Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kirkju- og
kaffisölu-
dagur
HÚNVETNINGAFÉLAGIÐ í
Reykjavík verður með sinn árlega
kirkju- og kaffisöludag sunnudaginn
5. nóvember.
Kl. 14 verður messa í Kópavogs-
kirkju og taka leikmenn virkan þátt í
athöfninni.
Kl. 14.30-16.30 verður kaffsala í
Húnabúð, Skeifunni 11. Þar mun
kaffinefnd félagsins sjá um kaffisölu
sem kostar 800 kr. fyrir fullorðna og
300 kr. fyrir börn. Einnig verður
kynnt stuðningsátakið Gæðahand-
verk í Húnaþingi.
-----♦-+-♦----
Basar Hús-
mæðrafélags
Reykjavíkur
HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavík-
ur heldur sinn árlega basar sunnu-
daginn 5. nóvember að Hallveigar-
stöðum við Túngötu og hefst hann
kl. 14.
Að venju verður mikið úrval af
allskonar handavinnu, s.s. sokkum,
vettlingum, peysum og húfum,
jólasvuntum, jóladúkum, jóla-
skrauti og jólaföndri. Einnig alls-
konar prjónuð dýr, hekluð teppi,
púðar o.fl. Þá verða einnig lukku-
pakkar og lukkupokar á lágu verði
sem inniihalda allskonar glaðning
fyrir börnin.
Allur ágóði af sölu basaranna
rennur til líknarmála.
--------------
Keilisganga
jeppadeildar
Utivistar
JEPPADEILD Útivistar starfar af
miklum krafti og enn eru eftir tvær
ferðir af dagskrá ársins, en síðasta
dagsferð jeppadeildar verður sunnu-
daginn 5. nóvember en þá er ætlunin
að fara í göngu á Keili.
A sunnudaginn er brottför frá Sel-
eet, Vesturlandsvegi, kl. 10 og verð-
ur ekið þaðan suður á Reykja-
nesbraut inn á Höskuldarvelli, þaðan
sem gengið verður á fjallið sem er
fæstum ofviða. Það er ekki ýkja hátt,
aðeins 378 m y.s., en af því er feikna
gott útsýni yfir Reykjanesskagann
og víðar. Áætlað er að gangan taki
3-4 klst. Verð á bíl er 800 kr. fyrir
Útivistarfélaga, en 1.000 kr. fyrir
aðra.
Síðasta helgarferð jeppadeildar er
aðventuferð í Bása 2.-3. desember
og þarf að skrá sig í þá ferð.
-----»-H------
Jólabasar
Kvenfélags
Fríkirkj unnar
HINN árlegi jólabasar og hluta-
velta Kvenfélags Fríkirkjunnar í
Reykjavík verður haldin í dag,
laugardaginn 4. nóvember, kl. 14 á
Laufásvegi 14.
Margir góðir munir verða til
sölu á basarnum og einnig eru
veglegir vinningar á hlutveltunni,
segir í fréttatilkynningu.
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 69*
Þegar þú verslar á íslandi er alltaf hægt að skila vöru sem reynist gölluð. Það er
óneitanlega erfiðara ef gjöfin er keypt á ferðalagi í útlöndum. Vöruverðið hér heima
er líka fyllilega samkeppnishæft við það sem gerist erlendis. Verslaðu á íslandi.
njóttu öruggrar neytendaverndar og efldu um leið íslenskt efnahagslíf.
Njóttu ferðarinnar - verslaðu af skynsemi
i
i 4
Fasteignir á Netinu
Einróma lofl
„Besta íslenska spennusagan á seinni árum. Spennandi og skemmtileg . .
Loksins trúverdug íslensk sakamálasaga.“ ***
Kolbrún Bergþórsdóttir, Stöð 2 dwÉ
Ný spennusaga eftir Arnald Indriðason
VAKA HELCAFELL