem dómsmálaráðherra skipar til þess....Dregið skal mánaðarlega. 3. gr. Heimild þessi gildir til ársloka 2007. Happdrætti DAS hefur leyfi til reksturs happdrættis með mánað- arlegum útdráttum og er það nú rekið sem flokkahappdrætti. Sam- kvæmt lögum skal happdrættið vera vöruhappdrætti. Vinningar happdrættisins eru hinsvegar fyrst og fremst peningavinningar og eru auglýstir sem slíkir. Happdrættið býður vinningshöfum m.a. að fá vinninga greidda með ávísun eða innlagningu á bankareikning við- komandi. Á árinu 1997 var ágóði Happ- drættis DAS um 50 milljónir króna. Samkvæmt því sem hér hefur verið upp talið má sjá að hagnaður þeirra aðila sem reka peningahapp- drætti eða skylda starfsemi var um 1675 milljónir króna á einu ári. Happdrætti Háskóla íslands greiddi á umræddu ári um 70 millj- ónir króna í ríkissjóð vegna svo- nefnds einkaleyfis en aðrir aðilar á markaðnum greiddu ekkert fyrir starfsleyfi sín og sérheimildir: Ef miðað er við að gjaldtaka rík- issjóðs vegna happdrættisreksturs hefði verið sama fjárhæð, þ.e. 70 milljónir króna á umræddu ári, en verið dreift á þá sex rekstraraðila sem hér hafa verið upp taldir og þá í samræmi við ágóðahluta hefði hlut- ur HHI verið um 15 milljónir króna. Ef til vill væri slík gjaldtaka ásætt- anlegri fyrir ríkissjóð en niðurfell- ing einkaleyfisgjalds HHÍ. Ráðstöf- unarfé Háskóla íslands á árinu 1997 vegna happdrættisfjár hefði sam- kvæmt þessu aukist um 55 milljónir króna á árinu. Höfundur er forstjóri Happdrættis Háskóla fslands. u iS3 FUJIFILM SAMEINAR ÞRJÁR AF HEITUSTU TÆKNI- NÝJUNGUNUM í DAG. ALLT í EINUM LITLUM PAKKA. Hágæða stafræn myndavél • MP-3 spilari ■ stafræn myndbandsvél Kostar aðeins kr. 65.900 REYKJAVÍK & AKUREYRI Skipholti 31. Reykjavík, s: 568 0450 • Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850 ^fcrn*cÁ/c/ é Slci Iðnbúð 1,210Garðabæ Collection sími 565 8060 Ragnar Ingimarsson Rekstraraðilar Hagnaður Leyfisgjald Hagn. til ráðst. (millj.kr.) (niillj. kr.) (miljj. kr.) Happdrætti Háskóla Islands 350 70 280 íslenskar getraunir 60 0 60 íslensk getspá 325 0 325 Islenskir söfnunar- kassar 860 0 860 Happdrætti SÍBS 30 0 30 Happdrætti DAS 50 0 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.