Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 30
> 30 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000______________________________________________MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hvar er Clinton? Þótt allt sé slétt og fellt á yfírborðinu brennur sú spurning á vörum margra demókrata hvort A1 Gore, varaforseta Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata- flokksins, hafí orðið á sín stærstu mistök með því að halda Clinton forseta til hliðar í baráttunni um forsetaembættið. Clinton hefur verið lítt sýnilegur og Gore lagt mikla áherslu á að hann sé sinn eiginn maður. Var þetta rétt ákvörðun? Margrét Björg- úlfsdóttir leitaði svara í Washington. CLINTON hefur löngum verið tal- inn einhver besti baráttumaður í bandarískum stjórnmálum, hann hreinlega virðist þrífast á slagnum og færist allur í aukana hvort heldur er á skipulögðum fjöldasamkomum eða í návígi við kjósendur. Gore hef- ur aftur á móti ekki náð að hrífa kjósendur og þar sem svo mjótt er á munum milli frambjóðendanna tveggja getur kosningaþátttaka haft úrslitaáhrif. Drifkraftur Clintons gæti því hugsanlega skipt sköpum fyrir demókrata á þriðjudaginn. Demókratar vita líka fullvel að það gengur ekki að setja Clinton og Gore á sama svið. Það síðasta sem Gore þarf á að halda er að falla í skuggann af forsetanum. Clinton hefur því verið sendur alla leið vest- ur til Kaliforníu og ekki að ástæðu- lausu. Þar hefur George W. Bush gert áhlaup að vígi Gores og dælt auglýsingum í kjósendur með þeim afleiðingum að forskot Gores hefur hrapað niður í um fimm prósent. Reyndar var það Gray Davis, ríkis- stjóri Kalifomíu, sem falaðist eftir forsetanum sem mótsvari við innrás repúblikana og ekki bara til þess að hjálpa Gore, heldur líka nokkrum frambjóðendum til fulltrúadeildar- innar sem vonast til að vinna sæti af repúblikönum. AP Bill Clinton á kosningafundi í Los Angeles í fyrradag. Með honum er Gray Davis, ríkisstjóri í Kaliforniu. Orðheppinn að vanda sagði Clint- on í sjónvarpsþætti Toms Joyners, sem er sérstaklega vinsæll meðal blökkumanna, á fimmtudaginn að fyrst hann gæti ekki verið kosinn í þriðja sinn væri Ai Gore næstbesti kosturinn. Gore tók þessu góðlát- lega þegar hann var spurður um við- brögð sín í kvöldfréttum NBC- sjónvarpsstöðvarinnar, hló og þakk- aði forsetanum stuðninginn. Þótt Bill og Al, eins og þeir voru oft kallaðir þegar þeir voru fyrst í framboði saman árið 1992, virtust vera bestu vinir hefur Monicu Lewinsky-málið markað djúp spor í samband þeirra og eftirmáli þess reyndar skapað hálfgert vandræða- ástand í samskiptum þeirra. Það mun vera ljóst að samkvæmt skoð- anakönnunum sem starfsmenn Gor- es hafa gert eru margir afar nei- kvæðir gagnvart Clinton og á það ekki síst við um kjósendur sem enn hafa ekki tekið afstöðu. Þrátt fyrir að á brattann sé að sækja telja ráða- menn í herbúðum Gores því áhætt- una einfaldlega of mikla til að leita eftir hjálp frá Hvíta húsinu. Á með- an situr Clinton heima, að sögn margra manna frekar sár og svekkt- ur, enda þekktur af öðru en að sitja aðgerðalaus. Eiginkonan þiggur hjálpina Reyndar er Clinton búinn að standa í strangri baráttu við þingið um fjárlög næsta árs. Nú þegar menn eru búnir að gefa allt sam- komulag þar að lútandi upp á bátinn fram yfir kosningar getur forsetinn því einbeitt sér óskiptur að kosning- unum, þ.e. ef einhver vill hann. Þó svo að hann sé í Kaliforníu er haft eftir áreiðanlegum heimildum að Gore hafi afþakkað að hann færi til Michigan, Missouri og Pennsylvan- íu, ríkja sem enn eru óráðin í afstöðu sinni. Clinton niun hins vegar fara til New York á laugardaginn og mánudaginn að hjálpa konu sinni, Hillary Rodham Clinton, en forskot hennar á Rick Lazio, frambjóðanda Repúblikanaflokksins, hefur minnk- að á síðustu dögum. Svo mun hann eyða sunnudegin- um á heimaslóðum sínum í Arkans- as. Demókratar eru vonsviknir yfir því að Gore hafi ekki tekist að nýta sér gott efnahagsástand og mikla reynslu. Menn í Hvíta húsinu kross- leggja fingur og vona að Gore viti hvað hann er að gera. Það mun svo væntanlega koma í ljós aðfaranótt miðvikudags hvort ákvörðun Gores um að setja Clinton á varamanna- bekkinn hafi reynst skynsamlegri en margir vilja halda. Olíuvinnsla eða náttúruvernd í Alaska Olíuvinnsla á náttúruverndarsvæði í Alaska gæti orðið hitamál í Bandaríkjunum nái George W. Bush kjöri sem forseti. Ragnhildur Sverrisdóttir segir hugmyndir Bush um olíuvinnslu þar hafa vakið furðu litla athygli almennings hingað til. Presslink Alaska er að mestu dspillt land en náttúran á norðursldðum er mjög viðkvæm, ekki síst fyrir stdrumsvifum á borð við olíuvinnslu. > GEORGE W. Bush hefur gagnrýnt núverandi ríkisstjórn, og þar með andstæðing sinn, AI Gore varaforseta, fyrir skort á stefnu í orku- málum. Eins og búast mátti við skaut umræða um hátt olíuverð upp kollinum í kosninga- baráttunni og Bush lýsti óánægju sinni með að Bandaríkin væru jafnháð öðrum olíuríkjum og raun ber vitni. Tillögur hans til að bæta þar úr felast í að hefja olíuvinnslu í norðausturhluta Alaska. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að landið, þar sem Bush vill bora, er náttúruverndar- svæði. George W. Bush heldur því fram að þarna sé helsta von Bandaríkjamanna um að finna miklar olíulindir. Hann ætlar sér að taka upp þráðinn þar sem faðir hans, Bush, fyrrverandi forseti, missti hann niður árið 1991, en þá reyndi hann að fá þingið til að samþykkja olíu- vinnslu á svæðinu. Fjórum árum síðar gerðu repúblikanar á þingi tilraun til að fá þessu framgengt en Clinton kom í veg fyrir það. Reyndar hafa hugmyndir um olíuvinnslu á svæðinu skotið upp kollinum af og til undan- farinn aldarfjórðung. A1 Gore fullyrðir að þarna sé ekki mikla olíu að finna, að minnsta kosti sé hún ekki þama í því magni að nokkru máli skipti fyrir olíubú- skap Bandaríkjanna. Náttúruperlum sé ekki fómandi fyrir þá hagsmuni. Hann hafnar líka hugmyndum Bush um að leyfisgjald olíufyrir- tækjanna gæti mnnið til umhverfismála og segir það of dýra verði keypt. Olíumagnið óvíst Miðað við frásagnir fjölmiðla er ómögulegt að segja til um hvor frambjóðandinn hefur rétt fyrir sér um olíumagnið. Sérfræðingum olíufyrirtækjanna hefur verið bannaður að- gangur að svæðinu í um tvo áratugi. Aðeins ein tilraunahola var boruð á svæðinu, á vegum olíufyrirtækjanna BP Amoco og Chevron, en þau hafa haldið niðurstöðunum vandlega leyndum. í Alaska hafa demókratinn Tony Knowles ríkisstjóri og repúblikaninn Frank H. Murk- owski öldungadeildarþingmaður tekið höndum saman í baráttunni íýrir ohuvinnslu. í grein í dagblaðinu Washington Post fyrir skömmu kom fram að stjómmálamennirnir tveir og skoðanabræður þeirra vísa í opinberar rann- sóknir á jarðlögum og telja að á þessu svæði og aðliggjandi landi væri hægt að vinna 16 milljarða tunna af olíu. Dagblaðið sagði að ef þessi spá væri rétt væra þetta gjöfulustu olíu- lindir sem fundist hefðu og hægt að vinna 1,2 milljónir tunna af olíu á dag í a.m.k. 20 ár. í þessum sömu opinberu rannsóknum era að vísu fyrirvarar um að líkumar á slíku olíuflæði séu einn á móti tuttugu. Helmingslíkur era taldar á að 7,7 milljarða tunna sé að finna inn- an náttúraverndarsvæðisins sjálfs. Bush hefur haldið því á loft að innan svæðis- ins sé að finna næga olíu til að bæta fyrir þær 800 þúsund tunnur sem Bandaríkin kaupa nú af írak á degi hverjum. Innflutningur Banda- ríkjanna á olíu er um 10 milljónir tunna á dag, um helmingur af daglegri notkun. Andstæðingar Bush segja mjög ólíklegt að þetta standist, en benda á að hvort sem áætl- anir um magn standast eða ekki sé ekki hægt að fórna þessu landi. Það ber líka að hafa í huga að jafnvel þótt nýir menn við stjómvöl- inn heimili olíuboranir á svæðinu myndi líða hátt í áratugur þar til vinnsla væri komin á fullt. Vistfræðingar og Carter vilja þjóðgarð Andstæðingar olíuvinnslu í Alaska fengu stuðning í vikunni frá um 250 vísindamönnum, þar á meðal þekktum vistfræðingum. Þeir sendu Clinton forseta bréf, þar sem þeir hvöttu hann til að grípa í taumana og tryggja að aldrei yrði borað á náttúraverndarsvæðinu. I bréfinu lýstu vísindamennimir því yfir að þeir óttuðust að ítrekaðar tilraunir til olíu- vinnslu á svæðinu myndu ná fram að ganga, nema gripið yrði til einhverra þeirra aðgerða af hálfu stjómvalda eða löggjafans sem kæmu í veg fyrir slíkt í eitt skipti fyrir öll. Land- svæðið væri einstakt vistkerfi, sem hefði hald- ist óbreytt í þúsundir ára. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti, sem samþykkti lög um friðun óbyggða Alaska árið 1980, hefur einnig hvatt Clinton til að vernda þetta svæði með því að lýsa það þjóðgarð, en þar með yrði landið friðað gegn hvers kyns framkvæmdum. Patt í Washington Ef George W. Bush nær kjöri sem næsti forseti Bandaríkjanna á Alaska-málið öragg- lega eftir að skjóta upp kollinum á ný. Furðu lítið hefur farið fyrir málinu í kosningabarátt- unni, en það á þó ekki alls staðar við. í Wash- ington-ríki era umhverfismál ofarlega í vitund kjósenda, en það er eitt af þeim ríkjum, þar sem Bush og Gore era hnífjafnir. Líklega hefðu olíuvinnsluhugmyndir Bush gert út um möguleika hans í ríkinu ef ekki væri fyrir ann- að mál sem Gore þarf að kljást við. í Washing- ton er nefnilega risinn Microsoft með höfuð- stöðvar sínar og heimamenn era ekki tilbúnir að fyrirgefa varaforsetanum málsókn yfir- valda á hendur tölvufyrirtækinu. Tæknin og náttúravemdin setja frambjóðendurna því í pattstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.