Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ Safnaðarstarf Að hjálpa öðrum til sjálfshjálpar UNDANFARIN misseri hefur hug- takið áfallahjálp heyrst æ oftar í tengslum við slysfarir og önnur áföll. Stuðningur við þá sem hafa orðið fyrir áfalli hefur ætíð verið lið- ur í sálgæslu kirkjunnar þótt orðið áfallahjálp sé nýtt. Svala Sigríður Thomsen djákni mun stýra nám- skeiði um þroska og lífskreppur í safnaðarheimili Langholtskirkju 13. nóvember kl. 17-21. Umfjöllun Svölu er liður í fræðslu Langholts- kirkju um líðan, viðbrögð og úrræði við margskonar missi, sorg og sorg- arúrvinnslu. Tilgangurinn með námskeiðinu er að virkja þátttakendur og hjálpa þeim til að hjálpa öðrum til sjálfs- hjálpar. Á námskeiðinu verður fjall- að um hinar margvíslegu tilfínning- ar og viðbrögð við missi í sínum mörgu myndum. Má þar ne fna missi vegna dauðs- falla, slysa, ofbeldis, vímuefna- neyslu, veikinda, skilnaðar, atvinnu- leysis og gjaldþrota. Markmiðið með námskeiðinu er: að fyrirbyggja langvinn eftirköst missis; að átta sig á viðbrögðum barna og fullorðinna við áföllum og missi; að gera sér grein fyrir mikil- vægi ættingja og vina þegar lífið er erfitt; að benda á aðstoð fagaðila við þá sem hafa orðið fyrir áfalli; að benda á hollráð um sjálfshjálp. Námskeiðið er í formi fyrirlest- urs, hópvinnu, umræðna og slökun- ar. Það ætti að gagnast þeim sem vilja veita náunga sínum hjástoð í kreppu. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en létt máltíð er seld gegn vægu gjaldi (500 krónur). Svala veitir upplýsingar og skráir þátttakendur í síma 566 7893 og 862 9162. Verið hjartanlega velkomin. Starfsfólk Langholtskirkju. Áfram djassað í Laugarnesi KVÖLDMESSUR Laugarnesk- irkju halda sínu striki. Þar ríkir létt sveifla í tónum og tali og gleðiboð- skapur trúarinnar er túlkaður með ýmsu móti. Næstkomandi sunnu- dagskvöld kl. 20:30 hefst kvöld- messa nóvembermánaðar. Hjónin sr. Bjarni Karlsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjóna við mess- una ásamt framúrskarandi tónlist- arfólki. Þar eru þeir Tómas R. Ein- arsson á kontrabassa, Matthías Hemstock á trommur, Sigurður Flosason á saxófón og Gunnar Gunnarsson á píanó. Kór Laugar- neskirkju syngur ásamt Þorvaldi Halldórssyni sem flytur einsöng. Djassinn hefst í húsinu kl. 20:00 svo gott er að koma snemma í góð sæti og njóta kvöldsins. Svo bíður kaffis- opi og kertaljós yfir í safnaðarheim- ilinu allra sem vilja. Sjáumst í kirkjunni! Gestir frá Færeyjum HÉR á landi eru nú stödd færeysku presthjónin Sverri og Armgard Steinholm í boði Færeyska sjó- mannaheimilisins. Sverri Steinholm, sem er sjúkrahúsprestur í Þórshöfn, er sonur Sörens og Solveigar Stein- holm, sem woru um tíma forstöðu- fólk Færeysku sjómannastofunnar er stóð við Skúlagötu. Af þessu tilefni verður messa í Háteigskirkju sunnudaginn 12. nóv- ember kl. 15.30 þar sem Sverrir Steinholm þjónar fyrir altari. Á eftir verður boðið upp á kaffi í Færeyska sjómannaheimilinu og síðan verður haldin þar samkoma kl. 17.30. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl.ll. Umsjón: Sigríður Kristín og Örn. Háteigskirkja. Spjallstund mánu- SUNNUDAGUR12. NÓVEMBER 2000 49 KIRKJUSTARF Hallgrímskirkja dag kl. 10-12 í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilisins fyrir eldri borg- ara með Þórdísi þjónustufulltrúa. Eldri borgarar grípa í spil mánudag kl. 13.30-16 í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilisins. Ævintýra- klúbburinn fyrir 6-9 ára börn mánu- dag kl. 17. TTT-klúbburinn fyrir 10- 12 ára börn mánudag kl. 17. Laugarneskirkja. Morgunbænir mánudag kl. 6.45-7.05. 12 spora hóparnir mánudag kl. 20 í kirkjunni. Neskirkja. Starf fyrir 6-9 ára börn mánudag kl. 14-15. TTT-starf (10- 12 ára) mánudag kl. 16.30. Húsið op- ið frá kl. 16. Foreldramorgnar mið- vikudag kl. 10-12. Bókaspjall, Þor- björg Karlsdóttir, bókasafns- fræðingur og leikskólakennari. Kynning á barnadeild aðalsafnsins. Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfé- lagið (8., 9. og 10. bekkur) kl. 20-22. Árbæjarkirkja. Æskulýðsfélag fyrir 13 ára (fermingarbörn vorsins 2001) kl. 20-21.30. Æskulýðsfélag eldri deildir 9. og 10. bekkingar kl. 20- 21.30. Kii-kjuprakkarar 7-9 ára kl. 16-17 á mánudögum. TTT-starf fyr- ir 10-12 ára kl. 17-18 á mánudögum. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9- 10 ára drengi á mánudögum kl. 17- 18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk á mánudögum kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. 9-17 í síma 587-9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30- 18.30. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20.30 á mánudögum. Prédikunarklúbbur presta í Reykja- víkurprófastsdæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Umsjón dr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson. Seljakirkja. Fundur í æskulýðsfé- laginu Sela kl. 20 fyrir unglinga 13- 16 ára. Hafnarfjarðarkirkja. Æsku- lýðsstarf yngri deild kl. 20.30-22 í Hásölum. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Æsku- lýðsfélag 13 ára og eldri kl. 20-22. Lágafellskirkja. TTT-fundur í safn- aðarheimilinu fyrir 10-12 ára krakka kl. 16-16.45. Æskulýðsfélag fyrir 13-15 ára kl. 17.30-18.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- komnir. Akraneskirkja. Fundur í æsku- lýðsfélaginu í húsi KFUM og K mánudagskvöld ki. 20. Hvammstangakirkja. KFUM og K starf kirkjunnar mánudag kl.17.30 á prestssetrinu. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Mánudagur: Kl. 16.50 æskulýðsstarf fatlaðra, yngri hópurinn, kemur saman í lífi og leik. IG. 20 vinnufund- ur Kvenfélags Landakirkju vegna jólabasars. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. AI- menn samkoma kl. 16.30. Lofgjörð- arhópurinhn syngur. Ræðumaður Vörður L. Traustason, forstöðumað- ur. Allir velkomnir. Mán: Marita samkoma kl. 20. Víkurprestakall í Mýrdal. Ferming- arfræðsla á mánudögumkl. 13.45. Frelsið, kristileg miðstöð. Almenn fjölskyldusamkoma sunnudaga kl. 17. fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki frá 16 nóv.-21.des. fimmtudaga,föstudaga, laugardaga og sunnudaga Pantanir í s. 586 8300 - 566 6456, fax 566 7403 Sölusýning á nýjum og gömlum, handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel í Sigtúni í dag, sunnudag, frá kl. 13-19 Ný sending HÓTEly REYKJAVIK Glæsilegt úrval- gott verð 10% staðgreiðslu- afsláttur sími 861 4883 B [E RABGREIÐSLUR Hvers vegna notar þú Rautt Eðal Ginseng? Asta Erlingsdóttir grasalæknir: Þaö er ekki spurning aö þaö gerir gott. Sigurbjörn, hestamaður: Til að ná árangri og svo er það líka hollt. Sjöfn Har., myndlistarmaður: Þaö eykur hugmyndaflugið. Blómln: Þroska fræ I fyllingu tímans. Laufln: Eru notuð í jurtate. Stðrar hliöarrætur Smærri hliðarrætur Úrgangs- rðtarendar Rótarbolurinn: Máttugasti hluti jurtarinnar Einungis rótarbolir 6 ára gamalla kóreskra sérvalinna ginsengróta besta gæöaflokks. Rautt Eöal Ginseng Skerpir athygli og eykur þol.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.