Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 21
Auglýsing Krafturinn kemur utan að Björk Guðmundsdóttir veitir tónlistarverðlaunum Norðurlandaráðs viðtöku í Osló 1997 Samvinna sem opnar listamönnum alþjóðlegar dyr „Norðurlandanefhdin er áhugaverð- asta nefndin,” fullyrðir Sigríður Jó- hannesdóttir þingmaður Samfylking- arinnar með bros á vör, en hún á sæti í Norðurlandanefhd Norðurlandaráðs. I þeirri nefnd er fjallað um norræn mál- efhi, menningu, mennta- og félagsmál. „Það er óendanlega margt, sem við höfum að sækja í þetta samstarf,” segir Sigríður um gildi norrænnar samvinnu fyrir íslendinga og bendir á að það gildi bæði um margvísleg tækifæri og eins aðgang að fé. „Það er aðeins nýlega, sem íslend- ingar hafa í raun komist inn á alþjóð- legan markað með bækur og kvik- myndir,” bendir Sigríður á og það gerist iðulega í samfloti við hinar Norðurlandaþjóðimar. Og það gerist ekki síst fyrir atbeina norræns sam- starfs. Þar eru veittir styrkir til þýð- inga og kvikmyndagerðar og gegnum norræna markaðinn er leiðin greiðari inn á alþjóðlegan markað ef verk hafa áður fengið góðar viðtökur þar. Sigríður átti þess nýlega kost að vera við opnun Norðurlandahússins í New York, þar sem norrænir lista- menn eiga aðgang að góðum sal til að kynna list sína og er sannfærð um að sú aðstaða eigi eftir að skila norræn- um listamönnnum miklum árangri. Sama er uppi á teningnum í sendi- ráðsbyggingu Norðurlandanna í Berlín. Þar er einnig salur, sem nor- rænir listamenn geta nýtt sér. Verðlaunaveitingar em mikilvægur þáttur í í norrænni menningarstarfsemi og Sigríður bendir á að þær skipti miklu máli fyrir norræna rithöfhnda og tónskáld og einnig var það okkur til mikillar hvamingar að fá umhverfis- verðlaun Norðurlandaráðs á sínum tíma, en þau hlaut Ólafur Arnalds 1998. „Norrænu verðlaunin vekja mikk athygli og leiða bæði athygli að vetkum einstakra listamanna og þeim listgreinum eða verkefnum sem verið er að verðlauna.” Norræn samvinna er af margvísleg- um toga og teygir sig langt út fyrir pólitíska kerfið, en Sigríður bendir á að mikilvægur þátmr í henni sé sam- vinna þingmannanna f Norðurlanda- ráði og ráðherranna í Norrænu ráð- herranefndinni. Þó margt gott sé gert er Sigríður þó á því að margt megi fara betur í norrænni samvinnu og bætir við að vonandi verði góðar um- ræður í kjölfar skýrslu Jóns Sigurðs- sonar og fleiri, vitringahópsins svo- kallaða, um norræna samvinnu. „Það hefur viljað brenna við að mál einangrist og þeim hafi ekki ver- ið fylgt nógu vel eftir inn á þjóðþing landanna,” segir Sigríður. „Það hefúr heldur ekki alltaf tekist að koma því á framfæri við fjölmiðla hvað við erum að gera því það er erfitt að velja at- hygli þeirra. Það em fleiri þjóðþrifa- mál en almenningur gerir sér grein fyrir, sem við nú lítum á sem sjálf- sagðan hlut og eru löngu komin til framkvæmda, en áttu upptök sín í umræðum og tillögum í Norður- landaráði.” Það var dauðaþögn í notalega þingsalnum í Kaupmannahöftt, þeg- ar íslendingarnir streymdu inn, seinir vegna verkfalla og byls. Með tilþrif- um steig Ragnhildur Helgadóttir í ræðustólinn, vitnaði í Hávamál og bað norræna bræður og systur um stuðning í yfirstandandi þorskastríði gegn Englendingum. Það em bráð- um 25 ár síðan, næstum sá tími, sem ég hef fjallað um Norðurlandaráð, en þessi minning er skýrari og skarpari en flestar aðrar. Þegar umheimurinn þrýstir á stönd- um við Norðurlandabúar saman. En við emm líka viðkvæm fyrir þrýstingi umheimsins. Og við sækjum kraftinn í okkar eigin samvinnu að utan. Fimmt- án árum eftir þorskastríðið sám þrír skelfdir Eystrasaltsbúar á áheyr- endapöllunum í sama þingsalnum, leiðtogar endurreistra landa sinna, en ennþá var þeim ekki boðið að sitja niðri í salnum meðal Norðurlanda- þjóðanna. Rússland virtist enn bein hótun og þar voru menn óánægðir með að fyrrum ríki Sovétríkjanna færu alltof hratt inn í vestrænan yl. Áður fyrr var togstreyta í umfjöll- un um þá fundi ráðsins, sem fjölluðu um kalda stríðið. Það var ekki hægt að tala upphátt um allt. Öryggis- stefnan var forboðnust. Vangaveltur um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum varð efni í stórar fyr- irsagnir. Nú eru hvorki utanríkismál né varnarmál varasöm efni. Síðustu hindruninni var rutt úr vegi fyrir þremur árum þegar varnarmálaráð- herrarnir stigu fæti inn á Norður- landaráðsþing. Að vera eða vera ekki með í ESB? Spurningin var lengi ráðandi í nor- rænni umræðu. Þegar menn höfðu kosið, rykið var sest og afstaðan orðin skýr varð undarlega kyrrt og rólegt í kringum norræna samvinnu. Ákvarð- anirnar voru teknar í Brussel. Sama hvað sú stefna Norðurlandaráðs að vera sammála um allt og hið hag- kvæma samstarf var mikilvægt fyrir einstaka Norðurlandabúa þá hvarf það samt í skuggann. Á mikilvægum sviðum hafa Norð- urlöndin þó vísað veginn en samt finnur maður daglega fyrir smá erg- elsi: Af hverju tókst ekki að koma Tele-X í gang? Af hverju get ég setið í Stokkhólmi og séð gervihnattasend- ingar frá stórum hluta heimsins - en ekki frá Noregi og Danmörku? Eng- inn getur sagt að norrænir stjórn- málamenn hafi ekki reynt að vekja áhuga á samstarfi sínu. Þeir hafa skorið niður og skerpt það. Flokkspólitíkin átti að blása nýju lífi í það. En væri það ekki áhugaverðara að uppgötva óvænt tengsl í norræn- um stjórnmálum? Það vildi svo vel til að komið var auga á grannsvæðin: Ausmrstrendur Eystrasaltsins, ömurleikann í Kal- ingrad og nauðsyn Eystrasaltsþjóð- anna á norrænni fyrirmynd. Sá sem efast um kraftinn í norrænni sam- vinnu ætti að heimsækja grannsvæð- in og sjá hvað framtak ráðherra og þingmanna hefúr hrint í framkvæmd þar. Við ráðhústorgið í Tarm í Eist- Iandi er lítil, norræn skrifstofa. Þar simr Madis Kanarbik, sem talar sæn- sku þó hann hafi sjaldan komið til Norðurlandanna og er eldheitur áhugamaður um allt norrænt. I hans húsakynni koma námsmenn frá Eystrasaltslöndunum til að teyga þekkinguna frá gömlu, þreyttu Norðurlöndunum. Þetta er nýtt og eflandi sjónarhorn: Norræn samvinna, sem við tökum sem svo gefúa að hún er orðin hversdagsleg, er ný og fersk á svæði, sem lengi hefúr liðið skon á frelsi, lýðræði og þróun. f samræðum handan við alla skipulagningu getur margt gerst og opinberast, sambönd eflast og vin- átta grær. Fréttirnar streyma frá þinginu, allt frá smáatriðum um fjárframlag landanna til spaugilegs rifrildis milli nágranna. Eftirvænt- ingin er alltaf fyrir hendi. Hvað ger- ist í ár? Endurtekning dansk-sænska rifrildisins um Barsebáck? Eða kannski jafnvel heit orðaskipti milli Dana og Færeyinga í átök- urn þeirra um ffjálsar Færeyjar? Flisabcth Crona hcfur fjallad um norrxn málcihi tjrir Svcnska Dagbladct. Er nokkuð að gerast? „Þú skalt taka Norðurlandaráð að þér“ sagði starfsbróðir minn, þegar við ræddum hver ætti að taka við hans starfssviði. „Það fylgja því marg- ar góðar ferðir, heilmikið af ókeypis mat, en auðvitað er líka svolítið að gera,“ sagði hann. Hann var á leið á eftirlaun og vildi mér allt hið besta. Ég gladdist líka yfir þessu, þó það sé kannski í raun sama hvort maður fylgist með fundum frá morgni til kvölds í Kaupmannahöfn, Helsinki eða Reykjavík meðan það hellirignir úti. Og ef það hefúr verið heilmikið af ókeypis mat þá var hann alla vega borinn fram án þess ég tæki eftir því, en þetta með að það væri “svolítið að gera” fékk heldur aðra merkingu en hann hafði í huga. Vandinn er nefni- lega sá að auðvitað er enginn vandi að ,finna stiórnmálamenn og embætris- menn, sem vilja svo innilega gjarnan segja frá þeim tillögum, sem þeir eru að vinna að - en ritstjórnin heftna sér bara enga sérstaka ástæðu til að koma þeim áleiðis til undrandi almennings. „Ah, þú ert á Norðurlandaráðs- þingi. Er nokkuð að gerast? Kemur þetta til með að hafa nokkra þýðingu? Er þetta eitthvað sem við eigum að framkvæma hér heima? Heyrðu, við höfum reyndar meira en nóg efni í hádegisfféttirnar. Hringdu inn á síð- degisfúnd fféttastjóranna og þá getum við séð hvort það verður kannski rými fyrir smá pistil ffá þér.” Nokkurn veg- inn í þessum stíl voru svör heima- manna á fféttastofúnni, þegar maður reyndi að “selja” hugmyndina um það góða við norræna samvinnu, sem er alþýðleg og byggð á sjálfboðastarfi og oft mjög jarðbundin. Gagnkvæmar heimsóknir norrænna skólabekkja eru dæmi um þetta. Allir geta haft á því skoðun og glaðst yfir þeim - ef maður er í þeim bekkjum, sem fára í ferð. En það ryður engar forsíður eða er kippt ffemst í útvarpsfféttirnar. Það er auðvitað óréttmætt að taka jafn umfangslítið dæmi og bekkja- ferðir, en þær eru þó alla vega áþreif- anlegar. Sama er hins vegar ekki hægt að segja um margar af þeim pólitísku yfirlýsingum, sem norrænu forsætis- ráðherrarnir eða aðrir ráðherrar sam- þykkja um háleit pólitísk markmið í ffamtíð Norðurlandanna. Ákvarðanaferlið frá hugmynd til samþykktar er langt í norrænni sam- vinnu, en smtt í samanburði við sam- vinnuna innan Evrópusambandsins. Langdregið ákvarðanaferli er alltaf vandamál gagnvart almenningi, því það verður Ieiðinlegt að lýsa efninu til lengdar og móttakendur missa smátt og smátt áhugann á því - „því þetta höfúm við heyrt um svo oft áður“. En í ESB-samvinnunni endar þetta þó venjulega með ákvörðun, sem fær bindandi lagaleg áhrif í aðildarlönd- unum og verður því áhugaverð. I samanburði við þetta ferli verða yfir- lýsingar um hitt og þetta í norrænni samvinnu heldur máttlausar. En það er vissulega notalegt að vera á Norðurlandaráðsþingum. Andrúms- loffið er gott, líklega vegna þess að öll- um líður vel í þessum félagsskap. Óhindraður aðgangur að leiðandi stjórnmálamönnum frá Norðurlönd- unum ætti að gera þingin að sannköll- uðu draumalandí fyrír þá blaða- og fréttamenn, sem hafa með Norður- löndin að gera. En það eru hins vegar venjulega blaða- og fféttamenn er star- fa við innlendar pólitískar fréttir, sem eru sendir á þingin og þeir hafa ekki sömu ánægjuna af því að hitta ráð- herra frá hinum Norðurlöndunum. Það má kannski segja að það sé innra skipulagsmái fféttastofá og ritstjórna. En það endar þó með því að verða vandi lesenda, áhorfenda og hlust- enda, því þannig missa þeir af betri umfjöllun sem fengist ef það væm þeir sem hefðu með Norðurlöndin að gera er færu á þingin. Og þegar svo nor- rænu þingmennirnir sitja heldur ekki í sömu þingnefndum í Norðurlanda- ráði og þeir gera heima fyrir slitnar samhengið full- komlega. Það er því að vona að nýjustu tillögur um endurskipu- lagningu starfsins í Norðurlanda- ráði bæti þar um. Jette Hvidtfckft var um árabU frcltaroiiur donslu rlkisútvarpsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.