Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.11.2000, Blaðsíða 64
VIÐSKIPTAHUGBÚN AÐUR Á HEiMSMÆUKVARÐA SAP r <o> NÝHERJI S: 569 7700 PÓSTURINN Einn heimur - eitt dreifikerfi! www.postur.is MORGUNBLADIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KA UPVANCSSTRÆTl I SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. ÍSLENDINGAR taka sæti við hlið Norðmanna sem stærstu framleið- endur áls í heiminum árið 2010, gangi eftir þau áform sem nú er unn- ið eftir, að reist verði allt að 420 þús- und tonna álver á Reyðarfirði og í ál- veri Norðuráls á Grundartanga verði framleiðslan aukin samfara stækkun upp í 300 þúsund tonn á ári. Þetta kemur fram í ítarlegri röð frétta- skýringa um ísland og álið, sem hef- ur göngu sína í Morgunblaðinu í dag. Norðmenn framleiða nú þjóða ~®tnest af áli í Evrópu, eða á bilinu 800 til 900 þúsund tonn. Hér á landi framleiðir íslenska álfélagið í Straumsvík nú þegar tæplega 170 þúsund tonn og Norðurái á Grundar- tanga 60 þúsund tonn, en strax næsta vor bætast 30 þúsund tonn við þar, auk þess sem fimm þúsund tonn munu bætast við ársframleiðslu ÍSAL á næstu tveimur árum, gangi áætlanir þeirra eftir. Morgunblaðið hefur heimildir fyr- ir því að töluverð skipulagsvinna hafi ( wfarið fram á vegum ÍSAL til undir- búnings stækkun álversins í Straumsvík. Til dæmis er gert ráð fyrir að pláss verði fyrir allt upp í þrjá nýja kerskála þegar Reykja- nesbrautin verður færð samkvæmt framtíðarskipulagi Hafnarfjarðar. Samruni móðurfélagsins hefur hins vegar sett mark sitt á fyrirætlanir í þessa veru og varð t.d. til þess að ISAL sleit formlegum viðræðum sín- um við Orkuveitu’Reykjavíkur um raforkukaup frá Nesjavallavirkjun í tengslum við lítilsháttar stækkun ál- Morgunblaðið/Golli Bráðinni raflausn hellt í ker í álveri Norðuráls á Grundartanga. Þar stendur yfír stækkun, en útlit er fyrir enn frekari framkvæmdir þar á næstunni, gangi áætlanir forráðamanna fyrirtækisins eftír. versins upp í 200 þúsund tonn, en nú- verandi starfsleyfi álversins hljóðar upp á slíka ársframleiðslu. Ákveði eigendur álversins í Straumsvík á næstu árum að auka framleiðslu sína, en viðmælendur Morgunblaðs- ins gera því margir skóna, kemur upp sú athyglisverða staða að ísland verður stærsti framleiðandi áls í Evrópu. Sú staða gæti jafnvel verið komin upp eftir áratug, aðeins tæpri hálfri öld eftir að fyrst var farið að framleiða ál hér á landi. ■ ísland og álið/10-16 Sjómenn slösuðust um borð í togara TVEIR sjómenn slösuðust um borð í togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255 sem var á veiðum í Seyðisfjarðar- dýpi um miðnætti á föstu- dagskvöld. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Neskaupstað voru mennirnir tveir við vinnu á dekki skipsins þegar festing með króki gaf sig og sveiflaðist þannig að hún slóst í andlit annars mannsins og síðu hins. Togarinn kom til hafnar í Neskaupstað um klukkan fjögur þá um nóttina og voru mennirnir fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið til að- hlynningar. Fluttir með sjúkra- flugi til Reykjavíkur Að lokinni skoðun á Fjórð- ungssjúkrahúsinni var talið nauðsynlegt að mennirnir yrðu fluttir til Reykjavíkur til frekari aðhlynningar. Ófært var með flugi frá Neskaup- stað og þurfti því að flytja þá með sjúkrabíl á Egilsstaði og þaðan fóru þeir með sjúkra- flugi til Reykjavíkur. Farið var með mennina á Landspítala - háskólasjúkra- hús við Hringbraut, en sam- kvæmt upplýsingum læknis þar í gær var ekki búið að meta hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Áform um frekari uppbygfffingfu í áliðnaði hér á landi Island og Noregur mestu álframleiðendur Evrópu 2010 www.bi.is - í stöðugri sókn Vefur Búnaðarbankans var valinn besti íslenski fjármálavefurinn. Smelltu þér á Netið og I njóttu traustsins. ® BÚNAÐARBANKINN Traustur lianki Brúin yfír Djúpá lokuð stærri bflum eftir að burðarbitar voru brotnir niður Tepptir með fisk og mjólk fyrir austan Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Burðarbitarnir sem halda brúnni á Djúpá saman að ofan brotnuðu af og stöðvaði lögreglan umferð stærri bfla yfir ána. Morgunblaðið/Guðmundur Jðnsson Bfllinn hafnaði á toppnum á göt- unni, töluvert skemmdur. Bílvelta við Sæ- tún í Reykjavík BÍLVELTA varð á mótum Sætúns og Laugarnesvegar í Reykjavík rétt eftir klukkan eitt aðfaranótt laugar- dags. Þrír 17 ára unglingar voni í - ^> ílnum, sem kastaðist á umferðarljós áður en hann valt. Ungmennin voru flutt á sjúkrahús með minniháttar áverka að sögn lögreglu. Umferðar- ljósin voru óvirk um tíma eftir óhappið. FJÓRIR flutningabílar með 70-80 tonn af fiski og mjólkurbíll á vestur- leið voru í gærmorgun tepptii- aust- an við Djúpá í Fljótshverfi. Vegna skemmda sem urðu á brúnni seint í fyrrakvöld varð að stöðva umferð bíla með yfir fimm tonna öxulþunga yfir Skeiðarársand. Flutningabílar á austurleið biðu sömuleiðis viðgerðar á brúnni. Miklar skemmdir urðu á brúnni þegar stór vörubfll með traktorsgröfu á pallinum ók yfir hana í fyrrakvöld. Rakst grafan upp í styrktarbita sem halda brúnni sam- an að ofan og hreinsaði þá af. Að sögn Gylfa Júlíussonar, rekstrar- stjóra Vegagerðarinnar í Vík, hefur brúin ekki þann burð sem þarf til þess að hægt sé að leyfa umferð stórra bfla yfir hana og því var um- ferðin takmörkuð við fimm tonna öx- ulþunga. I gærmorgun voru starfs- menn Vegagerðarinnar að reyna að átta sig á því hvað þyrfti að gera til að hringvegurinn yrði fær öllum bfl- um. Taldi Gylfi að setja þyrfti nýja burðarbita á brúna og reiknaði jafn- vel með að viðgerð stæði fram á mánudag. fhuga að flytja fískinn með lyftara Fiskflutningamenn frá Höfn biðu í gærmorgun tíðinda af viðgerð brúar- innar. Álfgeir Gíslason sagðist hafa beðið frá því óhappið varð í fyrra- kvöld og sagði að töfin skapaði ef- laust erfiðleika hjá kaupendum fisksins. Sjálfur sagðist hann vera í góðu yfirlæti á Hótel Skaftafelli í Freysnesi. Álfgeir vonaðist til þess að sleppa við að fara norðurhringinn með fiskinn. Hugmyndir voru uppi um að draga bílana yfir Djúpá en vegagerðarmenn töldu það óráð. Þá voru fiskflutningamennirnir að íhuga þann möguleika að fá bíla að sunnan og nota lyftara til að aka fisk- kerunum yfir ána því Álfgeir sagði að bílarnir væru svo þungir að þeir mættu ekki einu sinni fara tómir yf- ir. Mjólkurbíll frá Mjólkurbúi Flóa- manna á Selfossi beið einnig í Freysnesi með tíu þúsund lítra sem safnað hafði verið austan sanda. Reykdal Magnússon hjá mjólkur- búinu sagðist bíða átekta og taldi ekki hættu á að mjólkin skemmdist þótt viðgerð drægist fram á mánu- dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.