Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Fundur VFÍ og TFI um íslenska hlutabréfamarkaðinn Markaðsvirði hluta- bréfa um 58% af þjóðarframleiðslu Tryggvi Jónsson, stjórnarformaður Samtaka verslunar og þjónustu, og Hall- grímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Opinnar miðlunar, skrifuðu undir samning félaganna. Fyrir aftan eru Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ, og Tryggvi Þór Agústsson, framkvæmdasljóri Gagnvirkrar miðlunar. Samtök verslunar og þjónustu kynna siðareglur á Netinu ATVINNUGREINASKIPTING á hlutabréfamarkaði hér á landi hefur breyst mikið eftir því sem fram kom hjá Almari Guðmundssyni, forstöðu- manni greiningardeildar íslands- banka-FBA, á svonefndum samloku- fundi Verkfræðingafélags íslands og Tæknifræðingafélags Islands í fyrra- dag. íslenski hlutabréfamarkaðurinn var umfjöllunarefni fundarins og fjallaði Almar þar um ávöxtun, fram- tíð markaðarins, ábyrgð verðbréfa- fyrirtækja gagnvart viðskiptavinum og stöðu verkfræði- og ráðgjafarfyr- irtækja gagnvart hlutabréfamark- aðnum. Hann sagði að hlutdeild sjáv- arútvegsfyrirtækja í heildarmark- aðsvirði fyrirtækja á hlutabréfa- markaði haíi verið um 48% í upphafi árs 1998 en væri nú um 19%. Hlut- deild fjármála- og tryggingafyrir- Mikill vöxt- ur í Kína BANDARÍSKU flugvélaverksmiðj- umar Boeing segja að á næstu 20 ár- um verði Kína stærsti viðskiptamark- aður flugvéla á eftir Bandaríkja- markaði. Xinhua-fréttastofa hafði eftir Randy Baseler, framkvæmdastjóra hjá Boeing, á fréttafúndi fyrir kín- verska blaðamenn að hann byggist við því að flugumferð yfir Kína myndi fara yfir meðal hagvaxtarprósentu flugum- ferðar í heiminum. Baseler sagði að Boeing áætlaði að flugvélamarkaður Kína myndi stækka um 9,1 prósent að meðaltali á ári á milli ársins 2000 og 2019 á meðan fyrirtækið áætlaði að meðalaukningin á heimsvísu yrði 4,8 prósent á sama tíma. tækja hafi hins vegar á sama tíma aukist úr 9% í 36%. Fram kom í máli Almars að hraðar breytingar hafi orðið í spamaði landsmanna. Á tímabilinu frá 1994 til 1999 hafi hlutdeild innlána lækkað úr 38% í 23%, sem hafi komið fram í verulega hröðum vexti á verðbréfa- markaði. Mikil aukning hafi einnig verið í markaðsvirði skráðra félaga á hlutabréfamarkaði en það væri nú um 400 milljarðar króna. Almar greindi frá því að hlutfall markaðsvirðis hlutabréfa af þjóðar- framleiðslu hér á landi væri um 58% og hefði hækkað verulega. Hlutfallið væri nú orðið sambærilegt við það sem þekkist í Japan og Danmörku. Hlutfallið væri hins vegar mun hærra í Bretlandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Finnlandi þar sem markaðsvirði hlutabréfa væri hærra en þjóðar- framleiðsla. Gód tækifæri í nokkrum greinum og einstökum félögum Almar ræddi nokkuð um þróun á verðbréfamarkaði hér á landi og greindi frá breytingum á undirstöðu- vísitölum Verðbréfaþings íslands. Hann sagði að úrvalsvísitalan hafi hækkað um 32% frá byijun janúar 1999. Sjávarútvegur hafi lækkað um 12%, fjármál og tryggingar hækkað um 64%, iðnaður og framleiðslugrein- ar hækkað um 65% en upplýsinga- tæknifyrirtæki hafi hins vegar hækk- að um 160%. Almar sagði að meðalvelta með ís- lensk hlutabréf hafi verið um 10 millj- arðar króna á árinu 1999 en hins veg- ar um 15 milljarðar á þessu ári. Mest muni þar um tæplega 30 milljarða veltu í febrúarmánuði síðastliðnum. Almar fór nokkrum orðum um hvers vegna verðlækkun hafi komið fram á hlutabréfamarkaði á þessu ári og sýndi í því sambandi að afkoma ski-áðra félaga hafi versnað sam- kvæmt sex mánaða uppgjörum milli áranna 1999 og 2000. Hann reyndi að spá í hver þróunin yrði á verðbréfamarkaði hér á landi á næstunni og sagði að ytri aðstæður væru mikilvægar nú og ljóst að fjár- festar horfi mjög til erfiðari rekstrar- aðstæðna hjá innlendum fyrirtækj- um. Verðlækkanir á markaði geti og hafi skapað kauptækifæri. Þá sagði hann að miðað við verð á markaði nú væra góð tækifæri í nokkrum grein- um og einstökum félögum og nefndi sérstaklega verslun og þjónustu, lyfjafyrirtæki og tryggingar. Löggjöfin neytendum í hag Erlendar eignir Islendinga hafa stóraukist samkvæmt upplýsingum Almars. Hann sagði að í júní síðast- liðnum hafi þær numið samtals um 284 milljörðum króna og að þær hafi aukist jafnt og þétt frá árinu 1994 er þær voru um 60 milljarðar. Þessi vöxtur skýrist að miklu leyti af vax- andi eign í erlendum verðbréfum. Almar sagði að varðandi ábyrgð verðbréfafyrirtækja gagnvart við- skiptavinunum þá væri það mikil- vægt að greiningardeildir væru sjálf- stæðar. Fjárfestar eigi að heyra varnaðai-orð um áhættusamt eðli hlutabréfaviðskipta einhvers staðar í ferlinu frá ráðgjöf til ákvörðunar um kaup á verðbréfum. Löggjöfin í þess- um efnum sé neytendum í hag og byggist á alþjóðlegri reynslu. Þá sagði hann um möguleika verk- fræði- og ráðgjafarfyrirtækja á að fara á hlutabréfamarkað að markað- urinn krefðist þess að félög uppfylli stærðar- og arðsemiskröfur. Auk þess sem fjárfestar horfi til þeirra vaxtarmöguleika sem einstök félög hafi. SAMTÖK verslunar og þjónustu (SVÞ) hafa kynnt siðareglur í netvið- skiptum. Samtökin hafa jafnframt undirritað samkomulag við Opna miðlun hf., sem mun opna rafræna verslunarmiðstöð á Netinu 6. nóv. næstkomandi undir heitinu plaza.is, um að siðareglurnar gildi um öll við- skipti verslana sem þar reka sölustarfsemi. Siðareglurnar eru byggðar að grunni til á siðareglum sem Evrópu- samtök verslunarínnar, EuroCom- merce, sem SVÞ er aðili að, hafa samþykkt og hafa þær verið lagaðar að íslenskum lögum og aðstæðum af Logos - lögmannsþjónustu fyrir SVÞ. Markmiðið með setningu siða- reglna í netviðskiptum er að efla ör- yggi og trúnað í viðskiptum' neyt- enda og seljanda vöru og þjónustu á Netinu. Netviðskipti aukast stöðugt og eru góðir og sanngjarnir viðskiptahættir á Netinu ásamt öruggri greiðslu- miðlun þýðingarmikil atriði fyrir hagfellda þróun netviðskipta á ís- landi, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Opin miðlun hf. mun um tíma bjóða aðildarfyrirtækjum SVÞ sér- stök kostaboð um aðild að nýju raf- rænu verslunarmiðstöðinni. Hagur kaupenda Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri SVÞ, segir að allir séu sam- mála um að það er rík þörf fyrir þessar siðareglur. Fólk sé tortryggið út af greiðslu á Netinu og það hamli viðskiptum. Með þessum siðareglum sé fyrst og fremst verið að hugsa um hag kaupenda en Sigurður segist einnig hafa fengið góð viðbrögð frá fyrir- tækjum vegna þeirra og segist hann mega fullyi-ða að allir taki þessu fagnandi. Hann bætti því við að siða- reglurnar hafi verið kynntar bæði fyrir viðskiptaráðuneytinu og Neyt- endasamtökunum sem hafi komið með ábendingar um gerð þeirra. Til þess að auðvelda kaupanda að nálgast fyrirtækið eða úrskurðar- nefnd í ágreiningsmálum skuli fyrir- tækið sjá kaupendum fyrir rafrænu kvörtunareyðublaði til þess að reyna að leysa deilur sem upp kunna að koma. Verðbólguspá Landsbanka íslands hf. Innköllun vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa í íslandssfma hf. Mánudaginn 23. nóvember 2000 verða hlutabréf í Íslandssíma hf. tekin til raf- rænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Íslandssíma hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tfma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánartilgreint verða öll áþreifanleg hlutabréf í A-flokki hlutabréfa (slandssíma hf., kt. 600898- 2059, sem gefin hafa verið út ógild. Annars vegar hlutabréf alls að nafnverði kr. 160.000.000 (eitthundrað og sextíu milljónir) sem gefin voru út hinn 10. ágúst 1999, og auðkennd með númerum frá A-1 -00 til A-15- 00, og hins vegar hlutabréf alls að nafnverði kr. 100.000.000 (eitthundrað milljónir) sem gefin voru út hinn 20. desember 1999, með númerunum A-16-00 til A-41-10. Öll bréfin eru gefin út á nafn hluthafa og útgáfudags er jafnframt getið á bréfunum. Þá var boðið út hlutafé að verðmæti kr. 60.000.000 (sextíu milljónir) í febrúar 2000, en ekki hafa verið gefin út hlutabréf fyrir þessa útgáfu. Hlutabréf í K-floldd hlutabréfa falla ekki undir rafræna skráningu að svo komnu máli. Hér með er skorað á alla eigendur ofan-greindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá (slandssíma hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspum til hlutaskrár fslandssíma hf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík, í síma 595 5000 eða með rafrænni fyrirspurn á netfangið hluthafaskra@islandssimi.is. Komi í Ijós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir áður nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verð- bréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu (slands hf, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína ífélaginu að undanskildum sjálfum skraningar- deginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu með stofnun VS reiknings. Hluthöfum félagsins verður kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn fslandssíma hf. Spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs SAMKVÆMT nýrri verðbólguspá Landsbanka íslands hf. mun vísitala neysluverðs breytast um 0,5% milli október og nóvembermánaðar. Gangi þessi spá eftir verður vísitala neysluverðs miðað við verðlag í byrjun nóvember 202,5, sem er 4,8% hækkun á síðustu 12 mánuðum. Inn- fluttar vörur, aðrar en bifreiðar, vega þyngst í hækkuninni eða 0,36%. Auk þess hefur bensínhækk- un áhrif. Grænmeti veldur hins veg- ar 0,06% lækkun vísitölunnar. Enn fremur er því spáð að verð- bólga milli áranna 1999 og 2000 verði um 5,1% og innan ársins 2000 4,4%. Veiking krónu og evru „Frá áramótum hefur krónan veikst um 6,4 % og þar af er veiking síðasta mánaðar tæp 2%. Evran og þær myntir sem fylgja þróun henn- ar vel eins og danska og sænska krónan hafa gefið mikið eftir gagn- vart dollar á þessu ári og því nánast staðið í stað gagnvart íslensku krón- unni. Tæplega helmingur af heildar- innflutningi okkar kemur frá þessu svæði en á móti er hlutfall neyslu- vöru af evrusvæðinu mun hærra. Nokkur hluti þessarar veikingar hefur nú þegar skilað sér út í verð- lagið og ekki er óeðlilegt að einhver hluti eigi eftir að koma fram í verð- lagi næstu mánaða. Þessa daganna hafa hagtölur frá Bandaríkjunum bent til þess að far; ið sé að hægja á hagsveiflunni. I kjölfar þessara talna hefur evran hækkað gagnvart dollar og er jafn- vel talað um að viðsnúningur hafi átt sér stað. í ljósi þess hve stór hluti neysluvöru kemur frá þessu svæði er ljóst að hækkun evru mun koma fram í hækkunum á innfluttri neysluvöru á næsta ári,“ segir í verðbólguspá Landsbankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.