Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
Safnaðarstarf
Að hjálpa
öðrum til
sjálfshjálpar
UNDANFARIN misseri hefur hug-
takið áfallahjálp heyrst æ oftar í
tengslum við slysfarir og önnur
áföll. Stuðningur við þá sem hafa
orðið fyrir áfalli hefur ætíð verið lið-
ur í sálgæslu kirkjunnar þótt orðið
áfallahjálp sé nýtt. Svala Sigríður
Thomsen djákni mun stýra nám-
skeiði um þroska og lífskreppur í
safnaðarheimili Langholtskirkju 13.
nóvember kl. 17-21. Umfjöllun
Svölu er liður í fræðslu Langholts-
kirkju um líðan, viðbrögð og úrræði
við margskonar missi, sorg og sorg-
arúrvinnslu.
Tilgangurinn með námskeiðinu er
að virkja þátttakendur og hjálpa
þeim til að hjálpa öðrum til sjálfs-
hjálpar. Á námskeiðinu verður fjall-
að um hinar margvíslegu tilfínning-
ar og viðbrögð við missi í sínum
mörgu myndum.
Má þar ne fna missi vegna dauðs-
falla, slysa, ofbeldis, vímuefna-
neyslu, veikinda, skilnaðar, atvinnu-
leysis og gjaldþrota.
Markmiðið með námskeiðinu er:
að fyrirbyggja langvinn eftirköst
missis; að átta sig á viðbrögðum
barna og fullorðinna við áföllum og
missi; að gera sér grein fyrir mikil-
vægi ættingja og vina þegar lífið er
erfitt; að benda á aðstoð fagaðila við
þá sem hafa orðið fyrir áfalli; að
benda á hollráð um sjálfshjálp.
Námskeiðið er í formi fyrirlest-
urs, hópvinnu, umræðna og slökun-
ar.
Það ætti að gagnast þeim sem
vilja veita náunga sínum hjástoð í
kreppu.
Námskeiðið er þátttakendum að
kostnaðarlausu en létt máltíð er seld
gegn vægu gjaldi (500 krónur).
Svala veitir upplýsingar og skráir
þátttakendur í síma 566 7893 og 862
9162. Verið hjartanlega velkomin.
Starfsfólk Langholtskirkju.
Áfram djassað í
Laugarnesi
KVÖLDMESSUR Laugarnesk-
irkju halda sínu striki. Þar ríkir létt
sveifla í tónum og tali og gleðiboð-
skapur trúarinnar er túlkaður með
ýmsu móti. Næstkomandi sunnu-
dagskvöld kl. 20:30 hefst kvöld-
messa nóvembermánaðar. Hjónin
sr. Bjarni Karlsson og sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir þjóna við mess-
una ásamt framúrskarandi tónlist-
arfólki. Þar eru þeir Tómas R. Ein-
arsson á kontrabassa, Matthías
Hemstock á trommur, Sigurður
Flosason á saxófón og Gunnar
Gunnarsson á píanó. Kór Laugar-
neskirkju syngur ásamt Þorvaldi
Halldórssyni sem flytur einsöng.
Djassinn hefst í húsinu kl. 20:00 svo
gott er að koma snemma í góð sæti
og njóta kvöldsins. Svo bíður kaffis-
opi og kertaljós yfir í safnaðarheim-
ilinu allra sem vilja.
Sjáumst í kirkjunni!
Gestir frá
Færeyjum
HÉR á landi eru nú stödd færeysku
presthjónin Sverri og Armgard
Steinholm í boði Færeyska sjó-
mannaheimilisins. Sverri Steinholm,
sem er sjúkrahúsprestur í Þórshöfn,
er sonur Sörens og Solveigar Stein-
holm, sem woru um tíma forstöðu-
fólk Færeysku sjómannastofunnar
er stóð við Skúlagötu.
Af þessu tilefni verður messa í
Háteigskirkju sunnudaginn 12. nóv-
ember kl. 15.30 þar sem Sverrir
Steinholm þjónar fyrir altari. Á eftir
verður boðið upp á kaffi í Færeyska
sjómannaheimilinu og síðan verður
haldin þar samkoma kl. 17.30. Allir
eru að sjálfsögðu velkomnir.
Fríkirkjan í Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl.ll. Umsjón: Sigríður
Kristín og Örn.
Háteigskirkja. Spjallstund mánu-
SUNNUDAGUR12. NÓVEMBER 2000 49
KIRKJUSTARF
Hallgrímskirkja
dag kl. 10-12 í Setrinu á neðri hæð
safnaðarheimilisins fyrir eldri borg-
ara með Þórdísi þjónustufulltrúa.
Eldri borgarar grípa í spil mánudag
kl. 13.30-16 í Setrinu á neðri hæð
safnaðarheimilisins. Ævintýra-
klúbburinn fyrir 6-9 ára börn mánu-
dag kl. 17. TTT-klúbburinn fyrir 10-
12 ára börn mánudag kl. 17.
Laugarneskirkja. Morgunbænir
mánudag kl. 6.45-7.05. 12 spora
hóparnir mánudag kl. 20 í kirkjunni.
Neskirkja. Starf fyrir 6-9 ára börn
mánudag kl. 14-15. TTT-starf (10-
12 ára) mánudag kl. 16.30. Húsið op-
ið frá kl. 16. Foreldramorgnar mið-
vikudag kl. 10-12. Bókaspjall, Þor-
björg Karlsdóttir, bókasafns-
fræðingur og leikskólakennari.
Kynning á barnadeild aðalsafnsins.
Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfé-
lagið (8., 9. og 10. bekkur) kl. 20-22.
Árbæjarkirkja. Æskulýðsfélag fyrir
13 ára (fermingarbörn vorsins 2001)
kl. 20-21.30. Æskulýðsfélag eldri
deildir 9. og 10. bekkingar kl. 20-
21.30. Kii-kjuprakkarar 7-9 ára kl.
16-17 á mánudögum. TTT-starf fyr-
ir 10-12 ára kl. 17-18 á mánudögum.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-
10 ára drengi á mánudögum kl. 17-
18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk
á mánudögum kl. 20-22.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl.
20. Tekið er við bænarefnum í
kirkjunni alla daga frá kl. 9-17 í
síma 587-9070. Mánudagur: KFUK
fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-
18.30.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 8.
bekk kl. 20.30 á mánudögum.
Prédikunarklúbbur presta í Reykja-
víkurprófastsdæmi eystra er á
þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Umsjón
dr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson.
Seljakirkja. Fundur í æskulýðsfé-
laginu Sela kl. 20 fyrir unglinga 13-
16 ára.
Hafnarfjarðarkirkja. Æsku-
lýðsstarf yngri deild kl. 20.30-22 í
Hásölum.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Æsku-
lýðsfélag 13 ára og eldri kl. 20-22.
Lágafellskirkja. TTT-fundur í safn-
aðarheimilinu fyrir 10-12 ára
krakka kl. 16-16.45. Æskulýðsfélag
fyrir 13-15 ára kl. 17.30-18.30.
Krossinn. Almenn samkoma að
Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel-
komnir.
Akraneskirkja. Fundur í æsku-
lýðsfélaginu í húsi KFUM og K
mánudagskvöld ki. 20.
Hvammstangakirkja. KFUM og K
starf kirkjunnar mánudag kl.17.30 á
prestssetrinu.
Landakirkja í Vestmannaeyjum.
Mánudagur: Kl. 16.50 æskulýðsstarf
fatlaðra, yngri hópurinn, kemur
saman í lífi og leik. IG. 20 vinnufund-
ur Kvenfélags Landakirkju vegna
jólabasars.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. AI-
menn samkoma kl. 16.30. Lofgjörð-
arhópurinhn syngur. Ræðumaður
Vörður L. Traustason, forstöðumað-
ur. Allir velkomnir. Mán: Marita
samkoma kl. 20.
Víkurprestakall í Mýrdal. Ferming-
arfræðsla á mánudögumkl. 13.45.
Frelsið, kristileg miðstöð. Almenn
fjölskyldusamkoma sunnudaga kl.
17.
fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki
frá 16 nóv.-21.des.
fimmtudaga,föstudaga,
laugardaga og sunnudaga
Pantanir í s. 586 8300 - 566 6456,
fax 566 7403
Sölusýning
á nýjum og gömlum, handhnýttum, austurlenskum
gæðateppum á Grand Hótel í Sigtúni
í dag, sunnudag,
frá kl. 13-19
Ný sending
HÓTEly
REYKJAVIK
Glæsilegt úrval- gott verð
10% staðgreiðslu-
afsláttur
sími 861 4883
B [E
RABGREIÐSLUR
Hvers vegna notar þú
Rautt Eðal Ginseng?
Asta Erlingsdóttir
grasalæknir:
Þaö er ekki spurning aö
þaö gerir gott.
Sigurbjörn, hestamaður:
Til að ná árangri og svo
er það líka hollt.
Sjöfn Har.,
myndlistarmaður:
Þaö eykur
hugmyndaflugið.
Blómln: Þroska fræ I
fyllingu tímans.
Laufln:
Eru notuð
í jurtate.
Stðrar
hliöarrætur
Smærri
hliðarrætur
Úrgangs-
rðtarendar
Rótarbolurinn:
Máttugasti hluti
jurtarinnar
Einungis rótarbolir
6 ára gamalla
kóreskra sérvalinna
ginsengróta besta
gæöaflokks.
Rautt Eöal Ginseng
Skerpir athygli og
eykur þol.