Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 56
5*56 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Elsku Fjóla Ósk okk- . ar, aðeins örfá fátækleg kveðjuorð frá okkur. Þú varst búin að líða mikið, við vitum að núna líður þérvel. Við geymum í hjarta okkar minn- inguna um þig, minninguna um fal- lega brosið og síða hárið þitt. Ekki datt okkur í hug þegar við hittum þig í júlí, að það væri í síðasta sinn sem við ættum eftir að hitta þig, þú virtist kát og hress. Elsku Fjóla. Þú varst svo fjölhæf og ég man þegar við unnum saman í leimum hvað þú varst flink, ekki voru síðri þær teikningar, nælur og spenn- ur sem þú bjóst til. Þú varst hrókur alls fagnaðar og með þig í hópnum var oft hlegið dátt. Það var svo mikill lífskraftur í þér, þú hikaðir ekkert við hlutina. Það er margs að minnast sem ekki er hægt að koma á blað. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér, við geymum í hjarta okkar fallega minningu um þig. Við samhryggjumst bömum þínum sem þér þótti svo vænt um. Þau kveðja nú elskulega móður. Við biðjum góðan guð um að hugga og styrkja þau og aðra ástvini í þeirra stóru sorg. Hvfl í friði, elsku Fjóla okkar. Ég kem Drottinn Kristur á þinn fund Ég kem og veit mér helga náðarstund Elsku Fjóla okkar. Við ætlum að kveðja þig í fáum orðum. Þú varst alltaf svo yndisleg og góð við okkur öll. Þú varst stundum svolítið stríðin eins og þegar þú hringdir þá sagðistu alltaf vera Grýla. Þú varst alltaf svo lagin í höndunum og bjóst til svo marga fallega hluti sem við dáðumst öll að. Við munum geyma þig í hjarta okkar og við hugsum ávallt til þín. Við söknum þín. Andar köldu hin napra nótt, nálgast veturinn alltof fljótt, ógnarþrekiogþori. Sumarsins fjólur falla í dvala fyrirgustinumsvala, tilþessaðrísaaftur áöðruvori. (H.K.) Ama, Örn og Erlingur. Það er erfitt að setjast niður og ætla að fara að skrifa um þig minn- ingarorð Fjóla mín, erfitt að sætta sig við að þú skulir vera horfin sjón- um okkar, aldrei aftur að fá að njóta samvistanna við þig og sjá þig aftur. Þú hafðir það fallegasta hár sem ég hef séð á nokkurri mannveru, stund- um þurfti ég að snerta fléttuna til að sannfæra mig um að þetta væri raun- veruleiki. Fatnaður í bláum litum fór þér sérdeilis vel og blámi augna þinna varð ennþá sterkari fyrir bragðið, þau urðu svo sannarlega himinblá. Það er ekki í þínum anda að fara að Ijúka á þig neinu lofsorði, en af nægu er að taka. Þú varst höfðingi heim að sækja og þó að oft væri ekki mikið til í kotinu þá töfraðir þú alltaf fram góðgæti. Það lék bókstaflega allt í þínum flinku höndum, sköpunargleði þín átti sér engin takmörk, matargerð, hannyrðir hverskonar, sköpun hluta úr málmi, gleri og gipsi og teiknari varstu og býsna góður. Já, við eigum ýmislegt til minningar um þitt list- fengi. Þessa dagana eru fiðrildin að flýja kuldann og leita í híbýli manna. Eitt þeirra hefur verið að flögi'a fyrir framan mig á meðan ég er að skrifa þessi orð. Þetta er skemmti- lega táknrænt því fiðrildi voru Fjólu hugleikin, hún skapaði mörg fiðrildin stór og smá úr koparþynnum, afar sérstæð hönnun og falleg. Það er ekki erfitt að ímynda sér að Fjóla hefði getað haslað sér völl sem verðugur listamaður í hverju sem henni hefði dottið í hug, ef hún hefði kært sig um eða treyst sér til, en heilsuleysi hefur elt hana eins og skuggi til margra ára. Hún hefur háð mikla baráttu og alltaf héldum við í vonina að þetta myndi lagast og þú myndir fá batann aftur, elsku Fjólan okkar. Þú varst frekar dul, kvartaðir aldrei og barst ekki tflfinningar þínar á torg. Það er erfitt að horfa á eftir perlu sem Fjóla var, en við verðum að horfa fram á veginn og um leið og við kveðj- um góða og duglega konu sem reyndi eftir mætti að lifa lífinu sínu og láta hlutina ganga, þá getum við yljað okkur við minningamar. Bömum hennar, þeim Kristjáni og Önnu Töra, sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur sem og systr- um hennar Rós og Sóleyju og þeirra fjölskyldum. Elsku vinkona, hafðu þökk fyrir allt og allt og megi almættið vemda þig og blessa. Elín E. Steinþórsdóttir. Elsku Fjóla. Nú ertu farin í betri heim. I hugum okkar og hjörtum sitja eftir margar góðar minningar. Við munum eftir fallega heimilinu þínu í Sörlaskjólinu. Hugsunin um eldhúskrókinn þinn, yljar okkur um hjartarætur. Við sát- um þar oft með heitan drykk í hönd og spjölluðum um heima og geima. Þú varst svo örlát á eigin reynslu um móðurhlutverkið, ástina, vináttuna og flest það sem bar á góma. Núna þegar við sitjum hér og skrifum þessi orð, sjáum við þig svo skýrt fyrir okk- ur; síða ljósa hárið þitt, litadýrðin og útgeislunin. Það fór þér vel að búa við hafið með allri sinni dýpt. Umfram allt kynntumst við þér sem mömmu Önnu Töra. Við eram þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Elsku Anna okkar og Kristján, við vitum að ekkert getur komið í staðinn fyrir það sem þið hafið misst. Megi Guð varðveita ykkm- og styrkja í sorginni. Efþúferðáundan mér yfirísæffiveröld taktuþáámótimér meðþínsálarkeröld enefégferáundanþér yfirísælustraffið þá mun ég taka á móti þér Mangagefurkaffi (Þórbergur Þórðarson.) Með kveðju, Soffía og Helga. Elsku Fjóla Ósk! Nú þegar langri og erfiðri baráttu þinni, við óbærilegan sjúkdóm, er lokið langar mig að minnast þín í ör- fáum orðum. Þú varst sönn hetja, gullfalleg, bráðgreind og mjög vel menntuð kona. En við sem þekkjum andlega van- líðan vitum mætavel að slfldr sjúk- dómar fara ekki í manngreinarálit. Engir veraldlegir hlutir, góð fjöl- skylda eða yndisleg börn geta læknað slíka vanlíðan. Alltaf varstu jafn yndisleg og al- FJÓLA ÓSK BENDER Fjóla Ósk Bend- er kennari fædd- ist í Reykjavík 29. október 1950. Hún lést á heimili sínu 13. október síðastliðinn og fór útfor hennar fram frá Neskirkju 24. október. Égkemíauðmýkþtaká móti mér og gef mér herra sess við fæturþér. (Sálmur 198.) Anna Rósa Magn- úsdóttir, Alfa Malmquist. + Svava Péturs- dóttir fæddist á Hólmavík 12. októ- ber 1924. Hún lést á heimili sínu 28. sept- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hólmavík- urkirkju 7. október. Kæra Svava mín, það var erfitt að horfa á þig líða útaf í rúmi okkar, og ekkert geta að gert, það vóra dýpri og rneiri sárindi, en með orðum hérverðifrálýst. Við Svava hittumst fyrst er móðir mín fór að Hrófbergi sem vinnukona til Ragnheiðar Helgu Magnúsdóttur, þá húsmóðir þar. Kom ég með móður minni að Hrófbergi og var þar með henni til loka haustanna. Upp frá þeim tíma var eg á sumrin hjá ömmu minni og afa á Geirmundarstöðum í Hrófbergshreppi, en á vetram hjá móður minni sem búsett var á Hólma- vík. En um átta ára aldur minn bragðu amma og afi búskap á Geir- mundarstöðum, og byggðu sér nýbýli á Stakkanesi sem er norðanmegin á bökkum Staðaráróss, nær beint á móti Hrófbergi, sem þar reist var. Þar með urðu nánari kynni okkar Svövu, sem gleymdust ekki heldur færðumst við nær hvort öðra, það er um einn km í beinni línu yfir árósinn á milli bæjanna Hrófbergs og Stakka- ness. Kýr vóra á bæjum til húsnytja ^sem þurfti að sækja til mjalta, sem oftar kom í hlut okkar Svövu að sækja. Var því ekki hjá ’komist að smalar þeirra hittust öðru hvoru. Kynni okkar Svövu vóra á svipuðu róli í sveitinni fram til fermingar, er þá ég fluttist alfarið til Hólmavíkur. En nokkram áram síðar bar okkar fyrri kynni saman á ný á dansleik á Hólmavík, og upp frá því vora ákveð- in tímamót okkar til sambúðar, sem varð óslitin til dánar- dægurs í 55 ár. Gull- brúðkaup áttum við 12. október2000. Við Svava bjuggum fyrstu árin á Hólmavík, þar til vorið 1949 er þá við fluttum á æskuheim- ili hennar Hrófberg, þar sem við búið höfum saman síðan í rúmt 51 ár. Við eignuðumst 7 elskuleg, myndarleg og góð böm, en tvö þeirra (drengir) misstum við stuttu eftir fæðingu. Nokkuð fljótt í okkar sambúð fór að bera á hjá Svövu áhugi á ættfræði sem hún hafði drakkið með móðurmjólkinni. Móðir hennar, Jónfríður Þórðardóttir, var mikil fróðleiks- og ættarsagnarsjóður sem Svava tók vel eftir og stimplaðist inn í hennar huga sem móðir hennar sagði, sem kom að góðum notum til endur- minningar og frásagnar þegar á þurfti að halda, því oft bar gest að garði um dagana og þá var alltaf eitt- hvað nýtt og meira til frásagnar með- al þeirra gesta sem komu að Hróf- bergi. Það verður ekki reynt að giska á um tölu þeirra sem inn komu í bú- skapartíð hennar og þáðu góðgerðir, ásamt ýmsum fróðleik ættar, eða ann- arskonar spumum, sem til hennar var leitað, ekkert var sjálfsagðara en að leysa úr fyrirspumum flestra sem til hennar leituðu, sem vóra vítt og breitt af landsbyggðinni, meðal annars ýms- ar stofnanir sem og einstaklingar. Flestir sem til hennar leituðu fengu einhvem fróðleik og svör við sinni leitan spuminga. Öllum bréfum og símtölum var svarað annaðhvort beint í viðtali eða bréflega. Svava var heimili sínu og fjölskyldu trú og trygg móðir sem best getur verið. Hún var mjög trúuð kona og mælti aldrei styggðaryrði til nokkurs manns, þegar farið var út frá heimili hennar bað hún fyrir flestum um leið og kvatt var, um að fara gætilega og Guð veri með þér eða ykkur. Svava var heimakær manneskja, með af- brigðum, ef kom til tals að skreppa eitthvað út af heimilinu sér til afþrey- ingar þá þurfti helst að fara ekki lengra en svo að komið væri heim samdægurs, en ofast var sá háttur á hafður, þó ég held með fjóram undan- tekningum er við skruppum saman til Egilsstaða til að heimsækja son okk- ar, tengdadóttur og böm þeirra, sem varð oftast viku tími. Þegar leið á seinnihluta vikunnar var farið að ásjást og heyra að tími væri kominn til heimferðar. Já, Svava mín, heima er ætíð best að vera, sem og þú sýndir þinni hjart- kæra sveit Staðardalnum og þar þínu heimili Hrófberginu sem flestum var ljóst, að þú vildir helst hvergi annars- staðar vera. Þá var það einnig þín ósk, að þegar þú kölluð værir héðan yfir móðuna miklu, að það yrði á heimili þínu sem þér veitt var. Mín kæra vina, eg vona og veit að góður Guð hefur tekið þig í sinn faðm, sem og okkar ættingjarogvinir. Svava mín, eg þakka þér alla okkar samleið og allar elskulegar samvera- stunda frá okkar fyrstu kynnum, það er erfitt að finna þau orð sem þér ber að þakka sem skyldi. Elsku Svava mín, Guð varðveiti þig alla tíma. Blessuð sé minning þín, kæra vina. Þinn eigin, Halldúr S. Halldúrsson, Hrúfbergi. Við fráfall ömmu minnar, Svövu Pétursdóttur, hafa rifjast upp margar góðar og ljúfar minningar. Eg minn- ist afmælisins í fyrra þegar við fjöl- skyldan og góðir vinir komum saman að Hrófbergi og fognuðum 75 ára af- mælinu. Þá var mikið sungið, leikið á hljóðfæri og kveðið. Ekki granaði mig þá að þetta væri í síðasta sinn sem við héldum öll saman uppá afinæli ömmu. En svona er nú lífið. Heilsa ömmu hrakaði og ég var ekki nógu fljót að átta mig á að nú yrði hver stund með henni dýrmætari en aðrar. Það era mikil forréttindi að hafa verið fyrsta bamabamið. Þótt svo að amma hefði nýlega sagt mér að hún hefði verið svolítið feimin við þetta nýja hlutverk sitt í fyrstu. Eg verð að segja að amma stóð sig svo sannarlega vel í þessu hlutverki. Hún elskaði okk- ur bamabömin og vildi okkur ætíð vel. Hún hafði mikinn áhuga á því hvað við aðhöfðumst hveiju sinni og gátum við alltaf til hennar leitað með hvaðeina það sem við héldum að hún hefði svör við. Síðustu vikunar hafa margar minningar komið upp í huga minn um þær góðu stundir sem við áttum sam- an. Bæði þær sem ég man og aðrar er amma oft sagði mér frá. T.d. þegar ég kom hoppandi af gleði í göngugrind- inni þegar afi kom úr húsunum eða minningin þegar páskaeggið mitt bráðnaði í morgunsólinni og amma var í öngum sínum yfir að eggið var orðið að súkkulaðibráð. Amma var trúuð kona enda af prestum komin. Hún unni kirkjunni sinni, Staðarkirkju í Steingrímsfirði, sem afi hennar hafði þjónað. Hún kenndi mér að fara með bænimar mínar og á hveiju kvöldi sem ég var í sveitinni, fóram við saman með Faðir vorið, vers og að lokum signdi hún mig. Hún vonaðist ætíð til þess að eitthvert bamabamanna skyldi læra til prests. Þegar ég sagði henni að ég væri búin að skrá mig í Háskólann kom ekkert annað til greina hjá henni en að ég hefði skráð mig í guðfræði. En ég fór í upplýsingafræði og var það kannski að einhverjum hluta til að koma skipulagi allar þær upplýsingar sem streymdu frá ömmu, í orði sem og á blaði. En tíminn hefur flogið burt og nú ætla ég að reyna að hjálpa afa að koma skipulagi á öll skrifin, hvort sem það hafa verið ljóð, ættrakning eða sögur frá liðnum tímum. Amma var mjög fróð kona. Hún kunni margar sögur frá liðnum tíma og var gangandi ættfræðibók sem hægt var að fletta uppí þegar á þurfti að halda. Amma var ótrúlega minnug á afmælisdaga lifandi sem liðinna. Hún gat rakið ættir flestra sem komu að Hrófbergi. Stundum hringdi ég í ömmu og bað hana um að rekja sam- an fyrir mig ættir einstaklinga og var SVAVA PÉTURSDÓTTIR úðleg í framkomu við mig þegar við hittumst á fömum vegi. I u.þ.b. tíu ár bjuggum við í sama húsi, vestur í Sörlaskjóli. Þá vora veikindi þín ekki orðin jafn alvai'leg og síðustu tvö til þrjú árin. Þú áttir sem betur fer góða tíma af og til, og þá tíma nýttir þú á skynsamlegan hátt. Þá stundaðir þú kennslu og lagðist í ferðalög. Ég dáðist að þér hvað þú varst dugleg að ferðast og gaman var að heyra hjá þér ferðasögurnar. Þú gekkst í öll verk hvort sem um var að ræða garðvinnu, málningar- vinnu eða viðhald á bílnum þínum. En andlega sjúkdóma getur eng- inn skilið nema sá sem er veikur, það voram við sammála um. Þó árið 2000 sé langt komið ríkja mjög miklir fordómar í garð þeirra sem þjást af slíkum veikindum. Ég virði ákvörðun þína og skil hana reyndar mjög vel. Þú varst búin að þjást nógu lengi og ekkert gat réttlætt meiri vanlíðan. Ég hef augu mín til fjallanna. Hvaðan kemur mér þjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Sálm. 121.1-2. Ég vil votta börnunum, þeim Kidda og Önnu Töra, systram þínum og öðrum ættingjum mína innileg- ustu samúð. Ég veit að Fjóla elskaði ykkur öll og var mjög stolt af börnunum sinum. Að lokum vona ég að þú hafir fund- ið friðinn í sálu þinni og eigir auð- veldara líf framundan. Algóður Guð varðveiti sálu þína og umvefji þig kærleika sínum, elsku Fjóla mín. Guðminn, égbið, gættumínvel, gefðumérblessunþína. Breyskurþóttsé, fúségþérfel, framtíðogverumína. (Lilja S. Kristjánsdóttir.) Hvíldu í friði. Nanna Björk Filippusdóttir. iðulega komið þéttskrifað bréf í pósti innan viku með ættrakningu og öðra er tengdist þessum einstaklingum. Það er svo skrýtið að ég var, daginn sem amma kvaddi þennan heim, að tala við yfirmann minn um að það þyrfti nú að fara að búa til lítinn minn- iskubb sem væri settur í heilabúið okkar og myndi taka afrit fyrir kom- andi kynslóðir. Það var ætíð mikið um tónlist hjá ömmu og afa á Hrófbergi. Amma spil- aði á harmoniku, orgel og samdi lög. Mér er það minnisstætt í sumar þeg- ar amma var í heimsókn hjá Hreini frænda á Egilsstöðum og raulaði fyrir hann lag sem hún hafði þá nýlega samið. Mikið var það fallegt. Ég skil samt ekki í dag hvemig amma gat lokað eyrunum þegar ég, með mína þumalputta, var að glamra á orgelið eða blása í munnhörpumar. Hún hef- ur kannski haldið að þetta myndi allt saman koma með tímanum. Amma kom okkur bamabömunum á óvart með því að finnast gaman að hljóm- sveitinni Súkkat. Já, hún amma var alveg ótrúleg. Við amma áttum ýmislegt sameig- inlegt. Okkur fannst ís vera það besta sem við fengum. Ég fékk oft, þegar amma og afi vora með kýr, að eiga ijómann ef ekki þurfti að nota hann til heimilisins. Hann var þá iðulega þeyttur, blandaður með nokkram dropum af vanillu, settur í spariboll- ana, stráð yfir hann kökuskrauti og í frystinn. Settumst við síðan saman niður þegar allir vora búnir að drekka miðdegiskaffið og borðuðum ís. Þetta vora helgar stundir hjá okkur ömmu og munu seint gleymast. Uppáhalds- litur okkar var einnig rauður. Ég man hve hún var hrifin af rauða treflinum sem mamma sendi henni í vetur þeg- ar hún var á sjúkrahúsinu. Hann kom svo sannarlega í staðinn fyrir vara- og kinnalitinna sem hinar konumar á stofunni vora að punta sig með. Amma þurfti ekkert snyrtidót til að puntasigmeð. Amma átti gott með að semja Ijóð. Ætíð fylgdu ljóð til mín í jólakortun- um. Hún skrifaði einnig Ijóð til okkar bamabarnanna í litla stflabók. Hún samdi einnig ljóð til sveitar sinnar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.