Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
S
Háskólaútgáfan hefur gefíð út bókina Island á nýrri öld. Ritstjóri er Gunnar G. Schram, en í bókinni
lýsa 22 þjóðkunnir menn framtíðarsýn sinni í stuttum greinum. Hér birtast brot úr 13 greinanna.
ÍSLAND Á
NÝRRIÖLD
„NÝ ÖLD er gengin í garð. Henni
fylgir nú sem fyrr eftirvænting og
óvissa en þó umfram allt eðlislæg
forvitni sem býr í brjóstum okkar
allra; Hvernig skyldi takast til,
hvemig verður þessi nýja öld, upp-
haf árþúsundsins, fyrir mig og þig,
vini okkar og vandamenn og þjóðina
alla?“ segir Gunnars G. Schram í for-
mála að bókinni.
Hann heldur áfram: „Á þessari
stundu getur auðvitað enginn svarað
þessum spurningum til nokkurrar
hlítar. Það er eðli framtíðarinnar að
hún er hulin móðu, óvissu og dulúð
en eitt er víst: hún mun koma okkur
meira á óvart en nokkum órar fyrir
þegar við nú horfum fram á veginn
við aldaskil.
A þeim einstæðu tímamótum þeg-
ar nýtt árþúsund gengur í garð ligg-
ur það í hlutarins eðli að við, eins og
svo margar aðrar þjóðir, lítum um
öxl og tökum sólarhæðina, ef svo
mætti að orði komast. Hvað höfum
við gert rangt í fortíðinni og hvað
rétt, en umfram allt hver á stefna
okkar sem þjóðar að vera á næstu
öld? Hvað getum við þá gert betur en
forfeður okkar. Og hvemig eigum
við að læra af þeim mistökum sem að
baki liggja?
Þetta eru einfaldar en jafnframt
erfiðar spurningar sem spanna allt
litróf íslensks mannlífs. Þær em
ástæða til þess að ákveðið var að
gefa út bókina um ísland á nýrri
öld.“
Horft fram
á veginn
„Þegar ég sá dagskrá þjóðhátíðar-
ársins, sem birt var um áramótin,
þótt mér þar alveg vanta bók af
þessu tagi,“ sagði Gunnar. „Það var
góðra gjalda vert og sjálfsagt að
minnast þúsund ára afmælis kristni-
tökunnar og Vínlandsfundar en mér
fannst ekki síður mikilvægt að menn
horfðu fram á veginn á þessum tíma-
mótum og reyndu að gera sér grein
fyrir hvert íslenska þjóðin ætti að
stefna á vegferð sinni inn í framtíð-
ina.
Þessu erindi mínu var tekið af höf-
undunum og ég held að hér sé komin
út merkileg ferðasaga okkar inn í
næstu öld,“ sagði Gunnar.
Þess má geta að Nýsköpunarsjóð-
ur atvinnulífsins styrkti útgáfu bók-
arinnar.
Karl
Sigurbjörnsson
Upplýsinga-
þjóðfélagið, með
netvæðingu
sinni hefur þeg-
ar rofið flesta þá
múra sem áður
voru ókleifir og
hefðbundna far-
vegi samskipta.
Við blasir menn-
ing og þjóðfélag
hinna takmarka-
lausu möguleika,
og hin hrausta, nýja veröld hátækn-
innar. En hvaða siðgildi munu ráða
för, hvaða viðmiðanir munu marka
leiðirnar um völundarhús hins nýja
heims?
Því meir sem vald fjölþjóðamenn-
ingarinnar verður í heiminum, því
meir sem vald tæknihyggjunnar og
fjármagnsins verður yfir fólki þeim
mun dýpra verður hungur andans,
þeim mun sárari vitund þess hve
þungir fjötramir eru sem þetta legg-
ur á sálina, manneskjuna og lífríkið.
Innst í völundarhúsi menningarinn-
ar er það í trúnni sem sál manns
finnur enn og aftur traustan grund-
völl og innra frelsi. Einstaklingurinn
mun alltaf finna sér athvarf í hinu
heilaga og leita þar skjóls og leið-
sagnar. Og ef hann finnur það ekki í
trúariðkun þá leitar hann þess í hug-
myndafræði og leiðsögn hins sterka
manns, öfluga leiðtoga. Það kennir
tuttugasta öldin okkur.
Erindi kristinnar kirkju verður
enn hið sama á 21. öldinni og þeim
sem á undan fóru. Henni ber að
flytja það erindi hverri nýrri kyn-
slóð. Ljóst er að henni er í þeim efn-
um meiri vandi á höndum en nokkru
sinni. Kirkjunni er ætlað að vera
samfélag trúar, samfélag þar sem
trú er miðlað, náð, kærleika og von.
Steinunn
Sigurðardóttir
Nýríkir Is-
lendingar þurfa
að ákveða, og
ákveða í samein-
ingu, hvernig
þeir verja fé og
auðlindum sem
þeir ráða yfir, á
landi og sjó. Það
er eitt stærsta
verkefnið sem
við blasir, og
framtíðin í land-
inu veltur mjög á því hvemig þar
tekst til. Hvort hagsmunir fjöldans
fá að ráða, ekki hagsmunir fárra út-
valdra. Hvort hagsmunir landsins
sem heildar fá að vera í fyrrirúmi, í
staðinn fyrir hagsmuni einstakra
landshluta, nema að svo miklu leyti
sem þeir fara saman við hagsmuni
alls landsins.
Það er líka höfuðnauðsyn þegar
horft er til framtíðar að kortleggja
landið með nýju hugarfari, í takt við
nýja tíma, að skilgreina auðlindir
upp á nýtt, að taka með í reikning að
landið sjálft og einstök náttúra þess
sé einhver dýrmætasta og varanleg-
asta auðlindin í sjálfu sér, ef rétt er á
haldið.
Hér má benda á það að ekki aðeins
Islendingar hafa stóraukið ferðalög
sín í landinu. Erlendir ferðamenn
þyrpast til landsins í æ ríkari mæli til
þess að njóta útivistar. Það eru ein-
kennileg forréttindi að vera íslend-
ingur, líka vegna þess að eyjan okkar
er draumaeyja í hugum margra út-
lendinga. Þegar íslendingur á er-
lendri gmnd gefur upp þjóðemi sitt
em miklar líkur til að viðmælandinn
segi: Island, þangað hefur mig alltaf
langað.
Þeir sem líta svo á að enn sé sjálf-
sagt að breyta í stóram stíl landslagi
vatnafari og vistkerfi Islands átta sig
ekki á því hver dýrgripur landið er,
hver auðlind það er í sjálfu sér. Þeir
horfa einnig fram hjá því að landið
sjálft, ásýnd þess og náttúmfar er
svo samofið íbúunum og tilvera
þeirra, að mynd þess er hluti af
sjálfsmynd fólksins og sál. Þeir
gleyma því líka að landið er ekki í
einkaeign, það er sameign alls
heimsins, og heimurinn lætur sig
nokkru varða hvað gert er við það.
Réttast væri þó að segja að enginn
ætti landið. Það á sig í rauninni
sjálft. En landið getur ekki varið sig.
Þannig má líkja því við barn sem er
að einu og öllu leyti upp á foreldrana
komið, þótt það eigi sig sjálft.
Fom speki frá Kasmír segir að við
höfum ekki erft jörðina frá forfeðr-
unum, heldur höfum við hana að láni
frá börnum okkar. Island mun
standa þegar við sem nú lifum höfum
yfirgefið það.
Einnig í þeim skilningi er það ekki
okkar heldur allra þeirra sem eiga
eftir að búa þar um langa eða stutta
framtíð.
íslendingar hafa aðeins eitt land
til ráðstöfunar, eina eyju. Þeim ein-
földu sannindum megum við aldrei
missa sjónar á. Önnur heimkynni en
Island mun þessi þjóð ekki eignast.
Það opnast ekkert nýtt land þegar
þessu sleppir. Og meðferðin á því er
mesta alvöramál sem íslendingar
standa nú frammi fyrir.
Lýðræðið, landið og börnin eru
þau lykilorð sem ég vildi óska að ís-
lendingar færu best með og notuðu
til að opna dyrnar að betri framtíð.
Orðið stóra, FRAMTÍÐIN, verður í
höndum barnanna okkar. Og framtíð
þeirra er í höndum okkar.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Við eigum að
leggja áherslu á
að varðveita
grænt bakland
höfuðborgar-
svæðisins og
óspillta náttúra,
stuðla að falleg-
um, hreinum og
vel starfhæfum
íbúðarsvæðum
fyrir alla tekju-
hópa, fullnægja
kröfum atvinnulífsins til hagkvæmr-
ar þróunar, hamla gegn hljóð- og
loftmengun, auka hlut almennings-
samgangna og tryggja fullnægjandi
framboð á menntun, menningu, af-
þreyingu og margvíslegri þjónustu
sem allir eigi aðgang að óháð stétt og
félagslegri stöðu. Efnahagslegur
stöðugleiki og góðæri þjónar tak-
mörkuðum tilgangi ef það hjálpar
okkur ekki að vinna gegn félagslegri,
tilfinningalegri og menningarlegri
fátækt. Það er lítið varið í að ramba
um ríkur í félagslegri eyðimörk.
Bakland höfuðborgarsvæðisins er
landið allt og það er ómetanlegt fyrir
höfuðborgina að eiga greiðan aðgang
að matvælaframleiðslu landsbyggð-
arinnar og stórfenglegri náttúra
landsins til útivistar, endurnæringar
og menningarlegrar sköpunar. Höf-
uðborgin verður fyrir sitt leyti að
leggja metnað sinn í að þjóna lands-
mönnum öllum þannig að fólk standi
síður andspænis þvinguðu vali milli
þess að búa í Reykjavík eða úti á
landi.
Jón Baldvin
Hannibalsson
Seinasti ára-
tugur er mesta
hagsældarskeið
íslandssögunn-
ar. Umskiptin
urðu á áranum
1989 til 1995. Á
þeim árum tókst
að uppræta
verðbólguna sem
lífsstíl á íslandi
og jarðtengja ís-
lenskt efnahags-
líf við umheim-
inn með EES-samningnum, sem
heldur uppi stöðugum ytri aga á
stjórnvaldsákvarðanir. Stærsta
spurningin á innlendum vettvangi
við aldamót er hvemig skapa megi
sátt um framkvæmd þeirrar réttlæt-
iskröfu, að þjóðin öðlist sanngjama
hlutdeild í afrakstri auðlinda sinna,
sem ríkisvaldið hefur tekið að sér að
skammta aðgang að, í nafni vísinda-
legrar vemdunar fiskistofna. Með
því að skammta aðganginn, leyfa ein-
um en útiloka annan, er búin til auð-
lindarrenta eða fiskiarður, sem þeir,
eiga að skila þjóðinni, sem njóta
einkaleyfis til nýtingar auðlindarinn-
ar.
I alþjóðlegum samskiptum mun
bera hæst samskipti Islands við
Evrópu-sambandið. Flestar líkur
benda til að samstarfsþjóðir okkar í
EFTA muni á næsta áratug taka
ákvörðun um að stíga skrefið til fulls
til inngöngu í bandalagið. Þá er
vandséð, hvernig íslendingar einir
geti haft burði til að halda uppi
„EFTA- stoðinni" í tvíhliða sam-
starfi við Evrópusambandið. Auk
þess kennir reynslan okkur að tæpt
sé að treysta á gengisstöðugleika til
frambúðar, án þeirrar kjölfestu, sem
sameiginlegur gjaldmiðill með
helztu viðskiptaþjóðum einn getur
veitt. Og Evrópusambandið heldur
áfram að þróast. Aðildarþjóðum mun
fjölga og einnig fullgildum aðilum að
sameiginlegum gjaldmiðli og pen-
ingastefnu bandalagins. Flest bendir
því til þess, að íslendingar geti ekki
slegið því á frest mjög lengi að gera
upp við sig, hver þeirra staður eigi að
vera í heimsmynd framtíðarinnar á
21. öldinni.
Steingrímur
Hermannsson
Sumir telja að
allt tal um um-
hverfisvá sé mjög
ýkt og fullyrða að
hættan framund-
an sé lítil sem
engin. Helst eru
það fulltrúar stór-
fyrirtækja, sem
telja fjárhags-
hagsmunum sín-
um stefnt í voða.
Þeim fækkar þó,
sem betur fer.
Fyrirtækjunum fjölgar hins vegar
sem skilja, að heilbrigt umhverfi og
sjálfbær þróun er ekkert síður
þeirra hagsmunamál en einstakl-
inganna. Sum hafa tekið upp svo-
nefnda græna reikninga, þar sem
kostnaðurinn við að koma í veg fyrir
eða lagfæra tjón, sem fyrirtækið
veldur á umhverfinu með rekstri sín-
um, er tekið með í uppgjör fyrirtæk-
isins. Þessu ber að fagna. Atvinnu-
reksturinn og einstaklingarnir eiga
að taka höndum saman í markvissri
viðleitni við að tryggja sjálfbæra
þróun.
Hins vegar era þeir einstaklingar,
sem telja að mannkynið sé þegar
komið fram af brúninni og næsta öld
muni verða öld vaxandi þrenginga.
Þeir spá því að átök muni fara harðn-
andi á milli þjóða um aðgang að
þverrandi nauðsynjum og náttúra-
auði. Þessir menn telja, að maðurinn
sé svo blindaður í dansinum kringum
gullkálfinn, að vonlaust sé að snúa
þróuninni við. Satt er, að það eru
mörg merki slíkrar þróunar. Hratt
vaxandi fólksfjöldi, fátækt, hungur
og nauð veldur því að þjóðflokkarnir
berast á banaspjótum. Á þessu þarf
vissulega að taka. Ég trúi því að það
sé unnt.
Einhveijir munu eflaust óttast, að
staðfast markmið um sjálfbæra þró-
un muni leiða til skerðingar á hinu
marglofaða frelsi. Kannski er það
rétt. Þó mundi ég fremur segja að
beina þurfi frelsinu inn á nýjar
brautir og í mörgum tilfellum heil-
brigðari. Satt að segja er það orðið
mikið áhyggjuefni hve margt virðist
leyfast í nafni frelsis. Frelsi til að
auðgast er orðið meginmarkmið og
þá er oft ekki spurt að leiðum.
Frelsi er fögur hugsjón en vand-
meðfarin. Frelsið má aldrei verða til
þess, að á öðrum sé traðkað eða
framtíð núlifandi og komandi kyn-
slóða stefnt í voða. Frelsinu á að
beina að því, sem byggir upp í nútíð
og framtíð. Gott er ef til þess þarf
sem minnst af boðum og bönnum.
Einhver lög og reglur verða þó ætíð
nauðsynleg hvort sem markmiðið er
sjálfbær þróun eða aðeins líðandi
stund. Ef almennur skilningur ríkir
um markmiðið sjálfbær þróun, hef
ég ekki áhyggjur af skerðingu frels-
isins.
Katrín
Fjeldsted
Hagsmunaaði-
lar og efasemdar-
menn hafa þannig
gert lítið úr nið-
urstöðum þeiira
vísindamanna,
sem varað hafa
við hækkandi
hitastigi í heimin-
um, eða svoköll-
uðum gróður-
húsaáhrifum, en
þau koma til eink-
um vegna koltvísýringsmengunar
frá okloii’ sjálfum, ekki sízt útblæstri
frá bílum, skipum og flugvélum og
frá stóriðju. Þess vegna verður nið-
urstaða mín sú að stóriðja sé ekki
ákjósanleg framtíðaratvinnugi’ein á
Islandi, sérstaklega vegna þess að
hún stingur í stúf við þá hreinu ím-
ynd landsins sem ég hef gert að um-
talsefni. Nær er að einbeita sér að
starfsemi sem kemst af með minni
orku, eins og fram hefur komið. I
stað þess að segjast hafa tekið land
okkar í arf frá forfeðranum ættum
við frekar að líta svo á að við höfum
það að láni frá börnum okkar. Það
gæti orðið til þess að við sæjum hve
mikilvægt það er að skila því vel á sig
komnu í þeirra hendur og með sæmd
svo að ungt fólk sjái tilgang með lífi
sínu, þann tilgang að rækta jörðina
og virða hana að verðleikum.
Ég er þess fullviss að umhverfis-
mál muni smám saman skipa veiga-
meiri sess í íslenzku þjóðfélagi. Um
allan hinn vestræna heim er upplýst
fólk orðið sér meira meðvitandi um
mikilvægi þess að ganga ekki á auð-
æfi jarðar, þurrausa ekki lindirnar.
Okkur íslendingum hlýtur að vera
það keppikefli að dregið sé úr meng-
un sjávar. Samstarf okkar á vett-
vangi þjóðanna, alþjóðlegir sáttmál-
ar og sameiginleg ábyrgð í
umhverfismálum er okkur lífsnauð-
syn og þess vegna verðum við sjálf
að gæta þess að standa við gefin lof-
orð. Sjálfbær þróun hefur verið lykil-
orð í stefnuyfirlýsingu margra ríkis-
stjórna eftir að Ríó-ráðstefnan var
haldin fyrir tæpum áratug. Sjálfbær
þróun hefur verið hluti af stefnuyfir-
lýsingu síðustu tveggja ríkisstjórna
hér á landi. Samt veltir maður því
stundum fyrir sér hvort nægileg al-
vara liggi þar að baki.
Páll Kr.
Pálsson
Á því stigi þróunar ræður þjóðfé-
lagið yfir mun meiri þekkingu en það
kemst yfir að nýta sér og ráða fjár-
hagsleg sjónarmið þar oftast mestu
um. Við vitum að til er mikið af þekk-
ingu og nothæfri tækni sem ekki er
nýtt af þessum sökum í dag og nægir
að benda á vetni í því sambandi. Það
sem mestu skiptir en hins vegar að
við eigum fólk sem ræður yfir mikilli
þekkingu og er reiðubúið að stuðla
Jón Baldvin
Hannibalsson
sendiherra.
Steingrímur
Hermannsson,
fyrrv. for-
sætisráðherra.
Katrín
Fjeldsted
alþingismaður.