Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 72
- 72 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ KAUPMANNASAMTÖKIN 50 ÁRA Upphaflegu baráttu- málin í höfn * Kaupmannasamtök Islands eiga 50 ára afmæli hinn 8. nóvember nk. Aí því tilefni kemur afmælisrit samtakanna út hjá Sögusteini í dag. Anna G. Ólafsdóttir gluggaði í handritið og spjallaði við Gunnar Snorrason, formann sögu- nefndar Kaupmannasamtakanna, og Lýð Björnsson, sagnfræðing og ritstjóra bókarinnar, í vikunni. Morgunblaðið/Kristinn Gunnar Snorrason, formaður sögunefndar Kaupmannasamtakanna, og Lýður Björnsson, ritstjóri Sögu Kaup- mannasamt akanna, unnu ötullega að því að bókin kæmi út fyrir 50 ára afmælið. Sögunefnd KÍ ásamt Lýði Björnssyni ritstjóra. F.v. Jón Björgvinsson, Lýður Björnsson, Hreinn Sumarliðason ritari, Gunnar Snorrason formaður, Sigurður Magnússon og Jón Júliusson. ERSLUNARHÆTTIR hafa auðvitað gjörbreyst frá því fjögur sérgreina- félög tóku höndum saman um stofnun Sambands smávöru- verslana, fyrirrrennara Kaup- mannasamtaka Islands, fyrir hálfri öld. Islendingar voru búnir að eyða stríðsgróðanum, innflutningur var í lágmarki og skömmtun jafnvel meiri en á stríðsárunum. Hið svokallaða Fjárhagsráð hafði með höndum veit- ingu gjaldeyris- og innflutningsleyfa fyrir öllum sköpuðum hlutum. Ekki var heldur leyfður innflutningur á nándar nærri öllum tegundum vam- ings. Sumt þótti algjör óþarfi eins og kemur fram í reglugerð undir yfir- skriftinni Reglugerð um takmörkun á innflutningi á óþarfa varningi frá haustinu 1931. I fyrstu greininni kemur fram að bannað sé að flytja til landsins vaming á borð við vefnað- arvöru ef frá er talinn fiskstriginn hessian, nýir og þurrkaðir ávextir, hljóðfæri alls konar og grammófón- plötur, skófatnaður, skip og bátar o.fl. Samband smásöluverslana sá því fram á ærin verkefni við að létta af hvers kyns verslunarhömlum á upphafsárunum. Nafni sambandsins var ekki löngu síðar breytt í Kaup- mannasamtök íslands og baráttan hefur haldið áfram allt fram á þenn- iöan dag. Engu að síður er ekki hægt að segja annað þegar litið er til baka en að helstu baráttumálin séu í höfn þótt alltaf megi nefna eitt og annað eins og baráttuna fjrír því að léttvín og bjór verði selt í verslunum," segir Lýður Björnsson sagnfræðingur og ritstjóri Sögu Kaupmannasamtaka íslands. Bókin verður fyrsta bindið í ■itröðinni Kaupmenn og verslun á Islandi og kemur út hjá Sögusteini í tilefni af 50 ára afmæli Kaupmanna- samtakanna í næstu viku. „Kartöflustríðið“ Að stofnun Sambands smásölu- verslana komu: Kaupmannafélag Hafnarfjarðar, vefnaðarvörukaup- menn, matvöru- og búsáhaldakaup- menn og járnvörukaupmenn. „Kaupmennirnir voru óánægðir með hvemig Verslunarráðið stóð sig gagnvart Fjárhagsráðinu og töldu hlut smávöruverslunarinnar íyrir borð borinn. Hópurinn ákvað því að taka höndum saman um að þrýsta á breytingar. Ekki leið heldur á löngu þar til Fjárhagsráðið var lagt niður og farið að rýmka um skömmtunina. Kaupmannasamtökin íétu ekki deig- an síga og börðust fyrir því af einhug að fá Austantjaldsviðskiptin til sín ekki löngu síðar. Hvorki gekk því \ miður né rak í þeirri baráttu. Af öðr- um baráttumálum samtakanna er hægt að nefna betri meðferð á mat- vöru, heimild til að selja mjólk í al- mennum matvöruverslunum og kar- töflur í minni sekkjum en 50 kg,“ segir Lýður og víkur talinu að „kart- öflustríðinu“ á árunum 1961 til 1962. • „Grænmetisverslun landbúnaðarins vildi aðeins selja kaupmönnum kart- öflur í 50 kg ógegnsæjum sekkjum. Kaupmennirnir voru að ýmsum ástæðum óánægðir með sekkina, t.d. gat verið erfitt að sjá hversu hátt hlutfall af kartöflum væri skemmt og talsvert magn af mold gat fylgt með í kaupunum fyrir utan fyrir- höfnina við að endurpakka kartöfl- unum í smærri umbúðir. Samtökin ákváðu að endingu að bregðast við vandanum með því að blása til eins konar verkfalls, þ.e. kaupmenn hættu að selja kartöflur. Lausnin RÍKISSJÓÐUR tapar árlega tugmilljónum króna í tollatekjum, söluskatti og öðrum sköttum vegna stórkostlegs smygls til landsins. AI- þýðubiaðið hefur áður sýnt fram á með tölum, að meirihlutinn af næl- onsokkum og úrum, sem til landsins koma, eru flutt inn á ólöglegan hátt. Alþýðublaðið hefur átt viðtal við þekktan kaupsýslumann í Reykja- vík, sem verzlar m.a. með kvenfatn- að. Hann er Ragnar Þórðarson í Markaðnum. Ragnar er þeirrar skoðunar að 80-90% af erlendum kvenfatnaði, sem notaður er á íslandi, sé fluttur tii landsins á ólöglegan hátt. Ástæð- una telur hann fyrst og fremst háa tolla. Ragnar sagði, að smyglið væri hið mesta þjóðarhneyksli, sem eng- in ríkisstjórn hefði viljað taka föst- um tökum. varð sú að þeir fengu kartöflumar í minni pakkningum og þá varð pökk- unarkostnaðurinn loks viðurkennd- ur.“ Langdregnar mjólkurdeilur Gunnar Snorrason, formaður sögunefndar Kaupmannasamtak- anna, minnist sérstaklega á barátt- una fyrir því að mjólk yrði seld í verslunum. „Ein langdregnasta bar- áttan stóð um að fá leyfi til að selja Rætt við Ragnar Þórðarson „Með svo háum tollum, sem hér eru nú, verður aldrei hægt að koma í veg fyrir smygl," sagði Ragnar „enda má segja að hver einasti far- þegi með skipum og flugvélum, þar með taldir æðstu embættismenn þjóðarinnar, flytji ólöglega inn t.d. fatnað fyrir sig og vini og vanda- menn. Þar við bætast svo atvinnu- smyglararnir." „Eg er sjálfur í smygluðum skóm og fotum, þ.e.a.s. að ég keypti þau í utanlandsferð,“ sagði Ragnar, „Ég var staddur í stjórnarráðinu fyrir nokkrum árum til að ræða við ráð- herra um hina háu tolla. Okkur kom saman um að það væru ekki margar stúlkurnar, sem þar vinna, sem ekki væru í „smygluðum“ skóm.“ mjólk í almennum matvöruverslun- um. Deilumar urðu talsvert harðar og birtust m.a. í fyrirsögnum eins og „Börn fá súra mjólk“ á síðum dag- blaðanna,“ segir hann og tekur fram að deilumar hafi staðið í rúman ára- tug. „Á endanum þurftu matvöra- kaupmennirnir að kaupa mjólkur- búðimar á uppsettu verði Mjólkur- samsölunnar. Annars er í framhjáhlaupi vert að vekja athygli á því að fyrir breytinguna var algjör happdrættisvinningur fólginn í því „Á hvetjum degi er komið í Markaðinn og spurt, hvort við vilj- um ekki selja kjóla, sem maðurinn, frændinn eða kunninginn hefði keypt erlendis. Það hefur verið komið heim til mfn og sjálfsagt til fleiri, og börn boðið smyglaða silki- sokka. Þannig er ríkið, bærinn og verzlunarfólk snuðað, en erlendir menn græða,“ sagði Ragnar. „Hvað hefur verið flutt inn af pelsum sl. 5 ár? Þeir eru áreiðan- lega ekki margir, sem tollur hefur verið greiddur af. Menn ættu svo að fara á frumsýningu í Þjóðleikhús- inu eða aðrar opinberar samkomur og telja alla pelsána þar. Tollur t.d. af minkapels er 200-300 þúsund krónur, kostar ekki undir 100 þús- und krónum í innkaupi. Af einuxn slíkum pels fengjust því árslaun tveggja til þriggja ráðherra." Alþýðublaðið, 2. ágúst 1961. fyrir matvörakaupmenn að hafa mjólkurbúð í nágrenninu því þangað lá einatt stríður straumur viðskipta- vina.“ Kaupmenn innan samtakanna hafa væntanlega ekki alltaf verið á sama máli? „Nei, að sjálfsögðu ekki, enda ekkert eðlilegra," segir Gunnar og brosir. „Eg get rifjað upp að kaup- menn hafa deilt um afgreiðslutíma verslana frá því fyrir stofnun sam- takanna. Eins og flestir gera sér væntanlega grein fyrir hefur frelsið orðið ofan á. Núna geta verslanir að fengnu leyfi borgarstjóra haft opið allan sólarhringinn. Lengi vel vora kaupmenn heldur ekki á eitt sáttir um hvað væri eðlilegt að selja í sölu- turnum. Kaupmenn í matvöraversl- unum töldu að sölutumarnir væra orðnir að litlum matvöraverslunum með langan opnunartíma. Smám saman lægði öldurnar og önnur deila tók við þegar kaupmenn í söluturn- um komu fram með svipaðar ásak- anir í garð bensínstöðva." Stóra stökkið Gunnar og Lýður eru spurðir að því hver séu helstu baráttumál sam- takanna um þessar mundir. Gunnar tekur undir með Lýði um að helstu baráttumálin í tengslum við afnám hvers kyns viðskiptahafta séu í höfn. Lýður segir að geysilega stórt stökk hafi verið tekið fram á við á árabilinu 1983 til 1985. „Ekki þurfti lengur að biðja um opinbert leyfi fyrir öllu,“ segir hann. „Hlutverk Verðlagsráðs hætti að snúast um verðlagningu og fór að snúast um eftirlit. Vextir vora gefnir frjálsir og hætt var að skammta ferðamannagjaldeyri. Hér áður fyrr var ekki óalgengt að legið væri í líklegu fólki til að fá'gjaldeyri til viðbótar við venjulegan skammt enda var langt því frá að ríflega væri skammtað. Eg man að bankamönn- um vora úthlutuð 30 pund hverjum til hálfsmánaðar ferðalags til París- ar árið 1958. Hópurinn sótti um hækkun og fékk þvert nei því talið var að um slæmt fordæmi yrði að ræða.“ Gunnar nefnir sem dæmi að bar- átta samtakanna snúist nú m.a. um skatta- og tollamál. Hann segir að ekki megi heldur gleyma baráttunni um sölu á léttvíni og bjór í matvöra- verslunum og Lýður skýtur því inn í að fyrst hafi verið imprað á því árið 1966. „Annars hefur hlutverk Kaup- mannasamtakanna auðvitað verið að breytast. Núna eram við orðin hluti af Samtökum verslunar og þjónustu sem era ein deild í Samtökum at- vinnulífsins. Ekki er óhugsandi að á næstunni verði breyting á sér- greinafélögunum, enda hefur verk- efnum þeirra farið fækkandi frá því að deila þurfti út kvótum af ýmsum varningi til verslana um miðja öld- ina,“ segir Gunnar og tekur fram að innan samtakanna starfi þrír stofn- lánasjóðir við að veita lán og ávaxta fé félagsmannanna. „Stofnlánasjóð- Kvenfatnaður að mestu smyglaður?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.