Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjallað um tvítyngi á málræktarþingi sem haldið var í gær
1.600 tvítyngd börn
þurfa aðstoð við nám
Morgunblaðið/Sverrir
Þátttakendur í málræktarþingi fylgjast með framsöguerindum.
UM 1.600 börn, hið minnsta,
þurfa aðstoð til að stunda nám í
fslenskum grunnskólum. Kom
þetta fram í erindi Ingibjargar
Hafstað, kennsluráðgjafa hjá
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, á
málræktarþingi í gær, en þar var
sérstaklega fjallað um tvítyngi.
Sagði Ingibjörg að um 7% nem-
enda 9. og 10. bekkjar grunn-
skóla töluðu annað mál en ís-
lcnsku heima hjá sér og að
minnsta kosti 25 þúsund íbúar
landsins hefðu ekki íslensku að
móðurmáli.
Tvítyngi er auðlind
Birna Arnbjörnsdóttir frá Há-
skóla íslands sagði að tvítyngi
væri auðlind og útskýrði hugtak-
ið. Sagði að þegar barn lærði tvö
tungumál samtímis fyrir 11 til 12
ára aldur yrðu bæði málin móð-
urmál ef þau væru notuð reglu-
lega og nægilegt innlegg fengist
úr málumhverfinu. Þetta væri
málviðbót eða virkt tvítyngi. Þeg-
ar máltaka annars máls hæfist á
eftir hinu og nýja málið kæmi í
stað móðurmáls væri talað um
málskipti. Þau hefðu neikvæö
áhrif á málþroska og framvindu í
lestri sem leitt gæti til erfiðleika í
námi. Ingibjörg Hafstað sagði að
þörf væri á stórauknum mann-
afla í ráðgjöf, skipulag og til að
halda utan um þessi mál. Auka
þyrft.i innlendar rannsóknir á
stöðu tvítyngdra barna, setja upp
miðlæga miðstöð í móðurmáls-
kennslu sem þjónaði öllu landinu
og alþjóðahús. Hún lagði meðal
annars til að strax yrði gert átak
til þess að mcnnta kennara og
meira fé lagt í að kenna íslensku
sem annað tungumál.
Vísað á bug að Island standi í vegi
fyrir varnarsamstarfí ESB og NATO
Ahersla á sam-
stöðu í NATO
GUNNAR Pálsson, sendiherra hjá
fastanefnd fslands hjá Atlantshafs-
bandalaginu, segir að ísland hafi á
fundi Evrópusambandsins og NATO í
fyrradag um samstarf í öryggis- og
vamarmálum lagt áherslu á að haga
verði samstarfinu með þeim hætti að
samstaða NATO verði ekki rofin.
í fréttaskeyti frá Reuters er haft
eftir háttsettum starfsmanni Evrópu-
sambandsins eftir fundinn að eitt eða
tvö ríki standi í veginum fyrir að það
takist að Ijúka málinu íyrir næsta
fund aðila sem verðm' í Niee í Frakk-
landi. Bætt er við að átt sé við ísland
og Tyrkland.
Fleygur verði ekki rekinn milli
ríkja innan og utan ESB
„Eg tel að þarna sé réttu máli hall-
að og afstöðu í slands lýst á ónákvæm-
an hátt,“ sagði Gunnar. „fsland hefur
ekki staðið í vegi fyrir vinnu af neinu
tagi til undmbúnings skilvirkum sam-
skiptum Atlantshafsbandalagsins og
ESB í öryggis- og varnarmálum.
Þvert á móti vil ég leggja áherslu á að
ísland hefur lýst yfir fullum stuðningi
við áform ESB um að axla aukna
ábyrgð á þessu sviði. Eg vil nefna til
marks um það að íslensk stjórnvöld
hafa uppi áform um að leggja fram til-
lögur um að leggja af mörkum til
áætlana ESB um friðai'aðgerðir í
framtíðinni.
Það sem ísland hefur lagt áherslu á
er að það verði staðið að frumkvæði
ESB með þeim hætti að Atlantshafs-
bandalagið standi sterkara að vígi
fyrir vikið og að samstaða aðildaníkj-
anna 19 innan þess verði ekki rofin.
Að okkar mati hefrn' það í för með sér
að það þarf að tryggja viðunandi rétt
evrópsku bandalagsríkjanna sex sem
ekki eru í ESB til þátttöku í þessu
frumkvæði. Það er ekki hlutur sem
við íslendingar erum út af fyrir sig að
uppgötva eða gera kröfu um. Þetta
endurspeglast í yfirlýsingu leiðtoga-
fundar Atlantshafsbandalagsins frá í
apríl í fyrra þar sem segir að aðgang-
ur ESB að liðsafnaði og búnaði
NATO verði að byggjast á viðunandi
lausn á þátttökumálinu. Við leggjum
því áherslu á að ríkin sex geti tekið
þátt í samráði ESB-ríkjanna um þessi
mál því að annars er hætta á því að
það verði rekinn fleygur í raðir Atl-
antshafsbandalagsins; annars vegar
ESB-ríkjanria ellefu og hins vegar
ríkjanna sex sem standa utan þess.
Við viljum forðast þetta og leggjum
höfuðáherslu á að eining NATO verði
ekki rofin,“ sagði Gunnar.
Fréttastofa Stöðvar 2
Einars Arnar Birgissonar leitað í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í gær
Karl
Garðarsson
fréttastjóri
KARL Garðarsson hefur verið ráðinn
fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Jafnframt hefur Sigmundur Ernir
Rúnarsson verið rúðinn ritstjóri
frétta- og dægurmálaþjónustu á
fréttastofunni. Karl og Sigmundur
Emh' voru varafréttastjórar og hafa
stýrt störfum fréttastofunnar frá því
að Páll Magnússon lét af störfum.
Breytingar eru gerðar á stjórn og
skipulagi fréttastofunnar vegna auk-
ins umfangs í rekstri hennar, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu ís-
lenska útvarpsfélagsins. Kemur fi'am
að fréttastjóri er yfirmaður fréttastof-
unnar og ber ritstjómarlega ábyrgð
ásamt því að hafa umsjón með rekstri
og starfsmannahaldi. Starf ritstjóra
frétta- og dægurmálaþjónustu felur
meðal annars í sér umsjón með dag-
legri fréttavinnslu ásamt því að sinna
þróunar- og útlitsvinnu á frétta- og
dægurmúlaumfjöllun fréttastofunnar.
Sigmundur verður auk þess aðalkynn-
ir fréttaþátta fréttastofunnar.
. Lrfshíaup
uppreisnarmanns
MORGUNBLAÐINU í dag
fylgir blað þar sem kynnt er út-
gáfa dótturfyrirtækja Genea-
logia Islandorum Hf. - gen.is:
JPV forlags, Sögusteins og Is-
lenska myndasafnsins.
Yíðtæk leit aðstandenda
og björgunarsveitarmanna
Morgunblaðið/Sverrir
Hátt í 200 nianns söfnuðust sainan í gærmorgun og hófu leit að Einari
Erni Birgissyni sem saknað hefur verið frá því á miðvikudag.
HÁTT í 200 manns
söfnuðust saman í
Vatnagörðum 10 í
Reykjavík í gærmorg-
un til að halda áfram
leit að Einari Erni
Birgissyni sem sakn-
að hefur verið frá því
á miðvikudag. Áð-
standendur Einars
Arnar höfðu skipulagt
umfangsmikla leit á
Reykjanesinu, Blá-
fjallasvæðinu og við
Esjuna í samvinnu við
leitar- og björgunar-
menn frá Slysavarna-
félaginu Landsbjörg
og að sögn Hjalta
Ástbjartssonar, sem
sér um skipulagningu leitarinnar
fyrir hönd aðstandenda, þótti leit á
Reykjanesi, í Bláfjöllum og við
Esjuna rökrétt framhald af því
sem búið var að gera.
„Það er búið að leita í Öskjuhlíð
og á flugvallarsvæðinu og á öðrum
stöðum innan borgarmarkanna. í
gær var einnig leitað í Heiðmörk
og annars staðar í nágrenni
Reykjavíkur," sagði Hjalti og
sagði hann að leitað yrði mjög ít-
arlega á þeim svæðum sem farið
yrði um. Á Reykjanesi yrði gengið
meðfram öllum slóðum og vegum,
með Reykjanesvegi, Krísuvíkur-
vegi og Vatnsleysuströnd út að
Grindavík og Reykjanestá. Leitað
yrði meðfram leiðinni upp í Blá-
fjöll, á Sandskeiði og upp undir
Esjuna.
Svæði innan höfuðborgar-
innar einnig könnuð betur
Hjalti sagði að þessir staðir
hefðu verið hólfaðir niður í svæði
sem tæki um þrjár til fjórar
klukkustundir að kanna fótgang-
andi og að leitarfólki hefði verið
skipt niður í tveggja til þriggja
manna hópa sem hver um sig tæki
eitt slíkt svæði. Hann
sagði að leitarhóparn-
ir myndu einnig reyna
að kanna svæði innan
höfuðborgarinnar enn
nánar fyrir myrkur.
Hjalti sagði að þeg-
ar þessum áfanga leit-
arinnar væri lokið
yrði staðan metin og
ákvörðun um fram-
haldið tekin. Hann
sagði að þar sem eng-
ar öruggar vísbend-
ingar væru fyrir
hendi væri reynt að
kanna allar þær
ábendingar og hugboð
sem fólk kæmi með til
þeirra og að það yrði
gert við áframhaldandi leit.
Ekkert gefur til kynna
í hvaða átt málið stefnir
Að sögn aðstandenda Einars
Arnar sást síðast til hans á mið-
vikudagsmorgun. Sambýliskona
hans fór að heiman klukkan tíu
og fór hann sjálfur líklega að
heiman skömmu síðar. Klukkan
rúmlega ellefu hringdi hann í
verslunarstjóra verslunarinnar
GAP á Laugavegi, sem hann hafði
nýverið opnað ásamt félaga sín-
um. Hann sagðist vera á leið á
fund með meðeiganda sínum og
að hann kæmi í verslunina að
fundinum loknum. Hann kom hins
vegar ekki á fund meðeiganda
síns og hefur ekki spurst til hans
síðan. Segjast aðstandendur hans
standa ráðþrota frammi fyrir
hvarfi hans.
Víðir Reynisson, sem sér um
skipulagningu leitar fyrir hönd
svæðisstjórnar Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar, sagði að
óvenjulitlar upplýsingar og vís-
bendingar væru fyrir hendi í máli
þessu og að ekkert gæfi til kynna
í hvaða átt málið stefndi. Oft þeg-
ar liði á vinnu við mál af þessu
tagi kæmi ýmislegt í ljós sem
leiddi menn áfram, en að sú virt-
ist ekki raunin í þessu tilfelli.
Hann sagði að sérhæfðir leitar-
hópar frá Slysavarnafélaginu
Landsbjörg hefðu leitað ásamt
sporhundum víða á höfuðborgar-
svæðinu, en án árangurs.
Fólk kanni nánasta umhverfi
sitt og komi öllum hugsanleg-
um vísbendingum til lögreglu
Bifreið Einars Arnar fannst við
Hótel Loftleiðir um hádegi á
fimmtudag en sporhundum tókst
ekki að rekja slóð hans frá bif-
reiðinni.
Víðir sagði að unnið væri náið
með lögreglunni í Kópavogi og að
henni hefðu borist fjölmargar
ábendingar, sem allar væru kann-
aðar, en engin þeirra hefði leitt
neitt haldbært í ljós. í gærmorgun
var leitað á Vatnsleysuströnd því
lögreglu hafði borist ábending um
að þar hefði sést til bifreiðar sem
svipaði til bifreiðar hans, en sú leit
var án árangurs.
Leitarmenn vilja beina því til
fólks sem á sumarbústaði og hús í
nágrenni Reykjavíkur að kanna
hvort sjáist einhver merki um um-
gang í kringum þau. Eins er fólk á
höfuðborgarsvæðinu beðið um að
kanna nánasta umhverfi sitt og að
koma öllum þeim upplýsingum
sem gætu hugsanlega leitt til
lausnar til lögreglunnar í Kópa-
vogi.
Einar Örn Birgisson.
Myndin var tekin í
liðinni viku.